Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 27

Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 ✝ IngibjörgKarlsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 22. janúar 1933. Hún lést 9. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Karl Jóns- son pípulagninga- maður, f. 6. ágúst 1896, d. 18. nóv- ember 1973, og Guðrún Eyjólfs- dóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1897, d. 3. mars 1985. Systur Ingibjargar eru: Lilja Eygló, f. 29. október 1921, d. 4. október 2010, Sigríður, f. 20. janúar 1928, d. 14. mars 2016, og Ingigerður, f. 18. júní 1931. Ingibjörg var gift Hilmari Sigurðssyni, sjómanni og bif- reiðastjóra, f. 4. mars 1932, d. 17. desember 1977. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg sjúkraliði, f. 27. febrúar 1952, ember 1959. 4) Guðríður, f. 8. janúar 1961, gift Gunnari Ólafi Eiríkssyni matreiðslumeistara, f. 12. apríl 1955, synir þeirra eru Hilmar, Ágúst Örn og Tómas Þór. 5) Ágústa Guðný, f. 9. apríl 1969, gift Val Helga- syni sjómanni, f. 8. október 1962, synir þeirra eru Brynjar og Enok. Ingibjörg átti 21 langömmu- barn og eitt langalangömmu- barn. Ingibjörg, eða Imba Kalla eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp á Hverfisgötu 51 í Hafnarfirði við gott atlæti for- eldra sinna. Ingibjörg vann nokkur störf um ævina en lengst af starfaði hún við umönnun aldraðra á Sólvangi í Hafnarfirði. Ingibjörg og Hilmar stofn- uðu heimili á Strandgötu 50 og bjuggu þar til ársins 1970. Eft- ir það flutti fjölskyldan að Sel- vogsgötu 13 í Hafnarfirði og bjó Ingibjörg þar til ársins 2016 þegar hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Ingibjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 28. maí 2018, kl. 13. gift Sigurði Hann- esi Jóhannssyni slökkviliðsmanni, f. 4. október 1949, d. 28. júní 1997, er nú í sambúð með Guðmundi Björns- syni, f. 1. júní 1944. Börn Sig- urbjargar og Sig- urðar eru Vilborg Áslaug, Guðrún Karla, Ingibjörg Hilma og Kristjana Ósk. 2) Sig- rún, f. 21. apríl 1956, gift Kristjáni Hringssyni, f. 4. ágúst 1955, börn þeirra eru María og Guðmundur. 3) Jón- as, f. 8. febrúar 1959, giftur Ágústu Ragnarsdóttur, f. 7. desember 1960, börn þeirra eru Sylvía Rut, Lilja Rut, Tinna Rut, Alda Rut og Jónas Eyjólfur. Fyrir átti Jónas dótt- ur, Helgu Fanneyju, með Elsu Dóru Grétarsdóttur, f. 3. nóv- Okkur systkinin langar að minnast móður okkar Ingibjarg- ar Karlsdóttur eða Inbu Kalla eins og hún var alltaf kölluð. Það fyrsta sem kemur upp er að mamma var alltaf til staðar fyrir okkur börnin sín og þrátt fyrir lít- inn efnahag skorti okkur aldrei neitt. Mamma vann lengst af við umönnun á Sólvangi í Hafnar- firði. Fyrstu árin bjó hún ásamt pabba og fjölskyldu á Strandgötu 50 hér í bæ en flutti svo að Sel- vogsgötu 13 og bjó þar til ársins 2016. Á heimili hennar voru allir velkomnir og var yfirleitt þétt setið við eldhúsborðið á Selvó. Á meðan spjallað var, var mamma yfirleitt að prjóna enda hann- yrðakona mikil. Barnabörnin sóttu í að koma og þrátt fyrir lítið pláss komust alltaf allir fyrir. Mömmu tókst að ala okkur upp á þann hátt að við systkinin erum mjög náin og mikið og gott sam- band okkar á milli. Mamma var glaðleg og skemmtileg kona og ef maður náði henni í góðum gír var glatt á hjalla. Hún var sögukona mikil og kunni urmul af kvæðum sem hún fór oft með. Þegar mamma fór að eldast þá breytt- ust sögurnar lítillega og bætti hún árum við hér og þar og sú kunni nú aldeilis að krydda sög- urnar. Mamma hugsaði vel um sig og vildi vera vel til fara, hafði hún mikinn áhuga á fötum, skóm og töskum. Ef einhver leit inn og var í einhverju sem henni fannst fallegt spurði hún: „Er þetta til í fleiri litum?“ með það í huga að ná sér í eins flík og er þetta orðið að orðatiltæki í okkar fjölskyldu. Mamma ferðaðist þó nokkuð um ævina og hafði gaman af að rifja upp staði sem hún hafði komið á. Eftir að hún flutti á Hrafnistu þá var hún með gestabók og alla daga fékk hún fleiri en einn í heimsókn. Stundum held ég að fólki hafi fundist nóg um þegar kannski 17 manns voru búnir að skrá sig í bókina. En það sýndi bara ást okkar til hennar. Það er mikið tóm sem þú lætur eftir þig, elsku mamma. Það var svo gott að koma og fá að leggja sig, spjalla eða bara sitja hjá þér og ég veit að sumir eru búnir að hringja eða keyra áleiðis þegar við munum að þú ert farin. Ævi hennar var á köflum alls ekki neinn dans á rósum þar sem hún missti eiginmann sinn langt fyrir aldur fram aðeins 44 ára gömul. Áður en pabbi dó glímdi hann við hjartveiki og þurftu þau að fara tvisvar út til London til lækninga og var því tekið með æðruleysi sem fylgdi mömmu alla tíð. Aldrei heyrði maður hana kvarta yfir hlutskipti sínu. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir og gafst okkur, fyr- ir allar góðu stundirnar. Síðustu orðin þín voru að spyrja um litlu langömmubörnin, því við vorum alltaf nr. eitt hjá þér. Við sjáum þig fyrir okkur í sumarlandinu glaða og lausa við allar þjáning- ar … þar til næst, elsku mamma. Einhvers staðar, einhvern tím- ann aftur liggur leið þín um veg- inn til mín og þú segir: „Ég sakn- aði þín … ég sakna þín.“ Sigurbjörg, Sigrún, Jónas, Gurrý og Ágústa. Nú er yndisleg tengdamóðir mín fallin frá. Það sem ég á eftir að sakna þín, elsku Inba mín. Þú reyndist mér alltaf svo vel og ég á svo margar góðar minningar með þér sem ég á eftir að varðveita alla ævi. Núna ertu farin og það er svo vont að venjast því. Þú varst alltaf svo stutt frá og það hefur verið hluti af rútínu minni í mörg ár að kíkja við hjá þér eftir vinnu, bæði þegar ég var í sjoppunni og þú bjóst á Selvogsgötunni og svo þegar þú varst komin yfir á Hrafnistu og ég á leikskólann, þá gat ég labbað yfir til þín. Þú varst góð mamma, tengda- mamma og amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég sakna þín. Þín tengdadótt- ir, Ágústa Ragnarsdóttir. Elsku amma Inba. Við hugsum um þig í dag. Við hugsuðum um þig í gær og dagana á undan. Við hugsum um þig í hljóði. Eina sem við eigum eru minn- ingar um þig og mynd af þér í ramma. Minningarnar munum við halda í og aldrei gleyma. Guð heldur þér nú í örmum sér en við í hjörtum okkar. Við söknum þín, elsku amma … Þín ömmubörn, Sylvía Rut, Lilja Rut, Tinna Rut, Alda Rut og Jónas Eyjólfur. Ég kynntist Imbu ömmu, eins og hún var alltaf kölluð, fyrir bráðum 40 árum. Fjölskyldur okkar höfðu tengst á þann hátt að Fanney, uppeldisdóttir mín, átti Imbu ömmu að og dvaldi iðu- lega hjá henni og fjölskyldu hennar í Hafnarfirði. Við þessi samskipti gat ég ekki annað en dáðst að þessari konu og sú að- dáun mín bara óx við nánari kynni. Imba hafði sterkar skoð- anir og sagði það sem henni fannst, beint frá hjartanu. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum og ung varð hún ekkja með fimm börn. Aldrei heyrði ég hana samt kvarta og eftir heim- sóknir til hennar á Sölvhólsgöt- una og góðan kaffibolla var ekki laust við að ég gengi léttstígari frá húsinu. Heimsóknunum fækkaði eins og gengur með ár- unum. Við heimsóttum hana ný- lega að Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún bjó undir það síð- asta. Þá var orðið ljóst í hvað stefndi. Hún tók samt vel á móti okkur með fallega brosið sitt, sagðist hafa litla matarlyst en að öðru leyti liði sér vel. Eins og áð- ur gekk ég einhvern veginn létt- stígari frá Hrafnistu eftir heim- sóknina og áttaði mig þá á því að það var nærveran við Imbu ömmu sem hafði þessi áhrif á mig. Það er gott að hugsa til hennar þegar maður er eitthvað að kvarta undan smámunum og kveinka sér. Ég votta fjölskyldu hennar og ástvinum innilega samúð. Blessuð sé minning Ingi- bjargar Karlsdóttur. Birgir Ottósson. Ég var ein af mörgum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Ingibjörgu Karls- dóttur, eða Imbu Kalla eins og hún var alltaf kölluð, þegar ég og Ágústa urðum nánar vinkonur sem börn. Í gegnum vinskap okkar Ágústu varð ég heima- gangur á Selvogsgötunni þar sem ég upplifði mig alltaf vel- komna og í raun sem eina af fjöl- skyldunni. Það var alveg sama hvenær ég kom á Selvó, alltaf tók Imba á móti mér með þessum orðum: „Sæl, elskan mín, hvað segir þú gott?“ Ég á margar skemmtilegar minningar um þessa yndislegu valkyrju sem okkur Ágústu fannst til dæmis ganga ótrúlega hratt og þurftum við oftar en ekki að hlaupa til að hafa við henni. Einnig fannst okkur vin- konunum hún stundum of föst fyrir ef við vorum að reyna að fá einhverju framgengt en á móti kom að ef við vorum í krísu þá var einstaklega gott að leita til hennar, hún var hlý, ráðagóð og góður hlustandi. Imba var mikil fjölskyldu- manneskja og skipti fjölskyldan hana öllu máli. Hún var í einstak- lega góðu sambandi við börnin sín og afkomendur sem alla tíð hafa sótt mikið í félagsskap hennar. Þetta finnst mér segja mikið um hvernig manneskja Imba var, alltaf var nóg pláss og allir velkomnir. Seinni ár þegar ég kíkti í heimsókn á efri hæðina á Sel- vogsgötunni kíkti ég alltaf við hjá Imbu sem tók á móti mér fagnandi þessi elska með hlýju og spurningum um hagi mína og fjölskyldu minnar. Takk, elsku Imba mín, fyrir samfylgdina, skemmtilegu til- svörin þín, það sem þú kenndir mér og að vera sú sem þú varst. Minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Elsku Ágústa, Gurrý, Jónas, Sigrún, Sigurbjörg og fjölskyld- ur, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni því ég veit að missir ykkar er mikill. Samúðarkveðjur, Halldóra Bergsdóttir. Ingibjörg Karlsdóttir ✝ Katrín Þór-oddsdóttir fæddist á Skriðu- landi í Arnarnes- hreppi 9. október 1940. Hún lést á öldrunarheim- ilinu Hlíð 13. maí 2018. Foreldrar hennar voru Birna Svanhildur Guðjónsdóttir, f. 26. júní 1919 í Garðshorni í Glerárþorpi, d. 25. mars 2013, og Þóroddur Ingvaldur Sæmundsson, f. 31. október 1905 á Hrafnagili í Þorvaldsdal, d. 3. desember 2003. Systkini Katrínar eru: Sæmundur Gunnar, f. 1942, Baldvin Helgi, f. 1944, kvæntur Petru Verschüer, Snjó- laug, f. 1945, gift Þorsteini Þorsteinssyni, Kristín Sigríður, f. 1948, og Guð- jón Snorri, f. 1958, kvæntur Kristínu M. Magnadóttur. Katrín fluttist 1946 að Neðri- Vökuvöllum sunnan Akureyrar en frá 1954 átti hún heima á Ak- ureyri, lengst í Lyngholti 4. Síðustu 10 árin dvaldist hún á öldrunarheimilinu Hlíð. Útför Katrínar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 28. maí 2018, klukka 13.30. Mín elskulega systir Katrín er dáin. Hún dó á öldrunar- heimilinu Hlíð eftir stutt veik- indi. Það var gott að hún þurfti ekki að þjást neitt. Kata og ég voru mestu mátar þó að hún væri átta árum eldri en ég, ald- ur skipti ekki máli. Ég man alltaf þegar Kata fermdist, hún var svo fín í bláum taftkjól, pilsið var hringsniðið og hún var með svo mikið og þykkt dökkt hár. Þegar Kata var 18 ára eign- aðist mamma síðasta barnið sitt og það var nú aldeilis ham- ingja á heimilinu. Kata var al- veg alsæl að eignast lítinn bróður, við hin systkinin líka og fékk hann nafnið Guðjón Snorri. Kata var svo hrifin af öllum börnum, henni fannst svo gaman þegar ættingjar okkar voru að koma í heimsókn með börnin sín. Svo gerðist það að Kata fékk tvo frændur sína í heiminn með þriggja daga millibili. Ég eignaðist dreng í byrjun febrúar ’71 og Baldvin bróðir minn og Petra konan hans eignuðust dreng þremur dögum eftir, þeir heita Hjalti og Sveinn. Mamma var ekki síður ánægð, hún kallaði þá tví- burana sína. Um helgar, sér- staklega á laugardögum, á sumrin vildi Kata fara í heim- sókn til ættingja sinna og mamma vildi að ég færi með henni. Við fórum til föðursystur okkar sem bjó í Norðurgötunni. Næstu helgi var svo farið í Eyrarveginn til nöfnu hennar Kötu og Sigurðar mannsins hennar. Svo fórum við líka til Öllu og Óttars sem bjuggu í Ægisgötunni, Alla var frænka okkar. Að fá að fara og heimsækja fólkið sitt fannst Kötu mjög gaman og hún talaði um það við mig þegar við vorum orðnar eldri, það þurfti ekki mikið til þess að gleðja Kötu. Sjálf var hún gleðigjafi, alltaf í góðu skapi og stutt í hláturinn. Ég leyfði Kötu að keyra Hjalta minn í kerrunni á Lyngholts- götunni, þá var hann um tveggja ára. Á þeim árum var svo lítil bílaumferð um götuna og hún fór aldrei með hann lengra en að gamla Lyngholti sem er núna númer 10. Þar hittu þau oft Halla sem bjó í nr. 10 og hann fór að spjalla við þau, gaf þeim síðan annað vort Ópal eða brjóstsykur og sagði að Hjalti ætti alltaf að vera góður við Kötu frænku. Svo var labbað til baka heim, allt gekk vel og Hjalti var alltaf góður við Kötu, honum þótti mjög vænt um frænku sína. Foreldr- ar mínir, Sæmundur bróðir og Kata fluttu upp í Lerkilund 30 árið 1998. Pabbi var þar ekki nema í nokkur ár, þá fór hann á Hlíð og dó árið 2003. Mamma og Kata fóru í dagvistun í Víði- lund og fannst þeim ágætt að vera þar. Þar var margt til gamans gert og alltaf dansað á föstu- dögum. Það var svo árið 2008 um páskana sem þær fengu báðar pláss á Hlíð, þær voru báðar á deild sem heitir Reyni- hlíð, þá var mamma orðin veik. Þá tók Kata að blómstra þegar hún kom í Hlíð, hún stundaði handavinnu, málaði listaverk á púða, dúka, svuntur, dúllur, punthandklæði, myndir og fleira og fleira. Þarna naut hún sín, fór í leikfimi og sjúkra- þjálfun. Svo var alltaf einu sinni í mánuði haldið Kráar- kvöld, þá kom hljómsveitin Hlíðin mín fríða, spilaði og söng fyrir fólkið og allir höfðu gaman af. Þá höfðu þeir það fyrir sið að spila alltaf Kötu- kvæði fyrir Kötu, það gerði mikla lukku. Kata hafði gaman að því að vera vel til fara, hún átti falleg föt, fallega skartgripi en á virkum dögum þá fannst henni best að vera í síðbuxum og peysu – armbönd sem hún notaði hversdags, hálsfesti og úrið sitt. Fína dótið sitt notaði hún þegar eitthvað var um að vera eða henni boðið í heim- sókn út í bæ. Kata var frábær, það kom stundum svo sniðug- lega út úr henni sem hún var að segja að maður veltist um af hlátri. Kata átti sjónvarp sem hún hafði í herberginu sínu, spilara og fjölda af myndum en það voru þrjár myndir sem hún hélt mest upp á. Það var Stella í orlofi, Emil í Kattholti og svo Jóhannes, maður var farinn að kunna þær utan að. Það var allt í lagi, hún skemmti sér svo vel. Nú er þessi káta og góða systir farin frá okkur á betri stað, við eigum eftir að sakna hennar mikið. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa unnið á Reynihlíð fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Vertu Guði falin. Þín systir, Kristín J. Þórodds- dóttir (Stína). Katrín Þóroddsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA DAGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Árskógum 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 28. maí klukkan 13. Sigríður Jónsdóttir Kolbrún Gunnlaugsdóttir Rannveig Gunnlaugsdóttir Pálmar Guðmundsson Gunnlaugur Gunnlaugsson Guðríður Ágústsdóttir barnabörn og langömmubörn Elsku Hermann minn, þú varst svo sterkur og sýndir mér hvað lífið væri dýr- mætt á hverjum einasta degi, að hver einasti dagur var verkefni sem við þurftum að takast á við. Það er sárt að hugsa um það að ég geti aldrei hringt í þig aftur og spjallað, við eigum ótal minningar saman og ég er virkilega þakklát fyrir þær og allar okkar stundir þegar við sátum heima hjá þér og töluðum um allt á milli himins og jarðar. Seinast þegar ég hitti þig varstu svo jákvæður og þú kennd- Hermann Ingimundarson ✝ Hermann Ingi-mundarson fædd- ist 9. júní 1948. Hann lést 29. apríl 2018. Útför Hermanns fór fram 19. maí 2018. ir mér hvað jákvætt hugarfar skipti miklu máli. Við töluðum um allt sem var að fara að gerast og þú hjálpaðir mér í gegnum svo ótal margt. Í hjarta mínu er stolt, þakklæti og hugrekki fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og fyrir allt sem þú gerðir. Þú varst einn af þeim sem gefast aldrei upp og barðist til seinustu stundar. Takk fyrir lífið og kærleikann, takk fyrir að standa með mér og sýna mér hver ég er. Ég mun halda áfram að gera þig stoltan af mér. Hvíldu í friði, elsku Hermann minn, þú átt og munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Pabbi mun taka vel á móti þér. Eygló Rún Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.