Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 52
Kassettan eða hljómsnældan hefur verið að koma giska sterk inn á útgáfu- markaðinn að undanförnu, einkanlega þó í neðanjarðarkreðsum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fyrir ellefu árum ræddi ég við tón- listarmennina Loga Höskuldsson og Þórð Hermannsson en þeir stóðu þá í kassettuútgáfu. Formið var þá svo gott sem horfið hér- lendis upp á útgáfu að gera og til- tæki þeirra einsdæmi. Fyrir fjórum árum skrifaði ég aðra grein, en þá var kassettan farin að ryðja sér til rúms sem útgáfuform á nýjan leik, á svipaðan hátt og vínyllinn, en þó í mun minni mæli. Þegar ég sting penna niður nú (eða þrýsti fingrum á lyklaborð) er kassettan svo gott sem orðin fasti í ákveðnum und- irgeirum tónlistarinnar. Hún er þá líka, í æ fleiri tilfellum, að verða partur af útgáfu stærri fyrirtækja. Maður er farinn að sjá setninguna „LP/CD/MC“ í útgáfutilkynn- ingum, líkt og algengt var fyrir kvartöld síðan. Lana Del Rey er t.d. einn vinsældatónlistamaðurinn sem hefur nýtt sér formið. Þess ber þó að geta að þessi endurkoma á við um Vesturlönd, í þróunar- ríkjum t.d. er formið ennþá ansi al- gengt. Ég spurði Gest Baldursson, kassettuáhugamann og starfsmann hjá Lucky Records, aðeins út í þetta mál, en Gestur er mikill áhugamaður um formið og hefur m.a. skráð hjá sér alla íslenska tón- list sem komið hefur út á kass- ettum frá upphafi. Um vinsældir formsins í dag hafði hann þetta að segja: „Þessi vaxandi gróska virðist haldast í hendur við vínylinn. Að einhverju leyti er þetta mótspyrna við streyminu og stafrænu þróuninni. Kassettan er og hefur alltaf verið uppáhalds fasta formið mitt utan- um tónlist og kostir formsins eru ótvíræðir, kassettan er lítil og létt, handhæg og hljómgæði yfirleitt mjög mikil. Hún er ódýr í inn- kaupum og framleiðslu og ekkert lágmark er sett á eintakafjölda hjá framleiðslufyrirtækjum. Svo það er sáraeinfalt, fljótlegt, þægilegt og Hin sælu segulbönd Rjómagul Kassettan Midnight Champion með hljómsveitinni Legend. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 6. maí: Barnaleiðsögn kl. 14 Þriðjudagur 8 maí: Hádegisfyrirlestur kl. 12 Miðvikudaginn 9 maí: Fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð. Fyrirlestur og opnun kl. 12 Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 6. maí: 2 fyrir 1 af aðgangseyri Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti Sýning Guðmundar Thoroddsen, Allt í klessu, verður opnuð í Harbinger- sýningarrými á Freyjugötu 1 í dag, laugardag, kl. 17. Á undanförnum árum hefur Guð- mundur verið að skoða karlmennsku og stöðu feðraveldisins, þar sem hann gagnrýnir og hæðist að því á sama tíma og hann upphefur það. Húm- orísk og sjálfrýnin verkin eru, sam- kvæmt tilkynningu, unnin í fjöl- breytta en hefðbundna miðla, svo sem leir, vatnslit, teikningu og mál- verk. Myndefni fyrri ára voru gjarn- an skeggjaðir karlar sem uppteknir voru við ýmsa iðju á borð við körfu- knattleik, bjórbruggun og skotveiðar en á síðustu misserum hafa mynd- irnar orðið æ óhlutbundnari. Guðmundur lauk BA-námi í mynd- list frá LHÍ árið 2003 og útskrifaðist með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hef- ur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis. Sýningin er hluti af sýningaröðinni „Við endimörk alvarleikans“. Viðfangsefni sýning- araðarinnar er leikur í víðum skiln- ingi og þáttur hans og vægi í sköp- unarferlinu. Leikur Eitt verka Guðmundar Thoroddsen á sýningunni í Harbinger. Allt í klessu hjá Guð- mundi í Harbinger Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hönnuðurinn Brynjar Sigurðarson hlýtur í ár hin virtu hönnunarverð- laun Torsten and Wanja Söderberg Prize sem Rohsska-safnið í Svíþjóð veitir árlega einum norrænum hönn- uði. Verðlaunaféð nemur einni millj- ón sænskra króna, 11,5 milljónum ís- lenskra króna. Brynjar er þriðji íslenski hönnuðurinn sem hlýtur Sö- derberg-verðlaunin en Hjalti Karls- son hlaut þau árið 2013 og Steinunn Sigurðardóttir 2008. Brynjar, sem fæddist í Reykjavík árið 1986, útskrifaðist frá hönnunar- deild Listaháskóla Íslands árið 2009 og lauk meistaranámi í Lausanne í Sviss tveimur árum síðar. Hann hef- ur undanfarin ár rekið hönnunar- stúdíó í Berlín ásamt unnustu sinni, Veronika Sedlmair, en býr nú og starfar í Suður-Frakklandi. Brynjar hefur áður hlotið Sviss- nesku hönnunarverðlaunin og Hönn- unarverðlaun framtíðarinnar sem Swarovski-fyrirtækið veitir á Design Miami/Basel hönnunarkaupstefn- unni. Þá gaf hollenskt forlag haustið 2015 út bók um hönnun Brynjars. Rætur í íslenskri menningu Í umsögn dómnefndar Söderberg- verðlaunanna um verk Brynjars seg- ir að verk hans hafi traustar rætur í tveimur grunnþáttum íslenskrar menningar, sagnalist og fiskveiðum. Frumleiki verka hans byggist á hæfi- leikum til að tengja við fortíðina en um leið standi hann föstum fótum í samtímanum þar sem hann takist á við alþjóðleg áhrif og nýja möguleika. Þá er sagt að hæfileiki Brynjars til að eiga í samstarfi við fólk úr ólíkum greinum, svo sem sjómenn, kvik- myndagerðarmenn, rithöfunda, tón- listarmenn, fornleifafræðinga og handverksfólk, sé lykilþáttur í öllum verkum hans. Forvitni og einlægni skíni í gegnum öll verk Brynjars sem dómnefndin segir sýna „norræn tök á hönnunarstraumum í Evrópu“. Forðast skilgreiningar „Þetta er mikil viðurkenning,“ seg- ir Brynjar um Söderberg-verðlaunin þegar slegið er á þráðinn til hans til Frakklands. „Síðan ég lauk námi árið 2011 hef ég unnið sjálfstætt, sem get- ur verið erfitt, og þá er ótrúlega kær- komið að fá svona stuðning sem hvet- ur mig til að halda áfram við það sem ég hef verið að gera. Og við að treysta því að það hafi eitthvert vægi. Það er mikil heiður að vera í hópi þeirra frábæru hönnuða sem hafa hlotið þessi verðlaun.“ Þegar haft er á orði að aðeins séu sjö ár síðan Brynjar lauk námi en hann hafi þegar unnið til nokkurra virtra verðlauna, segist hann hafa verið heppinn. „Nokkrir aðilar, bæði á Íslandi og hér úti, hafa haft trú á því sem ég geri og það hefur verið dýrmætt. Ég hef fengið mjög áhuga- verð verkefni og hef getað unnið að þeim á minn hátt.“ Það er athyglisvert að skoða hönn- un Brynjars sem er mjög myndlist- arblandin og vísar í ýmsar áttir, með ljósmyndum og teikningum til að mynda, auk vöruhönnunar. Hvernig skilgreinir hann sig? „Ég reyni að forðast skilgrein- ingar og það hefur leitt mig að hinu og þessu. Ég lærði hönnun og nota verkfæri hennar á einhvern hátt, þó áhugi minn og athygli liggi ekki endi- lega í fjöldaframleiðslu. Mér finnst spennandi að gera hluti en hef líka áhuga á þáttum innan sviðslista, frá- sögnum og í tónlist – ég hef unnið með hljóðfærasmiðum, flautuleik- urum og tónskáldi, Þráni Hjálmars- syni. Nú vinnum við að nokkuð stóru verkefni og spennandi í Arles hér í Suður-Frakklandi, með fornleifa- fræðingum. Við höfum verið heppin að fá reglulega boð frá listasjóðum eða samtökum sem bjóða okkur að vinna við að gera verk á hinum og þessum stöðum sem þau kosta. Mér finnst líka áhugavert að búa til húsgögn og hluti sem til að mynda tengjast hafnaumhverfi á Íslandi. Í lokaverkefni mínu við LHÍ fór ég til Vopnafjarðar, var þar í mánuð og reyndi að taka inn andrúmsloftið og umhverfið. Ég ræddi meðal annars við sjómenn og hef síðan verið að gera æfingar þar sem ég reyni að „þýða“ þetta umhverfi og þennan stað yfir í efni og hluti,“ segir hann. Ljósmynd/María Rúnarsdóttir Verðlaunahönnuður Brynjar Sigurðarson byggir hönnun sína m.a. á and- rúmslofti og umhverfi sem hann kynntist á Vopnafirði fyrir útskrift. „Ótrúlega kærkomið að fá svona stuðning“  Hönnuðurinn Brynjar Sigurðarson hlýtur Söderberg- hönnunarverðlaunin í ár  Verðlaunaféð 11,5 milljónir kr. Hengi Silent Village Collection Coat hanger eftir Brynjar, frá 2014.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.