Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 31
„bankaleynd,“ sem var fullkomlega fráleitt um op-
inbera íhlutun í stórum stíl, að geðþótta, til fárra ein-
staklinga.
Aðrir urðu fyrir atlögunni
Auðveldu fórnarlömbin voru þeir hér heima sem áttu
sitt í fasteignum og höfðu ætíð gefið upp hverja sína
krónu og hefðu orðið að raska allri sinni tilveru til að
flýja, sem þeir hvorki gátu né vildu, og enginn eftir að
höft skullu á, sem lofað var að stæðu aðeins í fáeina
mánuði.
Reynt var að sækja réttlæti til dómstóla. Málið
gekk fyrir Hæstarétt og af dóminum varð ekki annað
ráðið en að rétturinn gerði sér grein fyrir því að út-
færsla skattsins leiddi til þess að menn yrðu að ganga
á eignir sínar til að standa í skilum á honum. En rétt-
urinn taldi að það gæti staðist og að horfa mætti hjá
aðhaldi stjórnarskrárinnar vegna einstakra aðstæðna
sem óneitanlega voru uppi í landinu og svo vegna
þess að skatturinn var tímabundinn.
En vandinn var sá, að meirihluti löggjafans meinti
ekkert með eigin fyrirvara um tímabundna löggjöf.
Hann framlengdi skattinn og herti skrúfurnar í leið-
inni. Þegar skatturinn loks rann út samkvæmt orðum
laganna árið 2014, var komin ný ríkisstjórn. Tals-
menn stjórnarinnar sem setti skattinn á, framlengdi
síðan og hækkaði, „sökuðu“ nýja þingmeirihlutann
um að hafa fellt skattinn niður (!) og þá auðvitað til að
koma til móts við lítinn hóp sem honum væri hugleik-
inn.
Ríkisfjölmiðillinn hafði tilburði til að éta áróðurinn
eftir, rétt eins og þar á bæ væri enginn maður læs.
Skatturinn féll burtu vegna þess að lögin sem
vinstristjórnin hafði sett gáfu sjálf fyrirmæli um það.
Sjálfsagt hafa embættismenn bent á að slík tímabind-
ing væri nauðsynleg, því að ella væri hætta á að
Hæstiréttur myndi ekki láta brot á stjórnarskránni
yfir sig ganga mikið lengur.
En í skömmum gömlu stjórnarliðanna í garð þeirra
nýju fólst auðvitað það, að þeir höfðu ætlað sér að
framlengja skattinn svo lengi sem þeir kæmust upp
með það. Slík umgengni við lög er mjög ósvífin. Með
því að gefa til kynna að um tímabundinn skatt væri að
ræða náðist í senn að þjarma að fámennum hópi, kitla
nokkur öfundargen og leika á dómsvaldið í landinu.
Hærra mín prósenta
Skattur á fjármagnstekjur var hækkaður um tíu pró-
sent eða úr 20 í 22 prósent sem hluti af lími á vinstri
fleti ríkisstjórnarinnar. Einhverjir sem vita lítt um
hvað þeir eru að tala sögðu að réttast væri að hækka
skattinn upp í 46,24 % til samræmis við hærra skatt-
þrepið. Þeir töldu að með þessu fyrirkomulagi væri
verið að hygla fjármagnseigendum og þá eru þeir
taldir með sem leggja fyrir og stilla eyðslu sinni í hóf.
Nú er víst tekið að kenna fjármálalæsi í barnaskólum
en það hjálpar ekki þeim sem þannig tala. Þeir ættu
þó að muna að skattur þessi stóð áður í slíkum tölum
og skilaði þá engu og viðskiptalífið var í hreinum
hægagangi. Fjármagnstekjuskatturinn leggst ekki
aðeins á raunvexti heldur einnig á verðbætur og þá
um leið á þann þátt óverðtryggðra vaxta sem miðaður
er við væntingar um verðbólgu. Þeir sem leggja á þá
reikninga sem best gefa mega þakka fyrir ef vextir
bankans eftir skatta og verðbólgu koma út á núlli.
Væri farið með prósentuna upp í það sem kjánarnir
kölluðu eftir væri skömminni skárra að eyða spari-
fénu eða a.m.k. geyma það undir koddanum á milli
eyðsluskeiða. Það yrði mikið högg á viðskiptalífið sem
þarf á fyrirgreiðslu bankakerfisins að halda.
Jaðarskattar eru dulin
hækkun á skattþrepum
Fyrir allmörgum árum vöktu listamennirnir heims-
þekktu og sósíaldemókratarnir Astrid Lindgren og
Ingmar Bergman mikla athygli í Noregi og Svíþjóð
þegar þau bentu á að jaðarskattar í þeim löndum
væru komnir vel yfir 100 prósentin. Bæði sögðu skil-
ið við sinn stjórnmálaflokk og Bergman flutti lög-
heimili sitt úr landi. Nokkur umræða varð um einnig
um jaðarskatta hér á þessum tíma. Jaðarskattarnir
eru hin dulda refsing ríkisvaldsins og hún kemur víða
niður.
Nú nýlega var í tengslum við fjármálaáætlun
skyndilega sagt að það skyti skökku við ef þeir sem
borga langhæstu skattana í landinu skyldu ekki fá á
sig þá jaðarskatta sem völ er á til viðbótar. Allt kom
þetta úr heldur óvæntri átt.
Hollande forseti Frakklands komst til valda með
fjaðraþyt og söng en fjaðrirnar féllu snöggt og söng-
urinn þagnaði. Hann hafði lofað að hækka hærri
skatta Frakklands upp í rjáfur, til að kitla öfundar-
genin í þjóðfélaginu. En þegar landsmenn horfðu
framan í það og yfirvofandi skattaflótta féll hjarta
forsetans langleiðina niður í buxurnar og hann lofaði
að láta af þessari vitleysu strax árið eftir.
En það var of seint í sitjandann seilst. Fylgið tók að
hrynja af forsetanum. Og þótt hann hlypi frá þessum
skattalegu barsmíðum þá hélt fylgið áfram að hrynja.
Því nú urðu þessir með geðillu genin reiðir líka.
Þegar forsetinn var kominn niður í um 4% stuðning
hjá þjóðinni, þriðjunginn af styrk rauðvínsins, tóku
flestir Frakkar að tala um Hollande heitinn stjórn-
málamann.
Og nú er hann úr sögunni.
Hver?
Morgunblaðið/RAX
8.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31