Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 49
Auk þess var ég svo í sveit á sumr- in hjá Ólafi, afa mínum.“ Sævar Þór var í Ísaksskóla og Langholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stundaði nám við HÍ og lauk meist- araprófi lögfræði frá HR 2007 og stundar nú MBA-nám við HR. Sævar Þór hóf störf hjá skatt- stjóranum í Reykjavík 2006 og var þar deildarstjóri lögfræðisvið 2007- 2009. Þá stofnaði hann stofuna Lagarök með Tryggva Agnarssyni lögmanni og starfaði þar til 2013. Hann stofnaði síðan lögmannsstof- una Lögmenn Sundagörðum, árið 2013, og starfrækir hana nú með lög- mönnunum Birni Líndal og Guð- brandi Jóhannssyni. Þá hefur Sævar Þór kennt á sviði skattaréttar við HÍ og HR og sinnt ráðgjafarstörfum fyrir erlend orkufyrirtæki á sviði ol- íu og gasvinnslu í Kanada.. Sævar Þór situr í stjórn Ajtel Ice- land sem er pólskt fyrirtæki sem sel- ur fiskafurðir, m.a. íslenska þorska- lifur sem framleidd er hér á landi og seld víða um heim. Hann var nefnd- armaður í úrskurðarnefnd vátrygg- ingarmála, sat í Skipulagsráði Reykjavíkurborgar fyrir Framsókn- arflokkinn 2017-2018, var einn af stofnendum Lögréttu, félags laga- nema við HR og hefur setið í ýmsum opinberum nefndum og stjórnum ís- lenskra og erlendra fyrirtækja. Sævar Þór er fagurkeri, mikill áhugamaður um íslenskar bók- menntir og íslenska myndlist: „Ég held að ég sé svolítið gömlu sál, sæk- ist fremur eftir því sem vel var gert í þessum efnum hér á árum áður, heldur en því sem nú er efst á baugi. Ég hef lesið alla helstu bókmennta- höfunda okkar á síðustu öld og held þar líklega mest upp á Þórberg Þórðarson. Þegar listum og bókmenntum sleppir hef ég mikinn áhuga á göml- um bílum, er reyndar forfallinn bíla- dellukarl, hef verið í Fornbíla- klúbbnum um langt árabil og hef mikinn áhuga á laxveiði. Ég veiddi líka silung hér áður fyrr en held mig nú eingöngu við laxinn. Uppáhalds- árnar mínar eru Langá á Mýrum og Selá.“ Fjölskylda Maki Sævars Þórs er Lárus Sig- urður Lárusson, f. 22.8. 1976, lög- maður. Hann er sonur Lárusar Guð- bergs Lárussonar, f. 1947, bifvéla- virkja í Ólafsvík, og Sigríðar Þyrí Friðgeirsdóttur, f. 30.5. 1947, hús- freyju þar. Sonur Sævars Þórs er Andri Jón Lárusson Sævarsson, f. 13.9. 2010. Systkini Sævars Þórs eru Sigur- laug Jónsdóttir, f. 29.10. 1969, flug- freyja í Hafnarfirði, og Jón Bertel Jónsson, f. 21.11. 1971, smiður á Hvolsvelli. Foreldrar Sævars Þórs eru Sjöfn Ólafsdóttir, f. 1.1. 1943, tanntæknir og Jón Brynjólfsson, f. 1941, fyrrv. bátsmaður. Þau eru búsett í Reykja- vík. Úr frændgarði Sævars Þórs Jónssonar Sævar Þór Jónsson Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Göngustaðakoti Björn Björnsson b. í Göngustaðakoti í Svarfaðardal Berta Björnsdóttir húsfr. í Álfsnesi og á Oddhóli Sjöfn Ólafsdóttir tanntæknir í Reykjavík agnhildur Magnúsdóttir húsfr. í RvíkRGunnar Guðjónsson skipamiðlari í Rvík Steingrímur Magnússon fisksali (Steingrímur í Fiskhöllinni) Magnús Magnússon verkam. í Rvík Ólafur Jónsson b. í Álfsnesi á Kjalarnesi og á Oddhóli á Rangárvöllum Rakel Ólafsdóttir veitingakona í Norðurpólnum við Hlemm í Rvík Jón Magnússon stórkaupm. frá Miðhúsum Ragnar Jónsson forstjóri Þórskaffis Jón Björnsson yssusmiður á Dalvíkb Hermann Jónsson úrsmiður í Rvík Guðrún Þorsteinsdóttir húsfr., frá Hamri Jón Jónsson b. á Helgavatni í Svínadal Sigurlaug Marsibil Jónsdóttir húsfr. í Rvík Brynjólfur Erlingsson húsasmíðam. í Rvík Hallbera Ísleifsdóttir húsfr. á Ytri-Sólheimum Erlendur Einarsson forstjóri SÍS Jón Brynjólfsson miður í Höfðabrekkus Þorgerður Jónsdóttir húsfr. í Vík í Mýrdal allgrímur Brynjólfsson b. á Felli í Mýrdal Hlísabet Hallgrímsdóttir húsfr. á Stokkseyri EHögna Sigurðardóttir arkitekt Erlingur Brynjólfsson b. á Ytri-Sólheimum, af Presta-Högna ætt Jón Brynjólfsson bátsmaður í Reykjavík Laxveiðimaðurinn Sævar Þór með fallegan lax við Langá á Mýrum. ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Þorfinnur Bjarnason fæddist íGlaumbæ í Langadal í Aust-ur-Húnavatnssýslu 5.5. 1918. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarna- son, daglaunamaður á Blönduósi, og k.h., Ingibjörg Þorfinnsdóttir hús- freyja. Bjarni var sonur Bjarna Sveins- sonar, bónda á Illugastöðum í Lax- árdal fremra, og k.h., Ingibjargar Guðmundsdóttur húsfreyju, en móð- urforeldrar Þorfinns voru Sigurður Þorfinnur Jónatansson, verkamaður á Blönduósi, og k.h., Kristín Jóhanna Davíðsdóttir húsfreyja. Þorfinnur átti tvo bræður sem hétu báðir Bjarni. Dó annar þeirra tveggja ára en hinn um tvítugt, en systur hans voru Kristín og Oktavía Hulda, húsfreyjur á Blönduósi. Eiginkona Þorfinns var Hulda Pálsdóttir sem lést 2011 og eign- uðust þau tvö börn, Ingþór bifvéla- virkja og Ingibjörgu bankastarfs- mann. Þorfinnur útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands 1938, stundaði verslunarstörf á Skagaströnd, var aðalbókari hjá Sigurði Ágústssyni, stórkaupmanni í Stykkishólmi, 1941- 44, flutti þá á Skagaströnd og haslaði sér þar völl í atvinnu- og sveitar- stjórnarmálum. Hann varð fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Höfðakaupstaðar, var oddviti Skaga- strandar 1954-66 og sveitarstjóri 1966-72. Um hann segir Pálmi Jóns- son alþingismaður í minningargrein: „Bróðurpartinn af þessu aldarfjórð- ungsskeiði var hann aðalforystu- maður Skagstrendinga og það svo að nafn hans og nafn Skagastrandar voru oftast nefnd í sömu andránni. Saga hans og saga Skagastrandar verður því aldrei sundur slitin. Væri sú saga sögð væri það baráttusaga, þar sem skiptust á skin og skúrir, erfiðleikar, þrautseigja og sigrar.“ Þorfinnur var varaþingmaður fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Hann flutti til Reykjavíkur 1972 og starfaði þá hjá Ríkisendurskoðun til rúmlega sjö- tugs.. Þorfinnur lést 6.11. 2005 Merkir Íslendingar Þorfinnur Bjarnason Laugardagur 90 ára Björg R. Sigurjónsdóttir Þórður F. Ólafsson 85 ára Anna Sólbjörg Jónasdóttir Birgir Sigurjónsson 80 ára Birna Guðrún Friðriksdóttir Erla Gunnarsdóttir Guðmundur I. Guðjónsson Hrönn Haraldsdóttir Roswitha M. Finnbogason Sólveig Jónsdóttir 75 ára Guðni Rúnar Ragnarsson Hrefna Ólafsdóttir Jónína Hanna Flosadóttir Jón Ólafsson Ólafía Egilsdóttir 70 ára Birgir R. Jensson Erna Magnúsdóttir Guðrún S. Þorsteinsdóttir Hörður Björnsson Magnea Einarsdóttir Olga Haakonsen Ólafur Sigmundsson Pétur Yngvi Gunnlaugsson Sigríður Skarphéðinsdóttir Þóra Sigurðardóttir 60 ára Aðalheiður B. Vignisdóttir Friðrik Sigurðsson Guðjón Bjarni Eggertsson Guðmundur E. Jóelsson Guðmundur F. Friðriksson Gunnar Már Óskarsson Hafdís Hauksdóttir Herdís Þórðardóttir Hlíf Halldórsdóttir Jónas Kristjánsson Jón Stefánsson Kristlaug S. Sveinsdóttir Sigríður Magnúsdóttir 50 ára Álfheiður M.L. Einarsdóttir Barbara Janas-Pietkiewicz Barbara Valerie Kresfelder Erna Gísladóttir Héðinn Þór Helgason Huldís Franksdóttir Daly Jón Garðar Sigurvinsson Knut Börsheim Kristinn H. Kristjánsson Sigurður Grétar Helgason Stefán Guðjónsson Sveinn S. Erlendsson 40 ára Anna Maria Gibner Ásta Friðriksdóttir Baldvin Hafliðason Gerður Ósk Hjaltadóttir Pawel Krainski Rakel Hámundardóttir Rebekka Helga Sveinsdóttir Styrmir Óskarsson 30 ára Anna Björg R. Fjeldsted Baldur Örn Eiríksson Halldór Sveinsson Joseph C. Muscat Karen Ólafsdóttir Kristjana Stefánsdóttir Marit van Schravendijk Pétur Waldemar Helgason Rakel N. Vilhjálmsdóttir Sarah Þrastardóttir Sergii Artamonov Símon Kristinn Þorkelsson Smári Ketilsson Tinna Stefánsdóttir Vítor M. Dos Santos Dinis Sunnudagur 85 ára Guðmundur Guðmundsson Sigríður Þóra Eggertsdóttir Sigurbjörg Márusdóttir Vilhjálmur Ólafsson 80 ára Guðmann Jóhannsson 75 ára Axel Þórarinsson Bergdís H. Kristjánsdóttir Eyjólfur Kristjánsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðmundur Lind Egilsson Harald Chr Jespersen Rakel Guðlaug Bessadóttir 70 ára Árni Magnússon Guðfinna Kristjánsdóttir Indriði Þóroddsson Inga Ósk Guðmundsdóttir Ingólfur Sigþórsson Júlíus Kristjánsson Katrín G. Helgadóttir Stefán Egilsson Örn Snævar Sveinsson 60 ára Ásgerður Ósk Júlíusdóttir Bára Katrín Finnbogadóttir Björk Sigbjörnsdóttir Friðrika Sigfúsdóttir Grettir Grettisson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Halldóra Hinriksdóttir Helga Leona Friðjónsdóttir Hrönn Gunnarsdóttir Jóhann Pétur Sturluson Margrét Bjarnadóttir Matthías H. Guðmundsson Ólafur Jóhann Pálsson Stefán Alfons Torfason Stefán I. Hallgrímsson Stefán Ólason Víðir Sigbjörnsson 50 ára Annetta M. Norbertsdóttir Áslaug R. Stefánsdóttir Björgvin S. Sighvatsson Ellen Olga Björnsdóttir Hafdís B. Guðmundsdóttir Hrund Grétarsdóttir Jón G. Valgeirsson Kári Ásgrímsson Vilborg Víðisdóttir Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórunn S. Samúelsdóttir 40 ára Ágústa Dagmar Skúladóttir Davíð Freyr Þórunnarson Geir Þórarinn Þórarinsson Guðmundur Sigurðsson Guðrún Huld Birgisdóttir Inga Lára Sigurðardóttir Ingi Steinar Ellertsson Jaroslaw Tomasz Pinis Jón Hallur Haraldsson Linda Hlín Heiðarsdóttir Óskar S. Jóhannsson Ragnheiður Hafstein Stefán Einar Elmarsson 30 ára Arnar Már Vignisson Atli Ævar Ingólfsson Ásgeir Björnsson Bergþór Pálsson Kruger Björn Dan Karlsson Elvar Þór Jóhannsson Erlendur Sveinsson Gísli Páll Baldvinsson Helgi Heiðar Steinarsson Hlynur Pálsson Jóhann Kristinsson Kjartan Andri Baldvinsson Linda Björk Kristinsdóttir Páll Þormar Vilhjálmsson Pétur Þórir Gunnarsson Solveig R. Gunnarsdóttir Tinna Þorsteinsdóttir Valgeir Pálsson Kruger Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.