Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 AKUREYRARKIRKJA | Lokahátíð barnastarfs- ins. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Yngri og eldri barnakórar kirkjunnar synga og leika á hljóðfæri. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, Sindri Geir Óskarsson, Tinna Hermannsdóttir og Sig- rún Magna Þórsteinsdóttir. Grillaðar pylsur og ratleikur, bæði inni og úti, að guðsþjónustu lok- inni. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 14. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Nú- palind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söng- ur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kristína Kalló Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í um- sjón Ingibjörgu og Önnu Siggu. Kaffisopi og spjall á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristn- ýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkrunarh. Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þj. f. altari og pré- dikar. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Alm. söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks vel- komnir. Uppstigningardagur. Guðsþjónusta kl. 14. Kristný Rós djákni prédikar. Ekkókórinn syngur. Kaffi í boði Safnaðarfélags Áskirkju. BESSASTAÐAKIRKJA | Vorhátíð. Lærisveinar Hans leiða lofgjörð kl. 11 undir stjórn Ástvaldar organista, Lóa Kolbrá syngur. Svo verður haldið í Brekkuskóga 1, þar verða grillaðar pylsur, hoppukastali og andlitsmálun. Síðdeg- isguðþjónusta kl. 17. og fundur með ferming- arbörnunum sem fermast vorið 2019 og for- eldrum. Sr. Hans Guðberg þjónar, Lærisveinar Hans spila, sérstakur gestaspilari er Guð- mundur Jónsson úr Sálinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11 í umsjá Hreiðars Zoëga. Guðsþjónusta kl. 14, séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar og predik- ar, félagar úr kammerkór Bústaðakirkju syngja. Molasopi eftir messu í safnaðarsal. DIGRANESKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11, prestur Gunnar Sigurjónsson, organisti Sól- veig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digra- neskirkju syngur. Einsöngvari Sandra Lind Þor- steinsdóttir. Gísli Geir Gíslason leikur á jambee-trommur og Gunnar Sigfús Björnsson á bassa. Veitingar í safnaðarsal að lokinni guðs- þjónustu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Val- geirsson prédikar og þjónar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Al- þingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Gospelmessa kl. 20. Liljurnar syngja trúarlega tónlist úr smiðju hljómsveitarinnar U2 og úr söngleikjum og kvik- myndum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Kór- stjóri Margrét Lára Þórarinsdóttir. Tryggvi Her- mannsson við flygilinn. Jón Gunnar Axelsson flytur vitnisburð og sóknarprestur annast hug- vekju. Kaffisopi eftir stundina. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predik- ar. Jón Magnús Jónsson og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngja undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffsopi eftir stundina. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón Sunna Kristrún djákni og leiðtogar. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Há- kon Leifsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj- unnar kl. 11. Umsjón hefur Hólmfríður Frosta- dóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Aðalsafnaðarfundur Grafarvogssóknar verður haldinn þriðjudaginn 15. maí kl. 17.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánari upplýsingar á heima- síðu kirkjunnar. GRENSÁSKIRKJA | Fjölskyldustund kl. 11 með séra Maríu Ágústsdóttur og Daníel Ágústi Gautasyni ásamt starfsfólki sunnudagaskólans og messuþjónum. Félagar í kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Grill og leikir eftir stundina. Uppstigningardagur. Guðsþjónusta kl. 11. Kvennakórinn Glæðurnar syngur, kórstjóri og organisti er Ásta Haraldsdóttir. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Kaffi og meðlæti á eftir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyj- ólfsson. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur og Svanfríðar Gunn- arsdóttur. Emilía Rut á fiðlu og Snorri Páll á selló. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Vorhátíð fjöl- skyldunnar kl. 11-13. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja. Hljómsveit spilar. Sunnudaga- skólinn tekur þátt í stundinni. Hoppukastali, grillaðar pylsur, leikir, tónlist og kaffi. Uppstigningardagur. Hátíðarmessa í Víðistaða- kirkju kl. 14. Kaffiveitingar á eftir. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur Eiríkur Jóhanns- son. Súpa í boði eftir messu. í framhaldi af því hefst aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar. HJALLAKIRKJA Í Ölfusi | Vormessa á Hjalla kl. 14. Yngri kór Grunnskóla Þorlákshafnar syng- ur undir stjórn Gests Áskelssonar og Sigþrúðar Harðardóttur. Kór Þorlákskirkju, Miklos Dalmay. Prestur og djákni sjá um orðræðu. HVALSNESSÓKN | Fjölskyldumessa í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði kl. 17. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keith Reed. Barnakórinn syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og ferming kl. 10.30. Jón Ragnarsson sóknarprestur mess- ar. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Sam- koma á ensku kl. 14. English speaking service. KEFLAVÍKURKIRKJA | Dýrin í Hálsaskógi, frá Leikfélagi Keflavíkur, kl. 11. Grillpylsur á eftir. Sr. Fritz Már leiðir stundina. Uppstigningardagur. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur kl. 13. undir stjórn Arnórs organista. Prestur er Erla. Kaffi og meðlæti í Kirkjulundi. Vortónleikar Eldeyjar í Kirkjulundi kl. 17. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragn- arsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkju- vörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sögustund á sama tíma. Sara Grímsdóttir tekur á móti börnunum. Kaffi og samfélag í safn- aðarheimili eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á með- an. Helgistund kl. 13 Betri stofunni Hátúni 12 með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. Uppstigningardagur. Eldri borgara messa kl. 14. Lögreglukórinn annast tónlistarflutning. Sr. Lára G. Oddsdóttir prédikar. Mag. theol. Jónína Ólafs- dóttir leiðir stundina. Kaffi og samvera í safn- aðarheimilinu á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir alt- ari. NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá Ásu Laufeyjar og félaga. Söngur, leikur og sögur. Boðið verður upp á léttan hádegisverð að lokinni messu og þar segir Örn Bárður frá því hvernig það er að þjóna í norsku kirkjunni. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar kl 10. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson predikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. Að guðsþjónustu lokinni fer aðalfundur safn- aðarins í safnaðarheimilinu. SELTJARNARNESKIRKJA | Setning listahá- tíðar Seljtarnarneskirkju kl. 17 með söng Kammerkórs kirkjunnar. Hátíðarmessa kl. 11, Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kammerkór kirkjunnar syngur. Listsýningar Ingunnar Benediktsdóttur og Herdísar Tómasdóttur opnaðar. Rakel Péturs- dóttir safnafræðingur flytur erindi um list þeirra. Kaffiveitingar. Aðalsafnaðarfundur verður hald- inn 14. maí kl. 17 í kirkjunni. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Biblíusaga, kirkjubrúður og söngur. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan söng. Kórstjóri og organisti er Sigurbjörg Krist- ínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ísold Gná Ingvadóttir hafa umsjón með stundinni. Grillaðar bulsur og pylsur í skrúðgarði við kirkju eftir stundina. SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Færeysk guðsþjónusta í Neskirkju kl. 15. Prestur er Heri Joensen. Kaffi á eftir guðsþjónustu verður í Fær- eyska sjómannaheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa 11. Sr. Sveinn Alfreðsson annast prestsþjónustuna. Kvennakórinn Hrynjandi syngur. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Keith Reed. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11. Foreldrar og fermingarbörn næsta vors boðin velkomin. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og unglingakórinn syngja við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Jóhanna Guðrún segir frá fermingardegi sínum. Stutt kynning á skrán- ingarferli og starfi næsta árs. Léttar veitingar. Gönguguðsþjónusta kl. 14. Mæting á bílastæði við Vífilsstaðavatn. Gengið kringum vatnið. Fé- lagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jó- hanns Baldv. Sr. Jóna Hrönn flytur örhugleið- ingar. Klæðnaður eftir veðri. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11. María og Bryndís leiða stundina. ÞORLÁKSKIRKJA | Uppstigningardagur. Kaffi- messa á Níunni kl. 10. Orð dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16) Bræðratungukirkja PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Hvort er betra að þjóð einangri sig í tungumáli sem er jafn- vel í útrýmingarhættu, eða taki upp á arma sína alþjóðlega tungu- málið sem flestar hennar erlendu vin- þjóðir hafa lært að skilja? Jafnvel fjar- lægir þjóðflokkar eins og Japanir og Kínverj- ar, okkar mikilvægustu markaðir til langs tíma litið. Erfiðara er fyrir þá en okkur að læra ensku, þótt þeir láti sig hafa það, enda skynsamir vel. Gestir frá helstu frændþjóðum okkar í Skandinavíu bregða gjarnan fyrir sig ensku í heimsóknum sínum á íslenska grundu, samkvæmt minni reynslu og margra minna vina í ýmsum þjónustustörfum. Enda eðli- legt – enskan er alþjóðamálið hvað svo sem Rússum kann að finnast um það. Leiðinlegt að þeir skuli vera lokaðir inni í kírillíska stafrófinu, útilokaðir frá almennilegri tengingu við Evrópu þess vegna. Líkt og Grikkir af hliðstæðri ástæðu. Geta ekki samlagast öðrum Evrópubúum að gagni sýnist mér, nema á ensku. Sorrý! (Sic) Skyldi enskan ekki verða þeim sami bjargvætturinn og okkur Ís- lendingum var sendur fyrir manns- aldri síðan eða svo? Og þeim ætti nú að standa til boða, bara ef þeir vilja, vonandi sem fyrst. Spurningin snýst ekki síst um ritmálið. Letrið. Vonandi munu bæði Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, og ekki síður frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti vor fyrr- verandi og tungumálafrömuður, styðja tvímála tungumálakennslu í fyrsta sæti skólakerfisins, frá leik- skóla til háskóla. Íslensku og ensku samhliða og í samkeppni hvor við aðra, öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Appahönnuðum til mikillar ánægju og atvinnumöguleika, auk annarra afleiddra tækifæra til aukins þroska þjóðfélagsins. Nám virðist vera að færast meira og minna yfir í snjalltæki sem gera kleift að breyta „prófum“ í keppnir eða áfanga. Nemendur ættu að geta á eigin forsendum „skorað“ eða lokið áföngum sem krafist er á næsta stigi í hvaða námi sem við- komandi kýs. (Vonandi verklegt.) Ég sem slíkur held auðvitað með íslensk- unni, þótt ég neyðist oftast til að tala ensku í samskiptum mínum við farþegana – starfandi einkum við landamærin hjá Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Fólk frá flestum heims- hornum, held ég megi segja. Sum málin sem fólk talar sín á milli eru mér algjörlega hulin en við náum þó allajafna ágætlega saman á ensku. Er það ekki alveg frábært? Hæfni og þekking til að tjá sig á alþjóða- málinu er grundvallaratriði, hvort sem ferðamannastraumurinn vex eður ei. Varðar okkur öll – beint og óbeint. Það er auðveldara fyrir okkur Ís- lendinga að læra ensku en Asíubúa sem alast upp við svokölluð tónamál. Þar breyta sérhljóðar sem bætt er við fleiri sérhljóða setningum mikið og samhljóðar (f, g, l, r o.fl.) eru þeim afar þungir í skauti. Ætli Af- ríkanar, Austur- Evrópubúar og fleiri (Arabar m.m.) verði þó ekki að yfirstíga enn illvígari hindranir framundan en við forréttindafólkið á Fróni. Orð eru til alls fyrst (orsök) – bara ef þau skiljast. (Helst vel meint.) Okkar tungumál er stórmál. Tvímála þjóðir, tvímælalaust Eftir Pál Pálmar Daníelsson » Skyldi enskan ekki verða þeim sami bjargvætturinn og okk- ur Íslendingum var sendur fyrir mannsaldri síðan eða svo? Páll Pálmar Daníelsson Höfundur er leigubílstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.