Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Langdræg bandarísk sprengjuflugvél af gerð-
inni B-52H Stratofortress lenti á Keflavíkur-
flugvelli laust eftir klukkan hálftvö síðast-
liðinn fimmtudag. Hafði vélinni þá verið flogið
hingað til lands frá Minot-herflugvellinum í
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og var flug-
tími um sjö og hálf klukkustund. Þyrlusveit
Landhelgisgæslu Íslands tók á móti vélinni
þar sem hún flaug lágflug yfir Reykjanes og
fengu Moggamenn að fljóta með.
Farið var með Gæsluþyrlunni TF-SYN frá
aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkur-
flugvelli. Flugstjóri ferðarinnar var Walter
Ehrat og við hlið hans í flugstjórnarklefanum
var Tryggvi Steinn Helgason flugmaður.
Ferðinni var heitið á Reykjanes þar sem von
var á einu helsta tákni kalda stríðsins: B-52.
Þegar Gæsluþyrlunni var flogið yfir föstu
landi skammt frá Grindavík mátti heyra í
flugumferðarstjórn að „Mikey 5-1“ hafi fengið
leyfi til að lækka flug niður í um 300 metra
hæð, en það var kallmerki sprengjuvélarinnar
sem fáeinum mínútum síðar átti eftir að fljúga
lágflug yfir minningarathöfn sem haldin var
við Grindavíkurveg. Var þar kominn saman
hópur til að minnast bandarísku sprengjuvél-
arinnar „Hot Stuff“ sem fórst 3. maí 1943 á
Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Í slysinu fórust
allir um borð, alls 14 menn, nema stélskyttan.
Sá komst lífs af við illan leik.
Svartur reykjarstrókur á himni
Í þyrlunni beindust allra augu að hafi.
Tryggvi Steinn flugmaður rauf þögnina.
„Klukkan eitt,“ sagði hann og benti í sömu
átt. Sást þar mikill og svartur reykjarstrókur
á himni. „Maður sér hana koma langar leiðir,“
bætti hann við, en B-52 er engin smásmíði.
Vélin er um 50 metrar á lengd með 56 metra
vænghaf og knúin áfram af átta þotuhreyflum
sem gefa frá sér myndarlegan strók. Hver
sprengjuvél getur borið 32 tonn af sprengjum
og eldflaugum og er flugdrægnin yfir 14.000
km. Þotur þessar geta hins vegar tekið elds-
neyti á lofti og þannig lengt flugið.
Það var tilkomumikil sýn að horfa á þennan
risa fljúga lágflug og brenna af til norðurs áð-
ur en stefnan var tekin á Keflavíkurflugvöll.
Þar hafði vél af þessari gerð ekki lent frá
árinu 1997, en fyrstu tvær B-52 til að sækja
landið heim komu árið 1995 til að taka þátt í
heræfingu Norðurvíkings þar sem m.a. voru
æfðar loftárásir á skotmörk á jörðu niðri.
Skömmu eftir að hjólin snertu flugbraut í
Keflavík var stórri bremsuhlíf sleppt til að
hjálpa til við að hægja á flugvélinni. Eftir að
vélin staðnæmdist við brautarendann hopp-
uðu tveir úr áhöfninni út og gengu þeir með-
fram vængjum vélarinnar þar til hún var
komin í stæði. Er þetta nauðsynlegt svo
gríðarstórir vængirnir rekist ekki utan í hugs-
anlega fyrirstöðu á leiðinni.
Allar framleiddar á tíu ára tímabili
„Flugið gekk mjög vel og engin vandræði.
Við erum vanir erfiðum veðurskilyrðum,
miklu roki og snjókomu svo veðrið hér er ekk-
ert frábrugðið því sem við þekkjum,“ segir
flugstjóri sprengjuvélarinnar í samtali við
Morgunblaðið, en hann gengur undir viður-
nefninu „Fetch“. Alls eru í dag fimm í áhöfn á
B-52, þ.e. flugstjóri, flugmaður, siglingafræð-
ingur, radarsérfræðingur og vopnasérfræð-
ingur. Á eldri gerðum B-52 var einnig stél-
skytta en búið er að leggja þá stöðu af.
B-52 Stratofortress er hönnuð og framleidd
af bandaríska flugvélaframleiðandanum
Boeing og fór hún fyrst í þjónustu flughersins
á sjötta áratug síðustu aldar. Sú vél sem hér
um ræðir var framleidd árið 1961, en allar
B-52-vélarnar, alls 744 fullkláruð eintök, voru
gerðar árin 1952-1962.
„Það besta við þessa vél er hversu vel hún
er smíðuð. Hún er sterk og hefur í gegnum
árin náð að aðlagast breyttu umhverfi. Að ut-
an er þetta nær sama flugvél og þegar hún fór
ný af færibandinu. Innra rýmið er hins vegar
mjög breytt. Þetta er því 21. aldar vél í
skrokki öldungs,“ segir Fetch og bætir við að
flugherinn hafi nýverið ákveðið að halda B-52
í sinni þjónustu til ársins 2045-2050. Fari svo
fram sem horfir mun umrædd flugvél verða
hátt í 90 ára gömul þegar hún loks hættir
þjónustu sinni við herinn.
Aðspurður segir Fetch fremur auðvelt að
fljúga B-52 og að manni finnist vélin minni en
hún er í raun. „Vélinni er flogið handstýrt og
við erum mjög stoltir af því. Sömu sögu má
segja af þeim sem fara með stjórn vopnakerf-
isins um borð – þar er einnig mörgu hand-
stýrt. Þeir sjá um mjög flókið og fjölbreytt
vopnakerfi, allt frá sprengjum sem notast ein-
göngu við þyngdarafl yfir í hátækni vopn sem
styðjast við gervitungl. Þessir einstaklingar
þurfa að vera mjög vel þjálfaðir og nákvæmir
í sinni vinnu. Á þetta einnig við um varnir vél-
arinnar, en ég hef alltaf verið þeirrar skoð-
unar að velgengni byggist að hluta til á færni
og tækni.“
Fetch segir mikinn undirbúning liggja að
baki komu sprengjuvélarinnar til Íslands og
að áhöfnin hafi kynnt sér aðstæður á
Keflavíkurflugvelli afar náið áður en lagt var
af stað. Þá segir hann Keflavíkurflugvöll
henta mjög vel fyrir flugvélar af þessari
stærð.
„Við erum mjög stoltir af því að hafa fengið
tækifæri til þess að koma hingað. Þetta er í
raun alveg einstakt tækifæri fyrir okkur því
flugvél af þessari gerð hefur ekki komið til Ís-
lands frá árinu 1997 – sem er ansi langur
tími,“ segir hann og bætir við að flugvélin
haldi aftur til Bandaríkjanna næstkomandi
mánudag. Fram að þeim tíma mun áhöfnin
skoða sig um og sjá hvað Ísland hefur upp á
að bjóða. „Okkur langar til að stuðla enn frek-
ar að góðu samstarfi og vináttu á milli Íslands
og Bandaríkjanna,“ segir Fetch að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinnuhestur B-52H Stratofortress stendur nú á Keflavíkurflugvelli og verður þar fram yfir helgi. Þessi gerð sprengjuflugvéla fór fyrst í þjónustu flughersins á sjötta áratug síðustu aldar.
Hátækni í skrokki öldungs
Táknmynd kalda stríðsins leynist nú í Keflavík
Var framleidd árið 1961 og er hvergi á förum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skriffinnska Flugstjórinn „Fetch“ (t.v.) kvittar upp á pappíra við komuna til Keflavíkur.