Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 20
AUSTURLAND VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Gunnar Gunnarsson, ritstjóra Aust- urfréttar, má með sanni kalla sér- fróðan í málefnum Austurlands og hann segir að sameiningarmálin verði stór á komandi kjörtímabili. „Það bíður nýrrar sveitar- stjórnar í Fjarðabyggð til dæmis að fylgja eftir sameiningu við Breiðdals- hrepp. Það verður rætt um samein- ingu á hinum stöðunum líka, sér- staklega hjá þessum fjórum – Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyð- isfirði og Djúpavogi. Það kom skoð- anakönnun um daginn sem að sýndi fram á að íbúar þessara sveitarfélaga hefðu áhuga á að sameinast.“ Einungis einn listi hefur komið fram á Djúpavogi. Það segir Gunnar merki um að sú sveitarstjórn fari að „einhenda sér í að ákveða í hvaða átt sé best að sameinast.“ Gunnar segir að Seyðfirðingar þurfi að ræða sína framtíðarsýn varð- andi sameiningarmál og að þeir muni einnig ræða hvernig þeir geti fengið ungt fólk til staðarins. „Þar er búið að vera mikið aðhald í fjármálum síðustu ár. Ég held að sveitarfélagið sé komið nokkuð vel fyrir vind og þar sé krafa um að fara að vinna í málum sem hafa orðið undir,“ segir Gunnar. Hroki frá Héraðinu „Mér heyrist Seyðfirðingar sam- mála um að sameinast upp á Hérað. Það kom mér á óvart í könnuninni um daginn að það var enginn áhugi fyrir Fjarðabyggð á Seyðisfirði. Ég átti al- veg von á að sjá hann, en það var ekki.“ „Ég held að í Fjarðabyggð séu kjósendur sem hafa hátt oft að hugsa um hag einstakra staða frekar en heildarinnar og þá erum við að horfa á umhverfismál á ákveðnum stöðum. Menn fóru líka í ákveðnar fjárfest- ingar í von um að finna olíu og það kæmi mér á óvart ef það yrði ekki spurt út í það,“ segir Gunnar. Hann segir sveitarfélagið Fjarðabyggð standa vel fjárhagslega og gerir ráð fyrir að það séu eflaust margir „sem vilji komast í þann pen- ing“ og fara í framkvæmdir á borð við hafnarframkvæmdir og ásýnd síns bæjarfélags. Þar liggi einnig fyrir að ráðast þurfi í stækkun leikskóla bæði á Reyðarfirði og Eskifirði. Gunnar er Fljótsdælingur að upplagi en býr og starfar á Egils- stöðum. „Fljótsdalur er í svipaðri stöðu og Borgarfjörður, þar er mikil andstaða við sameiningu og ég held að hún snúist meðal annars um það að íbúar í Fljótsdal upplifi einhvern hroka frá Héraðinu, að þeim sé tekið eins og sjálfsögðum hlut og eigi að sameinast, eiginlega af því bara.“ Annars segir Gunnar að sveitar- stjórnin í Fljótsdalshreppi þurfi að horfast í augu við erfiða stöðu í sauð- fjárrækt, hækkandi meðalaldur og fækkun íbúa í sveitarfélaginu. Treysta á HB Granda Gunnar segir að á Vopnafirði sé búin að vera ákveðin uppbygging og Sameiningarmál verði stór á næstu árum  Héraðsfréttamaður fer yfir helstu mál landshlutans Morgunblaðið/Eggert Fljótsdælingur Gunnar fylgist vel með sveitarstjórnarmálunum eystra. Eysteinn Þór Kristinsson, Klara Sigríður Sveinsdóttir og Sigurjón Kristinsson, kennarar í Neskaup- stað, segjast ekki verða vör við mikla umræðu í Fjarðabyggð fyrir kosningarnar. Launamál brenna á þeim eins og öðrum í kennarastétt- inni og nefnir Klara að í Reykjavík hafi flokkar sem bjóði fram verið að lofa hærri launum fyrir kennara. Því sé ekki að skipta í Fjarðabyggð. „Nei, þau forðast það eins og heit- an eldinn bæjaryfirvöld hérna að tala um launamál. Fylgja bara stefnu sambandsins,“ segir Ey- steinn þá, en kennarar í Fjarða- byggð hafa verið að ýta á eftir tæknivæðingu grunnskólanna í sveitarfélaginu. „Sveitarfélagið hefur ekki verið að eyða rosalega miklum peningum í tæknivæðingu hérna. Ekki í þennan skóla,“ segir Klara, en Nesskóli hef- ur fengið styrki til þeirra mála frá útgerðarmönnum í Neskaupstað. Varðandi það hvert næstu jarð- göng á Austurlandi ættu að liggja segir Sigurjón Seyðfirðinga ekki vera betur setta með göng upp í Hérað, þar sem margir vinni í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. „Þetta eru trúarbrögð á Seyðis- firði, að fara upp á Hérað,“ segir Klara þá. Nánar á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Nesskóli Sigurjón, Klara og Eysteinn, grunnskólakennarar í Neskaupstað. Tækni í kennsluna  Grunnskólakennarar í Neskaupstað vilja ýta á eftir tæknivæðingu skólanna Hvað segja kjósendur? Karl Sveinsson Borgarfirði eystra „Sameiningar? Á meðan við erum ekki á hausnum þá höf- um við engan áhuga á því. Er ekki allt á hvínandi hausnum þarna uppi á Héraði? Ef mönnum finnst illa farið með peningana þá er eðlilegt að þeir vilji bara vera sér.“ Davíð Kristinsson Seyðisfirði „Þetta er rosa fallegur bær en það þarf að halda honum við eins og öllu öðru. Það þarf bara að passa upp á það sem að við höfum. Að gangstéttir séu heilar og hús heil. Það þarf að sinna því.“ Karen Erla Erlingsdóttir Egilsstöðum „Ég hef haft þá skoðun að menn ættu hér í þessu sveitarfé- lagi að leggja dálítið upp úr óhefðbundnum leiðum eins og til dæmis að efla hjólreiðar inn- an sveitarfélagsins. Hér miðar allt við það að maður sé á bíl.“ Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir Reyðarfirði „Ég myndi vilja sjá þetta tekið ennþá lengra, meiri samein- ingu, sem þýðir bara öflugra sveitarfélag. Þó að við séum sitt hver fjörðurinn, víkurnar og vogirnir þá erum við samt Austurland.“ Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.