Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 54

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Kammerkór Norðurlands heldur tónleika á Húsavík og Akranesi nú um helgina, í sal Borgarhóls- skóla á Húsavík í dag kl. 15 og í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi á morgun kl. 16. Kórinn flytur íslenska tónlist sem að stærstum hluta hefur verið samin eða útsett fyrir hann og gefin út á geisladiski kórsins, Ljúflings- mál, í lok síðasta árs. Einnig eru á efnisskránni rótgróin ættjarð- arlög, þar af tvö lög við verð- launaljóð sem ort voru í tilefni af lýðveldishátíðinni 1944, „Hver á sér fegra föðurland“ og „Land míns föður“, skv. tilkynningu. Auk ofangreindra íslenskra laga verða flutt þrjú tónverk af trúar- legum meiði, sem oft hefur verið kenndur við rússnesku rétttrún- aðarkirkjuna. Kórinn var stofnaður 1998 og verður 20 ára í lok árs. Sig- urbjörg Kristínardóttir stjórnaði honum fyrstu tvö árin en frá þeim tíma hefur Guðmundur Óli Gunnarsson verið stjórnandi. Kammerkór með tvenna tónleika Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Finnski danshópurinn Kaaos Company tekur þátt í listahátíð- inni List án landamæra en í hon- um mætast fatlaðir og ófatlaðir listamenn sem munu taka þátt á hátíðinni og sýna dansverk í sund- laug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut 13 á morgun kl. 15. Verkið nefnist Pond og er lýst með eftirfarandi hætti í tilkynn- ingu: „Pond er lítil samkoma við vatn. Við fljótum, við gefum okkur vatninu á vald, við verðum þung í vatninu – vatnskennd.“ Pond er unnið af Kaaos Comp- any í samstarfi við danshöfundinn Maija Mustonen og hönnuðinn Erno Aaltonen. Í tilkynningu segir að Kaaos Company sé fremsti danshópur Finnlands þar sem fatl- aðir og ófatlaðir dansi saman og að hópurinn telji að fjölbreytileiki sé skapandi afl í listrænni vinnu sem brjóti niður staðalímyndir í dansheiminum. Hann hafi skapað rými fyrir fjölbreytileika þar sem allir líkamar séu sýnilegir, bæði fyrir almenning og innan hinnar almennu danssenu. Aðgangur er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi svo panta þarf miða á listin.is. Kaaos í sundlaug á List án landamæra Í vatni Dansarar úr Kaaos í Pond. Kvennakór Reykjavíkur fagnar 25 ára afmæli í ár og heldur upp á það með tvennum afmælistónleikum í dag, laugardag. Fyrri tónleikarnir verða kl. 14 og þeir síðari kl. 17. Með kórnum leikur hljómsveit und- ir stjórn Vilbergs Viggóssonar en stjórnandi kórsins er Ágota Joó. Kórinn mun á tónleikunum dusta rykið af lögum sem hafa fylgt hon- um í gegnum tíðina og einnig flytja lög sem hafa verið útsett fyrir hann í tilefni afmælisins. Sem fyrr mun kórinn skemmta tónleikagestum með lögum skreyttum dansívafi og ýmsu fleiru óvæntu og skemmti- legu, segir í tilkynningu. Í anddyri Seljakirkju verður sýning á auglýs- ingaplakötum kórsins í gegnum tíð- ina en þau eru hönnuð af Andreu Haraldsson, hönnuði og heiðurs- félaga kórsins. Kvennakór Reykjavíkur fagnar afmæli Sönggleði Kvennakór Reykjavíkur heldur tvenna tónleika í Seljakirkju í dag. Í dag, laugardag, klukkan 13 til 17 verður opið hús hjá listamönnum sem hafa aðstöðu á Korpúlfs- stöðum. Lista- mennirnir taka á móti gestum á vinnustofum sín- um og ræða um verkin og vinnuna. Þá opnar Anna Eyjólfsdóttir einkasýningu sína á hlöðuloftinu, með nýjum þrívíðum verkum, og verður sýningin aðeins opin um helgina. Hljómsveitin INTI Fusion flytur tónlist frá Andesfjöllum kl. 15 í portinu. Veitingar verða í kaffistof- unni og eru allir velkomnir að njóta listar og hitta listamennina. Opið hús og sýning Önnu Eyjólfsdóttur Anna Eyjólfsdóttir Hetjur og fjór- fætlingar er heiti sýningar Þor- gríms Andra Einarssonar sem verður opnuð í Gallerí Fold í dag kl. 14. Í verk- unum dregur Þorgrímur Andri, sam- kvæmt tilkynn- ingu, fram móderníska nálgun á klassískum mótífum þar sem fí- gúratíf módel ásamt dýrum eru í forgrunni. Þorgrímur nálgast við- fangsefni sín með áherslu á raunsæi í teikningu, tóna- og lita- samsetningu, í bland við uppbrot og abstraksjón. Leikur að flæði milli bakgrunns og forgrunns laðar fram áhugaverða fleti með uppbroti. Hetjur og fjórfæt- lingar Þorgríms Hluti verks eftir Þorgrím Andra. Doktor Proktor og prumpuduftið Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 14.00, 18.00 Hleyptu sól í hjartað Bíó Paradís 23.00 Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 16.00, 18.00 A Gentle Creature Morgunblaðið bbbbm Metacritic 82/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 The Workshop Bíó Paradís 20.00, 22.15 You were never really here Morgunblaðið bbnnn Bíó Paradís 14.00, 18.00, 22.30 Kiwi og Strit Bíó Paradís 14.00 Grænuvellir - sjúk- legt svínarí Bíó Paradís 16.00 Stella í orlofi Bíó Paradís 20.00 7 Days in Entebbe 12 Metacritic 49/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 18.10, 20.30, 22.50 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00, 22.00 Smárabíó 17.30, 19.00, 19.50, 22.40 Háskólabíó 15.50, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.00 Super Troopers 2 12 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 20.50 Blockers 12 Metacritic 73/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 19.00 Hostiles 16 Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 22.10 Strangers: Prey at Night 16 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 22.20 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 17.30 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 20.30 The Death of Stalin Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.00, 20.40 Tomb Raider 12 Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Egilshöll 13.00 Ready Player One 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 22.10 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 8,2/10 Háskólabíó 17.50 Önd önd gæs Laugarásbíó 14.00, 15.50, 16.00 Sambíóin Keflavík 13.40 Smárabíó 13.00, 15.10, 17.40 Háskólabíó 15.30, 18.20 Pétur Kanína Laugarásbíó 14.00, 15.50, 18.00 Sambíóin Keflavík 15.40 Smárabíó 12.40, 15.00, 17.20 Háskólabíó 15.40 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 13.00, 15.20 Háskólabíó 15.30 Víti í Vestmanna- eyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Kringlunni 13.30, 15.50 Sambíóin Akureyri 13.50 Sambíóin Keflavík 13.40 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 9,4/10 Laugarásbíó 13.40, 16.45, 19.50, 22.50 Sambíóin Álfabakka 12.50, 13.00, 14.20, 15.50, 16.00, 17.30, 19.00, 19.10, 20.40, 22.10, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.30, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.20, 23.10 Sambíóin Kringlunni 12.50, 14.40, 16.00, 17.50, 19.10, 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 14.30, 16.00, 19.10, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.00, 19.10, 22.20 Smárabíó 12.40, 15.00, 16.00, 19.20, 21.30, 22.00 Avengers: Infinity War 12 Rampage 12 Davis Okoye er sérfræð- ingur í prímötum sem hefur myndað sérstakt vináttusamband við górill- una George. Metacritic 47100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 15.30, 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.40, 22.20 A Quiet Place 16 Fjölskylda ein býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.