Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrirtæki á Íslandi greiddu 923 millj- arða í laun, hlunnindi og launatengd gjöld árið 2016. Er það 88 milljörðum, eða 10,5%, meira en greitt var árið 2015. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá Ríkisskattstjóra í Tíund, blaði emb- ættisins, þar sem hann fer yfir af- komu og eignastöðu fyrirtækja í land- inu árið 2016. Í byrjun mars sl. höfðu 36.743 lög- aðilar skilað skattframtali rekstr- araðila 2017 vegna rekstrarársins 2016. Skilafrestur skattframtala var í september árið 2017 en framtöl eru enn að berast. Því er viðbúið, segir Páll, að álagning eigi eftir að taka nokkrum breytingum þegar fleiri framtöl berast og önnur eru leiðrétt eftir kærumeðferð eða endur- ákvörðun. Enn vantar skattframtöl fyrir liðlega 5.500 fyrirtæki, eða um 13,1% þeirra félaga sem eiga að skila. Launahækkanir umtalsverðar Launagreiðslur fyrirtækja hafa aukist talsvert á undanförnum árum eða allt frá árinu 2009 þegar kreppan náði hámarki. Árið 2009 var launa- kostnaður fyrirtækjanna 607 millj- arðar. Hækkun ársins 2016 var 14,4% ef hún er metin með hliðsjón af stofn- inum þá. Hvernig sem á það er litið hlýtur slík hækkun á launagreiðslum að teljast umtalsverð, segir Páll. Á síðustu fimm árum, eða frá árinu 2011, hefur launakostnaður fyr- irtækja á almennum markaði aukist um 256 milljarða að raungildi, eða 38,3%. Þetta jafngildi 6,7% vöxtum á ári sem þýðir hátt í tvöföldun á hverj- um tíu árum. Launakostnaðurinn var nú 85 milljörðum meiri en hann var á toppi góðærisins árið 2007. Fimm ár- um fyrr hafði stofninn verið 476 millj- arðar. Hann óx því um 363 milljarða, eða 76,2%, á fimm árum sem jafn- gildir 12% árlegum vexti á tímabilinu. Laun og hlunnindi lækkuðu um 27,6% í hruninu, úr 838 milljörðum árið 2007 í 607 milljarða árið 2009. Frá árinu 2009 hefur launakostnaður fyrirtækja aukist um 221 milljarð sem er tæplega 52,2% aukning á sjö árum. Árið 2016 voru samanlagðar rekstrartekjur að frádregnum rekstrarhagnaði 572 milljarðar, 1.998 milljörðum lægri en árið áður. Mikinn rekstrarhagnað árið 2015 má vit- anlega rekja til uppgjörs föllnu bank- anna, segir Páll. „Nú eru liðin átta ár frá því að bankarnir féllu. Þessi fyrir- tæki hafa skyggt á önnur fyrirtæki í landinu, og reyndar allt efnahagslífið, og það er nú fyrst sem niðurstaða framtala er farin að taka á sig eðlilega mynd,“ segir Páll. Niðurstaða rekstrar var enn tæp- um 67,8 milljörðum lægri árið 2016 en árið 2006 en hún var þó 8,5 millj- örðum betri en árið 2007. Hún var 16,4 milljörðum betri en árið 2014. Þegar litið er framhjá fjármálastofn- ununum líti út fyrir að rekstur fyr- irtækja hafi verið að styrkjast allt frá árinu 2009. Þrátt fyrir góðærið jókst rekstr- artap fyrirtækja einnig umtalsvert, n.t.t. um 42 milljarða, eða 38,5%. Það var 151 milljarður árið 2016, 109 milljarðar árið 2015 og 126 milljarðar árið 2014. Bróðurpartur tapsins, eða 114 milljarðar, var hjá fyrirtækjum sem voru með meira en 100 milljónir í rekstrartap. Þar af voru 79 millj- arðar, eða 52,5%, vegna 21 fyrirtækis sem hvert um sig tapaði meira en milljarði. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja sem voru rekin með hagn- aði var 723 milljarðar árið 2016. 18.270 fyrirtæki voru rekin með hagnaði en þar af voru 658 með meira en hundrað milljónir í hagnað. Páll segir merkilegt að af þeim 36.743 félögum sem voru búin að skila skattframtali vegna ársins 2016 greiddu aðeins 17.555 félög starfs- mönnum laun sem þýði að 19.188 fyr- irtæki greiddu engin laun, eða 52,2% fyrirtækja. Þetta hlutfall hafi lækkað aðeins á síðustu árum en það var 53,4% árið 2014. „Þá er merkilegt að 8.417 félaganna sem engin laun greiddu árið 2016 voru með tekjur af rekstri sem virðast þá hafa orðið til án þess að mannshöndin kæmi þar nærri,“ segir Páll. Nærri 1.000 milljarðar í laun  Skattframtöl fyrirtækja vegna ársins 2016 sýna góða stöðu atvinnulífsins  Launagreiðslur hækk- uðu um 10,5% milli ára  Rekstrartap jókst þrátt fyrir góðæri  52% fyrirtækja greiddu engin laun Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn við Strokk Mikil fjölgun ferðamanna á án efa stóran þátt í góðri afkomu íslenskra fyrirtækja árið 2016. Hækkun launa » Á árunum 2013 til 2016 hafa launagreiðslur aukist ár frá ári og með auknum hraða. » Þær jukust um 20 milljarða, eða 2,8%, árið 2013. » Um 45 milljarða, eða 6,2%, árið 2014. » Um 64 milljarða, eða 8,3%, árið 2015. » Og um 88 milljarða, eða 10,5%, árið 2016. Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa í sveitarfélögum landsins á tímabilinu frá 1. desember til 15. apríl var í Árneshreppi eða um 9,8%. Íbúum í þessum fámennasta hreppi landsins fjölgaði um fjóra einstaklinga eða úr 41 í 45. Næstmest hlut- fallsleg fjölgun var í Breiðdalshreppi um 4,4% en þar fór fjöldinn úr 183 einstaklingum í 191. Sveitarfélög á landinu eru 74 og í 24 þeirra varð fækkun á umræddu tíma- bili, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár. Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 663 á tímabilinu. Ekki fjölgaði um jafn- marga einstaklinga á þessu tímabili í neinu öðru sveitarfélagi en hlutfalls- leg aukning var um 0,5% í höfuðborginni. Kópavogur var með næstmestu fjölgun eða 387 einstaklinga og síðan Reykjanesbær með 342 einstaklinga. Fjölgun varð í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra þar sem fækkaði um 35 einstaklinga eða 0,1%. Hlutfallslega mest var fjölgunin á Suðurnesjum eða um 1,5% og á Suðurlandi um 0,8%. Eina fækkunin í lands- hluta var á Norðurlandi eystra eða um 0,1% sem er fækkun um 35 ein- staklinga. aij@mbl.is Fjölgar um fjóra og 9,8% í Árneshreppi Árneshreppur Horft yfir Gjögur í átt að Byrgisvíkurfjalli. Morgunblaðið/Golli Hæsti afsláttur vegna ívilnunarsamn- inga ríkisins við atvinnufyrirtæki á árunum 2009 til 2017 nam rúmum 30 milljónum króna en ekki 30 millj- örðum eins og misritaðist í skýring- armynd sem fylgdi umfjöllun um efn- ið á bls. 20 í Morgunblaðinu í gær. Réttar upphæðir voru í texta grein- arinnar. Þetta leiðréttist hér með. Milljónir ekki milljarðar Afslættir vegna ívilnunar- samninga 2009-2017 Milljónir króna Heildarupphæð afslátta: 86.692.840 kr. Verne Holdings Matorka GMR Endur- vinnslan Algalíf Bec- romal Iceland United Silicon 2,9 3,4 7,1 17,7 24,9 30,6 LEIÐRÉTT STUTT „Á þessu ári verða tíu ár liðin frá því að fjármálaævintýrið hlaut skjótan endi. Á skömmum tíma náði landið að rétta úr kútnum og á síðustu fimm árum hefur verið umtals- verður uppgangur í þjóðfélaginu,“ segir Páll. Efnahagur hafi vænkast, tekjur og hagnaður fyrirtækja vaxið, laun hækkað og eigið fé fyrirtækja aukist. Að mestu sé búið að gera upp fjármálahrunið. „Í síðasta góðæri sáust menn ekki fyrir í ákafa sínum og því fór sem fór. Það fer alltaf betur á því að færast ekki of mikið í fang eða gleypa meira en menn ráða við. Í atvinnulífinu skiptast á skin og skúrir og ýmsar blikur eru á lofti. Það verður þó ekki betur séð en að undirstöðurnar séu traustar og að flestir hafi borð fyrir báru.“ Undirstöðurnar eru traustar ÍSLAND HEFUR NÁÐ AÐ RÉTTA ÚR KÚTNUM Páll Kolbeins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.