Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Side 35
8.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í MARS Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Mið-Austurlönd Magnús Þorkell Bernharðsson 2 ÞorstiJo Nesbø 3 Konan sem át fíl og grenntist (samt) Margrét Guðmundsdóttir 4 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle 5 UppruniDan Brown 6 Leikskólaföt 2Eva Mjöll Einarsdóttir 7 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano 8 Áttunda dauðsyndinRebecka Edgren Aldén 9 Í nafni sannleikansViveca Sten 10 Hvolpasveitin - Litabók 11 KrítarmaðurinnC. J. Tudor 12 Flúraða konanMads Peder Nordbo 13 Hulduheimar 3 – Skýjaeyjan Rosie Banks 14 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 15 Köld slóðEmelie Schepp 16 Inniræktun matjurtaZia Allaway 17 Óvættaför 30 – Pöddu- drottningin Amiktus Adam Blade 18 Vegurinn heim lengist með hverjum morgni Fredrik Backman 19 Elín, ýmislegtKristín Eiríksdóttir 20 Dagar höfnunarElena Ferrante Allar bækur Ég var að lesa Átta fjöll eftir Paolo Cognetti sem var dásamleg. Ég var mjög hrifin af henni og vona að sem flestir lesi hana. Ég skammtaði mér hana vegna þess að ég tímdi ekki að klára hana. Ég er svo að byrja á Kalak eftir Kim Leine sem er rosa- leg. Ég skammta mér hana líka því ég þarf að anda aðeins á milli. Ég á eftir að lesa Spámennina í Botn- leysufirði eftir Leine, byrjaði á henni en ákvað að hvíla mig aðeins á henni og ætla að klára hana seinna. Kim Leine er stór- kostlegur höfundur. Önnur bók sem situr í mér er Mannsævi eftir Robert Seethaler. Mér finnst hún nán- anst skyldulesning. Hún fer í gegnum mannsævina og sýn- ir hvernig ævin get- ur verið hjá fólki og hvernig fólk þarf að hafa aðeins fyrir hlutunum. Þetta er gömul saga í sjálfu sér, en tengist samt nútím- anum. ÉG ER AÐ LESA Ingibjörg Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur Skáldsagan Ég er að spá í að slútta þessu eftir kanadíska rithöfundinn Iain Reid segir frá því er Jake og kærasta hans heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ým- islegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabygg- ingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu. Ég er að spá í að slútta þessu hefur vakið at- hygli víða um heim og í smíðum er kvikmynd eftir sögunni. Árni Óskarsson þýddi bókina, Veröld gefur út. Stalín – ævi og aldurtili heitir ævisaga Jósefs Stalíns eftir Edvard Radzinskij sem Sæmundur gefur út. Radzinskij hefur ritað fjölda bóka um söguleg efni og meðal annars skráð sögu Ras- pútíns og Rússlandskeisaranna Nikulásar II. og Alexanders II., en Ævisaga Stalíns er afrakstur eigin reynslu höfundar og áratuga rannsókna hans. Í tileinkun bókarinnar segist hann hafa hugsað um hana allt sitt líf og faðir hans hafi hugsað um hana svo lengi sem honum entist aldur til: „Ég samdi hana umkringdur skuggum fólks sem ég sá í æsku.“ Meðal annars segir Radzinskij frá samspili Stalíns og keisara- stjórnarinnar á árunum fyrir byltingu, trúarlegum tilvísunum í harðstjórn Stalíns og pólitískum hreinsunum, útrýmingu lenínist- anna í uppbyggingu ríkisins, undirbúningi þriðju heimsstyrjald- arinnar og að lokum eru frásagnir af dularfullum dauða Stalíns. Í bókinni birtist Stalín ekki aðeins sem takmarkalaus harðstjóri heldur einnig sem fær stjórnmálamaður. Einnig setur höfundur árás Þjóðverja á Sovétríkin í nýtt samhengi og dregur fram stjórn- kænsku Sovétleiðtogans í samstarfi hans við vesturveldin á stríðs- árunum og á árunum fyrst eftir stríð. Haukur Jóhannsson þýddi. NÝJAR BÆKUR Nígeríski rithöfundurinn Chinua Achebe lést fyrirrétt rúmum fimm árum, þá ríflega áttræður.Hann er einn þekktasti og um leið einn merk- asti rithöfundur Nígeríu og hefur verið nefndur faðir afr- ískra nútímabókmennta. Fyrsta bók hans, Things Fall Apart, kom út fyrir sextíu árum, en kemur nú út á ís- lensku í fyrsta sinn undir heitinu Allt sundrast í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Allt sundrast segir sögu Okonkwo, Igbo-stríðsmanns í upphafi nýlendutímans. Bókin vakti þegar mikla athygli og er svo komið að hún er talin eitt af höfuðverkum nígerískra bókmennta og lykilbók í afrískri bókmenntasögu sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 millj- ónum eintaka og má geta þess að tímaritið Time taldi hana með 100 bestu bókum á enskri tungu frá 1923 til 2005. Líkt og fleiri nígerískir höfundar, til að mynda Amos Tutuola, skrifaði Achebe á ensku og rökstuddi það val sitt með því að hann væri að skrifa fyrir alla Nígeríu- menn, enda er enska opinbert mál í landinu, en annars eru þar töluð tuttugu og fjögur tungumál. Í ritgerð um afríska rithöfunda og enska tungu sagði hann einnig að önnur ástæða væri sú að fyrir vikið gætu þjóðir nýlendu- herranna lesið bækur hans. Allt sundrast er fyrsta bókin í því sem kallað hefur verið Afríski þríleikurinn en á eftir henni komu fram- haldið No Longer at Ease, sem kom út 1960, og svo Arr- ow of God, sem kom út 1964. Sjálfur sagði Achebe síðan að bækurnar A Man of the People, sem kom út 1966, og Anthills of the Savannah, sem kom út 1987, væru líka einskonar framhaldsbækur, þó að Okonkwo eða afkom- endur hans komi ekki við sögu. Allt sundrast hefur heiti sitt úr fyrsta erindi ljóðs írska ljóðskáldsins W.B. Yeats sem hann orti í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar um það leyti sem frelsisstríð Íra við Breta hófst fyrir alvöru í kjölfar páskauppreisn- arinnar sem hófst á öðrum degi páska 1916. Í upphafi bókarinnar er erindið birt í þýðingu Þórarins Eldjárns: Ei heyrir fálki í fálkaranum neitt en snýst og hnitar hringi sífellt stærri. Allt sundrast, af því miðjan missir tak og sigað er á heiminn ringulreið. Eins og getið er segir Allt sundrast frá Igbo- manninum Okonkwo sem þekktur var „í öllum þorp- unum níu og þótt víðar væri leitað“ og örlögum hans og um leið hvernig ættbálkasamfélag sundrast í skrúfstykki nýlendustefnunnar. Í upphafi bókarinnar snýr Okonkwo heim úr sjö ára útlegð eftir að hafa verið valdur að mannsláti. Líkt og aðrir íbúar þorpanna níu situr hann fastur í siðvenjum og reglum samfélagsins. Þegar hvítir menn slá eign sinni á heimaland Okonkwo bera þeir með sér nýjar sið- venjur og reglur sem eyða þeirri menningu sem fyrir var. Miðjan missir tak Fyrir sextíu árum kom út fyrsta skáldsaga nígeríska rithöfundarins Chinua Achebe sem er í dag talin ein af lykilbókum afrískra bókmennta. Hún kemur nú loks út á íslensku undir heitinu Allt sundrast. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nígeríski rithöfundurinn Chinua Achebe. Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.