Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 37
8.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP Ný heimildarmynd frá HBO um tónlistar- mógúlana Dr. Dre og Jimmy Iovine hefur fallið í frjóa jörð. Þannig heldur sjónvarpsrýnir breska blaðsins The Guardian ekki vatni yfir þáttunum sem eru fjórir að tölu og hafa yfirskriftina The Defiant Ones. Gefur þeim fullt hús, fimm stjörnur. Meðan flestar heimildarmyndir um tónlist hverfist um tónlistarblaðamenn sem ausi hver í kapp við annan úr brunnum visku sinnar fyrir framan bólgin plötusöfn sín þá komi The Defiant Ones sér beint að efninu. Áherslan sé á viðfangsefnin sjálf, sem dragi ekkert undan, auk þess sem ýmsir málsmet- andi listamenn leggi hönd á plóginn, svo sem Ice Cube, MC Ren og DJ Yella, Bruce Springsteen, Patti Smith, Stevie Nicks, Tom Petty, Gwen Stefani og Eminem. Bersöglir listamenn Dr. Dre talar enga tæpitungu. TÍSKA Danska fyrirsætan og ljósmyndarinn Helena Christensen er með munninn fyrir neðan nefið að vanda í skemmtilegu viðtali við breska blaðið The Telegraph. Spurð hvernig henni finnist að eldast svarar Christ- ensen, sem er 49 ára, um hæl: „Spurðu mig þegar ég verð níræð!“ Christensen hefur átt óvenju langan og glæsilegan feril sem módel en viðurkennir í viðtalinu að hún hafi aðeins hellt sér út í fyrirsætustörf vegna áhuga síns á ljósmyndun. Í seinni tíð er hún meira fyrir aftan myndavélina en framan, auk þess sem hún þykir liðtækur fatahönnuður. Hún býr bæði í Kaupmannahöfn og New York. Spurðu mig þegar ég verð níræð! Helenu Christensen þykir 49 ekki hár aldur. Reuters Hann vissi að byssukúla myndi verða honum að fjörtjóni. Það læs varhann á umhverfi sitt og hafði fengið það margar morðhótanir gegn-um tíðina. Hann vissi bara ekki frá hverjum, hvenær eða hvaðan kúlan myndi koma. Heimildarmyndin Ég MLK yngri, sem RÚV sýndi á fimmtíu ára ártíð dr. Martins Luthers Kings á miðvikudaginn, var um margt mögnuð. Ekki síst kaflinn undir lokin þegar rýnt var í augnaráð hans, andlitsdrætti og líkams- tjáningu á opnum fjöldafundi rétt áður en hann féll fyrir hendi morðingja í Memphis. Um leið og King kvaðst hafa séð fyrirheitna landið og vera sann- færður um að fylgjendur hans myndu komast þangað, enda þótt það yrði mögulega án hans sjálfs, fylgdist hann grannt með mannhafinu fyrir framan sig. Eins og hann ætti allt eins von á kúlunni á hverri stundu. Þetta hefur verið þungur kross að bera og ugglaust hefðu margir verið löngu búnir að draga sig í hlé. Við munum að King var giftur maður með lítil börn. Ekki fertugur. Samt marseraði hann áfram fyrir málstað sem hann brann fyrir. Meira en lífið sjálft. Og eflaust vissi hann allan tímann að písl- ardauði hans myndi vonandi greiða götu annarra. Það er heldur ekki eins og kröf- ur Martins Luthers Kings hafi verið ósanngjarnar. Hann krafð- ist einfaldlega sömu mannrétt- inda og aðrir þegnar búa við í Bandaríkjunum. Vildi hvorki meira né minna. Við erum að tala um að fá að kjósa, pissa í sömu skál og hvítir menn og ganga í sömu skóla og þeir. Í nálgun sinni hafnaði hann öllu ofbeldi. Fá dæmi eru um slíka persónutöfra, slíka mælsku- snilld á síðari tímum. Enn í dag er auðvelt að hrífast með, hvað þá fyrir þá sem hlýddu á mál hans á sjöunda áratugnum. King snerti líf ótrúlega margra og gerir enn. Maður hefur séð mest af fréttamyndunum áður sem sýndar voru í heimild- armyndinni. Þær eru alveg jafn óskiljanlegar nú og þær voru þegar atburð- irnir áttu sér stað eða þegar maður sá þær fyrst sjálfur, líklega á barns- eða unglingsaldri. Kampakátt fólk að hengja annað fólk án dóms og laga, bara af því það var öðruvísi á litinn. Og stjórnlausir lögreglumenn í Suðurríkjunum að berja liggjandi fólk með gúmmíkylfum og sprauta á það úr brunaslöngum svo skinn skildi við bein. Allt sem þetta fólk var biðja um voru og eru sjálf- sögð mannréttindi. Og mótmælin friðsamleg. Í myndinni var rætt við mann sem heyrir til níundu kynslóð Bandaríkja- manna en er eigi að síður sá fyrsti í sinni fjölskyldu sem nýtur fullra réttinda á við hvítt fólk. Það er með algjörum ólíkindum. Baráttunni var hvergi nærri lokið þegar King féll frá og hann er ennþá að vinna sigra, smærri og stærri, hálfri öld síðar, eins og séra Jesse Jackson benti á í myndinni. Og það fyrir hönd fólks sem kom ekki sjálfviljugt til Bandaríkjanna, heldur var flutt þang- að nauðugt yfir hafið – í hlekkjum. Hálf öld var í vikunni liðin frá morðinu á dr. Martin Luther King. Kingikraftur! Á skjánum Orri Páll Ormarsson or- ri@mbl.is ’Við munum að King vargiftur maður með lítilbörn. Ekki fertugur. Samtmarseraði hann áfram fyrir málstað sem hann brann fyr- ir. Meira en lífið sjálft. Og ef- laust vissi hann allan tímann að píslardauði hans myndi vonandi greiða götu annarra. Bróðir trymbilsins Stevens Ad- lers vandar fyrrverandi félögum hans í bandaríska málmbandinu Guns N’ Roses ekki kveðjurnar en sem kunnugt er var Adler ekki boðið að taka þátt í endurfundum W. Axls Rose, Slash, Duffs McKagans og félaga fyrir skemmstu. Adler var upp- runalega rekinn úr bandinu vegna óreglu árið 1990. „Þetta er maður sem getur borið höfuðið hátt. Hann sökk í dýpstu myrkur heljar en komst lifandi til baka. Þegar flestir hefðu dáið lifði hann. Saga bróður míns er saga um upprisu,“ segir Jamie Adler á aðdáendasíðu Guns N’ Roses á Facebook. Jamie segir bróður sinn gull af manni og svalasta trymbil sem hann þekki. „Bara að Slash, Axl og Duff hefðu 10% af hjartanu hans, þá væri hann ef til vill að túra með GNR núna. Hefðu þessir menn gramm af sóma- kennd, hlýju, ást, umhyggju, að ekki sé talað um hæfni til að fyrirgefa, þá hefðu þeir ef til vill leyft bróður mínum að spila fleiri lög en eitt í Argentínu eftir að hafa flogið með hann alla þessa leið. Þetta er algjört grín; ég meina: Eitt hel- vítis lag! Ég er ekki í nokkrum vafa um að aðdáendur bandsins vilja sjá Adler aft- ur við trommusettið enda vita allir að hann hefur sagt skilið við áfengi og fíkniefni. Hann var lengur að keyra niður heimreiðina að hús- inu sínu en hann var á sviðinu í Argentínu. Hvaða ómenni gera svona lagað? Aðeins gráðugt fólk og sjálfselskt.“ Eftir þessa dembu getur Guns N’ Roses huggað sig við það að lag bandsins, Welcome to the Jungle, var á dögunum valið besta lagið til að hlusta á í ræktinni í Bandaríkjunum árið 2018. Jamie Adler hefur líklega ekki tekið þátt í þeirri kosningu. BER ER HVER AÐ BAKI … Hvaða ómenni gera svona? Steven Adler hefur marga fjöruna sopið. Adler ásamt Duff McKagan, Slash og W. Axl Rose í þá gömlu góðu daga. Nú er vík milli vina, segir bróðirinn. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans l Styrkir meltinguna l Vinnur á Candida sveppnum l Kemur jafnvægi á meltingaflóruna l Bestu gæði góðgerla Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.