Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Gerir sláttinn auðveldari
Cub Cadet sláttutraktorarnir
eru afar vandaðir og vel
útbúnir sláttutraktorar sem
mæta þörfum og kröfum
vandlátra garðeiganda
og annarra sláttumanna.
Cub Cadet sláttutraktorarnir
eru öflugir og afkastamiklir og
auðveldir í notkun.
Vandaðir garðtraktorar
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Þar sem nú eru liðin
50 ár frá því að breytt
var yfir í hægri um-
ferð hér á landi langar
mig að setja á blað
nokkur þakkarorð til
allra þeirra sem stóðu
að þessari farsælu
breytingu. Ég gæti
auðvitað nefnt nöfn
fjölmargra ein-
staklinga, félaga-
samtaka og stofnana sem þakka
ber, en það yrði of löng upptalning.
Bið þess vegna fyrirgefningar á að
birta hér aðeins nöfn örfárra.
Samþykktar alþingismanna er
vert að minnast, svo og þáttar
ríkisstjórnar með Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra í broddi fylk-
ingar, og m.a. Ólaf W. Stefánsson
sér við hlið. Þar var vel að verki
staðið.
Framkvæmdanefnd hægri um-
ferðar var skipuð valinkunnum
sæmdarmönnum sem strax lögðu
áherslu á að ná sem allra víðtæk-
ustu samstarfi við alla aðila sem
þurftu að vinna að þessari merku
breytingu. Á engan er hallað þótt
fyrst sé getið Valgarðs Briem, for-
manns nefndarinnar, sem vakinn
og sofinn barðist fyrir því að breyt-
ingin yrði þjóðinni til heilla. Með-
nefndarmenn hans, þeir Einar B.
Pálsson verkfræðingur og Kjartan
J. Jóhannsson læknir, mynduðu
með Valgarð þennan merkilega þrí-
drang sem haggaðist ekki þrátt
fyrir að margir reyndu
að gera störf þeirra
tortryggileg, og sumir
vildu m.a.s. að hætt
yrði við allt saman.
Framkvæmdastjóri
nefndarinnar, Bene-
dikt Gunnarsson, og
Kári Jónasson, blaða-
fulltrúi hennar, eiga
svo sannarlega einnig
þakkir skilið fyrir þátt
sinn í einstaklega ár-
angursríku starfi
framkvæmdanefnd-
arinnar. Öðru starfsfólki hennar,
skrifstofufólki, fulltrúum, fjölmörg-
um erindrekum o.fl. er og ástæða
til að þakka af alhug.
Slysavarnafélag Íslands og um-
ferðaröryggisnefndirnar 100, sem
Hannes Þ. Hafstein og samstarfs-
fólk hans hjá því merka félagi
komu á fót, unnu afrek um allt land
í öllu undirbúnings- og fram-
kvæmdastarfi breytingarinnar.
Umferðarverðir sem víða stóðu
vaktina með prýði létu sitt ekki eft-
ir liggja.
Þá ber að geta fræðslu- og upp-
lýsingaskrifstofu umferðarnefndar
Reykjavíkur þar sem Pétur Svein-
bjarnarson stóð í brúnni og við hlið
hans menn eins og Guttormur
Þormar. Sýslumenn og lögreglan
um allt land unnu gífurlega gott
starf og þótt erfitt sé að nefna nöfn
úr þeim góða hópi minnist ég sér-
staklega manna eins og Sigurjóns
Sigurðssonar, lögreglustjóra í
Reykjavík, Óskars Ólasonar yfir-
lögregluþjóns og Akureyringanna
Gísla Ólafssonar yfirlögregluþjóns
og Stefáns Stefánssonar bæj-
arverkfræðings. En eins og áður
segir væri full ástæða til að geta
miklu fleiri karla og kvenna sem af
einurð og einlægni lögðu þessu
málefni lið.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra og ráðuneyti hans,
ásamt Vegagerð ríkisins, þar sem
Jón Birgir Jónsson deildarverk-
fræðingur stóð styrkur í stafni fyr-
ir hönd Sigurðar Jóhannssonar
vegamálastjóra, verkstjórar og aðr-
ir starfsmenn stofnunarinnar unnu
afar mikilsverð störf í aðdraganda
og við framkvæmd breyting-
arinnar.
Mikil fræðslustarfsemi á vegum
menntamálaráðuneytis fór fram í
skólum á öllum skólastigum,
„tenglar“ önnuðust fræðslu meðal
aldraðra, og mörg félagasamtök,
s.s.bifreiðatryggingafélögin, Öku-
kennarafélag Íslands, FÍB, BFÖ,
rauðakrossdeildir og félög atvinnu-
bifreiðarstjóra lögðu sitt að mörk-
um með myndarlegum hætti, svo
og prestar landsins, landlæknir,
læknar og margir fleiri.
Mikilsverðs þáttar fjölmiðla ber
að geta, sjónvarps og útvarps
Ríkisútvarpsins, dagblaða, héraðs-
fréttablaða og tímarita.
Þáttur kvenna var mun meiri en
hér hefur komið fram. Þær stóðu
margar í ströngu í slysavarnadeild-
unum, í umferðarvörslunni og víðar
– þökk sé öllum þeim.
Síðast en ekki síst ber þó að
þakka almenningi, vegfarendum
þessa lands, hvernig þeir brugðust
við þessu öllu saman. Það gerði
fólk með bros á vör og þeim væn-
lega hugsunarhætti að öll værum
við byrjendur í nýskipan umferð-
armála. Árangurinn var m.a. breytt
hegðun og ótrúlega fá slys miðað
við það sem við mátti búast.
Sjálfur kom ég ekki að málefnum
umferðaröryggis fyrr en 10 árum
síðar, þ.e. árið 1978 hjá Umferðar-
ráði, og þá nutum við sem þá stýrð-
um málum alls þessa mikla starfs
sem unnið var við hægri breyt-
inguna og á fyrstu árum Umferðar-
ráðs, sem stofnað var árið 1969.
Hafið öll kæra þökk fyrir – þið,
og margir sem farnir eru, unnuð
stórvirki.
Eftir Óla H.
Þórðarson »Nú eru liðin 50 ár frá
því að breytt var yfir
í hægri umferð hér á
landi og langar mig að
setja á blað nokkur
þakkarorð til allra er
stóðu að þessari farsælu
breytingu.
Óli H. Þórðarson
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri Umferðarráðs.
Hægri umferð í 50 ár – þakkir
Árið 1976 var uppi
sú staða, að þeir há-
skólamenn á íslensk-
um vinnumarkaði sem
ekki rúmuðust innan
fagstéttarfélaga í
Bandalagi há-
skólamana urðu að fá
einstaklingsaðild að
BHM, en það er
nokkuð sem ekki er
mögulegt í dag. Þeir
háskólamenntuðu starfsmenn hjá
ríki, sveitarfélögum og á einka-
markaði sem leita eftir aðild að
BHM í dag, sækja um aðild að til-
teknu aðildarfélagi, en þau eru í
dag 27 alls.
Aðildarfélög BHM eru ólík um
margt, en öll eiga þau það sameig-
inlegt, að félagsmenn þeirra eru
háskólamenntaðir og
hafa lokið í það
minnsta BA- eða BS-
námi. Til er líka í
nokkrum aðild-
arfélögum, að nemar
geti fengið svokallaða
nemaaðild, en hún fel-
ur ekki í sér fulla fé-
lagsaðild greiðandi, út-
skrifaðra
háskólamanna.
Stofnun, samstarf
og sameining
Þann 29. maí 1978 ákváðu 37 ein-
staklingar með einstaklingsaðild að
BHM að stofna sérstakt félag.
Hlaut félagið nafnið Útgarður og
var það nokkuð öðruvísi en önnur
aðildarfélög BHM á þeim tíma, því
þar rúmuðust þeir háskólamennt-
uðu starfsmenn innan BHM sem
ekki rúmuðust í hinum félögunum.
Rúmum 20 árum eftir stofnun Út-
garðs var stofnað til þjón-
ustuskrifstofu á vegum Útgarðs og
samstarfsfélaga, þeirra á meðal Fé-
lags íslenskra fræða-kjaradeild. Á
árinu 2008, áður en að hruni kom,
sameinuðust Félag íslenskra fræða-
kjaradeild og Útgarður í eitt félag,
Fræðagarð, og var stofnfundur
haldinn 18. júní 2008.
Á tímamótum
Eftir Braga
Skúlason
Bragi Skúlason
»Háskólamenntaðir
starfsmenn innan
BHM standa á tímamót-
um, þar sem miklar
breytingar eru að verða
á vinnuumhverfi þeirra
vegna mikilla tækni-
framfara.Tveir norskir próf-essorar á eftirlaunum
(sérfræðingar í hákarla-
rannsóknum) fullyrtu í
aðsendri grein í Morg-
unblaðinu fyrr í þessum
mánuði að til þess að
bjarga villtum laxi frá
útrýmingu væri mikil-
vægt að brjóta allar
fluguveiðistangir. Sama
grein birtist í Aften-
posten í Noregi þann 27.
apríl.
Ég sé ekki neina
ástæðu til að birta þessa
grein í íslensku dag-
blaði. Ísland á sterkustu
laxastofna heims. Orri
Vigfússon, hetjan mín, átti frumkvæði
að því ásamt öðrum stangveiðimönn-
um að fjármagna og leigja lax-
veiðikvóta frá Grænlandi og Fær-
eyjum og stöðva þannig netaveiðar í
sjó á villtum laxi við þessi lönd. Fyrir
vikið hafa yfir tíu milljón laxar frá
mörgum löndum fengið að vera í friði á
þessum næringarríku slóðum áður en
þeir ganga upp ár í heimalöndum sín-
um.
Stangveiðimenn sleppa fiski
Flestir stangveiðimenn sem koma
sem ferðamenn til Íslands sleppa fiski
sem bítur á. Þeir eru í hópi stangveiði-
manna sem yfir 1.500 fjölskyldur í
sveitum Íslands treysta á tekjur frá til
að standa undir afkomu við búrekst-
urinn. Fjölmargir Íslendingar starfa
líka sem leiðsögumenn við árnar og
þar að auki eru ýmis önnur afleidd
störf sem hafa orðið til í kringum
stangveiðina. Stangveiðimenn eru
þannig góðir fyrir mannlífið í sveit-
unum.
Íslenskum laxastofnum stafar engin
ógn frá stangveiðimönnum. Stærsta
hættan sem vofir yfir villta íslenska
laxinum er ef þið leyfið norsku laxeld-
isfyrirtækjum að hertaka firðina ykkar
og setja þar út opnar sjókvíar. Þessum
gamaldags iðnaði fylgir mengun frá líf-
rænu skólpi, kopar, lyfjaafgöngum,
ýmsum eiturefnum, erfðablöndun og
laxalús. Sjórinn við Noreg hentar mjög
vel fyrir laxeldi. Hafið umhverfis Ís-
land er miklu kaldara og aðstæður
ekki góðar fyrir sjókvíar því að laxinn
étur ekki við lágt hitastig. Ísland hefur
hins vegar samkeppnisforskot þegar
kemur að nægu landrými og miklu
framboði af hreinu köldu og heitu
vatni. Lax dafnar best í 10-13 gráðu
heitu vatni með hæfilegu
saltmagni. Ísland ætti að
binda í lög að laxeldi fari
fram í lokuðum kerfum
þar sem er hægt að
blanda heitu vatni og sjó.
„Annar sannleikur“
Norsk fiskeldisfyr-
irtæki geta ekki fram-
leitt meira af lax heima
hjá sér. Norskir firðir
eru nú þegar yfirfullir.
Stefna þeirra er sú sama
og tóbaksfyrirtækin not-
uðu hér áður fyrr: neita
öllum slæmum áhrifum.
Þessi fyrirtæki vilja bara
halda áfram að fá að
menga með sínum opnu
sjókvíum.
Það er alltaf hægt að
finna vísindamenn sem eru tilbúnir að
selja sig fyrir einhverjar krónur eða
nokkrar sekúndur af frægð, til að
halda því fram að það sé til „annar
sannleikur“. Ég vil hvetja alla, líka
norsku prófessorana á eftirlaunum,
sem eru tilefni þessara skrifa, til að
lesa skýrslu sem heitir „Það sem ógn-
ar helst Atlantshafslaxinum í Noregi“
og birtist í Vísindariti Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins (ICES Journal of Mar-
ine Science). Skýrslan er skrifuð af
þrettán virtum fræðimönnum frá
óháðum rannsóknarstofnunum. Nið-
urstaða þeirra var að eldislax sem hef-
ur sloppið úr sjókvíum væri ein helsta
ógn villtra laxastofna, auk laxalúsar-
innar, sem verður til í margfalt meira
magni í sjókvíum en við náttúrulegar
aðstæður. Þetta eru staðreyndir. Það
er ekki til neinn annar sannleikur.
Ekki með réttu ráði?
Eitt að lokum. Mér skilst að rekstr-
arleyfi fyrir sjókvíaeldi á Íslandi sé
nánast ókeypis og gildi um aldur og
ævi. Eruð þið Íslendingar ekki með
réttu ráði? Í Noregi ganga þessi leyfi
kaupum og sölu á rúmlega 1,5 millj-
ónir íslenskra króna fyrir hvert tonn
sem heimilt er að ala af lífmassa. Til að
setja það í samhengi hefði Arnarlax
þurft að greiða í Noregi um 23 millj-
arða króna fyrir 15 þúsund tonna
rekstrarleyfið sem íslenska ríkið hefur
úthlutað fyrirtækinu fyrir ekki neitt!
Og Arnarlax er, vel að merkja, í meiri-
hlutaeigu norskra aðila. Rukkið þá og
hafið leyfin tímabundin svo að hægt sé
að skila fjörðunum aftur til sinna réttu
eigenda, íslensku þjóðarinnar.
Prófessor Illur
og brotnu flugu-
veiðistangirnar
Eftir Jens Olav
Flekke
Jens Olav Flekke
»Rukkið þá
og hafið
leyfin tíma-
bundin.
Höfundur er formaður verndarsjóðs
villtra laxa í Noregi. jof@dmf.no