Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra var á meðal
áhorfenda þegar Danir voru
lagðir að velli og gladdist síst
minna en aðrir viðstaddir.
Ráðherra hljóp út á völlinn
að loknum leik, bað um hljóð
í salnum og viðstaddir hylltu
landsliðið með ferföldu
húrrahrópi að hans áeggjan.
Gylfi var mikill áhugamað-
ur um handbolta og sá marga
landsleiki. Hann sagði í
ávarpi, þegar 25 ára afmæli
Handknattleiksráðs Reykja-
víkur var fagnað 1967, að
hann teldi handknattleiks-
menn hafa hærri greind-
arvísitölu en aðrir íslenskir
íþróttamenn. Þeir þyrftu
öðrum fremur að vera fljótir
að hugsa, átta sig á hlut-
unum og hafa snerpu til að
framkvæma ætlun sína. Í
frásögn var tekið
fram að ráð-
herra hafi mælt
bæði í gamni
og alvöru!
Greindari
en aðrir?
„Íslendingar loksins sjálfstæðir“
Fjöldi ungmenna fermdist sunnu-daginn 7. apríl 1968 og er dag-urinn þeim ugglaust minn-
isstæður. Hugsanlega ekki síður fyrir
þær sakir hve margir sátu sem límdir
við útvarpstækið í fermingarveislunni
og hlustuðu á beina lýsingu frá seinni
hálfleik! Þennan dag fyrir hálfri öld
náðu Íslendingar nefnilega að leggja
Dani að velli í handboltalandsleik í
fyrsta skipti. Þá var sannarlega kátt í
höllinni og ekki síður við útvarpið að
sögn.
Þjóðirnar mættust einnig daginn
áður og gestirnir unnu þá nokkuð
örugglega „í svipminnsta landsleik í
handbolta um langt skeið,“ eins og
Atli Steinarsson, íþróttafréttamaður
Morgunblaðsins, orðaði það.
Nefndin yngdi liðið
Margir höfðu hvatt til þess fyrir leik-
ina að fleiri ungum leikmönnum yrði
gefið tækifæri með landsliðinu, ekki
síst Alfreð Þorsteinsson, íþrótta-
fréttamaður á Tímanum, sem lýsti
þeirri skoðun nokkuð ákaft í vikunni
fyrir leikina.
Eftir tap í fyrri leiknum ákvað
landsliðsnefnd einmitt þetta; að yngja
liðið upp og gerði fimm breytingar.
Þeir sem komu inn í hópinn voru Vík-
ingurinn Jón Hjaltalín Magnússon,
sem fagnaði tvítugsafmælinu fimm
dögum áður, Framararnir Björgvin
Björgvinsson og Sigurbergur Sig-
steinsson og KR-ingarnir Gísli Blön-
dal og Emil Björnsson markvörður.
Auk Jóns léku Sigurbergur og Björg-
vin afar vel, Sigurbergur ekki síst í
vörn. Þá var Þorsteinn Björnsson
markvörður frábær, Ingólfur Ósk-
arsson mjög öflugur og línumennirnir
Sigurður Einarsson og Ágúst Ög-
mundsson góðir.
Atli Steinarsson komst þannig að
orði í Morgunblaðinu: „Ísl. liðið hóf
leikinn með miklum hraða – ólíkt
fyrri leiknum. Nú voru línumenn á
sínum stað og langskyttur utan varn-
armúrs, sem ógnuðu með góðum
skiptingum og fjölbreytni í leik.
Eftir 30 sek lá knötturinn í danska
markinu. Jón H. Magnússon skoraði
með svo snöggu og föstu skoti, að
danski markvörðurinn, einn sá bezti í
heimi, eygði ekki knöttinn og gerði
ekki tilraun til varnar.“
Jón Hjaltalín varð markahæstur
Íslendinga með fimm mörk en Geir
Hallsteinsson gerði fjögur. Þeim er
leikurinn báðum afar minnisstæður.
Sigurinn hafði mikil áhrif á þjóð-
arsálina. Ekki var nema tæpur ald-
arfjórðungur síðan lýðveldið var
stofnað og Íslendingar öðluðust sjálf-
stæði frá Dönum og bara nokkrir
mánuðir frá 14:2 skellinum í fótbolta-
landsleiknum á Idrætsparken.
Vert er að rifja upp að Danir voru
með frábært handboltalið á þessum
tíma og urðu í öðru sæti á heims-
meistaramótinu árið áður. Því var
ekki að undra hve fögnuðurinn var
gríðarlegur.
„Það situr alltaf í mér að fullorðinn
maður kom til okkar eftir leikinn, tók
í höndina á mér og sagði: Loksins
urðum við Íslendingar sjálfstæðir,“
segir Jón Hjaltalín við Sunnudags-
blað Morgunblaðsins þegar hann
hugsar til baka.
Jón, löngu seinna formaður Hand-
knattleikssambands Íslands, var
frægur fyrir sín þrumuskot og þakk-
ar skotkraftinn ekki síst vinnu í hval-
stöðinni í Hvalfirði þrjú sumur á ung-
lingsárunum. „Þetta var þegar ég var
17, 18 og 19 ára. Þar var virkilega
tekið á og ég hef aldrei verið í annarri
eins æfingu.“
Kominn á toppinn!
Geir Hallsteinsson, sá frábæri leik-
maður, var kjörinn íþróttamaður árs-
ins 1968 og frábær gegn Dönum.
Hann skoraði fjögur mörk sem fyrr
segir en gerði gott betur. Atli Stein-
arsson sagði í Morgunblaðinu að Jón
Hjaltalín hefði vakið sérstaklega at-
hygli fyrir langskot sín „en 5 mörkum
hefði hann ekki náð án frábærrar að-
stoðar og uppbyggingar Geirs Hall-
steinssonar, sem skipti eftir skipti
opnaði honum skotfæri og sendi hon-
um knöttinn á sama sekúndubroti.“
Geir kveðst ekki í vafa um að 1968
hafi verið hans besta ár sem hand-
boltamaður. „Ég var bara 22 ára en á
þessum tíma hafði ég það á tilfinning-
unni að ég gæti gert mark hvenær
sem ég vildi; sjálfstraustið var orðið
svo ótrúlega mikið, ekki síst vegna
þess hve ég æfði miklu meira en allir
aðrir,“ segir hann nú. „Ég æfði
kvölds og morgna allt árið. Nú toppa
menn sem handboltamenn 27 til 30
ára en ég held að ég hafi náð toppnum
þetta ár, þótt ég næði reyndar að
halda í horfinu eftir það.“
Liðið í fyrsta sigurleiknum gegn Dönum fyrir hálfri öld. Aftari röð frá vinstri: Birgir Björnsson þjálfari, Gísli Blöndal, Jón
Hjaltalín Magnússon, Þórður Sigurðsson, Ingólfur Óskarsson og Ágúst Ögmundsson. Fremri röð frá vinstri: Björgvin
Björgvinsson, Emil Karlsson, Þorsteinn Björnsson, Sigurður Einarsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Geir Hallsteinsson.
Hálf öld er frá því Íslendingar sigruðu Dani fyrsta
sinni í handboltalandsleik. Sigurinn þótti lang-
þráður, en tæpur aldarfjórðungur var síðan sjálf-
stæði fékkst frá Dönum og lýðveldið var stofnað.
Morgunblaðið lagði áherslu á þátt ungra leikmanna í sögulegum sigri - Tíminn dró fram rautt stríðsletur, enda án efa full ástæða til - Vísir notaði þekkt orðasamband í fyrirsögn og talaði um draumasigur.
Geir Hallsteinsson skorar eitt af fjórum mörkum sínum – kemur Íslandi í 12:8.
Jón Hjaltalín skorar með þrumufleyg. Hann var leynivopnið gegn
Dönum; þeir þekktu Jón ekki og hann kom þeim í opna skjöldu.
’
Þetta er sá leikur sem ég man einna mest eftir á ferlinum. Ég
lærði þennan dag að maður á ekki að hika við að treysta ungu
fólki fyrir erfiðum verkefnum ef maður telur það vera tilbúið.
Jón Hjaltalín Magnússon, sá markahæsti í sigurleiknum, nýorðinn
tvítugur og síðar formaður Handknattleikssambandsins
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Gylfi Þ.
Gíslason