Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 2
Af hverju að gera þátt um útivist?
Þetta er auðvitað ekkert annað en trúboð.
Þetta er bara svo óheyrilega skemmtilegt að
það er nauðsynlegt að frelsa fleiri og leiða
þá inn í útivistarljósið. Þeim mun fleiri sem
eru úti, þeim mun fleiri eru hamingjusamir
og þeim mun betri verður heimurinn.
Hvað er svona skemmtilegt
við að vera úti?
Ég er mikið búin að spá í þetta og held að
lykillinn sé sú andlega vellíðan sem maður
fær út úr því að vera úti. Maður verður bara
svo glaður og sáttur við umheiminn. Svo er hinn
víðfrægi fjallakúlurass auðvitað frábær aukaverk-
un.
Hver er uppáhaldsferðamátinn
þinn úti við?
Nú er úr vöndu að ráða. Ég er algjör sveimhugi og
verð hafa nógu fjölbreytta hluti fyrir stafni.
Kannski er þetta athyglisbrestur en ég bara get
ekki gert sömu hluti of oft eða of lengi í einu. Ég
gæti til dæmis aldrei hlaupið sama hringinn, dag eft-
ir dag, viku eftir viku, árið um kring. Af því leiðir að
mér finnst skemmtilegast að blanda saman ferðamát-
um, hjóla í dag, skíða á morgun, ganga á fjall hinn dag-
inn og enda vikuna á kajak.
Kynntistu landinu á nýjan hátt í
gegnum gesti ykkar í þáttunum?
Já, algerlega og það er alveg frábært að fara á staði sem
eru orðnir nokkurs konar gamlir kunningjar og sjá þá upp
á nýtt með augum annarra.
Kemur Ísland þér enn á óvart?
Já og nei. Það er að segja, það kemur mér nefnilega ekki
lengur á óvart hvað Ísland kemur mér alltaf á óvart.
Ræktin eða fjallið?
Alltaf fjallið! Og það þarf ekkert endilega að vera fjall, má alveg
vera fjara, Öskjuhlíðin eða Heiðmörkin, bara að það sé úti.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Eftir að hafa varið töluverðum tíma í að finna út hvaða strætó einkason-urinn gæti tekið til að komast á körfuboltaæfingu hjá Val, sem er bara ínæsta hverfi, komst ég að því að þangað gengur enginn strætó. Í það
minnsta stoppar enginn strætó nógu nálægt Hlíðarenda til að hægt sé með
góðu móti að senda grunnskólabarn með vagni á æfingu. Skutlið er eina leiðin.
Þegar rætt er um strætó, eða almenningssamgöngur, þá er gjarnan verið að
bera saman valkostina einkabíll eða strætó. En einhvern veginn gleymist iðu-
lega sá hópur fólks hér í borginni (og í fleiri sveitarfélögum ef út í það er farið)
sem ekki hefur aldur til að keyra bíl: börn og unglingar.
Það eflir yngri kynslóðina að geta
farið sinna ferða án foreldra, þannig
verða þau sjálfstæðari og öruggari.
Það ætti þess vegna að vera sjálfsagt
að foreldrar hafi tækifæri til að kenna
börnum sínum að bjarga sér sjálf í
strætó milli staða, um leið og þau hafa
aldur og þroska til.
En til þess að strætóferðir barna
og unglinga verði raunhæfur kostur
þurfa að vera stoppistöðvar á stöðum
þar sem hentar. Eins og til dæmis
beint fyrir utan íþróttahús en ekki í
göngufjarlægð þar sem þarf að fara
yfir stórar götur. Töluvert vantar upp á að íþróttahús og aðrir samkomustaðir
barna í borginni hafi almennilega tengingu við strætókerfið. Þessu þarf að
breyta og það verður forvitnilegt að sjá hvort einhver flokkur taki börnin til
greina í umræðum um almenningssamgöngur í aðdraganda kosninga í vor.
Ekkert foreldri, hvorki í Reykjavík né öðrum sveitarfélögum, mun lýsa dag-
legu skutli sem einhvers konar gæðastundum. Skutl á æfingar býr til óþarfa
umferð (og þar með svifryk) og er streituvaldur bæði fyrir foreldra og börn.
Það er mikilvægt að taka börn og unglinga og þeirra þarfir með í samtalið um
strætó. Þau ættu að eiga þess kost að geta farið sinna ferða án þess að þurfa að
treysta á að mamma og pabbi geti skroppið úr vinnu til að skutla og sækja.
Þótt það sé auðvitað þægilegast að ímynda sér að öll þjónusta sem börn og
unglingar sækja sér geti verið í þeirra eigin hverfi þá er það ekki raunhæft.
Ekki geta öll íþróttafélög haldið úti öllum íþróttagreinum og tónlistarskólar
kenna ekki allir á öll hljóðfæri. Það er óhjákvæmilegt að einhver börn og ung-
lingar þurfi að komast milli hverfa, jafnvel sveitarfélaga, til að sækja æfingar.
Þar ætti strætó að geta orðið alvöruvalkostur.
Morgunblaðið/Eggert
Enginn strætó
á Hlíðarenda
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Skutl á æfingar býr til óþarfa umferð um borgina og er streituvaldur bæði
fyrir foreldra og börn.
Stundum er eins og gleymist að ræða um
börn og unglinga þegar rætt er um strætó.
Guðmundur Þór Guðmundsson
Já, ég trúði frétt um kosningarétt
ungmenna 16-18 ára í sveitarstjórn-
arkosningum í Reykjavíkurborg.
SPURNING
DAGSINS
Hljópstu
apríl?
Annetta Scheving
Nei. En ég plataði eitt sinn yfirmann
minn, sagði að það væri sprungið dekk
hjá mér og hann fór út að aðstoða.
Guðmar Rögnvaldsson
Nei, ég gerði það ekki. Það var ekki
reynt. Ég reyndar steingleymdi
deginum.
Gerður Magnúsdóttir
Nei. En ég hef einhvern tímann
látið plata mig þegar ég var krakki.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Brynhildur stjórnar þáttaröðinni Úti sem sýnd er á sunnudagskvöldum á
RÚV ásamt Róberti Marshall. Þjóðþekktir Íslendingar fara út fyrir þæg-
indarammann og með fylgja ýmsir fróðleiksmolar og góð ráð um búnað
og hegðun úti í náttúrunni. Meðal gesta eru Guðni Th. Jóhannesson,
Brynhildur Guðjónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Helgi
Seljan, Andri Snær Magnason og Baltasar Kormákur.
Leiðir fólk í
útivistarljósið