Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 33

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Það verður seint sagt um Samfylk- inguna, að hún sé sósíaldemókratískur flokkur á við Alþýðu- flokkinn sáluga, enda ber hún öll merki þess, sem gamlir Al- þýðuflokksmenn vör- uðu svo sterklega við fyrr á árum, þegar rætt var um samruna vinstri flokkana, að þar yrði allt á forsendum sósíal- ista og þeir yrðu foringjarnir í þeim flokki. Það sést best á yf- irstjórn flokksins bæði hjá ríki og bæ, eins einræðisleg og hún er. Sjáum bara þá einræðisstjórn, sem við Reykvíkingar höfum þurft að búa við síðastliðin tvö til þrjú kjörtímabil, – einræðisstjórn, sem malar og þvælir sífellt um lýðræð- is-þetta og lýðræðis-hitt, en þegar til kastanna kemur hlustar hún ekkert á okkur borgarbúa, hvað þá að hún gefi sér tíma til að ansa mótmælum eða öðrum erindum, sem frá okkur kemur, einu orði, nema kannske skætingi, ef eitt- hvað er, af því að þeir eru svo uppteknir í sínu Legolandi við að byggja upp skýjaborgir sínar og skemmta borgurunum með eilífum glærusýningum með húsnæði, sem stendur til að reisa, – enginn veit hvenær eða hvar. Gott ef þeir vita það sjálfir! Kortér fyrir kosningar dettur þeim svo í hug að koma fram með enn eina glærusýn- inguna í von um, að unga fólkið falli fyrir þeirri útópíu eins og öðrum skýjaborgum og draumum, sem þeir keppast við að kynna fyrir háttvirtum kjósendum núna. Svo er það spurningin, hversu margir kjósa að trúa því drauma- vingli, þegar sýnt verður, að þetta mun varla rísa fyrr en í fyrsta lagi í kringum 2030. Þeim er alveg sama. Þeir hafa svo gaman af þessu líkt og borgarlínubullinu, og halda, að þetta muni ganga í fólkið til hins endalausa, sem flest er orðið svo dauðþreytt á þessu rugli í þeim, að það er farið að flýja borgina umvörpum í önnur sveita- félög, sem bjóða upp á betri þjónustu, því að í þessum glæru- sýningum og útópíum þeirra gleyma þeir al- veg að gera ráð fyrir þjónustunni fyrir fólkið, eins og t.d. leikskólum, hvað þá, að nokkur kæri sig um að vinna þar. Fyr- ir hverja eru þessar draumaborgir þeirra aðra en fólk? Spyr sá, sem skilur ekki, hvað þeir eru að hugsa með þessu. Það versta er samt, að sam- kvæmt skoðanakönnunum, hversu mikið sem er að marka þær, virð- ist fólk vilja þetta ófremdarástand áfram. Raunar hef ég ekki mikla trú á skoðanakönnunum Fé- lagsvísindastofnunar, og raunar alls enga, þar sem Samfylkingin er alltaf svo ofarlega og oftast nær næstefst á lista, ef ekki efst, Baldri Þórhallssyni prófessor og hans liði til mestu ánægju, hlýtur að vera, því að náttúrulega vill hann ekki sjá aðra við stjórn í ríki og bæ en flokkinn sinn, Samfylk- inguna, og Dag svo í borgar- stjórasætinu til sjötugs, jafnvel lengur, ef hægt væri, hvað sem al- mennilegum borgarbúum finnst um það. Ég furða mig líka á því, að VG skuli ekki skora hærra en raun ber vitni um í þeim skoð- anakönnunum, sem hafa verið að birtast um fylgið hér í Reykjavík, þar sem flokkurinn er í ríkisstjórn og stendur sig að mörgu leyti vel miðað við allt og allt með for- manninn í forsætisráðuneytinu, og fyrrverandi formann í forsæti Al- þingis. Maður skyldi halda, að sá stuðningur, sem hefur birst í öðr- um skoðanakönnunum á landsvísu, mundi skila sér inn í sveitastjórn- arkannanirnar. Þrátt fyrir einræð- ið í Reykjavík með Dag í borgar- stjórastólnum sem kynnir lítið annað en einhverjar útópíur, sem er út úr öllu korti, þá virðist hann enn hafa slíkt persónufylgi, að flestir gapa yfir því, og fólk skuli ekki vera búið að fá sig fullsatt og það fyrir lifandis löngu af þessum vitleysisgangi og draumórum sem koma frá honum og hans liði, svo að sé nú ekki minnst á framkomu hans gagnvart borgarbúum, og ástandið í borginni almennt, sem fær algert núll í einkunn hjá okk- ur, en hann og hans fólk vill helst ekki vita af. Samt vilja að sögn flestir hafa hann áfram í borg- arstjórastólnum! Þetta er óskilj- anlegt öllu venjulegu fólki. Nei, ég ætla rétt að vona, að fólk láti nú skynsemina ráða á kjördag og kjósi eitthvert visku- legra fólk en þetta í komandi kosningum, og við sjáum glænýja, ferska og glaðvakandi borg- arstjórn með vitið meira taka við völdum að kosningum loknum. Ég vona líka, að Eyþór Arnalds og hans fólk fari að brýna vel raust- ina og taki þetta fólk ærlega í karphúsið með vel völdum orðum fyrir allt ruglið og slóðaskapinn, sem búið er að viðgangast alltof lengi og gerir stærsta hluta borg- arbúa dauðþreytta á vitleysunni og þvælunni, sem úr ráðhúsinu kemur. Það er líka ljóst, að að- albardaginn verður milli Samfylk- ingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Það sést þó á þeim skoðanakönn- unum, sem hafa birst til þessa. Ég vona bara, að reykvískir kjós- endur fari að vakna upp af værum blundi sínum og hrindi þessari einræðisstjórn með sínar útópíur og dagdrauma úr sessi 26. maí nk., og láti heldur ekki misvísandi skoðanakannanir hafa alltof mikil áhrif á val sitt, enda meira en kominn tími til að fá vitibornara fólk til að stjórna þessari borg, og það þótt fyrr hefði verið. Einræðisstjórnin í Reykjavík Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur »Ég vona bara að reykvískir kjós- endur fari að vakna upp af værum blundi sínum og hrindi þessari ein- ræðisstjórn með sínar útópíur og dagdrauma úr sessi. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræði- maður. Síðustu níu árin hafa fimm manns beðið bana í umferð- arslysum á Reykja- nesbrautinni sem er einn fjölfarnasti veg- ur landsins. Sig- urður Ingi Jóhanns- son samgöngu- ráðherra skal frekar bregðast við þessu vandamáli í stað þess að gefa óstjórn- inni í Reykjavík fögur loforð um borgarlínuruglið fyrir 44 milljarða króna sem staurblönk sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með slæma fjárhagsstöðu geta aldrei ein og sér fjármagnað. Tvö dauðaslys á Grindavíkurveginum og eitt á Reykjanesbrautinni sem komust í fréttirnar fyrstu vikurnar á síð- asta ári vekja spurningar um hvort óhjákvæmilegt sé að af- skrifa endanlega borgarlínuna og járnbrautarbullið milli BSÍ og Leifsstöðvar sem skoðanabræð- urnir Dagur B., Hjálmar Sveins- son og Runólfur Ágústsson kynna á fölskum forsendum til að blekkja kjósendur sína. Ekki verður betur séð en að þessir þrír andstæðingar flugvall- arinns í Vatnsmýri taki tilefn- islausar árásir á flugsamgöng- urnar og sjúkraflugmenn Mýflugs fram yfir versnandi ástand Grindavíkurvegar og Reykjanes- brautar, sem er óþolandi og til há- borinnar skammar. Á þessu vandamáli skal ríkisstjórnin taka þó að stuðningmönnum borgarlín- unnar sé það þvert um geð. Þeir hafa gert með sér samstarfssamn- ing sem hefur tapað gildi sínu til að réttlæta þetta borgarlínurugl á kostnað Grindavíkurvegar undir því yfirskini að þá verði fljótlegra fyrir alla Suðurnesjamenn og borgarbúa að komast í vinnu án einkabílsins árið um kring, og aft- ur heim á örfáum mínútum. Á síðasta ári talaði Jón Gunn- arsson, þáverandi samgöngu- ráðherra, gegn þessu borgar- línurugli, sem óvinir Reykjavíkur- flugvallar tefla gegn versnandi ástandi í samgöngumálum Suður- nesja og höfuðborgarsvæðisins. Hér eiga margir fyrrverandi og núverandi þingmenn Suðurnesja mörgum spurningum ósvarað sem er ólíðandi. Nú skulu allar bæjar- stjórnirnar á Suðurnesjum og Reykjavíkursvæðinu og borgar- stjórnarmeirihlutinn snúa sér frekar að stórhættulegu ástandi sem hefur kostað nokkur mannslíf á þessum fjölförnustu leiðum í stað þess að halda til streitu kröf- unni um borgarlínuna og járn- brautarbullið í þessu fámenna landi með 339 þúsund íbúa. Nógu illa standa öll sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til að þeim sé óhætt að afskrifa endanlega allar fjárfestingar í þessum rándýru mannvirkjum sem þau ráða aldrei við og allra síst Reykjavík. Best væri fyrir Sig- urð Inga Jóhannsson samgönguráðherra að svara afdráttarlaust þeirri spurningu hvort það þurfi meira en 400 dauðaslys í viðbót til að koma vandamálum Grindavíkurvegar í við- unandi ástand í eitt skipti fyrir öll. Milli Keflavíkur og Reykjavíkur stór- versnar ástandið þegar höfð eru í huga djúp hjólför eftir þungaflutn- ingana sem eru alltof miklir á Reykjanesbrautinni. Þar hefur meðalumferð ökutækja farið í 40- 50 þúsund bíla á sólarhring. Bæj- arstjórnin í Grindavík og allir þingmenn Suðurnesja skulu svara því strax, hvort þeir láti sig það engu varða ef meðalumferðin á Grindavíkurveginum fer yfir þenn- an heildarfjölda á einum degi. Verra er að fyrrverandi og núver- andi bæjarfulltrúar í Grindavík skuli aldrei kynna sér vandlega hvað lagfæringarnar þessum vegi kosti þegar vitað er að heild- arkostnaðurinn við gerð Vaðla- heiðarganga, getur stefnt í 20 milljarða króna. Bæjarstjórnir Grindavíkur og Keflavíkur skulu kynna sér vandlega hvort lítið brot af þessari heildarupphæð dugi til að koma vandamálum Reykjanesbrautar og Grindavík- urvegar í viðunandi ástand. Skömmin fylgi skoðanabræðrum borgarstjóra sem halda uppi til- efnislausum árásum á samgöngu- mál Suðurnesja og höfuðborg- arsvæðisins, í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir með ósönnum fullyrðingum um dauða- slysin á Grindavíkurveginum og Reykjanesbrautinni. Þar geta djúp hjólför í malbikinu á þessum leið- um fljótlega kostað mörg mannslíf á sama tíma og andstæðingar Reykjavíkurflugvallar halda til streitu kröfunni um járnbraut- arbullið og borgarlínuna til að hrekja fólk á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum út úr einkabíln- um. Fyrir löngu hefðu bæjar- stjórnir Grindavíkur, fyrrverandi ráðherrar samgöngumála og allir þingmenn Reykjaneskjördæmis átt að berjast fyrir tvöföldun Grindavíkurvegar í samgöngu- nefnd Alþingis sem talsmenn vinstri flokkanna í Reykjavík þola illa. Flýtum tvöföldun Grindavík- urvegar. Afskrifum borg- arlínuruglið sem sveitarfélögin geta aldrei fjármagnað. Borgarlínurugl á kostnað Grinda- víkurvegar Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Flýtum tvöföldun Grindavíkurvegar. Afskrifum borgarlínu- ruglið. Höfundur er farandverkamaður. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.