Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 35

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elsku fjölskylda, ég votta mína dýpstu samúð á þessu erfiðu tímum. Ég kynntist henni Grétu á síðasta ári. Ég man að ég kom á sjúkra- húsið á Akureyri með kærast- anum mínum, ömmubarni Grétu, ég man að ég var svo kvíðinn að hitta þig því ég var svo feiminn. Ég labbaði inn í stofuna og það fyrsta sem við gerðum var að við föðmuðumst og þú sagðir „hver er konan í sambandinu“ og við hlógum dátt. Gréta Sigrún Tryggvadóttir ✝ Gréta SigrúnTryggvadóttir fæddist 12. ágúst 1941. Hún andaðist 11. apríl 2018. Útför Grétu fór fram 21. apríl 2018. Svo fórstu á Dalbæ á Dalvík þar sem var hugs- að svo vel um þig, við heimsóttum þig reglulega með hann Sólmund okkar, kisann. Við áttum góð samtöl saman, töl- uðum um kleinu- bakstur og flat- kökur sem var ljúft. Þú varst svo jákvæð og mikið hlegið þegar við hittum þig á Dalbæ. Það var algjör heiður að fá að kynnast þér, elsku Gréta mín. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og ég mun ekki gleyma þér. Þangað til næst, elskan mín. Þinn Friðrik Halldór. Í dag kveðjum við hann Helga mág minn. Hann varð undir í baráttu við krabbaskömm- ina sem herjaði á hann með lát- um í vetur. Hann átti í raun aldrei séns því kraftar hans höfðu farið í að vinna á veik- indum síðustu tveggja ára þann- ig að í þessari viðureign var ekki jafnt gefið. En Helgi lét alltaf vel af sér þegar hann var spurð- ur um líðan og bar von um betri tíð. Helgi var ekki mikið út á við nú seinni árin en hann var alltaf kampakátur þegar eitthvert okkar systkina, mágar eða mág- konur litum inn. Nú fyrir síðustu jól komum við nokkur saman í mat hjá þeim Helga og Önnu Stínu og eins og venjulega var mikið skrafað og glatt á hjalla. Helgi sagði gjarnan um okkur Siglufjarðarsysturnar að við værum alltaf að reyna að yfir- gnæfa hver aðra og töluðum um Siglufjörð eins og þar væri nafli alheimsins. Hann hafði lúmskt gaman af og þótti bara nokkuð vænt um hópinn. Ég fékk gjarnan að gista í Fífuselinu hjá þeim Önnu og Helga þegar ég kom í borgina og fór þá ekki framhjá mér núna síðustu ár hve veikur hann Helgi var þótt hann bæri sig vel. Hann var heppinn að eiga hana Önnu systur því hún var alltaf til taks og hjúkraði honum allt til enda. Anna Stína systir okkar er hörkutól og tekst á við það sem lífið leggur henni fyrir af miklu æðruleysi og ákveðni og skilar Helgi Hrafnkelsson ✝ Helgi Hrafn-kelsson fæddist 25. febrúar 1952. Hann lést 17. apríl 2018. Útför Helga fór fram 3. maí 2018. því af sér. Það sýndi sig í þessari baráttu Helga þar sem hún var stoð hans og stytta. Elsku Anna og fjölskylda, við vott- um ykkur okkar innilegustu samúð á þessum sorgartíma en ég vil vísa í þetta fallega ljóð sem fer hér á eftir og hugsa til lífsins. Lífsins sem kviknar og blómstrar með hækkandi sól og vekur vonir í brjósti. Látum það líf næra okkur og hugga á svona stundu og yljum okkur við góðar minningar. Ég vakna til lífsins líkt og blómið undan hjarni vetrarins. Það teygar fyrstu geislana, sólin er komin enn á ný. Klakabönd hjartans bráðna í vorkomu og hlýjum andvaranum. Við erum öll ljósgeislar að brjótast út úr skýjaþykkni liðinna samverustunda. Ég hef lesið augu ykkar, horft undir grímuna, beðið fyrir sorginni. Leyfðu blómi þínu að opnast, taktu við kærleika vorkomunnar. (Særún 1963) Erla Gunnlaugsdóttir og fjölskylda. ✝ ElisabethCharlotte Jo- hanna Herrmann, Jóhanna í Vogsós- um, fæddist í Þýskalandi 28.12. 1927. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði 11. apr- íl 2018. Foreldar Jó- hönnu voru Erich Herrmann og Adelheid Herr- mann. Systkini hennar voru Adelheid, f. 1923, Dorothea, f. 1925, Maria, f. 1928 sem lést á barnsaldri, Hans Christoph, f. 1932 og Maria Erdmuthe, f. 1937. Jóhanna giftist árið 1954 Þór- arni Snorrasyni frá Vogsósum í Selvogi, f. 8.8. 1931. Foreldrar hans voru Snorri Þórarinsson og Kristín Svava Vilhjálmsdóttir. Börn Jóhönnu og Þórarins eru: 1) Elísabet, f. 1955. Börn hennar eru: Viðar, Jóhann Þór, Þórhild- ur Berglind og Sara Rut Guðna- börn. 2) Snorri Óskar, f. 1957, ókvæntur og barnlaus. 3) Frið- rik, f. 1961, sonur hans er Þór- arinn. 4) Eiríkur, f. 1965, maki Bryndís Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Eyþór Ingi og Jóhanna Ósk. meðal Ormssonbræðrunum. Séra Klose fékk áhuga á að þýða Passíusálmana á þýsku, sem hann gerði. Hann kom til Íslands í þeim tilgangi og til að læra ís- lensku. Jóhanna flutti frá Skotlandi til Íslands 1951. Hún stundaði nám í Handíða- og myndlista- skólanum. Með náminu vann Jó- hanna fyrir sér sem húshjálp hjá Páli Ísólfssyni og frú. Vorið 1952 réð Jóhanna sig sem kaupakona hjá Erlingi Arnþórssyni á Þverá í Fnjóskadal. Þaðan lá leiðin í Húsmæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu veturinn 1952- 53. Vorið 1953 flutti Jóhanna til Adelheiðar systur sinnar og mágs, sem voru þá búsett í Nesi í Selvogi. Jóhanna fór að vinna í Þorlákshöfn í saltfiskverkun og síðan í mötuneyti hjá Meitlinum. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Þórarni Snorra- syni frá Vogsósum í Selvogi. Jó- hanna og Þórarinn gengu í hjónaband 1954 á Bóli í Bisk- upstungum þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. Eftir brúð- kaupið fluttu hjónin í Vogsósa þar sem þau reistu sér nýbýli. Útför Jóhönnu fór fram frá Strandarkirkju í Selvogi 20. apríl 2018. 5) Kristín Anna, f. 1971. Börn hennar eru Þorfinnur Ari og Valgerður Bára Baldvinsbörn. Jóhanna fæddist á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti. Á stríðsárunum var Jóhanna um tíma hjá frænku sinni í Hannover og gekk í skóla þar en fór heim til Rügen þegar loftárás- irnar voru gerðar á Hannover. Jóhanna gekk í gagnfræðaskóla í Bergen, sem er smábær á Rü- gen. Fjölskyldan flúði til V- Þýskalands eftir lok stríðsins 1945. Eftir áramótin 1946 réð Jóhanna sig sem vinnukona hjá presti í Fischbeck við Breklum í V-Þýskalandi. Hún réð sig á sveitabæ í Skotlandi 1949-51. Foreldrar Jóhönnu og þrjú af systkinum hennar nema Dorot- hea fluttust til Íslands tímabund- ið árið 1950. Faðir hennar hafði verið ráðinn ráðsmaður á bú Ei- ríks Ormssonar á Skeggjastöð- um í Mosfellssveit. Tengslin við Ísland mynduðust þegar móð- urafi Jóhönnu, séra Wilhelm Klose, kynntist íslenskum náms- mönnum í Þýskalandi, þar á Jóhanna móðir mín lést 11. apríl. Foreldrar mínir byggðu nýbýli á jörðinni Vogsósum í Selvogi. Gekk hún í öll störf með föður mínum við byggingu íbúðarhúss og uppbyggingu bú- stofns. Mamma tók virkan þátt í umhirðu búfénaðar, bókhaldi o.fl. sem fylgir rekstri búskapar meðfram því að hugsa um heim- ili og börn. Mamma var harð- dugleg og féll sjaldan verk úr hendi. Hún var trúuð og þekkti vel sögu kristninnar, var vel að sér í trúarlegum skrifum. Hún kenndi okkur bænir og lagði áherslu á kristilegt uppeldi. Hún var listræn og hafði unun af klassískum listum og tónlist. Mamma var vel gefin, vel menntuð og kunni vel það sem hún hafði lært. Hún hafði góða þekkingu á mannkynssögu, menningu og listum. Þekkti vel hin mismunandi einkenni, stefnu og strauma hvers tíma- bils í gegnum aldirnar. Mamma náði góðum tökum á íslensku í máli og ritun. Enginn skóli var í Selvogi. Mamma kenndi okkur til tíu ára aldurs og fórst það vel úr hendi. Hún hafði áhuga á lífrænum lífsstíl og garðrækt. Ræktaði hún við erfið skilyrði blóm og tré í garði sínum ásamt nytjaj- urtum. Garðurinn, náttúran og sérstaklega fuglasöngur smá- fuglanna voru henni gleðiefni. Hún var vel að sér í vistfræði og jarðfræði. Hún hafði áhuga á umhverfisvernd, uppgræðslu landsins og sjálfbærni í nýtingu auðlinda, náttúru- og dýralífi. Oft minntist hún á mengun sem tengist neyslumynstri nú- tímans. Mamma var listfeng og hafði keypt sér vefstól en hafði lítinn tíma fyrir slíka vinnu. Hún sneri sér að minni hlutum í sköpun og bjó til styttur úr jólaguðspjallinu og blómamynd- ir úr íslenskri náttúru. Einnig van hún klippimyndir úr svört- um pappír sem límdar voru á hvítan grunn. Gerði hún kort og myndir fyrir sína nánustu eftir því sem tími gafst til. Síðustu myndirnar vann hún fyrir u.þ.b þremur árum en þá fannst henni hún ekki hafa lengur nægilegt vald á myndgerðinni vegna slits í höndum. Hún bjó heima þar til í mars síðastliðnum og hugsaði um heimili sitt eftir því sem hún gat en fékk heimilishjálp síð- ustu tvö árin. Á 90 ára afmæl- inu hafði hún á orði að hún yrði víst að viðurkenna það að hún væri orðin gömul kona. Móðir mín lauk ævi sinni með jákvæðni, æðruleysi og reisn. Fólkið sem annaðist hana á Ási í Hveragerði hafði orð á því hvað hún væri hógvær og þakklát, alveg ótrúleg kona sem hefði kennt þeim margt um lífs- ins gildi. Ég er þakklát móður minni fyrir alla þá óeigingjörnu um- hyggju sem hún hefur sýnt í gegnum árin. Hún gaf sér tíma fyrir barna- börnin eftir því sem hún hafði tök á með því að segja þeim sögur, fræða, spila við þau, teikna eða föndra. Við fjölskyldan sendum inni- legar þakkir til allra þeirra sem hafa aðstoðað og annast móður okkar. Þar á meðal Heimaþjónustu og dagvist aldraðra í Þorláks- höfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Áss í Hvera- gerði fyrir kærleiksríka að- hlynningu. Einnig innilegar þakkir til þeirra sem hafa sýnt henni ómetanlega vinsemd í gegnum árin. Hún kvaddi í trúarlegri vissu um líf eftir dauðann. Guð blessi minningu hennar. Elísabet Þórarinsdóttir. Hvar er nú Jóhanna? Svarið var oft: „Farðu út í garð, hún er örugglega undir einhverju trénu að berjast við illgresið og hlúa að gróðrinum og mold- varpast,“ svo birtist hún undan einhverju trénu. Þessi litla kvika kona, sem kom frá Þýska- landi á sínum tíma, lenti hér í Selvogi og náði því nú í janúar að verða 90 ára og upplifir því gríðarlegar breytingar í tækni og samgöngum til að mynda. Á þessum árum eignaðist hún fimm börn. Að koma upp börnum hefur verið erfitt á fyrri árum því langt var í skól- ann og allar samgöngur héðan yfir Selvogsheiðina voru erfið- ar, ég tala nú ekki um á vet- urna. Rafmagn kom t.d. hingað í Selvoginn ekki fyrr en 1977 svo þá má nærri geta að „þægind- in“ voru ekki til að létta undir með heimilishaldi og öðru. Hún var alltaf heima við eins og hennar kynslóð gerði og var ávallt til staðar. Hún var nægjusöm og nýtin með allt, gerði allt úr engu. Daglega fór hún í gegningar og á Vogsósum hefur alla tíð verið afskaplega fallegt fé, vel alið og mikill metnaður fyrir ræktun. „Að rækta fallegan garð þarfn- ast fyrst og fremst skjóls“ voru hennar orð, hún Jóhanna var sannarlega með græna fingur. Strandarkirkja hefur alla tíð verið fólkinu hér og annars staðar góð til áheita. Ég veit til þess að fólkið hér hugsaði oft til kirkjunnar og bað til hennar þegar lítið lá við, treysti á hana og að hún væri vernd hér yfir daglegu lífi. Jóhanna horfði á sömu norðurljósin og Einar Benediktsson í Herdísarvík hafði gert og talað um að hægt væri að selja. Til marks um breytta tíma sem Jóhanna hef- ur upplifað eru norðurljósin nú sannarlega seld svo hann var vissulega framsýnn, þótt fólk hafi grínast með þetta á sínum tíma. Elsku vina, þú varst svo gef- andi og fræðandi um blómin og dýrin! Ég sendi ættingjum Jóhönnu mínar innilegustu samúðar- kveðjur, hennar skarð verður ekki fyllt. Guð blessi hana, sem ég veit hann gerir og alla þá sem henni voru kærir. Þetta eru aðeins örlítil minn- ingabrot af svo mörgu sem hægt væri að segja um Jóhönnu til að minnast hennar. Kveðja frá Þorkelsgerði, Sel- vogi, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir. Kynni okkar, félaga í veiði- félaginu Stakkavík, og Jóhönnu hófust fyrst hjá sumum okkar fyrir um 40 árum þegar veiði- félagið var stofnað en hún var órjúfanlegur þáttur í ásýnd þess og starfsemi ásamt eig- inmanni sínum, Þórarni bónda í Vogsósum. Jóhanna var ákaf- lega hlý og hógvær persóna í allri viðkynningu og fljótlega var ljóst að þar fór greind kona sem sagði skemmtilega frá. Hún gat verið kankvís og kom oft auga á hið skemmtilega í til- verunni, sem kom sér vel, þegar veiðifélagarnir og makar þeirra hittust. Jóhanna var gestrisin og dró fram sparistellið þegar gesti bar að garði. Hún var réttilega stolt þegar hún sýndi gestum blóm og annan gróður við heim- ili þeirra hjóna en ljóst var að með þeim var ákaflega kært og gagnkvæm virðing. Ákveðið æðruleysi einkenndi Jóhönnu, sem hún hefur eflaust oft þurft á að halda, þegar hún kom til Íslands, sem ung kona úr gjörólíku umhverfi, en henni tókst vel að aðlagast aðstæðum hér á landi og skapa sér nýtt líf. Að leiðarlokum viljum við fé- lagar í Stangveiðifélaginu Stakkavík og makar þeirra votta Þórarni og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Anna og Guðmundur Björnsson. Elsku Jóhanna mín, með þessu ljóði langar mig að minn- ast þín. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. (Höf. ók.) Takk fyrir allt sem þú varst mér og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Hvíl í friði, elsku Jóhanna mín. Samúðarkveðja, María Jörgensdóttir. Elisabeth Charlotte Johanna Herrmann Hér kveð ég elskulegu móður mína. Fjölskyldan og heimilið var hennar helsta áhugamál. Hún hringdi nær daglega eftir að ég flutti að heiman og skipti engu þótt ég byggi erlendis um tíma. Hún fylgdist vel með barna- börnunum sínum og var alltaf að verðlauna þær með einhverj- Sif Edith S. Jóhannesdóttir ✝ Sif Edith Skor-pel Jóhannes- dóttir fæddist 7. júlí 1934. Hún lést 3. apríl 2018. Útför Edithar fór fram 14. apríl 2018. um gjöfum og ef ekki var ástæða þá bjó hún þær bara til, svo að allar fengju örugglega jafnt. Einnig var hún áhugasöm um fatn- að, litríkan fatnað. Svarta flík átti hún ekki. Ég sakna þín, mamma mín. Hvíl þú í friði. Að lokum vil ég þakka starfsfólkinu á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja fyrir einstaklega góða umönnun og Lillý, Ingi- björgu og Sirrý fyrir þeirra ómetanlegu aðstoð. Johanna Elísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.