Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 60
miklu uppáhaldi. „Þegar kemur að kveðjustund
taka tilfinningarnar við, en Darri er fremstur meðal
jafningja þegar kemur að baráttunni.“
Hafsteinn Helgi, sonur Halldórs, spilaði með
Darra og Brynjari Björnssyni í yngri flokkunum.
„Það er í raun svolítið okkur að þakka að Darri fór
að spila körfu því Hafsteinn teymdi Darra með sér
á æfingar,“ heldur Halldór áfram.
Félagarnir gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar
í leiknum og leikmönnum, en viðurkenna að fróð-
leikurinn risti ekki endilega mjög djúpt. Það breyti
ekki því að alltaf sé auðvelt að standa með ein-
hverjum manni því þeir séu harðir allir sem einn,
eins og stendur í texta Bubba Morthens. „Við eig-
um til dæmis áfram Brilla okkar sem er með ígrætt
KR-hjarta og það sem gerir þetta lið svolítið sér-
stakt er að þetta eru allt menn sem KR hefur fóstr-
að og búið til nema Pavel, sem reyndar má ekki síst
þakka velgengnina á undanförnum árum. Svo erum
við með Jón karlinn, sem var svo elskulegur að
koma aftur í uppeldisfélagið þó honum stæði eitt-
hvað annað til boða. Síðan er að koma upp mjög
efnilegt lið og ég vona að næsta ár verði þetta
blanda af þeim eldri og reyndari og inn dælist
hæfileikaríkir strákar, sem hafa lítið verið með til
þessa en eru ótrúlega góðir.“
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Símtalið kostaði 40 þúsund
2. Umferðaröngþveiti í Kópavogi
3. Líkir íslenskum fangelsum við hótel
4. Sagt að koma með nesti í brúðkaupið
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds
hefur verið tilnefndur til bresku Brit-
tónlistarverðlaunanna í flokki klass-
ískrar tónlistar, Classic Brit Awards,
fyrir tónlist sína við nýjustu þáttaröð
Broadchurch. Verðlaunin verða af-
hent 13. júní í Royal Albert Hall í
London.
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur tilnefndur til
Brit-verðlauna
Hljómplötu-
útgáfan Unfiled
fagnar fyrstu út-
gáfu sinni, smá-
skífunni Fivefiles
með Allenheimer,
á Kaffi Vínyl í
kvöld kl. 20.
Allenheimer er
listamannsnafn
Atla Bollasonar og eins konar hlið-
arsjálf í áratug og er þetta hans
fyrsta sólóplata. Kaffi Vínyl er á
Hverfisgötu 76.
Unfiled fagnar Five-
files með Allenheimer
KÍTÓN, Félag kvenna í tónlist,
stendur í fyrsta sinn fyrir tónleika-
röð með áherslu á klassíska tónlist
og á morgun, sunnudag, kl. 17 halda
Erla Dóra Vogler mezzósópran og
píanóleikarinn Eva Þyri Hilm-
arsdóttir tónleika í Hofi. Þær munu
flytja sönglög
eftir Jórunni
Viðar (1918-
2017) sem
er eitt dáð-
asta tón-
skáld þjóð-
arinnar.
Erla og Eva flytja lög
Jórunnar Viðar
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðvestan 8-15 m/s og él, en bjart norðaustantil. Styttir upp
um tíma í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag Suðvestan 13-18 m/s og él eða slydduél, en bjartviðri um landið norð-
austanvert. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi. Styttir upp að mestu um kvöldið.
Á mánudag Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á
Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.
Nýliðarnir í Pepsí-deild kvenna í
knattspyrnu áttu ólíku gengi að
fagna í leikjum sínum í 1. umferð
deildarinnar í gær. HK/Víkingur kom
nokkuð á óvart með því að leggja FH
að velli 2:1 í Kópavoginum. Selfoss
fékk hins vegar slæman skell á Hlíð-
arenda og tapaði 8:0 þar sem Ásdís
Karen Halldórsdóttir skoraði þrennu í
sinum fyrsta deildarleik fyrir Val. »4
Ólíkt gengi nýliðanna
í 1. umferðinni
„Með þessu er ég að færa
ferilinn upp á næsta stig,“
sagði örvhenta stórskyttan
úr Fram, Arnar Birkir Hálf-
dánsson, eftir að tilkynnt
var að hann hefði skrifað
undir tveggja ára samning
við danska handknattleiks-
félagið SönderjyskE sem
leikur í úrvalsdeildinni þar í
landi. Arnar Birkir flytur til
Suður-Jótlands um miðjan
júlí. »1
Færi ferilinn upp
á næsta stig
Landsliðskonan Karen Knútsdóttir er
afskaplega ánægð með að hafa flutt
heim til Íslands í fyrra eftir sex ár í
atvinnumennskunni en hún varð á
dögunum Íslandsmeistari með upp-
eldisfélagi sínu Fram. Karen segist í
samtali við Morgunblaðið í dag ekki
reikna með öðru en að vera alkomin
heim og segir andann í
Fram vera einstaklega
góðan. Karen sleit há-
sin í upphafi tímabils-
ins en segist ekki hafa
fundið mikið fyrir
meiðslunum í úr-
slitakeppninni. »2-3
Karen ánægð með þá
ákvörðun að flytja heim
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Menn í smóking, jakkafatagengið svokallaða, hafa
vakið athygli á úrslitaleikjum KR á Íslandsmótinu í
körfubolta karla undanfarna nær þrjá áratugi.
Fyrst voru stuðningsmennirnir þrír en undanfarin
þrjú til fjögur ár hafa þeir verið fjórir og tekið ást-
fóstri við einn leikmann hverju sinni en leggja samt
áherslu á að þeir geri ekki upp á milli manna.
Halldór Gunnarsson, Einar Gylfi Jónsson og
Finnur Guðsteinsson byrjuðu að sitja saman á
körfuboltaleikjum KR upp úr 1990, en Jakob Möll-
er bættist í hópinn fyrir nokkrum árum. „Við
þekktumst frá fyrri tíð og okkur þótti mjög geð-
bætandi og skemmtilegt að mæta á leiki KR enda
eru hlutirnir í körfuboltanum miklu æsilegri en
nokkru sinni í fótboltanum,“ segir Halldór. „Þetta
virkar líka eins og lyf í vetrardrunganum.“
Hefð í klæðaburði
Fljótlega mynduðust ákveðnar hefðir hjá þre-
menningunum og ein sú sterkasta snýr að klæða-
burði. Þeir mæta í hversdagslegum fötum meðan á
deildarkeppninni stendur en þegar kemur í úrslita-
keppnina setja þeir upp bindi eða slaufu og eru í
jakka. Eftir því sem liðið kemst lengra því fínni föt-
um klæðast þeir. Þegar bikarinn er kominn í hús og
aðeins á eftir að lyfta honum mæta þeir í smóking,
KR-litunum.
„Við fylgjum þessum reglum út í ystu æsar enda
liggja mikil vísindi að baki,“ segir Halldór. Hann
bætir við að þegar úrslitaleikur KR og Tindastóls
var fyrir norðan fyrir þremur árum hafi hann legið
heima með flensu. „Ég klæddi mig samt í smóking
og lá síðan undir sæng og horfði á leikinn í sjón-
varpinu. Ég tók enga áhættu og KR vann.“
Eftir nýliðinn úrslitaleik skrifaði Einar Gylfi á
síðu sína á Facebook að Darri Hilmarsson væri
þeirra maður og þakkaði honum samfylgdina, en
fram hefur komið að leikmaðurinn er á förum til
Svíþjóðar. „Darri er okkar maður, við uppgötv-
uðum hann, því þegar hann byrjaði á bekknum
sáum við hvað í honum bjó,“ segir Einar Gylfi,
spurður nánar um færsluna.
„Við höfum alltaf átt okkar uppáhaldsleikmann,“
bætir Halldór við. „Það er sá sem hendir sér oftast
og skilar af sér mikilli orku við það eitt að koma
inná. Hann er ekki endilega bestur innan gæsa-
lappa heldur er hann með stórt hjarta.“ Hann bætir
við að þegar menn kveðja verði þeir í sérstaklega
Lyf í vetrardrunganum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í smóking Fjórmenningarnir á úrslitaleik KR og Tindastóls í KR-heimilinu fyrir viku. Frá vinstri:
Halldór Gunnarsson, Jakob Möller, Einar Gylfi Jónsson og Finnur Guðsteinsson.
Jakkafatagengið í KR
kveður Darra Hilmarsson
með söknuði og tárum
Ljósmynd/Sigrún Bjarnadóttir
Íslandsmeistarar Halldór og Darri eftir verð-
launaafhendinguna í liðinni viku.