Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Page 40
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2018 „Markmið félagsins er tvíþætt. Annars vegar að vekja athygli á einhverfu og hins vegar að safna fé til styrktar málefninu,“ segir Edda Karen Haraldsdóttir, varafor- maður Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. „Í ár erum við að safna fyrir fræðslu, en við höfum staðið fyrir námskeiðum sem ganga allt árið fyrir að- standendur barna sem nýlega hafa fengið greiningu. Einnig erum við að framleiða fræðslumyndbönd. Á fimmtudag gáfum við út fræðslumyndband um stúlkuna Maríu. Einhverfuátakið í heiminum er einmitt tileinkað stúlkum í ár,“ segir hún. „Svo er næsta námskeið á Egilsstöðum 12. maí og er opið fyrir alla aðstandendur einhverfra barna,“ segir Edda Karen. Hægt er að styrkja félagið í gegnum styrktarnúmerið 9021010 og eru þá þúsund krónur teknar af reikningi. Einnig er hægt að styrkja með beinum framlögum á vef- síðunni blarapril.is. asdis@mbl.is Blátt fyrir einhverf börn Edda Karen Haraldsdóttir, varaformaður Blás apríls, bregður á leik með bláan drykk. Apríl er tileinkaður einhverfu um heim allan. Hér á landi safnar styrktarfélagið Blár apríl fé fyrir nýju fræðsluefni. Darri, Bjarni og Haraldur Hrafn Þórðarsynir klæðast bláu og eru með blátt hár í tilefni af Bláum apríl. Morgunblaðið greindi frá því á þessum degi árið 1938 að lög- regluþjónar, sem voru á verði í Aðalstræti snemma morguninn áður, hefðu heyrt skothríð mikla og er þeir gættu að sáu þeir að skotin komu úr glugga húss við Aðalstræti 9 C. Lögregluþjónarnir fóru inn í húsið og í herbergi það, sem skotið hafði verið úr. Voru þar inni þrír menn, allir mjög mikið undir áhrifum víns, og ein stúlka, sem var sofandi. Það reyndist vera húsráðandi sem hafði skotið út um gluggann úr tvíhleyptri haglabyssu, að minnsta kosti fjórum skotum, beint upp í loftið. Lögreglan tók hina ölvuðu menn og setti þá í varðhald í fangahúsinu. Menn hafa líklega ekki verið búnir að temja sér orðið fangelsi þarna? Húsráðandi var sama dag dæmdur í 100 króna sekt og byssan gerð upptæk, þar sem hann hafði ekki leyfi lögregl- unnar til að hafa byssu. Í niðurlagi fréttarinnar kom fram að húsráðandi þessi væri sagður óstýrilátur með víni og hafði hann áður leikið álíka hættulegan leik í ölæði. GAMLA FRÉTTIN Skotið út um glugga Aðalstræti. Myndin er tekin tæpum áttatíu árum eftir að húsráðandi í húsi við götuna skaut út um gluggann hjá sér og lögregla skarst í leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Seth Rogen leikari Mohamed Salah knattspyrnumaður Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt RELEVE Model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 399.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 539.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 223 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- ETOILE Model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 419.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 449.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.