Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 24
Mjúkur lófi í mínum og leiðir mig í gegnum lífið. Svo hjartanlega og innilega velkomið er þetta handaband – svo fullt af trausti. Sterk tengsl móður og sonar. Ísblá augun horfa á heiminn á annan hátt er mér sagt. Snerting hans sé á einhvern hátt næmari. Heyrnin bjartari. Hugsun hans og skilningur tær og óreiðukenndur á víxl. Hláturmildur elskar hann tónlist, Andrés Önd og fólkið sitt. Hefur svo mikið að gefa af sér, þó hann sé ekki alltaf í stuði fyrir það. Sem ung móðir trúði ég engu öðru en að börnin mín yrðu fullkomin. Í einfeldni minni fannst mér það eðlileg krafa. Þess vegna var erfitt að sættast við að einhverfa yrði partur af minni „fullkomnu“ fjölskyldu. Þrátt fyrir að vera vel að mér í uppeldis- og sálfræði áður, þá var ég með fullt af rang- hugmyndum um einhverfa. Að horfast í augu við eigin fordóma er ekki alltaf þokka- fullur lærdómur og enn er langt í að ég verði fullnuma. Þegar barn fær í vöggugjöf veglegri pakka af áskorunum en gengur og gerist, þá er maður stöðugt á varðbergi. Vakandi yfir því hvort eitthvað slæmt sé í aðsigi, stöðugt að lesa í aðstæður eða viðbrögð, tilbúin til að bregðast við næsta áfanga í þroskaferli barnsins. Það getur tekið á. Vissulega. Hinu segja fáir frá; hve gefandi það er að þekkja og þykja vænt um einstakling sem skynjar heiminn á annan hátt. Hve sigrarnir eru sætir. Hve botnlaust stoltið getur orðið og hve hjartað stækkar við þessi kynni. Þakklát held ég í þennan lófa og læt hann leiða mig áfram í gegnum lífið. Hann leiðir og ég fylgi. Treysti mjúkum og hlýjum lóf- anum – veit að handabandið er fullkomið þó við tvö séum það ekki. Hönd í hönd Út fyrir rammann Agnes Ósk Sigmundardóttir agnesosk@gmail.com HEILSA Talið er að kryddaður matur sem inniheldur chili eða cayenne-piparauki endorfínmagn líkamans. Aukið endorfín kemur af stað vellíð- unartilfinningu. Fáðu þér indverskan mat um helgina og njóttu! Kryddað endorfín 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 Run, Forrest! Run!“ kallaðihin fagra Jenny til ForrestGumps þegar hann var lítill drengur með spelkur á fótum. Og Gump hljóp! Síðar í lífinu hljóp hann þvert yf- ir Bandaríkin, „af engri sérstakri ástæðu“. Forrest Gump, ein eftirminni- legasta persóna kvikmyndasög- unnar, var leikinn af Tom Hanks í samnefndri kvikmynd frá 1994. Nú hefur maraþonhlauparinn breski Rob Pope gert nákvæmlega eins og Gump; hlaupið þvert yfir Bandaríkin nokkrum sinnum. Hann lagði af stað í september 2016 og lýkur ferð sinni nú í lok aprílmánaðar. Pope hóf ferðina stutthærður og skegglaus, í köfl- óttri skyrtu eins og Gump klæddist í kvikmyndinni. Síðar óx hár og skegg og skartaði Pope síðu skeggi og rauðri „Bubba Gump“ hafna- boltahúfu. Allt í anda Gumps. Með hárbeittan húmor Í myndinni hleypur Gump yfir Bandaríkin, fram og til baka, þar til hann hefur farið fimm sinnum land- ið þvert og endilangt. Það hefur Pope nú leikið eftir en á ferð sinni hefur Pope lent í alls kyns veðrum og ýmsum ævintýrum sem hann hefur skrásett á Instagram-síðu sinni, run.robla.run. Það var fólkið sem varð á vegi hans sem gert hefur ferðina eftir- minnilega að sögn Pope sem þurfti að reiða sig á hjálp og fjárstuðning frá fólki sem vildi styðja för hans. „Ég bankaði hjá einum í Tennes- see og spurði manninn hvort ég mætti tjalda í bakgarðinum hjá honum. Þegar hann spurði mig hvort ég væri með einhver vopn á mér sagðist ég bara vera með minn flugbeitta breska húmor. Hann svaraði því til að hann ætti nóg af vopnum og dró fram hníf. En í stað þess að beita honum bauð hann mér inn og eldaði fyrir mig chili og leyfði mér að gista í húsbíl sínum,“ segir Pope í viðtali við Today.com. Skrapp í maraþon í leiðinni Pope fylgdi söguþræði mynd- arinnar vel eftir og hóf hlaupið í Alabama, þar sem persónan Gump fæddist og bjó í æsku. Þaðan hljóp hann til Kaliforníu, Nýju-Mexíkó, Texas, Tennessee og Washington D.C. Þá lá leiðin meðfram austur- ströndinni þar sem hann tók þátt í Boston-maraþoni og endaði á 2:58:46 með dós af Bud Light-bjór í hendi hluta leiðarinnar. Nú hefur hann lagt að baki 22 þúsund kílómetra og er Pope orð- inn ansi þreyttur. Hann stefnir á að ljúka þessari vegferð í lok apríl við „Forrest Gump Point í Monu- ment Valley“, sem er fallegur stað- ur í Utah. Heim í fæðingu dóttur Pope er nú staddur í smá fríi í heimaborg sinni Liverpool og var viðstaddur fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn í lok mars. Þær mæðgur munu svo fylgja honum til Utah til þess að fylgjast með lok- um hlaupsins. Fyrst ætlar hann samt að skella sér í Lundúnam- araþonið sem haldið er 23. apríl. Í Bandaríkjunum á hann eftir 320 kílómetra til þess að komast í „mark“. Pope hætti í vinnu sinni til þess að leggja í þessa ævintýraferð og hafði dreymt um það í fimmtán ár. Fram að því hafði aðeins einn mað- ur hlaupið þessa leið einu sinni, en enginn hafði leikið það eftir að hlaupa eins og Forrest Gump; fram og til baka, jafn langa vega- lengd. Hljóp 64 kílómetra á dag Á hverjum degi hljóp hann um 64 kílómetra og innibyrti sex þúsund kalóríur. Hann ýtti á undan sér kerru með nauðsynjum. „Landslagið hefur verið stór- kostlegt en fólkið er það sem ég man best. Það hjálpaði líka að vera að feta í fótspor Forrest Gump.“ Margir hafa hlaupið með honum hluta úr leið, eins og í myndinni, en enginn hefur fylgt honum eftir í heilan dag. „Það hafa verið skemmtilegustu dagarnir, þegar fólk hljóp með mér.“ Á leið sinni hefur hann safnað 30.000 $ sem hann hyggst gefa í góðgerðarstofnanirnar Peace Di- rect og World Wildlife Fund. Ekkert heyrst frá Hanks Fjöldi fólks hefur fylgst með ferða- lagi Popes á samfélagsmiðlum og hafa sumir „taggað“ Tom Hanks í athugasemdum sínum í von um að heyra frá leikaranum vegna uppá- tækisins. Pope segist þó ekkert hafa heyrt frá leikaranum fræga ennþá. Hann viðurkennir að það væri draumi líkast ef Hanks myndi mæta þegar hann hættir hlaupinu nú í lok mánaðar og að hann myndi segja „Now what are we supposed to do?“, eða „hvað eigum við nú að gera?“ en það sögðu samhlauparar Gump í myndinni þegar hann stað- næmdist skyndilega og sagðist hættur. Pope er næstum kominn á leiðarenda eftir að hafa hlaupið eitt og hálft maraþon á dag í eitt og hálft ár. Kærkomin hvíld er kannski næst á dagskrá hjá Pope. Pope skrapp um daginn heim til Liverpool til þess að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Hann ætlar svo að skella sér í Lundúnamaraþon í leiðinni. instagram.com/run.robla.run Í fótspor Forrest Gump Breski maraþonhlauparinn Rob Pope ákvað að feta í fótspor kvikmyndapersónunnar frægu Forrest Gump fara á tveimur jafnfljótum yfir Bandaríkin. Hlaupið er senn á enda og 22.000 kílómetrar að baki. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Rob Pope lét gamlan draum rætast og fetaði í fótspor Forrest Gump. Hann hóf ferðalagið stuttklipptur og skegglaus og í eins fötum og kvikmyndapersónan fræga. Hann hljóp sömu leið og sömu vegalengd og vinur hans Gump og þegar líða fór á hlaupið óx bæði skegg og hár. Pope mun ná markmiði sínu í lok apríl og vonast hann til að Tom Hanks mæti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.