Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 24

Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Fáir hafa efasemdir um að þjóðin hefur búið við verulegt efna- hagslegt góðæri um tíma eftir hreina koll- steypu í þeim efnum. Þetta góðæri hefur að vísu komið misjafnt að ólíkum starfshópum. Alveg farið hjá garði hjá sauðfjárbænum sem búa nú við alvar- legustu stöðu um áratuga skeið. Í hinni megingreininni, mjólk- urframleiðslunni, hefur staðan um margt verið góð. Bráðlega munu bændur þar samt standa frammi fyrir miklum ákvörðunum um framtíðarþróun. Lítið ber samt á almennri umræðu um þau mál meðal bænda. Það tel ég váboða. Opin, almenn og hreinskilin um- ræða er lífsspursmál fyrir þær báðar vegna þess að þær sækja umtalsverðan opinberan stuðning sem þær þurfa að geta réttlætt fyrir almennum þegnum þjóð- félagsins með slíkri umræðu. Bændablaðið ætti að vera vett- vangur slíkrar umræðu en er ekki. Ég hef þar verið með ritskoðun útilokaður frá skrifum í meira en tvö ár. Ritskoðun tíðkast því miður á þessu landi. Áður en ég setti þessar línur á blað hafði ég sam- band við Hörð ritstjóra blaðsins sem góðfúslega staðfesti að engin slökun væri á ritskoðun. Hann mun áfram þróa blaðið hraðfari í þeim Trump-isma sem hann hefur innleitt. Þess vegna leita ég eins og stundum áður á náðir Morg- unblaðsins um birtingu. Ætlunin er hér á eftir að víkja örfáum orðum að stórspurningunum sem blasa við kúabændum. Þó að mikil framleiðsluþróun hafi orðið í mjólkurframleiðslunni á síðustu árum blasa við hættumerki að hugleiða. Skuldasöfnun grein- arinnar vex. Framleiðslukostnaður mikill. Mikil notkun mjaltaþjóna, en framleiðendur víða um heim telja þessa tækni of dýra til að nota. Markaðsþróun er bundin óvissu m.a. vegna markaðs hluta afurða erlendis og með öllu eru óviss áhrif nýorðinna tollabreyt- inga. Búum fækkar hratt og framleiðsla leggst jafnvel niður sveit úr sveit. Þetta eru ekki hættumerki í velgengni en á ör- skömmum tíma við miklar umbreytingar gætu þau snúist í bráða hættu. Málið sem taka þarf afstöðu til á næstunni er hvort eigi að við- halda framleiðslustýr- ingu í framleiðslunni. Það er bænda að ákveða það. Eins atriðis kerfisins hér á landi verða menn að horfa til og skoða hvort ekki sé ástæða til að breyta. Þegar framleiðslustýring var tekin upp í mjólkur- og kjöt- framleiðslunni var úthlutað kvótum sem gáfu tiltekið aðgengi að mark- aði innanlands fyrir þessa fram- leiðslu. Þegar þjóðarsáttarsamningar voru gerðir umbreyttist þetta kerfi. Þá var farið að greiða stuðn- ing til bænda beint og hann bund- inn kvótanum. Sjálfur tel ég mig þekkja þetta, ég vann að því að út- færa hvernig þetta mætti gera. Þar með breyttist kvótakerfið í blöndu framleiðsluheimilda og rík- isstuðnings. Ég held að þetta finn- ist hvergi í mjólkurframleiðslu annars staðar. Ég vil fullyrða að engir þeirra sem voru höfundar breytinga þá gerðu sér í hugarlund að ríkisstuðningur yrði söluvara milli framleiðenda. Á sínum tíma voru menn í mikilli tímaþröng og sáu þá þessa samtengingu sem ein- földustu og gagnsæjustu fram- kvæmd í byrjun. Að engum hvarfl- aði að þetta ætti að standa óbreytt lengi. Ég hvet fólk til að hugleiða vel hvort ekki sé löngu tímabært að rjúfa samband ríkisstuðnings og framleiðslukvóta. Sala á ríkisstuðn- ingi er ætíð siðlaus framkvæmd. Um sölu framleiðsluheimilda gegn- ir öðru máli þó að afstaða fólks sé þar breytileg. Þó að val mjólkurframleiðenda á næstunni snúi að þessu eru tvö önnur mál sem varða framtíð- arþróun enn meira sem ég vil nefna. Fjórða tæknibyltingin mun hafa stórtæk áhrif í landbúnaði. Líklega hvergi meiri en í mjólkurfram- leiðslu. Þetta er eitt mesta um- ræðumál búfjárframleiðslu í Evr- ópu. LK fékk á fagþing fyrir rúmum tveim árum hollenskan sér- fræðing á þessu sviði með frábært erindi. Það vakti enga umræðu hér. Ég skrifaði pistil sem nefndur var tæknivæddur nákvæmn- isbúskapur, sem þessi þróun nefn- ist á íslensku. Ég reyndi að kynna mér efnið nánar. Reit grein sem Hörður samstundis synjaði birt- ingar í Bændablaðinu en hún var á umræðuvef LK um tíma þar til sá vefur hrundi. Tæknibyltingin kall- ar á mat á stöðu. Ætla bændur að láta tæknina eina stýra í framtíð- inni og mjólkurframleiðslan verði verksmiðjubúskapur líkt og ali- fugla- og svínarækt víða. Eiga menn heldur að stoppa við og vega og meta hvað skuli nýta og hvernig úr tækninni. Síðari leiðin virðist mér víða erlendis vera skoðun bænda. Hér þegja allir. Annað atriðið eru hnattrænar veðurfarsbreytingar. Ég var nýver- ið á heimsráðstefnu um búfjárrækt sem haldin er á fjögurra ára fresti. Þar var þetta mál öllum öðrum yf- irgnæfandi í umræðunni. Losun gróðurhúsaloftegunda frá búfé er stærsta mengunarvandamál þeirra, sérstaklega jórturdýra. Þess vegna eru menn staðráðnir í að á því sviði þurfi að gera stórátak, átak sem skiptir búfjárframleiðslu í heiminum öllu til framtíðar. Þegar er ljóst að verulegur árangur er mögulegur. Hér verða Íslendingar háðir erlendri þekkingu. Bænda- blaðið var við stofnun ætlað til fag- miðlunar. Útgáfustjórinn hefur náð markmiði sínu um að drepa slíka umræðu þar. Orð þessi verða vonandi ein- hverjum tilefni til að staldra við og skoða stefnuna. Hvað ber að ræða? Eftir Jón V. Jónmundsson » Orð þessi verða vonandi einhverjum tilefni til að staldra við og skoða stefnuna. Jón Viðar Jónmundsson Höfundur starfaði á fimmta áratug hjá fjölda stofnana bænda. Lengst hjá BÍ. Almennt er talið að mikilvægara sé að gera rétta hluti en að gera hlutina rétt. Stjórn- málamenn eigi að taka ákvarðanir um að gera rétta hluti en það er embættismanna og forstjóra fyr- irtækja að fram- kvæma og gera hlutina rétt, innan ramma laga og reglugerða. Og það er stundum betra að gera ekki neitt en að leggja mikla vinnu í að gæða- stýra röngum hlut. Þetta kemur upp í huga þegar fréttir berast af skipun nýs starfs- hóps á vegum ríkisstjórnarinnar um orkustefnu. Starfshópur um Orkustefnu 2009-2011 Á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var stofnsettur starfshópur til að semja grein- argerð um orkustefnu. Grein- argerðin var í vinnslu árin 2009- 2011. Að mínu mati voru þættirnir sem þá var horft til allt of víð- tækir þannig að ekki var neitt fast í hendi. Þetta fjaraði allt saman út og frá því að greinargerðin birtist 2011 og fram til þessa dags hefur hún verið aðgerðalaust plagg sem enginn vitnar í. Tilvera starfshóps- ins hafði því miður þau einu áhrif að tefja ýmis knýjandi verkefni á sviði orkumála og vera skálkaskjól stjórnvalda til afsökunar á stefnu- leysi í orkumálum í mörg ár. Það minnist enginn á greinargerðina í dag. Starfshópur um Orkustefnu 2018-2020 Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipað starfshóp með aðkomu allra þingflokka til að vinna að gerð orkustefnu fyrir Ís- land. Þess er vænst að tillögur hópsins verði lagðar fram til um- ræðu á Alþingi í byrjun árs 2020. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur tjáð sig um það að ef vel tekst til geti niðurstaðan orðið eins konar þjóð- arsátt um orkumál sem hægt verði að byggja á til langrar framtíðar. Aftur er stefnt að því að ná fram einhverju sem mætti kalla yfirlit yfir markmið og leiðir í orkumálum þjóðarinnar, en aftur eru þættirnir sem horft er til svo víðtækir að borin von er um að verkið muni skila neinum árangri. Núna stefnir í að þetta verði svona almennt snakk um orku- málin frá ýmsum hliðum. Mætti jafnvel kalla fullorð- insfræðslu fyrir ráðuneytisfólk og fulltrúa pólitísku flokkanna og gæti þess vegna alveg eins átt heima hjá Endur- menntun Háskóla Ís- lands. Athyglisvert er að fulltrúar hagsmuna- samtaka atvinnulífsins voru ekki tilnefndir í starfshópinn og kannski var það bara í lagi. Í Jóhannesarguðspjalli 13. kafla er Jesús látinn segja: „Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það.“ Maður gæti látið sér koma til hugar að það ætti vel við um álit Jesú á fyrirmælum ráð- herra til starfshópsins. Samanburður Hvorki í fyrirmælum til fyrri starfshóps 2009- 2011 né til seinni starfs- hóps 2018-2010 er minnst á að ljúka þurfi þeirri fyrirætlun raforkulaga frá 2003 að koma á samkeppnismarkaði fyrir raforku á Íslandi eins og nú þegar tíðkast í langflestum tæknivædd- um þjóðfélögum um allan heim og „svínvirkar“ víðast hvar, eins og sagt er. Í skipan seinni starfshópsins er nefnt að hann skuli leita eftir að efla samkeppni á raforkumarkaði og skoða hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng. Orðalagið er þó svo lauslegt að nærtækt er að álykta að það innifeli ekki endilega í sér stofnun á opnum sam- keppismarkaði. Starfræksla sam- keppnismarkaðar á Íslandi er for- senda fyrir sæstreng til Bretlands, en varla þarf að hafa áhyggjur af því vegna þess að sú framkvæmd er hvort eð er líklega óraunhæf. Fyrirmæli til beggja starfshóp- anna bera jafnvel með sér keim af stjórnsýslu frá tímum sovéskra stjórnvalda sem nú eru hrunin. Eftir situr nútímastjórnsýsla með markaðshyggju og samkeppni sem hefur öðlast fullnaðarsigur á heimsmælikvarða. Að lokum Mikil samstaða hefur náðst í flestum hagkerfum heims á undan- förnum árum um að innleiða sam- keppni og frjáls viðskipti með raf- orku, nema á Íslandi. Að vísu hefur Landsnet tilkynnt enn einu sinni áform um að koma á fót skyndimarkaði fyrir heild- söluviðskipti á raforku, í þetta sinn fyrir 2020. Það gerðist á vor- fundi Landsnets 14. mars 2018 með yfirlýsingu forstjórans, Guð- mundar Inga Ásmundssonar. Hvernig það verkefni verður leyst liggur ekki enn fyrir, en það er örugglega hægt. Vonandi mun stefnuleysi í mótun og vinnslu á orkustefnu ríkisstjórnarinnar ekki trufla þá vinnu. Orkustefnur Íslands Eftir Skúla Jóhannsson »Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur skipað starfshóp til að móta orkustefnu Íslands. Tillögur hópsins verða lagðar fyrir Alþingi 2020. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.