Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 10-17
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
✝ Sigurlás fædd-ist í Vest-
mannaeyjum 15.
júní 1957. Hann
varð bráðkvaddur í
göngu á Heima-
kletti 24. apríl
2018.
Foreldrar hans
eru Aðalheiður
Óskarsdóttir, f. 8.
nóvember 1934, og
Þorleifur Sig-
urlásson pípulagningameistari,
f. 16. mars 1930.
Systkini Sigurlásar eru
Kristín Ósk, f. 1959, Kári, f.
1962, Hafþór, f. 1967 og Erna f.
1972.
Sigurlás kvæntist 24. nóvem-
ber 1984 Guðrúnu Karen
Tryggvadóttur, f. 19. júní 1958.
Foreldrar hennar voru Jóna
Margrét Júlíusdóttir, f. 1927, d.
2017, og Kristján Tryggvi Jón-
asson, f. 1929, d. 2009.
Dóttir Sigurlásar og Auðar
Árnadóttur er Kolbrún, f. 24.
nóvember 1974, gift Hlyni
Kristinssyni. Börn þeirra eru
Auðunn Freyr, f. 20. september
1997, Andrea Björg, f. 7. janúar
2004, og Daði Snær, f. 29. jan-
úar 2010.
Börn Sigurlásar og Karenar
eru 1) Jóna Heiða, f. 15. júní
1981. Sonur Jónu Heiðu og
náms við Háskóla Íslands en
hugðist snúa aftur til starfa við
grunnskólann á komandi
hausti.
Á sínum yngri árum spilaði
Sigurlás knattspyrnu og hand-
knattleik með Knattspyrnu-
félaginu Tý. Um langt árabil
lék Sigurlás með meistaraflokki
ÍBV í knattspyrnu og varð með-
al annars bikar-meistari með
liðinu árið 1981. Hann varð þrí-
vegis markakóngur efstu deild-
ar Íslandsmótsins, fyrst árið
1979 þegar hann lék eitt ár
með Víkingi, og síðan aftur
með ÍBV árin 1981 og 1982.
Hann var lengi markahæsti
leikmaðurinn í sögu félagsins
og er í dag þriðji markahæstur
Eyjamanna í efstu deild með 60
mörk. Þá er hann sextándi
markahæsti leikmaðurinn í
sögu efstu deildar karla á Ís-
landi með alls 70 mörk fyrir
ÍBV og Víking.
Sigurlás lék á þessum árum
10 landsleiki fyrir Íslands hönd
og skoraði í þeim tvö mörk,
bæði árið 1980, í leikjum við
Færeyjar og Noreg. Hann var
leikmaður og þjálfari Selfoss
árið 1983 og lék á árunum
1984-1988 með liðinu Vasalund
IF í Svíþjóð. Á tímabili starfaði
hann sem yfirþjálfari yngri
flokka í knattspyrnu hjá
Íþróttafélaginu Þór. Sigurlás
var félagi í Frímúrarareglunni
á Íslandi frá árinu 2007.
Útför Sigurlásar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 5. maí 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Kevin Sebastián
Lopez er Ívan
Tryggvi, f. 20.
desember 2015. 2)
Sara, f. 19. ágúst
1985, í sambúð með
Gunnari Steini Ás-
geirssyni. 3) Krist-
ín Erna, f. 19 ágúst
1991. 4) Þorleifur,
f. 28. október 1992.
Sigurlás lauk
prófi frá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands að
Laugarvatni árið 1980 og aflaði
sér réttinda til kennslu í grunn-
og framhaldsskóla.
Sigurlás var íþrótta- og um-
sjónarkennari við Barnaskóla
Vestmannaeyja frá 1980 til
1984 og frá 1988 starfaði hann
sem grunnskólakennari við
Hamarsskóla í Vestmanna-
eyjum, Álftanesskóla og Garða-
skóla í Garðabæ allt fram til
ársins 1999. Það ár tók hann
við starfi aðstoðarskólastjóra
Hamarsskóla í Eyjum, sem
hann gegndi til ársins 2006,
þegar skólinn var sameinaður
öðrum undir nafni Grunnskól-
ans í Vestmannaeyjum. Þar var
Sigurlás aðstoðarskólastjóri
fram til ársins 2013, er hann
tók við starfi skólastjóra sem
hann gegndi fram á síðasta
haust. Þá fór hann í leyfi til
Elsku besti pabbi minn.
Hjarta mitt er í molum eftir
að þú fórst frá okkur svo
skyndilega. Ég er enn að bíða
eftir að vakna upp af vondum
draumi.
Þú varst sá allra gjafmild-
asti, hjálpsamasti og hógvær-
asti maður sem ég veit um og
þú vildir alltaf gefa öllum jöfn
tækifæri. Það var samt alltaf
líka stutt í glens og grín þegar
þú varst nálægt enda vildu allir
í fjölskyldunni bara vera á
þjóðhátíð ef þú myndir vera
líka. Þér leið alltaf best með
sem flesta í kringum þig og öll
fjölskyldumatarboðin sem við
héldum gáfu okkur öllum dýr-
mætar minningar.
Ég leit mikið upp til þín og
elti þig alltaf hvert sem var,
hvort sem það var í kennslu-
stofuna hjá bekknum þínum í
skólanum eða á æfingu hjá
þeim sem þú þjálfaðir í fót-
bolta. Þú kenndir mér margt
gott í lífinu, ekki bara varðandi
námið og fótbolta, heldur einn-
ig góð gildi sem ég mun halda
áfram að tileinka mér. Ég var
ekki alltaf svo glöð yfir því að
vera dóttir aðstoðarskólastjór-
ans og þurfa alltaf sem ungling-
ur að fara fyrst heim á kvöldin.
Í dag er ég svo þakklát, þú
varst ekki bara góður vinur
minn heldur líka góður pabbi
og hugsaðir svo vel um okkur
systkinin.
Mér finnst mjög erfitt núna
að hafa verið mikið í Stokk-
hólmi undanfarin ár fjarri þér
en er ótrúlega þakklát fyrir all-
ar yndislegu stundirnar sem við
áttum saman. Það var alltaf svo
gaman að fá ykkur mömmu í
heimsókn á ykkar gömlu
heimaslóðir. Við áttum líka allt-
af góðar stundir í Eyjum. Sér-
staklega þótti mér gaman að
fara með þér á Heimaklett, sem
var þér svo kær.
Ég hef alltaf verið svo stolt
af því þegar fólk segir að ég sé
alveg eins og þú, þetta er eitt
mesta hrós sem ég get hugsað
mér.
Það er sárt að vita til þess að
ég mun aldrei sjá þig aftur en
ég mun alltaf geyma þig í
hjarta mínu.
Sara.
Elsku pabbi minn. Ég hef
ekki tölu á þeim góðu minn-
ingum sem ég á um þig en hin
seinni ár mun ég alltaf minnast
þín sem mikils fjallagarps. Ég
sagði fólki með stolti frá pabba
mínum sem fór næstum á
hverjum degi upp á Heimaklett
bæði til að halda sér í formi og
til að hugleiða. Fyrir þér var
fjallganga eins og lífið sjálft; sí-
endurtekin ögrun og þörf til að
sigrast á hindrunum á leið
þinni upp á toppinn. Á toppnum
náðir þú betri sýn á heiminn,
víkkaðir sjóndeildarhringinn og
reyndir að koma auga á það
sem var í órafjarlægð en gaf líf-
inu gildi og hafðir sem leið-
arljós í þínu lífi.
Ég gleymi aldrei minni
fyrstu ferð upp á Heimaklett
með þér. Þú leiddir mig í gegn-
um þá þraut rétt eins og þú
leiddir mig í gegnum lífið.
Sterkur og staðfastur sem
klettur. Ég mun sakna þín,
elsku pabbi.
Jóna Heiða Sigurlásdóttir.
Elsku besti pabbi okkar.
Þú hefur alltaf verið og verð-
ur alltaf fyrirmynd okkar í lífinu.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á
jörð
Hann stendur mér hjá og heldur um
mig vörð.
Hann stýrir mér í gegnum lífið með
ljósi sínu.
Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu.
Ég vona að hann viti að hann er mér
kær.
Allar mínar bestu hugsanir hann fær.
Hans gleði og viska við alla kemur.
Við flestalla honum vel semur.
Hann stendur mér hjá þegar illa liggur
við,
hann víkur ekki frá minni hlið
nema sé þess viss að allt sé í lagi
fer þá að vesenast í málarastússi af
ýmsu tagi.
Hann er vandvirkur og iðinn,
hann sinnir alltaf sínu vel,
hann segir það aðalatriðin,
sem er rétt, það ég tel.
Hann hefur kennt mér að vera
þolinmóð og sterk,
hvetur mig áfram að stunda mín
dagsverk
„þú skalt alltaf standa á þínu“, hann
ávallt hefur sagt
mikla áherslu á það lagt
Þó svo hann segi ekki við mann oft
mikið
þá meinar hann alltaf margt.
Hann getur aldrei neinn svikið,
það getur hann ekki á neinn lagt.
Hann er bara þannig maður.
Hann er bara þannig sál.
Hann er aldrei með neitt þvaður.
Hann meinar allt sitt mál.
Hann sýnir mér svo mikla ást.
Hann vill aldrei sjá neinn þjást.
Hann er minn klettur og hann er mín
trú.
Hann er minn besti pabbi, stað-
reyndin er sú!
(Katrín Ruth)
Kristín Erna og Þorleifur.
Við systkinin erum harmi
slegin við fráfall Sigurlásar,
bróður okkar. Það er óraunveru-
legt og þungbært að hugsa til
þess að hann sé ekki lengur
meðal okkar og erfitt að koma
orðum til minningar um hann á
blað.
Sigurlás var einstakur maður,
ljúfur, traustur og ávallt
reiðubúinn að aðstoða alla; okk-
ur systkinin, börnin sín og
barnabörn og sýndi það ríkulega
í verki. Foreldrum okkar sýndi
hann einstaka alúð og um-
hyggjusemi.
Gestrisni og hlýja var svo ein-
kennandi fyrir Sigurlás og þau
hjónin bæði, enda höfðingjar
heim að sækja. Ef eitthvert af
systkinunum var á leiðinni í Eyj-
arnar var búið að slá upp mat-
arveislu og ekkert til sparað.
Þessar ánægjulegu kvöldstundir
geymum við í sjóði minninganna
um ókomna tíð.
Sigurlás var á sínum yngri ár-
um frábær íþróttamaður og fyr-
irmynd ungra íþróttamanna;
fyrirmynd var hann þeim raunar
alla sína tíð. Má segja að hann
hafi verið alhliða íþróttamaður,
sem stundaði fimleika, spilaði
handbolta og fótbolta með knatt-
spyrnufélaginu Tý og ÍBV.
Einnig spilaði hann með Víkingi
Reykjavík eitt tímabil og var í
nokkur ár atvinnumaður með
Vasalund í Stokkhólmi. Sigurlás
vann marga sigra á íþróttasvið-
inu. Varð bikarmeistari, marka-
kóngur og fleira. Það er gaman
að geta þess að 15. júní 1981, á
afmælisdaginn sinn, var hann að
spila með ÍBV á móti Val. ÍBV
vann leikinn 1-0, hann skoraði
sigurmarkið og í hálfleik var til-
kynnt í kallkerfi Hásteinsvallar
að Karen hefði fætt frumburð
þeirra hjóna, Jónu Heiðu. Ekki
geta margir leikið þennan leik
eftir. Einnig er okkur minnis-
stætt þegar hann skoraði 15
mörk í handboltaleik með Tý á
móti Þór Akureyri sama dag og
útför föðurafa okkar og alnafna
hans fór fram.
Það má með sanni segja að
Sigurlás lagði sig allan fram við
allt sem hann gerði. Hann var
frábær kennari og fótboltaþjálf-
ari. Fyrrverandi nemendur hans
og fólk sem hann þjálfaði hafa
mörg komið að máli við okkur
systkinin undanfarna daga og
auðséð er að þau minnast hans
með mikilli hlýju. Sem skóla-
stjóri stóð hann sig einstaklega
vel enda góður og sérstaklega
samviskusamur stjórnandi.
Hann setti starfsfólk og nem-
endur skólanna ávallt í forgang
og setti það ekki fyrir sig að
vinna langa vinnudaga.
Í haust settist Sigurlás aftur á
skólabekk er hann fór í langþráð
námsleyfi. Námið sóttist honum
vel, veitti honum mikla gleði og
naut hann sín sérlega vel í þessu
umhverfi enda var hann vel gef-
inn og skipulagður. Námið sótti
hann í Reykjavík, sem færði
okkur systkinunum á höfuðborg-
arsvæðinu fleiri samverustundir
með honum. Þessar stundir eru
okkur sérstaklega kærar nú.
Við viljum að lokum þakka
okkar elskulega bróður sam-
fylgdina. Kveðjustundir eru
ávallt erfiðar en þessi er ein-
staklega erfið. Við getum þó ylj-
að okkur við fallegar minningar
um einstakan mann, sem átti
gott og gjöfult líf.
Elsku Karen, Kolla, Jóna
Heiða, Sara, Kristín Erna, Þor-
leifur, tengdasynir og barna-
börn, mamma og pabbi. Missir
ykkar er stærri en orð fá lýst.
Megi minningin um einstakan
öðling lifa í hugum okkar allra.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Meira: mbl.is/minningar
Kristín, Kári, Hafþór
og Erna.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja Sigurlás svona snemma.
Hann tók svo vel á móti mér og
bauð mig velkominn í fjölskyld-
una. Ég man hvað ég var stress-
aður þegar ég hitti Sigurlás
fyrst. En það var óþarfi, því
hann var alltaf svo góðhjartaður
og hlýr. Öllum leið svo vel í
kringum hann. Hann var alltaf
jákvæður og glaður. Gleði sem
smitaði út frá sér.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum, svona frábærum
manni, og hugsa um góðu minn-
ingarnar sem ég á um hann.
Gunnar Steinn Ásgeirsson.
Elsku Sigurlás. Óskaplega
getur lífið verið hverfult og öm-
urlegt. Eitt símtal og lífið fer á
hvolf.
Dásamlegur maður kveður
þessa jarðvist og við sem eftir
erum skiljum ekki neitt í neinu
og vonumst til að vakna úr þess-
ari hryllilegu martröð. Nú er
ekkert annað í stöðunni en að
fjölskyldan standi saman og
minnist allra frábæru stundanna
sem við áttum.
Mig langar að þakka þér fyrir
svo margt. Takk fyrir allar ótal-
mörgu kvöldstundirnar sem við
stórfjölskyldan áttum saman, ef
ekki væri fyrir gestrisni ykkar
Karenar hefðum við ekki hist
svona oft.
Alltaf jafn gaman, endalaus
hlátur og gleði. Takk fyrir
stærðfræðihjálpina. Takk fyrir
að vera traustur og frábær bróð-
ir og besti vinur hans pabba.
Takk fyrir að vera stórkostlegur
pabbi bestu vinkonu minnar.
Takk fyrir að vera alltaf svona
góður við ömmu og afa. Takk
fyrir allt, elsku frændi.
Gormarnir mínir munu sakna
þín. „Mamma, hvar er Sigurlás?
Elta Sigurlás.“ Ég er nokkuð
viss um að þú sért sá eini sem
mér hefur verið skipað að elta
inni í Bónus. Þú varst í miklu
uppáhaldi.
„Bless Andrea mín“ eru orð
sem ég heyrði oft frá þér og ég
fæ hlýtt í hjartað þegar ég
minnist þeirra. Nú segi ég bless
Sigurlás minn. Ég sakna þín og
líf okkar verður aldrei eins án
þín. Hvíldu í friði.
Andrea Káradóttir.
Allt annað vil ég gera
en að þurfa að kveðja þig.
Ég læt oft sem þú sért nærri,
það er smá huggun fyrir mig
Við þig gat ég rætt hin ýmsu mál,
þú hafðir að geyma góða og yndislega
sál.
Nú þegar sorgin blasir við mér,
þá rifjast upp þær stundir sem ég átti
með þér.
Það var svo margt sem við gerðum
saman,
á mörgum þeim stundum var svo
gaman.
Ætli þú munir þær eins vel og ég?
Sorgin er óyfirstíganleg.
Ég vona að þú vitir að þú varst mér
kær,
allar mínar bestu hugsanir Sigurlás
fær.
Þín gleði og viska við alla kemur,
við alla þér vel semur.
Kletturinn okkar allra,
hvers vegna þurftir þú frá okkur að
falla?
Okkar tími saman hefur gleði gefið
mér
og ég mun aldrei gleyma þér.
Kristbjörg og Aðalheiður
Jensdætur.
Ótímabært fráfall Lása minn-
ir okkur á hversu lífið getur ver-
ið hverfult, óútreiknanlegt og
ósanngjarnt.
Ennþá allt svo óraunverulegt,
við sem eftir stöndum horfum á
hvert annað sorgmædd og full
söknuðar.
Við sem sátum saman daginn
sem þú féllst frá og spjölluðum
um hvenær við ætluðum að
hætta í skólanum og fara að
njóta lífsins. Ég er þakklát fyrir
að við hittumst og áttum þetta
spjall.
Leiðir okkar hafa legið saman
í mörg ár í leik og starfi. Við
kynntumst fyrst á unglingsárum
í gegnum sameiginlegan vina-
hóp.
Við vorum bæði mikið í íþrótt-
um, hann var Týrari en ég Þór-
ari, hann var afburðaíþróttamað-
ur í öllum íþróttum, fótbolta,
handbolta, fimleikum. Það
þekktu hann allir.
Við kenndum saman, hann
kenndi og þjálfaði syni mína, ég
fór með honum í íþróttaferðalög
sem foreldri. Ég kenndi börn-
unum hans íþróttir og sem um-
sjónarkennari.
En síðustu átta ár höfum við
verið mjög nánir samstarfsmenn
í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Hann sem aðstoðarskólastjóri og
síðan skólastóri, ég deildarstjóri
og aðstoðarskólastjóri við hlið
hans. Við áttum einstaklega gott
samstarf öll þessi ár, aldrei kom
upp ósætti hjá okkur þó svo að
við værum ekki alltaf sammála.
Hann sagði stundum við mig,
„Óla við skulum aðeins hugsa
þetta“, ég passaði uppá að hann
gleymdi engu. Við vorum ágæt
saman.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á því
sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð
sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í skólasamfélagið og allt
samfélagið okkar. Allir þeir sem
áttu samleið með Lása eiga hon-
um margt að þakka og munu
sakna hans sárt.
Ég og fjölskylda mín þökkum
fyrir samfylgdina og vottum fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu sam-
úð.
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir.
Það var föngulegur hópur
ungs fólks sem hóf nám við
Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni haustið 1978, fyrir
hartnær 40 árum. Þetta var fjöl-
mennur og geysilega kröftugur
hópur, með landsliðsfólk í öllum
helstu íþróttagreinum, enda kom
á daginn að skólaárin urðu við-
burðarík og eftirminnileg. Stofn-
að var til ævarandi vináttu sem
aldrei rofnar.
Á meðal afreksmanna í þess-
um sterka hópi var Sigurlás Þor-
leifsson, landsþekktur knatt-
spyrnumaður þá þegar og ekki
síðri handboltamaður, þótt
knattspyrnan hafi haft forgang
hjá honum. Afrek hans á því
sviði þarf ekki að tíunda hér.
Sigurlás, eða Lási eins og hann
var jafnan kallaður, var ekki sá
sem lét hafa mikið fyrir sér eða
barst mikið á dags daglega. En
þegar á íþróttavöllinn var komið
fór ekki á milli mála að þarna
var íþróttamaður af guðs náð.
Það var nánast sama hvaða
grein var um að ræða, Lási hafði
þetta allt í sér: Boltagreinar,
borðtennis og fimleika, ásamt
því að vera góður bridge- og
skákmaður. Dans var ekki beint
uppáhaldsfag Lása og ef offram-
boð var á dansherrum, sem kom
nokkuð oft fyrir, bauðst hann
stundum til að sitja hjá og
Sigurlás
Þorleifsson
HINSTA KVEÐJA
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælusumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mig tryggðarband,
því þar er allt sem ég ann. –
Það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Elsku afi minn. Ég mun
sakna þín.
Ívan Tryggvi.