Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 4
Reiknuð íbúðaþörf og lýðfræðileg þróun
Fjöldi nýrra íbúa á hverja nýja íbúð og 20-29 ára foreldrahúsum
Hlutfall 60 ára og
eldri árið 2040*
Meðalfjöldi íbúa á hverja íbúð
Fjölgun íbúða og íbúðaþörf 2013-2016
Einstaklingar í sam-
búð án barna 2018
Heimild: Samtök iðnaðarins
Heimild: Samtök iðnaðarins
H
ei
m
ild
: S
am
tö
k
ið
na
ða
rin
s
Heimild: Hagdeild Íbúðalánasjóðs
*Mannfjöldaspá Hagstofunnar
Hlutfall af heildaríbúafjölda
6
5
4
3
2
1
0
45%
42%
39%
36%
33%
30%
27%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0,0%
Fjöldi nýrra
íbúa á hverja
nýja íbúð
Hlutfall
20-29 ára í
foreldrahúsum
Fólksfjölgun Fjölgun íbúða Reiknuð íbúðaþörf
Reiknuð íbúðaþörf án fjölgunar Airbnb-íbúða
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5
2013 2014 2015 2016
Ár
ið
2
00
9
va
r f
ól
ks
-
fæ
kk
un
á
la
nd
in
u
Ísland
Finnland
Danmörk
Noregur
Svíþjóð
Tæplega 6 nýir íbúar voru um hverja nýja íbúð og
42% 20-29 ára bjuggu í foreldrahúsum árið 2017 26%
55%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Breytt aldurssamsetning þjóðarinn-
ar og fækkun íbúa á meðalheimili
mun kalla á verulega fjölgun íbúða á
næstu áratugum. Þvert á þá þróun
hefur fjöldi nýrra
íbúa á hverja nýja
íbúð aukist síð-
ustu ár.
Þetta segir
Ingólfur Bender,
aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðn-
aðarins. Tilefnið
eru skýr merki
um lýðfræðilegar
breytingar. Telur
Ingólfur þær
breytingar vanmetnar í áætlunum
skipulagsyfirvalda. Afleiðingin sé
aukinn íbúðaskortur.
Íbúðum mun fjölga meira
„Reiknað er með að íbúum lands-
ins fjölgi um 22% fram til ársins 2040
en að íbúðum þurfi að fjölga um 33%.
Við áætlum að það þurfi að byggja 45
þúsundir íbúðir fyrir 2040. Það er því
brýn þörf á langtímahugsun í skipu-
lagsmálum. Það er fyrirséð að vöxtur
í íbúðaeftirspurn verði langt umfram
áætlaða fólksfjölgun. Samsetning
íbúanna er að breytast með tilliti til
aldurs, fæðingartíðni, skilnaða og
fleiri lýðfræðilegra þátta sem þarf að
taka tillit til. Það nægir ekki að horfa
aðeins í fjöldann heldur þarf að meta
hvers konar íbúðir þarf að bjóða
fram. Þetta finnst mér hafa gleymst.
Menn eru alltaf að bjarga sér fyrir
horn í þessu efni.“
Ingólfur segir afar takmarkað
framboð af nýjum íbúðum í Reykja-
vík ýta undir íbúðaskortinn.
„Hlutfallslegur vöxtur í íbúða-
framboði í Reykjavík er sá minnsti
hjá öllum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu. Rót vandans á
íbúðamarkaði hefur verið of lítið
framboð. Það hefur ýtt verðinu upp
langt umfram kaupmáttarvöxt. Það
kemur fram í því að margt fólk getur
ekki eignast húsnæði. Það er stóra
myndin. Það skortir framboð og
Reykjavík hefur alls ekki verið að
standa sig í því,“ segir Ingólfur.
Hann vísar því næst til nýrrar
greiningar Íbúðalánasjóðs á leigu-
og fasteignamarkaði. Þar komi m.a.
fram að nýjar íbúðir í Reykjavík séu
of dýrar fyrir tekjulága hópa.
„Það kemur skýrt fram í grein-
ingu Íbúðalánasjóðs að fólk er ekki í
leiguhúsnæði vegna þess að það vill
vera það heldur hefur það ekki efni á
að kaupa sitt eigið. Lágtekjuhópar
eyða miklum hluta af sínum tekjum í
húsnæði. Það skortir lausnir fyrir
þennan hóp á íbúðamarkaði.“
Barnlausu fólki fjölgar
Þá sýni greining Samtaka iðnaðar-
ins fram á vaxandi þörf margra hópa
fyrir smærri íbúðir. Minnkandi fjöl-
skyldustærð sé þar orsakaþáttur.
Hlutfall þeirra sem býr einn eða í
sambúð á barnlausu heimili hafi
hækkað úr 46% í upphafi árs 2001 í
55% í upphafi þessa árs.
„Það kemur glöggt fram í þessum
tölum að hlutfall þeirra sem eru einir
og án barna hefur aukist verulega á
Íslandi síðustu ár. Þetta eru hjón,
fólk í sambúð og einstaklingar.“
Hlutfall eldra fólks að aukast
Ingólfur bendir jafnframt á að
meðalaldur þjóðarinnar hafi verið 38
ár í fyrra eða hærri en nokkru sinni.
Þá hafi hlutfall 60 ára og eldri af
íbúafjöldanum aukist úr tæplega
15% um aldamótin í tæplega 20% nú.
Útlit sé fyrir að það hækki meira.
„Þessi hópur er að stórum hluta
eldri borgarar. Þeir hafa gjarnan
fjárhagslega getu til að fara í dýrara
húsnæði. Þetta er sá hluti þjóðarinn-
ar sem mun stækka langmest á
næstu árum og áratugum. Það kallar
á aðra samsetningu íbúða og mun
fleiri minni íbúðir. Þetta hefur svolít-
ið gleymst í umræðunni en hefur
mótað mikið umræðuna í löndunum í
kringum okkur. Þar er umræðan
komin mun lengra en hér.“
Ingólfur bendir svo á að nýjum
íbúum fjölgi mun hraðar en nýjum
íbúðum. Í byrjun árs hafi landsmenn
verið um 348.450 en íbúðirnar alls
138.182. „Sé miðað við 2 íbúa á
hverja íbúð, sem er meðaltal skand-
inavísku landanna í fyrra, þyrfti
íbúðafjöldinn að vera 174.225. Þessi
munur – um 38 þúsund íbúðir – mun
verða sjálfstæð uppspretta aukinnar
íbúðaeftirspurnar næstu áratugi.“
Skipulagið aðlagast ekki
nýrri samsetningu þjóðar
Samtök iðnaðarins segja lýðfræðilegar breytingar auka á íbúðaskort í borginni
Morgunblaðið/Hari
Reykjavík Hótelum og lúxusíbúðum hefur fjölgað í miðborginni.
Ingólfur
Bender
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Finnsk innanhússhönnun
02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is
Innblásið af Aalto
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er alltaf snjókoma öðru hvoru
en snjóinn tekur upp hina stund-
ina. Jörð er grá núna og það var
hvítt í nótt. Bleytan er þó verst
enda féð víðast hvar vetrarrúið,“
segir Ólafur Guðmundsson, sauð-
fjárbóndi á Sámsstöðum í Hvít-
ársíðu í Borgarfirði, spurður um
áhrif kuldans og snjókomunnar
undanfarna daga á vorstörf
bænda. Rætt var við hann í gær-
morgun.
Sauðburður er víða hafinn í
Borgarfirði, það ber gjarnan fyrst
féð sem sætt er. Ólafur segir að
60-70 ær séu bornar hjá honum.
Nú sé hlé en hann á von á því að
sauðburður hefjist fyrir alvöru um
helgina. Erfitt er að láta fé út í
þessum kulda og bleytu og mis-
jafnt hvað menn eiga mikið hús-
pláss þegar lömbunum fjölgar.
Rúmt á fénu
Ólafur segist vera í góðum mál-
um með það. Rúmt sé á fénu í hús-
unum og svo hafi hann hlöðu og
gömul fjárhús upp á að hlaupa.
Gróður var að koma til áður en
byrjaði að kólna en fer lítið fram
þessa dagana. Ólafur sagði að
bleytan myndi nýtast þegar aftur
færi að hlýna.
„Þetta er slæmt þegar veðráttan
er svona. Hún mætti fara að
lagast,“ segir Ólafur.
Veðráttan á sauðburði
mætti fara að lagast
Sauðburður hafinn í Borgarfirði Ekki hægt að láta fé út
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðburður Lambfé hefur enn
ekki verið sett út í Borgarfirði.
„Ástandið er nú
þegar mjög
slæmt og ef menn
gera ekkert þá
verður það mjög
alvarlegt. Okkur
gremst að það er
ekkert verið að
gera,“ segir Jón
Ingi Gíslason,
formaður Kenn-
arafélags Reykjavíkur.
Félagið sendi frá sér harðorða
ályktun sem samþykkt var á stjórn-
arfundi í vikunni. Skorað er á skóla-
yfirvöld í Reykjavík að bregðast nú
þegar við alvarlegri stöðu kennara í
grunnskólum borgarinnar.
„Kennaraskortur hefur aukist og
veikindi til lengri sem skemmri tíma
eru mikil. Orsakir þessa eru löngu
þekktar. Of lág laun og gríðarlegt
álag,“ segir í ályktuninni. „Kjara-
samningar hafa verið lausir síðan í
nóvember. Reykjavíkurborg er leið-
andi sveitarfélag í samtökum sveit-
arfélaga og hefur að engu haft sann-
gjarnar óskir grunnskólakennara
um kjarabætur. Nú styttist í borg-
arstjórnarkosningar og eru fram-
bjóðendur krafðir um það af kenn-
urum að gera skýra grein fyrir því
hvernig þeir hyggjast taka á þessum
vanda verði þeir kjörnir,“ segir þar
ennfremur.
Jón Ingi segir í samtali við Morg-
unblaðið að „gríðarleg óánægja“ sé
meðal kennara, annars vegar vegna
þess að ekki hafi verið samið um
kaup og kjör, en einnig að ekki sé
hlúð nægjanlega að kennarastétt-
inni.
„Það eru hinir kjörnu fulltrúar
sem ráða þessum hlutum, þeir eru
að vísu með embættismenn sem
framfylgja skipunum, en valdið er
þeirra. Nú eru þeir að reyna að fá
fólk til að kjósa sig til valda, sumir
að reyna að ná endurkjöri, og þá
verða menn að sýna hvað þeir ætla
að gera. Menntun í landinu er það
sem öll framtíðin byggist á,“ segir
Jón Ingi.
„Ef það væri í lagi með ástandið
þá væri samkeppni um hverja ein-
ustu kennarastöðu. En staðan er
þveröfug; það er mikill hörgull á
kennurum, meira að segja í höfuð-
borginni. Það er lítil endurnýjun,
margfalt minni en þörf er á, enda er
álagið mikið og fólk er að brenna út.“
Hvorki náðist í Dag B. Eggerts-
son borgarstjóra né Skúla Helgason,
formann skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar, í gærkvöldi.
hdm@mbl.is
Skora á
borgar-
yfirvöld
Harðorð ályktun
kennara í Reykjavík
Jón Ingi Gíslason