Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 48

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Ég er í rómantískri vorferð í Kaupmannahöfn með kallinum,“segir Sigríður Magnúsdóttir sem á 60 ára afmæli í dag. Þaulentu í morgun, dvelja í Friðriksbergi og ætla að vera þar yfir helgina í tilefni af afmælinu. „Ég er hérna í fyrsta sinn og við ætlum að skoða borgina, t.d. Ráðhústorgið, fara í tívolí og borða góðan mat.“ Sigríður er Selfyssingur en var með búskap ásamt manni sínum, Her- manni Árnasyni, í rúm 20 ár á Stóru-Heiði í Heiðardal fyrir ofan Vík í Mýrdal þar til svissneski auðkýfingurinn Rudolf Lamprecht keypti af þeim jörðina. Sigríður og Hermann hafa búið á Hvolsvelli síðan árið 2001. „Hermann er sæðingarmaður, frjótæknir heitir það á fínu máli, og ég er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvolsvelli. Það er næstráðandi við útibússtjórann og ég sinni almennum bankastörfum og fleiru.“ Sigríður hefur mikinn áhuga á fjallgöngu og útivist og er í Fjalla- félaginu. „Við reynum að fara í þær göngur sem bjóðast. Í síðasta mán- uði gengum á Tröllakirkju vestan Holtavörðuheiðar, það var góð ferð, 15 km ganga í frábærum félagsskap og flottu veðri. Svo förum við næst á Þverártindsegg í Suðursveit, en það er með flottari fjallgöngum sem eru í boði á landinu hefur maður heyrt. Hestamennska er einnig stór hluti af lífi okkar og þá aðallega hestaferðir.“ Börn Sigríðar og Hermanns eru Steinar, Arnar Freyr og Ástþór og barnabörnin eru orðin þrjú. Hjónin Sigga og Hemmi á Bláa hundinum í Kaupmannahöfn. Næsta ganga verður á Þverártindsegg Sigríður Magnúsdóttir er sextug í dag S ævar Þór Jónsson fæddist í Reykjavík 5.5. 1978: „Ég átti heima í Vestur- bænum fyrstu níu árin, við Framnesveginn. Í æskuminningunum örlar enn á þess- ari gömlu, góðu átthagatilfinningu sem fær Vesturbæinga til að segjast vera úr Vesturbænum, fremur en Reykvikinga. Þessari tilfinningu lýs- ir Tómas Guðmundsson vel í kvæð- inu Í Vesturbænum: „En er nokkuð yndislegra – leit auga þitt nokkuð fegra – en vorkvöld í vesturbænum?“ Þegar ég var níu ára flutti fjöl- skyldan í Vogahverfið, í hús á horni Langholtsvegar og Álfheimanna. Þar höfðu afi og amma átt heima, þar ólst móðir mín upp og þar bý ég enn sem fulltrúi þriðju kynslóðar- innar. Ég var fljótur að sætta mig við ný heimkynni og átti góð upp- vaxtarár í Vogunum og þykir vænt um þann borgarhluta þó að ég gleymi ekki alveg Vesturbænum. Sævar Þór Jónsson lögmaður – 40 ára Ómótstæðileg kosningabros Sævar Þór og Lárus Sigurður með Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra á milli sín. Fagurkeri og gömul sál Faðir og sonur Sævar Þór fær knús og koss á kinn frá syninum, Andra Jóni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.