Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 28
Viktoríufossar eru í Sambesífljóti á landamærum Sambíu og Simbabve. Fossarnir eru um 1,5 km á breidd og 128 m á hæð. Á máli innfæddra hétu foss- arnir Mosi-oa-Tunya eða „þrumandi reykur“, sem ber vott um þann mikla kraft sem í fossunum felst og guf- una sem sést langar leiðir. Það var skoski landkönnuðurinn David Livingstone sem nefndi fossana eftir Viktoríu drottningu árið 1855. Fossarnir tilheyra tveimur þjóðgörðum og eru á heimsminjaskrá UNESCO. GettyImages/iStockphoto Þrumureykur á landamærum VIKTORÍUFOSSAR Detian-fossar er nafn á tveim- ur fossum á landamærum Kína og Víetnam. Í rigningum á sumrin líta þeir út fyrir að vera einn foss. Hæð þeirra er um 30 m. Þetta eru fjórðu stærstu fossar sem er að finna á landamærum, á eftir Iguazu-fossum, Viktoríu- fossum og Níagarafossum. Þetta er fallegur staður og er hann mikið notaður við upp- tökur á kvikmyndum og tón- listarmyndböndum. Vinsæll tökustaður DETIAN-FOSSAR FERÐALÖG Appið Hotel Tonight er gott að nota til þess að finnagistingu á lúxushóteli á góðu verði á síðustu stundu. Lík-legast er að fá gott tilboð á sunnudegi en þá eru helg- argestirnir farnir og viðskiptaferðalangarnir ekki komnir. Á síðustu stundu 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 Fallegir fossar Það er eitthvað sérstaklega heillandi við fossa, meðal annars hvernig þeir streyma fram endalaust af miklum krafti. Marga fallega fossa er að finna hérlendis en í þetta skiptið verður bent á nokkra ólíka fossa víða um heim sem vert er að skoða. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.