Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 37

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar „hvíla“ sig. En hann var snöggur að læra danssporin fyrir verk- legu prófin og naut góðs af vel- vilja skólasystranna til að fara yfir danshreyfingarnar og stóð hann sig jafnan með prýði þegar í verklegu prófin var komið. Þó að æsingurinn hafi aldrei angrað Lása var grallari í hon- um og stríðni undir niðri sem auðvelt var að virkja þegar til stóð að gera skólasystkinunum grikk. Húmorinn og léttleikinn voru allsráðandi og ekki verið að flækja málin að óþörfu, þau voru bara leyst. Gott þótti Lása að taka léttan lúr þegar færi gafst í annars mjög þéttri stundatöflu ÍKÍ þar sem verklegir tímar voru uppistaðan. Þótti við hæfi að bera hann saman við hina þekktu sögupersónu Þyrnirós í því sambandi. Í haust fagnar árgangurinn því að 40 ár eru liðin síðan við komum saman á Laugarvatni. Af því tilefni ætlar árgangurinn að hittast og eiga góða helgi saman. Lási hlakkaði mikið til að vera með á þeim tímamótum. Það er þyngra en tárum taki að sjá á eftir ljúfum skólafélaga í blóma lífsins. Lási á stóran sess í hjarta okkar og hans verður sárt saknað. Við skólasystkini hans úr ÍKÍ sendum Karen og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning elskulegs skólafélaga. Fyrir hönd skólasystkina úr Íþróttakennaraskóla Íslands 1978-1980, Sigurjón Elíasson. Lási tók við okkur stelpunum í meistaraflokk kvenna ÍBV fyr- ir keppnistímabilið 1996 og var með okkur þrjú ógleymanleg ár. Á þessum þremur árum lyfti hann allri umgjörð í kringum flokkinn á hærra plan. Hann var fljótur að vinna sér inn virðingu í hópnum með fagmannlegri framkomu og skipulagi sem við höfðum ekki þekkt áður og ekki skemmdi fyrir að það var alltaf stutt í húmorinn. Við tókum undirbúningstíma- bil í fyrsta skipti þar sem úti- hlaupin voru stór þáttur. Þau þóttu misskemmtileg og þegar við áttum það til að kvarta kannski aðeins of mikið fengum við að heyra hvernig hann þurfti að hlaupa „nánast skólaus og í –25 °C“ í skóglendi Svíþjóðar þegar hann var atvinnumaður. Þá vissum við að það þýddi ekk- ert að kvarta neitt meir. Eftir fyrsta tímabilið setti hann stefnuna á að við færum í æfingaferð til Portúgal um páskana. Þetta vakti mikla at- hygli, en aldrei áður hafði verið farið í æfingaferð með meistara- flokk kvenna á undirbúnings- tímabili. Þetta olli mikilli spennu allan veturinn og þjappaði hópn- um vel saman, það kom svo auð- vitað ekki annað til greina en að fara aftur árið eftir og eru þess- ar ferðir ógleymanlegar og ómetanlegar þegar frá líður. Lási barðist mikið fyrir okkur stelpurnar, en á þessum tíma var kvennaknattspyrna ekki mikils metin. Hann fékk það í gegn að við fengjum að taka síð- ustu æfingu fyrir leik á Há- steinsvelli, fengum ferðagalla, takkaskó, góða æfingatíma, er- lenda leikmenn til að styrkja lið- ið o.fl. Æfingaaðstaða og um- gjörð í kringum liðið varð öll betri, metnaðurinn var mikill og vildi hann að við yrðum allavega að hluta til jafnar strákunum. Velvild og áhugi gagnvart kvennaknattspyrnu jókst, sem skilaði sér í meiri umfjöllun, bæði í bæjarblaðinu og almennt hjá bæjarbúum. Með þessu tókst honum að halda okkur við efnið og mynda góðan kjarna sem hélt áfram eftir að hann lét af störf- um, meistaraflokkur kvenna ÍBV í knattspyrnu var kominn til að vera! Lási hélt vel utan um hópinn, gerði okkur samstíga og tengdi okkur órjúfanlegum böndum. Fyrir það erum við óendanlega þakklátar og mun minningin um frábæran leiðtoga lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Karen, Kolbrún, Jóna Heiða, Sara, Kristín Erna, Þor- leifur, foreldrar, systkini og fjöl- skyldur, við sendum ykkur hug- heilar samúðarkveðjur og biðjum Guð um að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna ÍBV 1996-1998, Sigríður Inga og Petra Fanney. Óskaplega er oft erfitt að skilja lífið, að staðan sé raun- verulega sú að minningarnar verði ekki fleiri. Þegar maður fær fréttir af andláti samstarfs- félaga og vinar sem fór allt of fljótt er maður svo máttlaus og lítill, það er sárt að sakna. Mað- ur finnur fyrir vanmætti og finnst maður standa svo varn- arlaus gagnvart því sem orðið er. Það er sárt að fylgja vini síð- ustu sporin. Fjölskylda Sigurláss er mjög samheldin en á margan hátt má segja að hann hafi verið „klett- urinn þeirra“. Sigurlás var mjög ræktarsamur maður, hvort sem um var að ræða samstarfsmenn, félaga eða fjölskyldu. Foreldrum sínum var hann ómetanlegur. Börnin sín hvatti hann áfram og studdi í leik og starfi og þau leit- uðu mikið til hans. Hann veitti þeim góð ráð og leiðbeindi. Við sem unnum með Sigurlási eigum margar góðar minningar og þótt erfitt sé að hugsa um það núna munu þær ylja okkur um ókomna tíð. Sigurlás var t.d. góður í einu sem sárafáir eru góðir í, að hrósa sjálfum sér. Þegar hann t.d. kom til baka úr erfiðu viðtali eða erfiðum fundi sem hafði gengið vel settist hann jafnan niður og sagði: „Ég er nú bara nokkuð ánægður með mig núna“. Í teymi eins og því sem stjórnendur í skóla mynda er gott að einstaklingarnir bæti hver annan upp og tilgangslaust er að allir séu góðir í öllu. Sig- urlás var meðvitaður um sína styrkleika, nýtti þá vel og kallaði á samstarfsmann þegar á þurfti að halda – sem var mikill kostur. Þegar mikið lá við og við vildum rjúka til og framkvæma þá sagði hann „við skulum sofa á þessu, ég ætla á Klettinn“. Við vorum honum oft þakklát fyrir þessi hlé. Fyrir nokkrum árum vildi Sigurlás koma sér í gott form og hóf þá að venja komur sínar á Heimaklett. Ferðir sínar þangað nýtti hann bæði sem líkamlega og andlega þjálfun. Eftir slíkar ferðir komu oft fram góðar hug- myndir og lausnir. Sigurlás var frábær sam- starfsfélagi og skólasamfélaginu mikilvægur. Það er því stórt skarð sem hann skilur eftir sig. Skarð sem verður aldrei fyllt en minningin um góðan mann er mikill fjársjóður sem við munum varðveita. Við viljum þakka Sigurlási fyrir samfylgdina og erum þakk- lát fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Elsku fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur á þessum erfiða tíma, megi Guð veita ykkur styrk. Fyrir hönd stjórnenda og starfsfólks GRV, Anna Rós, Elísa, Ingibjörg og Ólöf Aðalheiður (Óla Heiða). Kveðja frá ÍBV Með Sigurlási er fallinn frá góður félagi og mikill afreks- maður í íþróttum. Sigurlás skaraði fljótt fram úr á sviði íþróttanna og var um skeið einn besti knattspyrnu- maður landsins. Um langt árabil lék hann með meistaraflokki ÍBV og varð meðal annars bik- armeistari með félaginu árið 1981. Lási varð þrívegis marka- kóngur í efstu deild Íslands- mótsins í knattspyrnu, tvisvar með ÍBV og einu sinni með Vík- ingum. Hann lék 10 landsleiki með landsliði Íslands og skoraði í þeim tvö mörk. Sigurlás var lengi vel markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild en er nú sá þriðji markahæsti með 60 mörk. Sigurlás æfði með Tý upp alla yngri flokkana og spilaði í mörg ár með meistaraflokki ÍBV en einnig spilaði hann með Víking- um, Selfossi og Vasalund í Sví- þjóð. Sigurlás þjálfaði í mörg ár hjá félaginu og sjá margir leikmenn félagsins á eftir góðum þjálfara, hann þjálfaði meistaraflokk karla árin 1989 til 1992 og meist- araflokk kvenna árin 1996 til 1998 og svo aftur árið 2005 þar sem stelpurnar urðu í þriðja sæti. Sigurlás vann þrekvirki í jafnréttismálum kynjanna árin 1996 til 1998 þegar hann barðist fyrir því að stelpurnar fengju sömu umgjörð og aðbúnað og strákarnir og fengu stelpurnar t.d. í fyrsta skipti að taka síðustu æfingu fyrir leik á Hásteinsvelli líkt og strákarnir höfðu fengið í mörg ár. Sigurlás þjálfaði einnig yngri flokka hjá Þór, Tý og ÍBV í mörg ár þar sem hann var dáð- ur af sínum iðkendum. Auk þess var Sigurlás góður handknattleiksmaður og spilaði handknattleik með meistara- flokki Týs þar sem hann gat unnið leiki upp á eigin spýtur og var mikill markaskorari. Sigur- lás þjálfaði einnig handbolta í yngri flokkum Týs og ÍBV hér í Eyjum. Um leið og við þökkum Sig- urlási fyrir sitt framlag til íþrótta í Vestmannaeyjum vilj- um við senda Karen, Kolbrúnu, Jónu Heiðu, Söru, Kristínu Ernu, Þorleifi, barnabörnum, foreldrum, systkinum og skóla- samfélaginu innilegar samúða- kveðjur og megi guð og góðar vættir styrkja ykkur á sorgar- tímum. Dóra Björk, fram- kvæmdastjóri. Lífið er margt en tvennt er það ekki. Það er hvorki fyrirsjá- anlegt né sanngjarnt. Þvert á móti virðist það hverfult og fullt af tilviljunum sem ekki er hægt að upplifa sem réttlátar. Þegar þróttmikið fólk sem er manni kært er hrifið burt verður manni mjög tregt um tungu að hræra. Ég var nálægt 10 ára aldr- inum þegar Lási varð kennarinn minn. Það voru okkar fyrstu kynni. Að sumu leyti varð hann mín fyrsta fyrirmynd utan fjöl- skyldu. Mér liggur við að segja fyrsta utanaðkomandi hetjan í mínum huga. Vingjarnlegur, sanngjarn kennari og afreks- maður í íþróttum. Hrein ímynd þess hvernig hægt er að verða ef maður leggur sig fram og kemur vel fram við aðra. Sú mynd átti eftir að halda og gerir það enn. Eins og gefur að skilja áttu tengsl okkar eftir að verða fjöl- breytt enda við báðir að lang- mestu búsettir hér í Eyjum það- an frá. Hann kenndi mér, ég kenndi börnunum hans. Hann var um tíma yfirmaður minn og ég síðar yfirmaður hans. Svo margvísleg voru tengslin hjá okkur eins og Eyjamönnum al- mennt. Við vorum báðir tannhjól í gangverki samfélags sem við unnum einlæglega, hann mikil- vægt en ég léttvægt. Við mætt- umst á Heimakletti, gengum spöl saman og ræddum lífið. Héldum þá að dauðinn væri hvergi nærri. Fráfall Lása var mér og sam- félaginu öllu harmafregn. „Hvað er enda lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur.“ Ég votta fjölskyldu og vinum Lása mína dýpstu samúð og þakka þau of fáu spor sem ég fékk að ganga honum við hlið. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum bláa. (Oddný Kristjánsdóttir) Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi Íslands Sigurlás Þorleifsson var einn af fræknustu knattspyrnumönn- um sem Vestmannaeyjar hafa alið af sér. Hann var marksæk- inn, útsjónarsamur og fylginn sér. Sigurlás, eða Lási eins og hann var gjarnan kallaður, varð markakóngur árin 1979, 1981 og 1982 og lék bæði fyrir ÍBV og Víking Reykjavík. Á ferli sínum lék hann 10 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Fráfall Sigurláss er mikill missir fyrir samfélagið í Eyjum, enda var hann vinsæll skóla- stjóri og drifkraftur í öllum þeim verkefnum sem hann kom að. En eins og alltaf er missir fjölskyldunnar mestur og ég færi henni okkar innilegustu samúðarkveðjur og ástvinum hans öllum. Gengin er mikil fót- boltahetja sem við munum minn- SJÁ SÍÐU 38 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og frænka, ÁSTDÍS BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Fitjaási 8, Reykjanesbæ, áður til heimilis að Melbraut 2, Garði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog föstudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 7. maí kl. 13. Sveinbjörn S. Reynisson Alma V. Sverrisdóttir Egill Jónsson og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR REYNIS GUÐMUNDSSONAR múrarameistara, Kveldúlfsgötu 21, Borgarnesi. Herdís Jónasdóttir Jónas Guðmundsson Fjóla Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson Nína Rún Höskuldsdóttir Hrönn Guðmundsdóttir Gunnar Máni Herkannsson Saga, Hugi, Emma, Reynir, Tómas og Frosti Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA VALGEIRSDÓTTIR, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi sunnudaginn 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Hallur Þórmundsson Ragnheiður Lúðvíksdóttir Ólafur Þórmundsson Hulda María Sigurðardóttir Rúnar Valgeir Þórmundsson Sigríður Gunnarsdóttir Linda Ósk Þórmundsdóttir Ómar Gísli Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFNIS HELGASONAR Birna Stefnisdóttir Aðalsteinn Steinþórsson Brynja Sif Stefnisdóttir Agnar Strandberg Sigurður Hrafn Stefnisson Hekla Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra, MARÍA KRISTINSDÓTTIR, Löngubrekku 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudaginn 29. apríl. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. maí klukkan 13. Fjölskyldan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.