Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 12

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ljósmæður eru svolitlir töff-arar upp til hópa, nefnisterindi dr. Sigfríðar InguKarlsdóttur, ljósmóður og dósents á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, á árlegri ráð- stefnu Ljósmæðrafélags Íslands, sem haldin er á Hótel KEA á al- þjóðadegi ljósmæðra í dag, 5. maí. Um þessar mundir fagnar Norður- landsdeild félagsins líka hálfrar ald- ar afmæli sínu og því þótti vel við hæfi að deildin hefði veg og vanda af ráðstefnunni og að hún yrði að þessu sinni haldin þar nyrðra. Að gefnu tilefni tekur Sigfríður Inga fram að yfirstandandi kjara- barátta ljósmæðra verði ekki á dag- skrá. „Við ætlum að sleppa því al- gjörlega að tala um kaup og kjör, en einblína þess í stað á fagið og störf okkar sem ljósmæður. Yfirleitt hafa um eitt hundrað manns mætt á þess- ar ráðstefnur, enda eru ljósmæður mjög duglegar að sækja sér endur- menntun af ýmsu tagi,“ segir hún og heldur áfram: „Í fyrirlestri mínum kynni ég nýlega eigindlega rannsókn sem snýst um áhrif alvarlegra atvika í fæðingu á líðan og störf ljósmæðra. Viðmælendur mínir voru 15 ljós- mæður víðsvegar um land með allt frá eins árs til 39 ára starfsreynslu.“ Ellefu ára nám í ljósmóðurfræðum Sjálf hefur Sigfríður Inga starf- að sem ljósmóðir frá árinu 1990, en þó aðallega við kennslu síðustu miss- erin. „Mér finnst ekkert jafnast á við að taka á móti litlu barni,“ segir hún og hlakkar til að leysa af á fæðing- ardeildinni í Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri í sumar, þar sem hún hefur unnið lungann úr starfsævinni auk þess að sinna meðgönguvernd og halda fræðslunámskeið í samstarfi við jógakennara fyrir verðandi for- eldra í mörg ár svo fátt eitt sé talið. Hún lauk doktorsnámi fyrir einu og hálfu ári og átti þegar þar var komið sögu að baki ellefu ára nám í ljós- móðurfræðum. „Hluti af doktorsverkefninu var rannsókn á upplifun kvenna af sárs- auka í fæðingu. Eftir námið langaði mig hins vegar til að beina sjónum að ljósmæðrum, líðan þeirra og upp- lifun, þegar börn og mæður þeirra eru í lífshættu í fæðingu. Oftast er bara gert ráð fyrir að þær fari heim til sín og mæti á vakt næsta dag eins og ekkert hafi í skorist. Rannsóknin leiddi í ljós að slík atvik hafa mjög mikil áhrif og reyna andlega mikið á ljósmæður. Þær þurfa að nota ýmis ráð til að vinna úr svona erfiðri lífsreynslu. Sam- takamáttur ljósmæðra og aðstoð fagfólks reyndist viðmælendum mínum einna best til vinna úr slíkri reynslu – lífsreynslu sem situr í sál- inni.“ Þegar um líf og dauða er að tefla Sigfríður Inga segir ljósmæð- urnar fimmtán allar hafa upplifað mikið álag í starfi. „Þær lýstu fyrir mér hvað fór í gegnum huga þeirra og hvernig þeim leið eftir vakt þar sem um líf og dauða barns og/eða móður var að tefla og hvernig starfið hafði áhrif á einkalífið. Þær áttu erf- itt með að festa svefn, urðu eirð- arlausar og höfðu mikla þörf fyrir að fylgjast með hvernig börnunum og fjölskyldum þeirra reiddi af.“ Þótt eftirfylgni sé ekki beinlínis í verkahring ljósmæðra og skili sér ekki í launaumslagið, segir Sigfríður Inga að fyrir henni sé ákveðin hefð í stéttinni. Oft myndist persónuleg tengsl þegar ljósmæður sinni konum á meðgöngu og taki einnig á móti börnum þeirra. „Ljósmæðurnar sögðu ennfremur að það hjálpaði þeim sjálfum að fylgja fjölskyldum eftir, sérstaklega ef eitthvað sem ógnaði lífi móður og barns hefði komið upp á í fæðingu. Niðurstaða rannsóknarinnar rennir stoðum undir nauðsyn þess að efla stuðn- ingsnet fyrir ljósmæður sem þegar er þó kominn vísir að. Við þurfum bara að gera betur í þeim efnum.“ Forréttindi, gleði og sorgir Yfirskrift erindis Sigfríðar Ingu er vitaskuld ekki úr lausu lofti grip- in. Af framansögðu blasir enda við að til þess að standa undir kröfum og láta ekki bugast af andlegu álagi þurfa ljósmæður að vera töffarar inni við beinið. „Mér finnst forrétt- indi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeim tímamótum þegar barn kemur í heiminn. Því miður er það þó svo að þótt alla jafna fylgi starfinu mikil gleði og hamingja, ræður sorgin stundum ríkjum,“ segir Sigfríður Inga. Aðspurð segist hún hafa tekið á móti rúmlega 500 börnum og vera svo heppin að þekkja sum ljósu- börnin sín enn í dag. „Ég hitti þau úti í búð, í ræktinni eða bara ein- hvers staðar á förnum vegi. Mér finnst ég alltaf eiga pínulítið í þess- um börnum … svona kannski eins og aðra litlu tána.“ Lífsreynsla sem situr í sálinni Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir á rúmlega 500 ljósubörn, sem hún þekkir mörg hver ennþá og rekst stundum á úti í búð eða í ræktinni. Hún er ein 13 ljós- mæðra með fyrirlestur á ráðstefnu Ljósmæðrafélags Ís- lands á Hótel KEA á alþjóðlega ljósmæðradeginum 5. maí. Meðganga, fæðing, nýbakaðar mæður sem og ljós- mæður eru meginþemu fyrirlestranna og mun Sig- fríður Inga kynna rannsókn sína á áhrifum alvarlegra atvika í fæðingu á líðan og störf ljósmæðra. Ef að líkum lætur verður mikil stemning í salnum í Edinborgar- húsinu á Ísafirði í kvöld, laugardag- inn 5. maí, en þá verður í annað sinn blásið til tónleika til heiðurs Janis Joplin og Joe Cocker. Hún var bandarísk, hann breskur og bæði skoruðu hátt á vinsældalistunum beggja vegna hafs á sjöunda ára- tugnum. Joplin, sem lést aðeins 27 ára að aldri árið 1970, er talin vera í hópi bestu rokksöngkvenna sög- urnnar, en hún söng einnig blús, djass og kántrí. Þá var Cocker, sem lést fyrir fjórum árum, ekki síður fjölhæfur rokk- og blússöngvari, en mestu viðurkenninguna fékk hann fyrir ballöður, t.d. You Are So Beautiful. Þau sem flytja lögin sem Janis Joplin og Joe Cocker hafa sungið gegnum tíðina eru: Þórunn Snorra- dóttir, Hjörtur Traustason, Jón Hallfreð Engilbertsson, Tumi Þór Jóhannsson, Stefán Steinar Jónsson og Guðmundur Hjaltason. Tónleikarnir hefjast kl. 21, en hús- ið verður opnað kl. 20.30. Miðasala er við innganginn og á www.tix.is. Tónleikar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld Flytjendur Sexmenningarnir sem heiðra Janis og Joe í kvöld. Til heiðurs Janis og Joe Heiðursgestur ráðstefnunnar, sem stendur frá kl. 10 - 16.20 í dag, laugardaginn 5. maí, er dr. Elizabeth Newnham, dósent við Trinity-háskólann í Dublin. Auk hennar halda þrettán íslenskar ljósmæður erindi. Þær koma víða við en öll hverfast erindin með einum eða öðrum hætti um meðgöngu og barnsfæð- ingar. Dagskrá ráðstefnunnar er á heimasíðunni www.ljosmaedra- felag.is. Dósent frá Dublin ALÞJÓÐLEGI LJÓS- MÆÐRADAGURINN Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forréttindi Dr. Sigfríði Ingu Karlsdóttur, ljósmóður og dósent við Háskól- ann á Akureyri, finnst ekkert jafnast á við að taka á móti litlu barni. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Rokksveitin Norð- ur fagnar útgáfu plötu sinnar Þögn með tónleikum í Iðnó kl. 22 í kvöld, laugardaginn 5. maí. Sveitin er skip- uð rokkurunum Steinari Loga Nes- heim söngvara, sem kemur úr grugg- inu, Ara Steinarssyni trommara, Heiðari Inga Svanssyni, lykilmanni gruggskotna síðpönkbandsins Trú- boðarnir, og Einari Mána Friðrikssyni sem spilar á gítar. Platan, sem er aðgengileg á Spoti- fy og öðrum helstu stafrænu veitum veraldarvefsins, var tekin upp, hljóð- blönduð og hljómjöfnuð af Einari Vil- berg í Stúdíó Hljóðverk. Arnar Geir Ómarsson, trommari Ham, hannaði plötuumslagið. Norður með útgáfutónleika Þögn í Iðnó í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.