Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
✝ Þuríður Guð-mundsdóttir
fæddist að Kvígind-
isfelli við Tálkna-
fjörð 21. febrúar
1929. Hún lést á
Landspítalanum
14. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Guð-
mundsson og
Þórhalla Odds-
dóttir og átti Þuríður 12 bræður
og fjórar systur.
Eiginmaður Þuríðar var Stef-
án Guðmundsson, plötu- og
ketilsmiður, fæddur 1925, dáinn
1994. Börn Þuríðar og Stefáns
eru Hrefna, þjónustufulltrúi,
fædd 1948, dáin 2007, Haukur
Þuríður lauk barnaskólanámi
á Tálknafirði og námi í hús-
mæðraskóla að Staðarfelli. Hún
flutti til Reykjavíkur eftir nám
og starfaði við ýmis þjónustu- og
framleiðslustörf. Hún og Stefán
giftu sig 1954 og bjuggu lengst
af á Grensásvegi í Reykjavík.
Þau fluttu búferlum til Málm-
eyjar í Svíþjóð 1970 og bjuggu
þar í 11 ár. Í Svíþjóð starfaði
Þuríður við verslunarstörf. Eftir
heimkomu 1981 keyptu Þuríður
og Stefán íbúð á Kleppsvegi 4
þar sem þau bjuggu til dauða-
dags. Þuríður starfaði sem
saumakona á saumastofunni Bót
til eftirlaunaaldurs. Þuríður
naut eftirlaunaáranna við góða
heilsu og sinnti fjölskyldu og
áhugamálum fram á síðasta dag.
Hún lést í faðmi fjölskyldunnar
á líknardeild Landspítalans eftir
stutt veikindi.
Þuríður verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag, 28.
maí 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Már, verkfræð-
ingur, fæddur 1955,
Arnheiður Svala,
verslunarmaður,
fædd 1960, og Guð-
mundur Þór, húsa-
smiður, fæddur
1964.
Hrefna átti börn-
in Stefán, Hugrúnu
og Elfu.
Haukur er giftur
Soffíu Bryndísi
Guðlaugsdóttur bankastarfs-
manni, börn þeirra eru Lilja
Björk, Guðlaugur Örn og Edda
Þuríður. Arnheiður er gift Jens
Ormslev verslunarmanni, börn
þeirra eru Elín Áslaug, Eva
Birna og Rebekka. Guðmundur
er ógiftur og barnlaus.
Elsku amma. Þó að þú hafir
verið orðin 89 ára þegar þú fórst
var samt svo margt sem við átt-
um eftir að ræða. Ég á eftir að
sakna þess að geta komið í
heimsókn eða hringt í þig og
spjallað.
Amma fylgdist alla tíð mjög
vel með allri umræðu, fréttum
og öðru og það var gaman að
ræða við hana og rökræða. Hún
hafði sterkar skoðanir en var
samt sem áður opin fyrir nýjum
hugmyndum og hlustaði með
opnum hug á þá sem voru ann-
arrar skoðunar.
Amma fylgdist líka vel með
fjölskyldunni og ekki síst lang-
ömmubörnunum og hafði ein-
lægan áhuga á því hvað hver og
einn var að gera hverju sinni.
Enda fannst henni mjög gaman
að ,,njósna á Facebook“ eins og
hún sagði sjálf og hló. Amma
hafði líka góða innsýn og vissi
oft hvernig fólki leið án þess
endilega að þurfa að spyrja.
Hún var hjálpsöm og umhyggju-
söm án þess að vilja láta nokkuð
fyrir sér sjálfri hafa.
Það voru allir velkomnir inn á
heimili ömmu og var þeim tekið
fagnandi með hlýju faðmlagi í
forstofunni – meira að segja vin-
ir langömmubarnanna voru
knúsaðir þegar hún hitti þá í
fyrsta sinn.
Enda er það þannig sem við
minnumst ömmu, sem góðrar og
skemmtilegrar ömmu sem var
svo gott að knúsa.
Þín verður saknað.
Lilja, Vignir, Bríet,
Breki og Aron.
Elsku amma. Alltaf létt í
bragði og tók ávallt á móti okk-
ur með þéttu og innilegu faðm-
lagi, svo ánægð að sjá okkur. Og
við hana. Amma var svo
skemmtileg, fyndin og með ótrú-
lega smitandi hlátur. Það var
virkilega gaman að sitja og
spjalla við ömmu og auðvelt að
eyða deginum með henni. Það
var hægt að tala um allt við
ömmu og rökræða, því hún
fylgdist vel með málefnum líð-
andi stundar og var einhvern
veginn inni í öllu sem var í
gangi. Hún var sterkur persónu-
leiki, með ákveðnar skoðanir og
stóð á sínu, á sama tíma og hún
sýndi ólíkum skoðunum skilning
og virðingu. Hún var algjör
nagli en líka svo hlý og góð.
Amma var í einlægni áhugasöm
um það sem við, og krakkarnir,
vorum að gera hverju sinni. Hún
var líka virkilega stolt af allri
fjölskyldu sinni og sagði okkur
það óspart.
Við söknum þín elsku amma
en minning um góða, hlýja og
skemmtilega ömmu lifir áfram.
Og við lofum að halda minningu
bestu „flatísa“ í heimi á lofti.
Við elskum þig.
Edda Þuríður, Tómas
Páll, Rakel Elísabet
og Arnar Darri.
Erfitt er að koma í orð þeim
fallegu hugsunum og minning-
um sem ég á um yndislegu
ömmu mína, Þuríði Guðmunds-
dóttur. Að rifja upp tíma okkar
saman og allar þær góðu stundir
sem við deildum fyllir mig miklu
þakklæti og mér þykir ég hafa
átt undurfallegan fjársjóð í
ömmu, sem var mikil kjarna-
kona og sterkur persónuleiki.
Þegar ég hef kallað ömmu
upp í hugann undanfarna daga
birtist hún þar yfirleitt skelli-
hlæjandi að einhverju gríni eða
með mjúkan faðminn útbreidd-
an. Hvort tveggja var mér mik-
ils virði í æsku en í seinni tíð
þótti mér sífellt dýrmætara að
þekkja ömmu sem fullorðin
kona að þróa mín eigin viðmið
og gildi og finna út hvernig
manneskja ég vil vera.
Ég tók á einhverjum tíma-
punkti meðvitaða ákvörðun um
að amma skyldi vera mikilvægur
þátttakandi í lífi mínu og að ég
myndi sömuleiðis vera hluti af
hennar daglega lífi, að reyna að
nýta mér reynslu hennar af
langri ævi og gefa til baka allt
það sem hún gaf og kenndi mér
í gegnum árin. Við höfum því átt
ótal góða daga saman í gegnum
árin, bæði heimavið og í bíltúr-
um og stússi hingað og þangað
um borgina. Þessar stundir voru
yndislegar og skemmtilegar því
amma fylgist einstaklega vel
með öllu í kringum sig og var
alltaf svo vel upplýst um gang
mála, hvort sem var hjá nánustu
fjölskyldu eða því sem var hæst
á baugi í samfélaginu hverju
sinni. Hægt var að sitja í eld-
húsinu hjá ömmu að því er virð-
ist endalaust og ræða hlutina til
mergjar og oftar en ekki vorum
við sammála um hvernig best
væri að haga hinu og þessu.
Mér þykir óendanlega vænt um
þessar minningar nú.
Amma var fram á síðasta dag
mikill og fastur punktur í tilveru
minni og það er svo óraunveru-
legt að hún sé ekki lengur hjá
okkur með góða skapið sitt og
sína góðu nærveru.
Elsku amma mín, ég er svo
þakklát þér – af þér lærði ég
gildi þess að segja hlutina um-
búðalaust, að vera ekki hrædd
við að tjá skoðanir mínar, að
hafa húmor fyrir lífinu, að taka
sjálfa mig ekki of alvarlega, að
vera umhyggjusöm og hjálpsöm
gagnvart öðrum og að taka því
sem ég ekki fæ breytt af æðru-
leysi.
Ég mun bera fallegu minn-
ingarnar um þig í hjarta mér
alla tíð.
Ástfanginn blær í grænum garði
svæfir
grösin, sem hljóðlát biðu sólar-
lagsins.
En niðri í mýri litla lóan æfir
lögin sín undir konsert morgun-
dagsins.
Og úti fyrir hvíla höf og grandar,
og hljóðar öldur smáum bárum
rugga.
Sem barn í djúpum blundi jörðin
andar,
og borgin sefur rótt við opna glugga.
(Tómas Guðmundsson)
Elín Áslaug Ormslev.
„Mikið var hann Númi hepp-
inn að giftast henni Íðu,“ sagði
hún mamma okkar. Og það var
hann Stefán föðurbróðir minn,
oft kallaður Númi. Hún Þuríður
sem gjarnan var kölluð Íða var
ein af sautján systkinum frá
Kvígindisfelli í Vestur-Barða-
strandarsýslu, bæ sem stóð
vestan og nokkuð utan við þorp-
ið í Tálknafirði. Komin af dugn-
aðarfólki, Þórhöllu Oddsdóttur
og Guðmundi Kristjáni Guð-
mundssyni. Þau eignuðust tólf
syni og fimm dætur, allt mann-
kostafólk. Kvennalistakonur
vildu eitt sinn heiðra Þórhöllu
fyrir ævistarfið og heimsóttu
hana á Hrafnistu. Hún sagði
okkur ungu konunum frá ævi
sinni og minntist þess er faðir
hennar var einu sinni sem oftar
fenginn til að bera veiku barni
lyf, hann var svo ratvís og kunn-
ugur, en ís og hálka lá yfir öllu
og Þórhalla sagði þau systkin
hafa legið á bæn til að biðja þess
að hann hrasaði ekki svo lyfja-
glasið brotnaði en allt fór vel.
Þetta voru aðrir tímar. Þuríður
var myndarleg og lagleg kona,
hvíldi vel í þeim arfi sem hún
hlaut úr foreldrahúsum, var
verklagin, ábyrg, glaðsinna og
ávallt jákvæð og hress í viðmóti.
Á öllum fjölskyldufundum, eink-
um þegar skyldmenni sem
bjuggu erlendis komu í heim-
sókn, var hún glöð og tilbúin að
leggja fram sinn skerf, oft voru
það gómsætar vestfirskar hveiti-
kökur. Íða eignaðist dóttur,
Hrefnu, sem nú er látin, áður en
hún kynntist Stefáni, en þau
giftust 1954 og hann gekk
Hrefnu í föðurstað. Fermingar-
veisla Hrefnu var á Grensásvegi
þar sem þau bjuggu þá. Meðal
gesta var kona með glitrandi
hálsmen sem virtist verðmætt
og aðrar konur dáðust að. Eru
þetta demantar? var spurt. En
Þórhalla kallaði þá: „Strákar,
strákar!“ og inn komu ellefu ef
þeir voru þá ekki tólf, stórmynd-
arlegir menn, synir hennar, og
hún sagði: „Þetta eru nú dem-
antarnir mínir.“ Þetta þótti
mömmu minni góð saga. Stefán
var fæddur 1925 og hafði mikinn
áhuga á flugi eins og margir
ungir menn á þeim árum og
lauk einkaflugprófi. Síðar lauk
hann námi í járnsmíði frá Iðn-
skólanum og vann við járnsmíð-
ar bæði hjá Stálsmiðjunni og
Glófaxa. Þau Þuríður eignuðust
þrjú börn, Hauk Má, Arnheiði
og Guðmund, og sex barnabörn.
Árið 1970 fóru Númi og Íða með
börn sín til Svíþjóðar eins og
margir aðrir á þeim tíma og
fékk Stefán vinnu við skipa-
smíðastöð Kockums í Malmö en
Þuríður vann við verslunarstörf.
Þeim líkaði vel vistin í Svíþjóð
en þó fór svo að þau fluttu aftur
heim til Íslands 1981. Eftir
heimkomuna starfaði Stefán
lengst af sem hlaðmaður hjá
Flugleiðum en Þuríður vann
sem saumakona. Þau voru ötul
og samhent ásamt börnum sín-
um við að koma sér upp hús-
næði og sjá sér farborða. Þur-
íður var Stefáni og börnum
sínum og barnabörnum ástrík
og dugmikil, traustur klettur í
veikindum Stefáns. Hún varð
ekkja 1994 en naut góðrar heilsu
lengst af þar til alveg síðast, var
ern og sinnti börnum og barna-
börnum. Hún kvaddi sátt við
langt og gjöfult líf. Ástvinum
hennar öllum flyt ég innilegar
samúðarkveðjur frá mér og
systkinum mínum og fjölskyld-
um okkar. Blessuð sé minning
Þuríðar Guðmundsdóttur.
Guðrún Agnarsdóttir.
Þuríður
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Þórð-ardóttir fædd-
ist 28. maí 1921 á
Skíðsholtum í
Hraunhreppi í
Mýrasýslu. Hún
andaðist 8. maí
2018 á hjúkr-
unarheimilinu
Eiri, þar sem hún
bjó síðustu tíu ár-
in.
Foreldrar Krist-
ínar voru Þórður Guðmunds-
son smiður, f. 1885 á Saurum í
Hraunhreppi. d. 1952, og Jó-
hanna Bogadóttir húsfreyja, f.
1888 á Brennistöðum í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu, d. 1963.
Þau fluttu í Borgarnes þegar
Kristín var þriggja ára gömul.
Bróðir Kristínar var Bogi
Þórðarson, f. 1917, d. 2000.
Kristín gekk í barna- og
unglingaskólann í Borgarnesi
og lauk þaðan fullnaðarprófi,
hún vann í mjólkurbúinu í
Borgarnesi sín ungdómsár og
barnabarn. 2) Anton Benedikt,
f. 1953, kvæntur Kristínu
Sölvadóttur, f. 1953, synir
þeirra eru þrír. a) Hafsteinn,
f. 1975, maki Auður Brynja
Eyjólfsdóttir, f. 1981. Haf-
steinn á dóttur með Ingibjörgu
Eyjólfsdóttur, f. 1975, og eitt
barnabarn. b) Guðmundur Ás-
geir, f. 1985. c) Daníel, f. 1987.
3) Þorsteinn, f. 1959, kvæntur
Ólafíu S. Halldórsdóttur, f.
1960. Þau eiga tvær dætur, a)
Kristín, maki Höskuldur Guð-
jónsson, f. 1981. Þau eiga tvö
börn. b) Halldóra, f. 1987, hún
á eina dóttur. 4) Iðunn, f.
1961, gift Eymundi Hann-
essyni, f. 1962, þau eru barn-
laus.
Kristín var heimavinnandi
meðan börnin voru ung og
vann síðar utan heimilis. Sem
vörubílstjóri, við fiskvinnslu,
sláturhússtörf, sem ráðskona í
mötuneytum og almenn störf í
þvottahúsi ríkisspítalana. Hún
var félagsmaður í Kvenfélagi
Tunguhrepps, mikil handa-
vinnukona og félagslega virk á
meðan heilsan leyfði.
Útför Kristínar fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 28. maí 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
til átján ára ald-
urs. Hún fór í
Hússtjórnarskól-
ann á Hallorms-
stað 1939 og lauk
honum eftir
tveggja ára nám.
Kristín giftist
Hafsteini Kröyer
frá Stórabakka í
Hróarstungu, f.
1918, d. 1993. Þau
stunduðu búskap á
Árbakka i Hróarstungu þar til
þau brugðu búi og fluttu til
Reykjavíkur árið 1987. Börn
þeirra eru fjögur 1) Jóhann
Þór, f. 1947, kvæntist Jónu
Vigfúsdóttur, f. 1947, þau
skildu. Börn þeirra eru tvö a)
Vigfús, f. 1969, maki Luciene
Rodriques, f. 1983, börn þeirra
eru þrjú. b) Vala Björg, f.
1972, maki Jakob Helgason, f.
1961, þau skildu. Börn þeirra
eru tvö. Seinni kona Þórs er
Martína Sigursteinsdóttir, f.
1955, hún á eina dóttur og
Kristín Þórðardóttir frá Ár-
bakka í Hróarstungu.
Nú er hún Kristín eða Stína
eins og hún var oftast kölluð
horfin yfir móðuna miklu. Hún
hefði orðið 97 ára í dag, 28.
maí. Við hjónin kynntumst
henni fyrst sem matráðskonu
við vinnuskálann við Lagarfoss-
virkjun í byrjun árs 1978.
Kristín tók okkur vel og við
henni. Segja má að hún hafi
tekið okkur upp á sína arma í
sveitasamfélaginu og hossaðist
með okkur milli bæja til að
kynna okkur fyrir nágrönnun-
um í sveitinni. Sambandið við
Stínu og hennar fjölskyldu þró-
aðist í vináttu sem haldist hefur
alla tíð.
Alltaf var hægt að leita til
Stínu. Hún kom t.d. í Lag-
arfoss eftir að vinnuskálanum
var lokað og tók við heimilinu
þar þegar eitthvað bjátaði á.
Stína var alltaf hress, jafnvel
þó að eitthvað þungt lægi á
henni. Hún var líka stríðin og
hafði gaman af uppákomum,
eins og kom í ljós einn daginn
þegar við hjónin fórum í Egils-
staði á sólríkum sumardegi til
að kaupa inn fyrir heimilið.
Þegar heim var komið tókum
við eftir því að Stína var eitt-
hvað svo dökk í andliti og á
handleggjum.
Hún sagðist hafa verið í sól-
baði allan tímann á meðan við
vorum í kaupstað, veðrið hefði
verið svo gott, hún svo fljót að
taka lit og þess vegna væri hún
svona dökk. Fljótlega kom þó
sannleikurinn í ljós enda svolít-
ið flekkótt. Hún hafði makað
sósulit í andlit sitt og á hendur.
Hún lagði þetta á sig, aðeins til
að stríða okkur.
Þær voru ófáar heimsóknirn-
ar í Árbakka í Tungusveit og
alltaf var tekið á móti okkur
með sama höfðinglega hættin-
um. Strákarnir okkar tveir
voru báðir í sumardvöl hjá
Stínu í Árbakka og nutu þess
að fara í fjósið með Benna,
þvælast fyrir í heyskap og gera
fleira skemmtilegt í sveitinni.
Gestir okkar sem komu í heim-
sókn í Lagarfoss voru líka au-
fúsugestir í Árbakka. Yngsta
barnið okkar, stúlkubarn, kom í
heiminn á meðan við dvöldum í
Lagarfossi. Hún var skírð í höf-
uðið á ömmu sinni og eftir
Kristínu í Árbakka. Tíminn leið
og sá dagur kom að dvölin við
Lagarfoss var á enda og fjöl-
skyldan fluttist brott úr sveit-
inni í bæinn. Sambandið hélst
við Stínu og hennar fjölskyldu í
Árbakka.
Þegar Stína hætti búskap í
Árbakka og flutti í bæinn, hóf
hún störf á nýjum vettvangi
sem matráðskona og síðar við
umönnun. Þá var stutt á milli
heimsókna og heimboða. Það er
eftirsjá að horfa á eftir slíkum
öðlingi og sólargeisla sem Stína
var. Minningarnar um hana
skælbrosandi og hlýja eru efst í
okkar huga.
Við samhryggjumst ykkur;
Þór, Benedikt, Þorsteinn og Ið-
unn, makar, barnabörn og
barnabarnabarn. Guð blessi
ykkur. Þið voruð, eruð og verð-
ið alltaf vinirnir okkar frá Ár-
bakka.
Guðbergur, Anna
og fjölskylda.
Kristín
Þórðardóttir
Í dag kveð ég
hinstu kveðju ein-
hverja þá merkileg-
ustu konu sem ég
hef hitt á lífsins leið.
Rannveigu Ragnarsdóttur hitti ég
fyrst nokkrum mánuðum eftir að
ég hóf samband við Árna, sonar-
son hennar, og strax þá sýndi hún
mér einstaka hlýju og fegurð í
samskiptum. Það er erfitt að færa
í orð þessa hlýju og umhyggju-
semi sem hún sýndi. Hún var stolt
af sínu fólki og gerði aldrei neinn
mannamun, hvort sem fólk tengd-
ist henni blóðböndum eða ekki og
það fannst mér svo einstakt við
hana. Ég man hve óskaplega hissa
ég var þegar ég fékk símtal frá
henni þegar ég átti afmæli fyrst
eftir að við kynntumst. Ég sem
tengdist henni ekki öðruvísi en að
vera þá í sambandi með sonarsyni
hennar. Og allar götur síðan var
það partur hvers afmælisdags hjá
okkur í fjölskyldunni, að fá símtal
frá henni og börnin okkar Árna
fengu alltaf afmælisgjafir frá
langömmu.
Alltaf þegar maður hitti hana
eða heyrði í henni spurði hún ætíð
frétta eins og gengur og það var
laust við alla yfirborðsmennsku,
hún einlæglega hafði áhuga á því
sem maður var að fást við hverju
Rannveig
Ragnarsdóttir
✝ RannveigRagnarsdóttir
fæddist 17. mars
1932. Hún lést 6.
maí 2018. Útför
Rannveigar fór
fram 15. maí 2018.
sinni og hvað væri að
frétta af mínu fólki.
Hún var líka dugleg að
taka myndir við alls-
kyns athafnir fjöl-
skyldunnar. Oft var
maður kannski ekki
sjálfur með hugann
við það en maður gat
gengið að því vísu, að
Rannveig ætti myndir
og hún hefur haft það
að leiðarljósi að mynd-
ir eru minningar og ekki síst nú eru
þær mjög dýrmætar minningar.
Ég er ógurlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
konu, hlýju hennar, umhyggju og
alúð. Hún var einhver fegursta
manneskja sem ég hef kynnst, bjó
yfir persónutöfrum sem fáum
hlotnast að bera. Hún var sann-
kölluð fyrirmynd í einu og öllu.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég til fjölskyldunnar
allrar.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Sigurrós Einarsdóttir.