Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 2
VINSÆLU PRISTU BUXURNAR FRÁ
MATINIQUE ERU KOMNAR AFTUR!
12.995,-VERÐ
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Farbann Sindri Þór kom fyrir dóm-
ara í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sindri Þór Stefánsson var úrskurð-
aður í eins mánaðar farbann í Hér-
aðsdómi Reykjaness síðdegis í gær
og er nú frjáls ferða sinna hér á landi.
Sindri kom til landsins með flugi frá
Amsterdam og var í kjölfarið fluttur í
héraðsdóm á fimmta tímanum. Lög-
regla krafðist ekki gæsluvarðhalds
yfir Sindra og var úrskurðurinn því í
samræmi við kröfu lögreglunnar.
Sindri sagði á Facebook í gær-
kvöldi að hann væri hættur að botna í
kerfinu. Hann hefði farið frjáls ferða
sinna til Svíþjóðar en alþjóðleg hand-
tökuskipun hefði verið gefin út á
hendur honum og hann þurft að dúsa
í einangrun í ellefu daga í Amster-
dam. Hann hefði svo verið fluttur
handjárnaður í fylgd sérsveitar-
manna til landsins í gær en verið
sleppt út. „Til hvers var eiginlega
verið að auglýsa eftir mér?“ spyr
Sindri.
Sindri strauk úr fangelsinu á Sogni
um miðjan síðasta mánuð. Hann
flaug til Svíþjóðar og fór með lest,
leigubíl og ferju til Þýskalands með
viðkomu í Danmörku. Sindri var
handtekinn í Amsterdam 22. apríl.
Þegar hann strauk frá Sogni hafði
hann setið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur
í tengslum við þjófnað á 600 tölvum
úr þremur gagnaverum í janúar og
febrúar. Tölvurnar, sem eru ætlaðar
til að grafa eftir rafmyntum á borð
við Bitcoin, eru enn ófundnar. Þegar
Sindri strauk beið hann úrskurðar
dómara um áframhaldandi gæslu-
varðhald og taldi sig frjálsan ferða
sinna. Ekki hefur enn verið gefin út
ákæra í málinu.
Íslensk fangelsi eins og hótel
Fjallað var um mál Sindra í New
York Times í gær. Í umfjöllun blaðs-
ins lýsir Sindri flótta sínum og stað-
hæfir að hann hafi farið á puttanum
til Keflavíkur. Lögregla telur hins
vegar að Sindri hafi átt sér vit-
orðsmann sem keyrði hann þangað.
Fjallað er um aðbúnað fanga hér á
landi og segir Sindri að íslensk fang-
elsi séu eins og hótel. Þá kveðst hann
fljótt hafa séð eftir því að hafa strokið
úr fangelsinu að Sogni. Sindri kveðst
aðeins hafa gengið frjáls um Amst-
erdam í þrjár klukkustundir áður en
hann var handtekinn.
Sindri í farbann í mánuð
Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald Sindri furðar sig á umfangi málsins
Frestur til að skila inn framboðs-
listum fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar 26. maí rennur út á hádegi í
dag. Ellefu framboð skiluðu inn
framboðslistum í Reykjavík í gær
þegar yfirkjörstjórn hóf móttöku
sína á listum til borgarstjórnarkosn-
inga. Það eru Íslenska þjóðfylkingin,
Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Höf-
uðborgarlistinn, Sósíalistaflokkur Ís-
lands, Vinstri græn, Viðreisn, Frels-
isflokkurinn, Miðflokkurinn,
Kvennahreyfingin og Píratar, en
Sjálfstæðisflokkurinn, Karlafram-
boðið, Framsókn, Kallalistinn,
Flokkur fólksins og Borgin okkar
höfðu einnig tilkynnt um framboð.
Á Akureyri hafði aðeins Sjálfstæð-
isflokkur skilað öllum gögnum vegna
framboðs í gær og Vinstri græn og
L-listinn skiluðu meðmælum. Búist
er við að þau skili inn framboðs-
listum í dag og von er á framboðs-
listum frá Samfylkingu, Framsókn,
Miðflokki og Pírötum.
Í Mýrdalshreppi hrukku menn
ekki í gang fyrr en í gær með til-
kynningar um framboð, en það eru
Listi framtíðarinnar og Traustir inn-
viðir, að sögn formanns kjörstjórnar.
Hann býst því við að menn hafi verið
löðursveittir við að safna undirskrift-
um í gærkvöldi og í morgun. Útlit
var orðið fyrir óhlutbundnar kosn-
ingar í hreppnum í gær og gæti svo
farið, takist þeim ekki að skila gild-
um framboðsgögnum fyrir hádegi í
dag.
Þegar frestur rennur út munu yf-
irkjörstjórnir fara yfir listana og
kanna hvort þeir uppfylli öll skilyrði.
Að því loknu verður úrskurðað um
gildi framboðslistanna og kjörgengi
frambjóðenda.
Um 400 höfðu kosið utan kjör-
fundar á höfuðborgarsvæðinu í gær
og eru orðnir fleiri en á sama tíma
fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning-
ar. Um 40 höfðu greitt atkvæði utan
kjörfundar á Akureyri, og um eða
innan við tíu í Fjallabyggð og á
Húsavík. Á Suðurlandi höfðu 39 kos-
ið utan kjörfundar í gær, skv. emb-
ættum sýslumanna á svæðunum.
Ellefu framboð af sautján í
Reykjavík skiluðu lista í gær
Um 400 kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu
Íbúa á suðvesturhorninu hefur rek-
ið í rogastans yfir veðurfari síðustu
daga. Skafa þarf af bílum á morgn-
ana og hver hríðarbylurinn rekur
annan. Hlýna á í veðri fyrir næstu
helgi. Útsynningur með éljagangi
er ekki algengur á þessum tíma árs
sunnan- og vestanlands, að sögn
Trausta Jónssonar veðurfræðings.
„Sá sem gengur yfir þessa dagana
er þar að auki í kaldara lagi miðað
við það sem gengur og gerist. Snjó
festir gjarnan á láglendi um stund
þegar él ganga yfir og situr jafnvel
á jörð mestalla nóttina og fram eft-
ir morgni. Úrkomumagn hefur þó
hingað til ekki verið það mikið að
verulega hafi snjóað og snjór þar
með setið allan daginn á láglendi,“
skrifar Trausti á bloggsíðu sína.
Hann segir að það sem valdi
þessu sé útrás heimskautalofts
vestan frá norðurhéruðum Kanada.
„Undir lok vetrar dregur mjög úr
afli vestanvindabeltis háloftanna,
það gerist þó missnögglega frá ári
til árs og ekki alltaf sama daginn.
Kuldi norðurslóða hverfur þó ekki
á fáeinum dögum né vikum en
leggst oft saman í fáeina nokkuð
snarpa kuldapolla sem síðan reika
langt fram eftir sumri um heim-
skautaslóðir. Hreyfingar þessara
kuldapolla eru býsna tilvilj-
Morgunblaðið/Eggert
Heimskautaloft frá
Kanada ergir íbúa
á suðvesturhorninu
Kalt í veðri í upphafi sumars og snjókoma
anakenndar og óhjákvæmilegt er
að þeir hafi einhver áhrif hér á
landi, stundum óbeint en stöku
sinnum rekur þá nærri okkur – og
geta komið úr öllum áttum. Þeir
sem koma úr austri eða suðri hafa
hlýnað á leiðum sínum en geta vald-
ið umtalsverðri úrkomu. Sá kuldi
sem plagar okkur þessa dagana er
hins vegar kominn úr vestri. Vest-
ankuldi er nær alltaf vægari heldur
en norðankuldi. Að auki er aðsókn
kulda úr norðri algengari á þessum
tíma árs heldur en úr vestri.“
Trausti segir ennfremur að þó
svalt sé nú vanti mikið upp á að um
einhvern metkulda sé að ræða, sé
horft til fyrstu þriggja daga maí.
„Meðalhiti þeirra í Reykjavík er
+1,7 stig, -2,5 stig neðan meðallags
sömu daga áranna 1961-1990, en
-3,9 stig neðan meðallags þessara
sömu almanaksdaga síðustu tíu ára.
Þetta eru nokkuð stórar tölur, en
samt vitum við til þess að fyrstu
þrír maídagarnir hafi verið kaldari
en þetta 20 sinnum á 144 árum.
Kaldastir voru þeir 1982, þá var að
meðaltali 4,0 stiga frost dagana
þrjá. Tveir maímánuðir á þessari
öld hafa byrjað kaldari í Reykjavík
heldur en maí nú, það var 2003 og
2004, ár sem annars voru sérlega
hlý.“ hdm@mbl.is Furðulostnir Þessir ferðamenn virtust skemmta sér vel yfir snjókomunni í miðborg Reykjavíkur í gær.
Við erum ekki með neitt í hendi,“
segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir,
formaður samninganefndar ljós-
mæðra, að loknum óformlegum
fundi með Svandísi Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra í gær.
„Við fundum fyrir hluttekningu
og velvilja, en kjarasamningar eru
ekki á hennar borði,“ segir Katrín.
Ekkert nýtt hafi komið fram, en
ljósmæður eiga fund með samn-
inganefnd ríkisins hjá rík-
issáttasemjara á mánudaginn.
Aðspurð segir Katrín Sif atvinnu-
frelsi ljósmæðra á Íslandi mjög lít-
ið, nánast eini vinnuveitandinn sé
hið opinbera sem hafi almennt ekki
gert samninga við fæðingarstofur í
einkarekstri eða einstakar ljós-
mæður. Ein einkastofa ljósmæðra
er á landinu með rammasamning
vegna heimafæðinga í gegnum
Ljósmæðrafélagið. ernayr@mbl.is
Ljósmæður háðar
ríkinu með atvinnu