Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 5. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 105. tölublað 106. árgangur
• Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða
eða 15 milljónir króna á einfaldan miða
• Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu
Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS
Mestu vinningslíkurnar
- skynsamlegasti kosturinn
Vikulegir útdrættir
Fanney Davíðsdóttir er skynsöm og spila
r í Ha
ppd
ræt
ti D
AS
Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57
Nýtt happdrættisár hefst í maí
LÍFSREYNSLA
SEM SITUR
Í SÁLINNI MIKIL VIÐURKENNING
FÆR SÖDERBERG-HÖNNUNARVERÐLAUN 52LJÓSMÆÐRADAGURINN 12
Morgunblaðið/Eggert
Föðurmissir Brynja Bjarnadóttir
„Ég vildi að pabbi hefði skilið að ég
vildi frekar öll hans heimsins
vandamál en missa hann,“ segir
Brynja Bjarnadóttir í viðtali í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en
faðir hennar fyrirfór sér. Einnig er
spjallað við Baldvinu Snælaugs-
dóttur en faðir hennar fyrirfór sér
fyrir rúmum 30 árum.
Brynja hefur mikið hugsað um
hvað veldur því að karlmenn svipta
sig frekar lífi en konur. Hún telur
að stolt þeirra og eigin ímynd um
það hvernig þeir eigi að vera í aug-
um annarra í lífinu; góð fyrirvinna,
fyrirmyndarfjölskyldufaðir sem
geti leyst öll vandamál, hafi þar
mikið að segja. „Hann var fastur í
einhverri mynd af sjálfum sér sem
hann yrði að viðhalda.“
Hélt að hann yrði að
viðhalda ákveðinni
mynd af sjálfum sér
Þrengja Laugaveg
» Svæðisskipulag vegna
borgarlínu var samþykkt í gær.
» Á teikningum af Heklureit er
gert ráð fyrir fækkun akreina á
ofanverðum Laugavegi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það ýtir undir skort á íbúðum að
skipulagsyfirvöld taka ekki tillit til
breyttrar aldurssamsetningar og
fækkunar íbúa á meðalheimili.
Þetta segir Ingólfur Bender, aðal-
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins,
„Reiknað er með að íbúum lands-
ins fjölgi um 22% fram til ársins 2040
en að íbúðum þurfi að fjölga um 33%.
Við áætlum að það þurfi að byggja 45
þúsund íbúðir fyrir 2040,“ segir Ing-
ólfur sem gagnrýnir hvernig haldið
er á skipulagsmálum.
„Það er því brýn þörf á langtíma-
hugsun í skipulagsmálum. Það er
fyrirséð að vöxtur í íbúðaeftirspurn
verði langt umfram áætlaða fólks-
fjölgun,“ segir Ingólfur.
Hann bendir á að eftir því sem
færri búi á meðalheimili þurfi fleiri
íbúðir. Raunar eru arkitektar og
verktakar farnir að gera ráð fyrir
vaxandi eftirspurn fráskilins fólks
eftir íbúðum. Hefur m.a. verið horft
til þessa í miðborg Reykjavíkur.
Auk lýðfræðilegra breytinga eru
vísbendingar um metfjölda inn-
flytjenda í ár. Þeir þurfa húsnæði.
Ýtir undir íbúðaskortinn
Samtök iðnaðarins gagnrýna skipulagsyfirvöld fyrir að vanmeta eftirspurnina
Vegna breyttrar aldurssamsetningar og minni fjölskyldna þurfi fleiri íbúðir
MSkipulagið … »4 og 11
Mikið líf er á Akureyri í maímánuði enda stend-
ur þar yfir átakið Akureyri á iði. Skipulagðir
hafa verið ókeypis heilsueflandi viðburðir alla
daga mánaðarins þar sem boðið er upp á fjöl-
breytta hreyfingu. Á fimmtudaginn var frítt í
sundlaugina og Eva Reykjalín kenndi áhugasöm-
um Aqua Zumba. Danskennslunni var afar vel
tekið og gæti hún orðið að föstum lið í sundlaug-
inni í framtíðinni.
Dönsuðu zumba í sundlauginni á Akureyri
Morgunblaðið/Hari
Fjölbreyttar uppákomur í tilefni af Akureyri á iði
Sameiningarmálin verða stór á
Austurlandi á næstunni. Nýrrar
sveitarstjórnar í Fjarðabyggð bíður
að fylgja eftir sameiningu við
Breiðdalshrepp og það verður rætt
um sameiningu Fljótsdalshéraðs,
Borgarfjarðarhrepps, Seyðis-
fjarðar og Djúpavogs á kjörtíma-
bilinu, að sögn Gunnars Gunnars-
sonar, blaðamanns á Egilsstöðum.
Austfirðingar eru að velta ýms-
um öðrum málum fyrir sér, meðal
annars skólamálum, umhverfis-
málum og samgöngumálum innan
landshlutans. »20-21
Sameiningarmál
fyrirferðarmikil
Austurland Unnið hörðum höndum á
hafnarbakkanum á Breiðdalsvík.
Morgunblaðið/Eggert