Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 26

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það vaktinokkra at-hygli í vik- unni þegar Benja- mín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, flutti ræðu þar sem hann sakaði Írana beinlínis um að hafa logið varðandi kjarnorkuvopnaáætlun sína. Um leið gaf Netanyahu til kynna að Íranar hefðu brotið gegn samkomulagi því sem þeir gerðu árið 2015 við helstu stórveldi heimsins um að hætta tímabundið auðgun úr- ans og ýmsum öðrum þáttum sem leitt gætu til þess að land- ið gæti framleitt kjarn- orkuvopn. Þessi framsaga Netanyahu felur svo sem ekki í sér neinar upplýsingar sem ættu að koma á óvart miðað við fram- ferði Íransstjórnar hingað til. Íranar hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga og stutt dyggilega við hryðjuverka- samtök og önnur vafasöm öfl víðsvegar um Mið-Aust- urlönd. Borgarastyrjöldin í Sýr- landi er einungis einn angi þessarar „útþenslustefnu“ Ír- ans, en stjórnvöld í Teheran hafa verið annar helsti stuðn- ingsaðili Assads Sýrlands- forseta í öllum hans voðaverk- um. Í staðinn hafa „hernaðarráðgjafar“ Írans- stjórnar fengið vítt rúm til þess að reyna að koma sér upp bækistöðvum í landinu, en Ísraelar hafa svarað því með reglulegum árásum úr lofti á þær stöðvar til þess að koma í veg fyrir að Íranar byggi upp herafla í landinu. Ísraelar vita enda sem er, að næðu Íranar varanlegri fót- festu í Sýrlandi eða annars staðar í nágrenni Ísraels væri það ávísun á vandræði. Stjórnvöld í Tel Aviv segja til dæmis að eld- flaugum hafi verið skotið á Ísrael frá Sýrlandi, og að þær beri fingraför klerkastjórn- arinnar. Þessar skærur gætu hæg- lega blossað upp í eitthvað miklu meira og alvarlegra, en varnarmálaráðherra Ísraels hét því í blaðagrein fyrir helgi, að ef Íranar réðust á Ísrael myndu Ísraelar svara fyrir sig með því að gera árás á Teheran. Afleiðingarnar gætu orðið blóðug stríðsátök. Þessi barátta á milli Ísraels og Írans kemur á sama tíma og Íranar standa í öðru „köldu stríði“ í Mið-Austurlöndum, við Sádí-Araba og bandamenn þeirra. Auk þess stendur kjarnorkusamkomulagið höll- um fæti, þar sem Trump Bandaríkjaforseti stefnir lík- lega að því að draga Bandarík- in út úr því eftir nokkra daga. Miðað við þau hljóð sem heyrast frá klerkastjórninni eru menn þar á bæ í engum sáttahug. Stjórnvöld í Íran hafa meðal annars hótað því að hætta að hlíta kjarnorku- samkomulaginu ef Bandaríkin séu ekki aðilar að því. Þá hafa þau þvertekið fyrir að hægt verði að endursemja um ýmsa þá agnúa sem komið hafa í ljós. Það er því ekki ofsögum sagt að ástandið í Mið- Austurlöndum er með við- kvæmasta móti um þessar mundir. Óvanalega kalt er á milli fornra fjenda, Ísraels og Írans} Orðaskak sem gæti endað illa Í Morgunblaðinuá miðvikudag var sagt frá því að skattbyrði hér á landi væri yfir meðaltali ríkja OECD. Skatt- byrði barnlausra með með- allaun hér á landi í fyrra var 28,7% en meðaltal OECD var 25,5%. Þegar litið er til barnafólks má sjá að ein- staklingur á meðallaunum með tvö börn á framfæri var með 18,6% skattbyrði í fyrra. Meðaltal OECD ríkjanna var mun lægra, eða 14%. Eins og sjá má af þessum samanburði eru skattar of há- ir hér á landi. Vandann má að stærstum hluta rekja til skatta- hækkana vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013, því að eins og fram kem- ur hjá OECD jókst skatt- byrðin á þeim árum um 3%. Þessari óæskilegu þróun þarf að snúa við. Íslendingar eiga ekki að þurfa að greiða hærri skatta en aðrir og það ætti að vera kappsmál að hafa skatta sem lægsta. Því miður fer lítið fyrir umræðu um þetta á vettvangi stjórnmál- anna um þessar mundir. Skattar á Íslandi eru háir í alþjóðlegum samanburði og þurfa að lækka} Skattar yfir meðallagi F yrir nokkrum dögum heyrði ég í vinkonu minni sem sagði sínar farir ekki sléttar í samskiptum við Reykjavíkurborg. Ástæðan var sú að borgin hefur þverskall- ast við að greiða leigjendum hjá Brynju, hús- sjóði Öryrkjabandalagsins, sérstakar húsa- leigubætur, þrátt fyrir dóma Hæstaréttar í málinu. Ég ákvað að kynna mér málið. Um miðjan júní árið 2016 staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu áður í máli konu sem er öryrki og glímir við mikinn félagslegan vanda, sem tók íbúð á leigu af Brynju. Árið 2013 synjaði borgin henni um sérstakar húsaleigubætur. Öryrkjabandalagið styrkti málssókn gegn borginni og sem fyrr segir vann skjólstæðingur þess fullkominn sig- ur í Hæstarétti fyrir tæplega tveimur árum. Í október 2016 sagði Björn Arnar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Brynju, í samtali við Morgunblaðið að borgin neitaði að borga samkvæmt dómnum: „Það virðist vera sem svo að það sé verið að búa til girðingar enda- laust gagnvart þessum hópi.“ Í viðtalinu kemur fram að borgin notaði undarlegustu mótbárur: „[Borgin vísar] til þess að þar sem fólkið er komið í húsnæði hjá okkur, þá sé það ekki húsnæðislaust. Ég veit hins vegar ekki hvernig menn fara að þegar þeir sækja um húsnæðisbætur á al- mennum leigumarkaði, sækja þeir þá um bæturnar áður en þeir fá leigt?“ Í samtali mínu við Björn nú í vikunni kom fram að sög- urnar eru margar og með miklum ólíkindum. Málið þæfð- ist í tæplega tvö ár þar sem Reykjavíkurborg taldi sér sæmandi að brjóta rétt á þeim sem hafa litlar tekjur og eiga oft við mikil lík- amleg, andleg og félagsleg vandamál að stríða. Nú í vikunni, þremur vikum fyrir kosn- ingar, ákvað borgarráð að hlíta dómnum og borga að hluta til. Í frétt á Vísi er ekkert talað um það af hálfu borgarinnar að íbúar fái rétt sinn í samræmi við lög og dóma. Aðeins sagt að kostnaðurinn sé „umtalsverður“. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði: „Við fögnum auðvit- að þessari ákvörðun en hér er ekki um góð- verk af hálfu borgarinnar að ræða heldur er verið að leiðrétta að hluta margra ára brot á réttindum fólks. Brotin ná yfir lengra tímabil en kveðið er á um í ákvörðun borgarráðs.“ Borgaryfirvöld vissu vel hvað þau voru að gera. Í minn- isblaði borgarritara sagði: „Telja verður að allar líkur séu á að upplýsingagjöf borgarinnar hafi haft þær afleiðingar að einhverjir umbjóðendur ÖBÍ hafi ekki sótt um sér- stakar húsaleigubætur.“ Málið hefur velkst um í borgarkerfinu í áratug. Á þeim tíma hafa allir þeir flokkar sem nú sitja í borgarstjórn komið að stjórn borgarinnar. Réttur borgaranna, að ekki sé talað um rétt þeirra sem verst standa, var fyrir borð borinn allan tímann. Flokkarnir töldu verðmiðann á rétt- lætinu of háan. Vill einhver þannig borgarfulltrúa? Benedikt Jóhannesson Pistill Borgin borgaði ekki öryrkjum Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það kom ekkert fram í ræðuráðherra hvernig fyr-irkomulagið yrði nákvæm-lega, en við horfum mjög bjartsýnir á þessar breytingar og þann aukna skilning á okkar fagi sem fram hefur komið í umræðum að undanförnu,“ sagði Stefán Pét- ursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, í samtali við Morgunblaðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra ávarpaði þing sambands- ins nýverið og fjallaði þar m.a. um væntanlega yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkraflutningabíla. Rauði krossinn hefur fram að þessu annast starfrækslu sjúkrabíla, séð um inn- kaup og rekstur bifreiða og tækja- búnaðar til sjúkraflutninga um allt land fyrir ríkið síðustu árin á grund- velli samnings við velferðarráðu- neytið, en þeim samningi hefur nú verið sagt upp. Stytta viðbragðstíma Stefán sagði að ráðherra hefði í ræðunni talað um nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma sjúkraflutninga sem væri gott markmið og þýddi í reynd að til stæði að efla kerfið á vettvangi flutninganna. „Þetta eru jákvæðustu viðbrögð sem við höfum fengið úr ráðuneyti heilbrigðismála í langan tíma,“ sagði Stefán. Hann sagði sjúkraflutningamenn fagna því sérstaklega að nú væri farið að tala um störf þeirra sem utanspítalaþjón- ustu. Það var m.a. gert í sérstakri umræðu utan dagskrár á Alþingi fyr- ir nokkrum dögum. Breytt orðanotk- un hefði mikið að segja í sambandi við viðurkenningu og skilning á starfsemi sjúkraflutningamanna. Stefán sagði að sjúkraflutninga- menn hefðu skilning á því að ráð- herra hefði ekki getað greint frá því hvernig sjúkrabílaþjónustunni yrði hagað eftir að hún flyst frá Rauða krossinum. „Menn hafa skilning á þeirri vinnu sem nú fer fram í ráðu- neytinu. Við vitum ekki hver tíma- ramminn er, en vitum að það er unn- ið hratt að þessum málum og keppst við að ljúka þeim.“ Í tilkynningu velferðarráðuneyt- isins eftir að Rauði krossinn sagði samningnum um starfrækslu sjúkra- bílanna upp í mars kom fram að ágreiningur hefði verið á milli Rauða krossins og ráðuneytisins um rekst- ur sjúkrabílanna og eignarhald á þeim. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærst- um hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Því hefur ráðuneytið viljað breyta en ekki náðist saman hvað það varðar og leiddi það til þess að samningnum var rift. Ráðuneytið hafði þá um nokkurt skeið unnið að því að finna rekstri sjúkrabílanna annan farveg. Unnið hefur verið eftir þeirri forsendu að reksturinn verði að öllu leyti á hendi opinberra aðila. „Þannig megi best tryggja öryggi og gæði sjúkraflutninga í landinu og þróa þjónustuna til samræmis við kröfur samtímans,“ sagði ráðu- neytið. Í umræðunum um utanspítala- þjónustuna á Alþingi upplýsti Svan- dís að fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefðu komið á sinn fund og lýst áhuga á að koma með virkari hætti að skipulagningu sjúkraflutninga. „Björgunarsveit- armenn gegna mikilvægu hlutverki utanspítalaþjónustu hér á landi. Þeir eru oft fyrstir á vettvang slysa eða annarra útkalla, hvort sem er í hlut- verki vettvangsliða eða vegna útkalla á hálendinu. Ég mun m.a. leggja áherslu á að virkja aðkomu Lands- bjargar í þeirri endurskoðun sem fram undan er,“ sagði Svandís. Fagna breyttri orðræðu um sjúkraflutninga Morgunblaðið/Arnaldur Sjúkrabílar Rekstur þeirra verður innan tíðar færður yfir til ríkisins og úr höndum Rauða krossins. Ekki er enn ljóst hvernig fyrirkomulagið verður. Það mun engin áhrif hafa á af- komu Rauða krossins þótt rekstur sjúkrabíla færist til rík- isins. „Þessi rekstur hefur allur verið innan Sjúkrabílasjóðs sem gerður er upp sérstaklega,“ segir Sveinn Kristinsson, for- maður Rauða krossins. Hann segir að enginn arður hafi verið tekinn úr sjóðnum og settur í önnur verkefni. Þegar rekstrar- afgangur hefur verið hefur hann verið nýttur til fjárfestinga í nýj- um bílum, tækjum og tólum. Önnur starfsemi samtakanna, sem er viðamikil, breytist ekki. Engin áhrif á reksturinn RAUÐI KROSSINN Morgunblaðið/Eggert Rauði krossinn Starfsemin er fjölbreytt, m.a. fatasöfnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.