Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is ✝ Ólafur Andr-ésson fæddist 9. desember 1942 á Ytri-Hóli í Vestur- Landeyjum. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans Fossvogi 14. apríl 2018. Ólafur fluttist sex ára að Vatnsdal í Fljótshlíð. For- eldrar hans voru Andrés Magnússon, f. 1912, d. 1988, og Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir, f. 1915, d. 1990. Systkini hans voru Dýrfinna, f. 1932, d. 1965, Kjartan, f. 1934, d. 2002, Magnús, f. 1935, Elvar, f.1937, Sveinn, f. 1939, Sig- urður, f. 1940, Sigurleif, f. 1945, Guðríður, f. 1946, Viðar, f. 1947, d. 1947, Matthildur, f. 1951, Elísabet, f. 1953, og Þor- Kristín Sveinsdóttir, f. 2. janúar 1973, börn þeirra eru Sverrir, Ólafur Áki og Áslaug og eiga þau eitt barnabarn. 4) Ragn- heiður Árbjörg, f. 14. janúar 1974, sambýlismaður hennar er Eiríkur Ari Valdimarsson, f. 11. nóvember 1975, saman eiga þau Þorgeir Óla, dóttir Ragnheiðar er Ragnheiður Katrín Erlings- dóttir og börn Eiríks eru Viktor Smári og Anja Dís. Ungur að árum vann Ólafur á Tumastöðum við skógrækt, fór einnig til sjós og vann á strandferðaskipum. Ólafur og Ólafía hófu búskap í Húsagarði í Landsveit 1966 og hafa búið þar æ síðan. Vann hann ýmis störf meðfram búskapnum, lengst af sem skólabílstjóri í 34 ár og sem girðingaverktaki í tvo áratugi. Stundaði hann bú- störfin og girðingavinnuna fram á síðasta dag. Ólafur verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í dag, 5. maí 2018, klukkan 14. mar, f. 1954. Ólafur kvæntist Ólafíu Sveins- dóttur, f. 17. ágúst 1947, 30. desember 1965. Þau eiga fjögur börn: 1) Dýrfinna Björk, f. 27. október 1965, maki hennar er Markús Óskarsson, f. 19. nóvember 1973, börn þeirra eru Árbjörg Sunna og Sveinn Bjarki, barn Markúsar er Ólaf- ur Dagur. 2) Gunnlaugur Sveinn, f. 17. febrúar 1967, maki hans er Ingunn Björg Arnardóttir, f. 17. desember 1970, börn þeirra eru Unnur Björk, Sigríður Laufey og Ólöf Jóhanna og barnabörnin eru tvö. 3) Andrés Guðmundur, f. 30. apríl 1972, maki hans er Síminn hringdi rétt fyrir klukkan 7 að morgni þann 14. apríl. Í símanum var Dýa systir. Hún sagði að pabba hefði hrak- að og við þyrftum að koma til hans eins fljótt og við gætum, þá voru þær systurnar við Þjórsártún. Þegar þær komu til mín 10 mínútum seinna var pabbi dáinn. Þá var eins og allt hefði stoppað og erfitt að trúa því að hann væri farinn. Ég minnist pabba sem blíðs, góðs, trausts og „svolítið“ stríð- ins manns sem ég gat alltaf treyst á, alveg sama hvað það væri, smíðar, hestar og jafnvel að laga bíl. Hann elskaði að verja tíma með barnabörnunum, bæði í starfi og leik. Mörg þeirra unnu með honum í girð- ingavinnu á sumrin og þótti honum það dýrmætur tími. Hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, keyrði mig í skólann, ef okkur langaði á böll þá fylltum við skólabílinn og hann keyrði okkur, beið eftir okkur og skutlaði svo öllum heim. Gæðastund sem við pabbi átt- um var þegar ég fór að fara á fjall árið 2003. Þá byrjuðum við að ræða það í júlí hvað hross ég ætti að fara með og í ágúst hve- nær ég ætti að ríða þeim á Sel- foss til að þjálfa þau, svo í sept- ember þurfti að finna út hvaða hest ætti að nota hvern dag. Ekki man ég oft eftir að pabbi yrði reiður en ég man eft- ir einu skipti þegar ég var að hjálpa honum að bera á. Hann var að hella áburði í dreifarann þegar það kom jarðskjálfti. Hann skammaði mig mikið fyrir að vera að hrista traktorinn, ég valt út úr traktornum af hlátri en hann var fljótur að jafna sig þegar ég sagðist ekki hafa hrist traktorinn heldur jarðskjálftinn. Pabbi var mikill náttúruunn- andi og elskaði sveitina sína og hafði verið fjallmaður Land- manna en mundi ekki eftir að hafa komist upp á Löðmund nema að litlum hluta. Sumarið 2016 ætluðum við hjónin að labba á Löðmund og þá kom hann til mín og spurði hvort hann mætti koma með og það var bara sjálfsagt. Í byrjun var veðrið gott en þokan fór að stríða okkur þegar við vorum komin upp brattann. Ekkert skyggni og spurning um að snúa við en ég ákvað að halda áfram og þegar toppnum var náð þá reif hann af sér og fegurðin blasti við. Þú kvaddir okkur allt of snemma eftir stutt veikindi og erfið en aldrei kvartaðir þú. Ég gæti haldið lengi áfram en læt þetta duga og geymi all- ar góðu minningarnar um þig elsku pabbi minn og kveð þig með miklum söknuði. Og engin ást er sælli í óði og söng en söng og óði þeim og hvaða eilífð er þeim nógu löng sem elskast hjörtum tveim sem elskast hjörtum tveim (Sigfús Halldórsson) Þinn Andrés (Addi). Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo óraunverulegt. Elsku besti pabbi minn er dáinn. Það er svo ótrúlegt til þess að huga að þú komir ekki aftur heim. Þú varst á svo góðri leið með að jafna þig eftir krabbameinsmeðferðina, allur að fá orkuna til baka, far- inn að taka aftur þátt í bústörf- unum með okkur. Ég var farinn að sjá fyrir mér að þú gætir tekið næstum fullan þátt í sauð- burðinum með okkur núna í vor, markað lömbin og gripið inn í ef við lentum í vandræðum með burðarhjálp. Það var enginn eins laginn við það að hjálpa kind við að bera ef eitthvað var að, róleg og yfirveguð fram- koma þín átti mikinn þátt í því. Pabbi sagði ekki mikið, hann þurfti þess ekki. Hann stóð allt- af fast við bakið á mér, hann var alltaf til staðar og þurfti ekki að hafa orð til að lát mig vita af því. Ég vissi það, hann var alltaf þarna. Pabbi var rólegur og góður maður, talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það var alltaf stutt í stríðnina og glensið hjá honum. Pabbi var með gróf- ar en einstaklega hlýjar hendur. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki hlýjað mér á hönd- unum hjá honum. Eða að fá klapp á kinnina frá þessum grófu en samt svo mjúku höndum. Ég hef alla tíð verið rög við að fara á hestbak en þú varst eini maðurinn sem ég treysti til að fara með þegar ég lét til leið- ast. „Við förum bara rólega, Ragga mín,“ sagðirðu alltaf og svo fetuðum af stað. Eftir smá stund var ég farinn að slaka á og njóta reiðtúrsins með þér. Tíminn sem við áttum saman í girðingavinnunni er mér dýr- mætur. Heyskapur, allt sem þú kenndir mér þar. Ég á óteljandi minningar sem ég hugga mig við. Það er erfitt að sætta sig við að þú ert farinn. Ég hef fulla trú á að þú hafir hitt einhvern hressan og skemmtilegan þarna hinu meg- in. Þú horfir niður til okkar glottandi út í annað. Þín Ragnheiður (Ragga). Pabbi. Myndir og minninga- brot dansa fjörugan polka í höfðinu. Rúmlega hálf öld sam- ferða pabba, full af hamingju og gleði, það er meira en margir fá að kynnast. Engum hallmælt en kjarnyrt íslenska notuð ef á þurfti að halda. Sposkar og stundum tvíræðar glettur við samferðafólkið, og glott út í annað. Stutt í hláturinn og stríðnispúkinn á annarri öxlinni tilbúinn í allt. Alltaf raulandi eða syngjandi. Hamraborgin; með kröftugum hetjutenórstyrk í fjósinu. Nú sefur jörðin sumar- græn; undurróandi og blítt við baldið tamningatryppi í gerðinu. Erla góða Erla; sungið svæfandi og hlýrri röddu fyrir stuttfætta gimsteina sem hjúfruðu sig þreytt og sæl í afafang. Ljósbrot liðinna stunda hvert öðru fegurra. Og litlu hlutirnir. Labbað í fjárhúsin og fyrsti lóu- söngurinn að óma í vorinu, staldrað við og hlustað. „Pabbi, ertu búinn að heyra í lóunni?“ Auðvitað var hann búin að því. Morgunvakt í sauðburði og skroppið í morgunkaffi; „Góðan dag Dýa mín, var sú flekkótta í norðurhúsinu borin, og hvernig eru lömbin á litinn?“ Fallegt og kyrrt sumarkvöld og þrjár kyn- slóðir á útreiðum, og að sjálf- sögðu riðið inn í Réttanes; „Mikið djöfull fer sá skjótti vel undir telpunni, þessi hestur er gull.“ Kvöldstund eftir langan og velheppnaðan dag, pabbi að hvíla sig fyrir svefninn fyrir framan sjónvarpið; „Æ ég missti víst af veðrinu krakkar mínir, hverju spáð́ann?“ Létt og hlýlegt klapp á öxlina; „Takk fyrir kaffið Dýa mín.“ Dásam- legir þessir smáu hlutir. Svo eru það allar hestaferðirnar, smala- mennskurnar, heyskapurinn, fjallferðirnar, útilegurnar, Veiðivatnaferðirnar, girðingar- vinnan, kindastúss á vorin og haustin. Alltaf fullt af fólki og allir að hjálpast að, 15-20 manns í mat, það var bara venjulegur dagur í sveitinni. Ásamt bú- störfum keyrði pabbi skólabíl í rúm 30 ár, keyrði okkur syst- kinin í skólann og svo seinna börnin mín. Ljúfar minningar. „Mamma, lífið var skemmtilegt með afa,“ sagði 10 ára sonur minn, sem segir allt sem segja þarf. Og svo er flett í myndaal- búmum og ómetanlegar myndir rifja upp góðar stundir. Svo allt í einu hef ég himin höndum tek- ið. Stutt myndband af krökk- unum á hestbaki. Röddin hans pabba, ég á röddina hans pabba á myndbandi þar sem hann er að horfa á barnabörnin sín á hestbaki og dást að þeim. Röddin. Þetta brot er dýrmæt- ara en allt. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Nú drjúpa allar litlar rósir höfði og daggartárin falla hljóð í vornóttina í okkar hinstu kveðju. Dýrfinna, Markús, Árbjörg Sunna og Sveinn Bjarki. Elsku pabbi minn. Ég sakna þín mikið. Það er í raun og veru óraunverulegt til þess að hugsa að þú sért horf- inn hér úr heimi yfir í annan heim. Heim þar ekki er hægt að nálgast þig eða tala við þig. En minningarnar um þig á ég og þær eru áþreifanlegar og ég geymi þær í hjarta mínu, elsku pabbi minn. Pabbi lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. apríl. Við fengum þær fréttir í lok ágúst 2017 að hann væri með krabbamein í lungum. Pabbi tók þá ákvörðun að berjast við þennan sjúkdóm og vinna hann. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa pabba og mömmu hjá mér í vetur þegar pabbi var í meðferð á Landspítalanum og er ég óendanlega þakklátur fyr- ir þann tíma sem pabbi var hjá mér. Hann barðist æðrulaus og trúði á bata. Þegar meðferð lauk náði hann nokkrum góðum vikum. Við munum öll þann tíma og minnumst pabba þegar hann var ánægður og glaður. Hann notaði þennan tíma vel til að knúsa og kyssa fólkið sitt, sinna hestum og gefa kindum. Þetta var það líf sem hann elsk- aði. Upp í huga minn koma á þessari stundu fallegar minn- ingar. Ég man þegar ég fór með pabba í Vatnsdal, til ömmu og afa. Þetta voru hans heimaslóð- ir, undir Vatnsdalsfjalli þar sem Þríhyrningur gnæfði yfir. Pabba þótti alltaf vænt um Vatnsdalinn sinn. Ótal ferðir með pabba þar sem við ókum um í opnum Mas- sey Ferguson á sauðburðartím- um eru mér líka ofarlega í huga. Ég hljóp og náði í nýfædd lömb og fór sigri hrósandi með þau til pabba þar sem hann markaði þau og gaf þeim ormalyf. Pabbi var mikill hestamaður og átti góða hesta og á ég marg- ar minningar frá samverustund- um þar sem við fórum saman á hestbak á kvöldin eftir mjaltir og var þá gjarnan farið inn með brúnum og inn í Réttarnes á fal- legum kvöldum. Pabba fannst gaman að syngja og söng gjarnan fyrir kýrnar þegar hann var að mjólka þær og oft hljómaði „Hamraborgin“ svo hátt að ég var viss um að hún heyrðist á næstu bæi. Þessi litli maður gat bæði sungið hátt og fallega. Minningarnar um pabba eru margar. Pabbi var góður maður. Alltaf tilbúinn að hjálpa mér og öðrum. Honum þótti ákaflega vænt um fjölskylduna sína, börnin sín, barnabörn og barna- barnabörn. Hann var smár mað- ur með stórt hjarta og stóran faðm. Frá honum streymdi mik- il góðmennska. Hann bað aldrei um neitt fyrir sig en var alltaf tilbúinn að gefa öðrum allt sem hann gat. Þannig var hann pabbi minn. Ég sakna pabba en góðar minningar og góðar stundir munu fylgja minningunni um Ólaf Andrésson sem var fyr- irmynd mín í öllu. Úr þessum heimi er farinn góður maður hann elsku pabbi minn. Ég veit að hann verður ekki langt í burtu frá okkur. Minningin um hann lifir í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning þín pabbi minn. Gunnlaugur Sveinn Ólafsson. Elsku afi minn. Mikið rosa- lega sakna ég þín og mun ekki líða sá dagur sem ég mun ekki hugsa til þín. Sem betur fer á ég ekkert nema óendanlega góðar og sprenghlægilegar minningar um þig sem ég mun ávallt varðveita. Það eru fáir sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þú. Þú varst alltaf í góðu skapi, alltaf jákvæður og það var ekkert sem var óyfirstíg- anlegt fyrir þig. Þú þoldir mig öll sumrin sem ég vann með þér og er ég rosalega þakklát fyrir þá reynslu. Við eigum það sam- eiginlegt að þurfa ekki alltaf að hafa mörg orð um hlutina og voru því bílferðirnar okkar og morgnarnir þöglir en dýrmætir. En þegar við höfðum eitthvað um hlutina að segja héldum við ekki aftur af okkur og urðu rök- ræður oft skemmtilegar. Þú varst alltaf sönglandi og held ég að þú eigir stærstan þátt í því að skapa söngfuglinn sem býr í mér. Ég var þriggja ára lítil skotta og lærði lag með ömmu minni og afa. Það lag er með því dýrmætasta sem ég á og hugsa ég alltaf til þín þegar ég heyri það eða syng. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Ég sakna þín alltaf. Þú ert fyrirmyndin mín og ég elska þig Skottan þín, Ragnheiður Katrín Erlings- dóttir. Elsku afi minn, mikið var alltaf gaman að vera með þér og í kringum þig. Ég á eftir að sakna þess mjög mikið en þó alltaf með bros á vör. Frá því að ég man eftir mér fannst mér alltaf rosa gott að koma til þín og ömmu upp í sveit, þá fékk ég að fara í traktorinn til að gefa hrossunum eða út í hús að gefa ásamt því að vera með ykkur og hafa engar áhyggjur af neinu nema kannski myrkrinu. Það var yfirleitt ekki langt í smá spaug eða smá stríðni en í seinni tíð gekk það í báðar áttir og hafðir þú gaman af því að ég gæti strítt þér á móti. Eitt að því sem ég man þó mest eftir er að fara með þér að girða fyrst þegar ég var bara ungur og fékk þá að leika mér út um allt en eftir fermingu var það fyrsta vinnan mín og það kom ekkert annað til greina en að vinna hjá afa. Þau ár sem ég vann með þér voru mjög eftir- Ólafur Andrésson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.