Morgunblaðið - 28.05.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 28.05.2018, Síða 16
16 www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir VIÐ leigjum út palla og kerrur MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018 Viðræður um myndun meiri- hluta í samein- uðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs eru hafn- ar. D-listi Sjálf- stæðisflokks og óháðra og H-listi, Listi fólksins, ræddu saman í gær og halda því áfram í dag. Sjálfstæðismenn fengu flest at- kvæði, um 35%, og þrjá menn kjörna. J-listinn er með jafn marga fulltrúa, Listi fólksins tvo og Fram- sóknarflokkurinn einn. Fulltrúar flokkanna ræddu saman að kvöldi kjördags og niðurstaðan varð sú að D- og H-listi tóku upp viðræður. Einar Jón Pálsson, oddviti sjálf- stæðismanna, segir að þessi tvö framboð séu með svipaðar áherslur í pólitíkinni. Áherslan er meðal annars á að ljúka sameiningunni og þeim málum sem henni tengjast. helgi@mbl.is Ræða saman í sam- einuðu sveitarfélagi Einar Jón Pálsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við töluðum fyrir auknu íbúalýðræði og breytingum á rekstri bæjarins. Við viljum opnari stjórnsýslu og meira upplýsingaflæði til íbúa. Við fundum að áherslur okkar féllu í frjó- an jarðveg,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-lista, Fyrir Heimaey, sem vann sigur í Vestmannaeyjum. List- inn fékk rúmlega þriðjung atkvæða og þrjá fulltrúa kjörna og felldi meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins sem lengi hefur verið við völd í Eyjum. Íris segir mikilvægt að gefa íbúum kost á að koma reglulega að ákvörð- unum, ekki aðeins við kosningar á fjögurra ára fresti. Flestir frambjóðendur H-listans voru flokksbundnir sjálfstæðismenn. Íris var til dæmis varaþingmaður flokksins um tíma og átti sæti í mið- stjórn þangað til hún fór í framboð nú. Fleiri forystumenn í Eyjum unnu með framboðinu. Upphafleg ástæða fyrir því að farið var að ræða um framboð var óánægja með að ekki var haldið prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum til að velja frambjóðendur. „Ástæðan fyrir því að við stigum það skref að stofna bæjarmálafélag var sú að við vildum vinna bænum okkar gott, vildum leggja góðum málum lið. Það eru ekki aðeins sjálfstæðismenn á listanum okkar, heldur fólk úr öllum áttum. Við erum með breiða skír- skotun,“ segir Íris. Hún viðurkennir að kosningabar- áttan hafi tekið á alla. Mikil nánd sé í samfélaginu og hætt við að kosninga- baráttan verði persónuleg. „Við ákváðum að reka hana með jákvæðni og gleði að vopni og stóðum við það. Við erum mjög stolt af okkar bar- áttu,“ segir Íris. Frambjóðendur H-listans ákváðu í gær að óska eftir viðræðum við Eyja- listann til að kanna möguleika á sam- starfi. Íris segir að það sé eðlilegt fyrsta skref í ljósi niðurstöðu kosn- inganna. Hún segir að markmiðið sé að kanna hvort vilji sé til breytinga og hvernig málefni falli saman. Fyrsti fundur er fyrirhugaður í kvöld. E- listinn hefur ákveðið að ræða einnig við D-lista Sjálfstæðisflokksins. Enginn gassagangur „Við vorum með hreinan meiri- hluta og misstum hann. Það er því enginn gassagangur í okkur. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri og oddviti sjálfstæðismanna. Hann var að þessu sinni í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og er því 2. varafulltrúi í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn síð- ustu tólf árin, undir forystu Elliða. Flokkurinn vann sögulegan sigur í síðustu bæjarstjórnarkosningum, fékk 73,2% fylgi sem talið var Ís- landsmet. „Fundum að áherslur okkar féllu í frjóan jarðveg“  Felldu meirihluta Sjálfstæðisflokks  E-listinn ræðir við bæði framboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimaey Hörð kosningabarátta var háð í Eyjum fyrir þessar kosningar. M.a. tókust á fyrrverandi samherjar. „Það eru svo margir möguleikar opnir að erfitt er að segja til um framhaldið. Mér vitanlega hefur enginn útilokað aðra flokka í meiri- hlutasamstarfi en það þarf að ríkja traust á milli manna og sam- hljómur að vera í stefnumálum,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokksins í nýrri bæjarstjórn Reykjanes- bæjar. Framsóknarflokkurinn vann mann ásamt Samfylkingunni og Miðflokkurinn kom manni að. Meirihluti Samfylkingarinnar, Beinnar leiðar og Frjáls afls féll vegna þess að tvö síðarnefndu framboðin misstu fulltrúa. Sjálf- stæðisflokkurinn sem var í minni- hluta með Framsókn tapaði einum manni og er nú kominn niður í 23% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa sem er það minnsta í háa herrans tíð. Viljum komast í meirihluta „Við höfum lýst því yfir að við viljum komast í þá stöðu að geta haft áhrif á hag bæjarbúa og ekki útilokað neinn frá samstarfi. Við höldum okkur við það. Við höldum okkar stefnuskrá fram en gerum okkur grein fyrir því að ólíklegt er að við fáum allt fram í slíkum við- ræðum,“ segir Jóhann Friðrik. Kjörsókn var afar slök í Reykja- nesbæ, tæp 57% sem er það léleg- asta í manna minnum. Jóhann seg- ist ekki hafa skýringu á því. Það eina sem kemur upp í huga hans er að framboðin hafi verið mörg og ekki stór átakamál á milli fram- bjóðenda. Því geti verið að fólk hafi átt erfitt með að velja á milli og því ákveðið að sitja bara heima. „Þetta er áhyggjuefni. Ég tel að bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hver sem er í meirihluta, þurfi að reyna að vinna betur saman og valdefla íbúana til að taka þátt í kosn- ingum,“ segir hann. helgi@mbl.is Ljósanótt Allir eru vinir í árganga- göngu bæjarhátíðar í Reykjanesbæ. Margir möguleikar í Reykjanesbæ  Kjörsókn í sögulegu lágmarki „Það er erfitt að ráða í stöðuna. Við erum ótví- ræðir sigurveg- arar, bættum við okkur og erum alsæl,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og nýr oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn. Sjálf- stæðisflokkurinn jók fylgi sitt þrátt fyrir klofningsframboð E-Lista samfélagsins sem fékk á þriðja hundrað atkvæði. Atkvæðin skiptust þannig að Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja manninum þótt hann tap- aði örlitlu fylgi. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og VG féll vegna þess að VG tapaði miklu fylgi og öðrum fulltrúa sínum. Þreifingar voru um það í gær hvort grundvöllur væri fyrir því að Samfylkingin myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki og VG. Þreifingar um meiri- hluta í Norðurþingi Kristján Þór Magnússon Litlu munaði að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum héldi. 296 at- kvæði voru á bak við 3. mann H-lista Fyrir Heimaey og 294,75 at- kvæði á bak við 4. mann á lista sjálfstæðismanna. Þýddi það að ef sjálfstæðismenn hefðu fengið 5 atkvæðum meira hefði þurft að varpa hlutkesti á milli þessara frambjóðenda. Í þessu ljósi taldi kjör- stjórn eðlilegt að verða við kröfu um endurtalningu, að sögn Jóhanns Péturssonar, formanns yfirkjörstjórnar. Hún leiddi til sömu nið- urstöðu. Það gerir málið ennþá sérstakara að Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki að koma fjórum atkvæðum frá flokksbundnum sjálfstæð- ismönnum í tæka tíð frá Reykjavík til Eyja. Klukkan 10 fór formað- urinn út og kallaði upp að kosningu væri lokið. Þegar hann lauk síð- ara kalli kom maður hlaupandi með atkvæðin fjögur sem flutt höfðu verið með bíl til Landeyjahafnar og sótt þangað með litlum báti við erfiðar aðstæður. Þau komu hins vegar nokkrum sekúndum of seint og voru ekki talin með. Atkvæðin voru ekki opnuð og því ekki vitað með vissu hvert þau hefðu ratað. Fjögur atkvæði bárust of seint MJÓTT Á MUNUNUM Í VESTMANNAEYJUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.