Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 18. maí
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 14. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Fjallað verður um
tískuna í förðun,
snyrtingu, fatnaði,
fylgihlutum auk
umhirðu
húðarinnar,
dekur og fleira
Samþykkt Stúd-entaráðs frá 9.apríl sl. um breyt-ingar á starfs-
heitum „til að draga úr
kynjaðri orðræðu“ hefur í
senn vakið aðhlátur og
sorg. Það er ekki gaman
Háskóla Íslands vegna að
þurfa að rifja þetta upp.
Skólinn mun ekki ná því
markmiði sínu að komast í
hóp þeirra 100 bestu í
heiminum ef þetta fréttist
víða: Formaður ráðsins
skal hér eftir kallast for-
seti, varaformaður varafor-
seti, aðalmaður aðal-
fulltrúi, varamaður
varafulltrúi, maður ein-
staklingur, námsmaður
nemandi, fundarmaður
fundarmeðlimur, stjórn-
armaður stjórnarmeðlimur,
aðstoðarmaður aðstoðarmanneskja, framsögumaður flutningsaðili, for-
mennska forsæti og nefndarmaður nefndarmeðlimur. Fátt skal sagt
um þá smekkvísi að vilja
endilega hefja til vegs slík
skrifræðisheiti sem með-
limur, aðili og fulltrúi, en
greinilega er það einkum
orðið maður sem fer fyrir
brjóstið á ráðinu. Af ein-
hverjum ástæðum vill það meina að með því sé átt við karlmann en
alls ekki kvenmann, en eins og allir vita hefur orðið maður ætíð verið
haft um bæði kynin í íslensku máli andstætt samsvarandi orði í t.d.
ensku og Norðurlandamálum.
Viðurkennt skal að maður hefur í íslensku aukamerkinguna karl: Ef
sagt er t.d. „Af hverju lætur maðurinn svona?“ er verið að tala um
karl. Á sama hátt er átt við konu ef sagt er t.d.: „Hvað er manneskjan
að meina?“ En allt að einu: Á íslensku eru konur og hafa alltaf verið
menn og stúdentar jafnt sem aðrir ættu að vinna að því að undirstrika
þann skilning fremur en að búa til og ýta undir mótsagnir með vísan
til annarra tungumála.
Tilkynningu Stúdentaráðs fylgir útdráttur á ensku þar sem m.a.
segir svo: „Íslensk tunga er ekki jafn kynhlutlaus og ensk tunga og
því eru þessar breytingar stórt skref í baráttunni fyrir jafnrétti.“
Þarna eru nú aldeilis sögð tíðindin og þau alveg glæný: Enskumæl-
andi þjóðir eru sem sagt í krafti sinnar öflugu og kynlausu tungu
komnar mun lengra en við í jafnréttismálum. Ætli þeim sjálfum sé
það ljóst?
Þessi afstaða Stúdentaráðs og fleiri „aðila“ til tungunnar stafar ekki
síst af þeim grundvallarmisskilningi að enginn munur sé á málfræði-
kyni og raunkyni. En í íslensku og fleiri málum er kyn nafnorða með
ýmsum hætti og kemur ekki að sök. Óhikað segjum við t.d. um karl að
hann sé hetja eða kempa og eins um konu að hún sé garpur eða kappi.
Þetta er ekki merki um kynusla heldur bara enn eitt dæmið um það
hvað íslensk tunga er auðug og blæbrigðarík.
Allir þeir sem eins og Stúdentaráð vilja gelda tunguna af einróma
þrælsótta við afkynjunarrétttrúnaðinn eru í raun um leið að vinna
skemmdarverk á tungunni og menningararfinum. Ljóð, tilsvör, speki,
orðtök og málshættir detta út. Uppvaxandi kynslóðir telja ugglaust að
ljóðlína eins og „Maður er manns gaman“ eigi eingöngu við um sam-
kynhneigða karlmenn en ekki alla menn, konur og karla.
Einstaklingur
vertu nú hraustur
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Ísamtali við Morgunblaðið í fyrradag, fimmtudag,sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ogformaður VG, m.a. um boðskap verkalýðsleiðtoga á1. maí:
„Þar er fyrst til að taka að ég lít ekki á verkalýðshreyf-
inguna sem andstæðing heldur samherja í því að vinna að
félagslegum umbótum. Mér finnst mjög slæmt ef sam-
skipti stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins eru að fara í
einhvern farveg hótana.“
Í sama blaði sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, m.a.:
„Þrátt fyrir að við því sé að búast á baráttudegi verka-
lýðsfélaga, 1. maí, að það falli nokkur stór orð, þá komu
mér þessar yfirlýsingar formanns VR um skærur og að
verkalýðshreyfingin hefði það í hendi sér að lama fyr-
irtæki og stofnanir á óvart og komu raunar eins og þruma
úr heiðskíru lofti, vegna þess að ríkisstjórnin hefur átt
fjölda funda með aðilum vinnumarkaðarins frá því að hún
tók til starfa … sýnist mér hæpið að slíkt standist lög og
spurning hvort menn eru að berjast á réttum vettvangi.“
Þessi ummæli tveggja helztu forystumanna ríkisstjórn-
arinnar boða ekkert gott um það sem fram
undan er í samskiptum ríkisstjórnar og
verkalýðshreyfingar. Um leið og annar að-
ilinn fer að tala um „hótanir“ hins er fjand-
inn laus, ef svo má að orði komast.
Það er mikilvægara að skilja en undr-
ast. Það hefur verið ljóst í allan vetur og
raunar nokkur síðustu misseri, að stjórnmálastéttin í
landinu, sem ætti starfa sinna vegna að vera í góðu jarð-
sambandi, er það ekki og virðist ekki skilja ástæður þess
óróa, sem er meðal launþega og innan verkalýðshreyfing-
arinnar.
Í hnotskurn má segja að ástæðuna sé að finna í kjara-
baráttu stjórnmálastéttarinnar sjálfrar og hvernig hún
notar aðstöðu sína sjálfri sér til framdráttar og hins vegar
í kjarabaráttu ljósmæðra.
Í báðum tilvikum er um að ræða fámenna hópa í sam-
félaginu að höfðatölu. Hinn almenni borgari skilur ekki
hvernig launahækkanir til handa ljósmæðrum geta sett
efnahagslífið á hvolf en miklu meiri launahækkanir til
stjórnmálastéttarinnar hafi ekki sömu áhrif.
Til viðbótar hafa svo komið upplýsingar um launaþróun
meðal æðstu stjórnenda stærstu skráðra fyrirtækja
landsins, sem nú eru að verulegu leyti í eigu lífeyrissjóða.
Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins fyrir skömmu sagði
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, m.a.:
„En við í atvinnulífinu þurfum einnig að horfa í eigin
barm … að launakjör æðstu stjórnenda séu hófleg, innan
skynsamlegra marka og ofbjóði ekki réttlætiskennd al-
mennings … sérstaklega er mikilvægt að fyrirtæki, sem
skráð eru á almennan hlutabréfamarkað, móti
starfskjarastefnu fyrir stjórnendur sína og setji launum
og aukagreiðslum skynsamleg mörk sem samræmast ís-
lenzkum veruleika.“
Á fundi Samtaka sparifjáreigenda fyrir skömmu gerði
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra,
grein fyrir rannsókn fyrirtækis hans, á kjaraþróun innan
slíkra fyrirtækja, sem sýnir svo ekki verður um villzt að
hún er ekki í neinum tengslum við íslenzkan veruleika.
Þetta er ein af fleiri ástæðum fyrir óróa innan
verkalýðshreyfingarinnar og hallarbyltingum í einstökum
félögum. Auðvitað er fólki innan verkalýðsfélaganna ljóst
að vegna þess hvernig lífeyrissjóðir eru uppbyggðir og
stjórnarkjöri í þeim er háttað hefðu fulltrúar á vegum
verkalýðsfélaganna getað stöðvað þessa þróun í skráðum
félögum eða a.m.k. andæft, sem þeir hafa ekki gert.
Hvað getur valdið því?
Er hin hefðbundna verkalýðsforysta orðin samdauna
„kerfinu“?
Þegar allt þetta er haft í huga er ljóst að það er engin
ástæða fyrir ráðherra að „undrast“ og þar að auki póli-
tískt óskynsamlegt, svo ekki sé
meira sagt, að tala um „hótanir“.
Reyndar athyglisvert að sjá þann
samhljóm, sem er að þessu leyti í
tilvitnuðum ummælum formanna
VG og Sjálfstæðisflokks!
Að óbreyttu stefnir allt í bál og
brand á vinnumarkaði.
En – það þarf ekki að gerast.
Það eru dæmi um að við margfalt erfiðari aðstæður en
nú eru uppi hafi tekizt samkomulag á milli stjórnvalda og
verkalýðshreyfingarinnar, sem hafði farsæl áhrif fyrir
land og þjóð.
Efnahagslægðin, sem gekk yfir Ísland á árunum 1967-
1969, var ein hin dýpsta á síðustu öld. Hremmingar, sem
almennir borgarar lentu í af þeim sökum, voru miklar.
Kalda stríðið var í algleymingi. Eitt mesta pólitíska afrek,
sem hér hefur verið unnið frá lýðveldisstofnun, er hvernig
Bjarna heitnum Benediktssyni tókst að stýra þjóðarskút-
unni upp úr þeim öldudal.
Það gerðist vegna þess að hann skildi hlutskipti hins al-
menna launþega og við, ungir sjálfstæðismenn þeirra
tíma, hrifumst, þegar hann gerði kaupmönnunum í
Reykjavík grein fyrir því, að þeir yrðu eins og aðrir að
taka á sig byrðar og mundu ekki njóta neinnar sérstöðu.
Verkalýðsforingjarnir treystu Bjarna.
Unga fólkið sem nú stjórnar landinu þekkir ekki þá
tíma en á að hafa allar aðstæður til að skilja, að alveg eins
og kaupmennirnir á viðreisnarárunum gátu ekki krafizt
sérstöðu, þótt þeir styddu Sjálfstæðisflokkinn, geta fá-
mennir hópar æðstu embættismanna, þingmenn, ráð-
herrar og æðstu stjórnendur skráðra fyrirtækja, ekki
notað aðstöðu sína til eins konar „sjálftöku“ en sagt al-
menningi að launakröfur hans setji efnahagslífið á hvolf.
Það er hægt að ná þjóðarsátt um framtíðina á næstu
mánuðum, ef rétt er á haldið, en þá verða allir að sitja við
sama borð.
Mikilvægara að skilja
en undrast „hótanir“
Athyglisverður sam-
hljómur formanna VG
og Sjálfstæðisflokks!
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Það sýnir yfirborðslega sögu-þekkingu og grunnan heim-
spekilegan skilning, ef tvö hundruð
ára afmælis Karls Marx í dag, 5. maí
2018, er minnst án þess að víkja að
þeirri sérstöðu hans á meðal heim-
spekinga, að reynt var að fram-
kvæma kenningar hans um alræði
öreiganna og afnám einkaeign-
arréttar í hálfum heiminum með
hræðilegum afleiðingum: Rösklega
hundrað milljón manns týndu lífi
vegna kommúnismans. Önnur
hundruð milljóna kynntust aðeins
eymd og kúgun.
Spurningin er auðvitað, hvort
þessi ósköp megi rekja beint til
kenninga Marx. Svarið er játandi.
Þótt kommúnisminn tæki á sig ólík-
ar myndir í ólíkum löndum, svo sem
Júgóslavíu, Kúbu og Kambódíu, og
undir stjórn ólíkra manna, til dæmis
Stalíns, Maós og Kadars, fól alræði
öreiganna alls staðar í sér eins-
flokksríki með leynilögreglu, rit-
skoðun og handtökum og aftökum
stjórnmálaandstæðinga. Afnám
einkaeignarréttar hafði síðan þær
afleiðingar, að menn urðu varn-
arlausir gagnvart ríkinu, enda háðir
því um alla sína afkomu.
Marx lagði fyrir lærisveina sína að
umskapa skipulagið. En með til-
raunum til þess myndast stórkost-
legt vald, sem lendir fyrr eða síðar í
höndum hinna óprúttnustu. Ég hef
ekkert á móti kommúnisma, sem
menn stunda fyrir sjálfa sig, til
dæmis á samyrkjubúum í Ísrael. En
marxistar vildu líka stunda komm-
únisma fyrir aðra. Þeir reyndu að
neyða alla aðra inn í skipulag, þar
sem einkaeignarréttur hefði verið
afnuminn og menn ættu allt saman.
Slíkt skipulag er dæmt til að falla,
því að þar geta menn ekki notað sér-
þekkingu sína og sérhæfileika að
neinu gagni og hafa fá sem engin
tækifæri til framtaks.
Ég hef áður vakið athygli á lítils-
virðingarorðum Marx og fjárhags-
legs bakhjarls hans, Friedrichs
Engels, um Íslendinga og aðrar
smáþjóðir. Mikið hatur býr í marx-
ismanum. Snýst hann ekki um andúð
á efnafólki frekar en samúð með lít-
ilmagnanum?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Marx 200 ára