Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Það hefur stund-
um hvarflað að mér
að það sé bærilegra
að búa hér langt í
burtu frá Íslandinu góða þegar
sorgin ber að dyrum. Bærilegra
því þá skynjar maður ekki eins
djúpt og sárt það skarð sem
myndast þegar yndislegt fólk
kveður okkur og heldur á vit
nýrra ævintýra, kveður okkur að
eilífu, eða hvernig sem við kjós-
um að hugsa um það.
Það breytir því þó ekki að
sorgin er djúp og innileg, þakk-
lætið fyrir að hafa fengið að
verða samferða góðu fólki magn-
ast upp og minningarnar verða
stórar, skýrar, ljúfar, fallegar.
Tárin renna þegar ég hugsa um
fjölskyldu Kötu, þetta yndislega
fólk sem hefur þurft að horfa á
eftir börnum sínum, og drenginn
hennar, því þó svo að þið hafið
öll fengið ykkar góðu stundir
með einstakri stúlku er erfitt að
ímynda sér líðan eða líf ykkar án
hennar.
Eitthvað, kannski Kata sjálf,
hvíslar að manni að vera jákvæð-
ur og þakklátur. Líka að gleyma
ekki djúpum spékoppum, glettni
og brosinu. Þroskanum. Sem
kemur mögulega af því að ganga
í gegnum þrautir á stuttri ævi en
vinna sig í gegnum þær og verða
að betri einstaklingi fyrir vikið.
Hún hallaði sér svo fallega að
fjölskyldu sinni, sinnti svo vel og
einlæglega því hlutverki að vera
móðir, dóttir, systir, frænka – og
vinur fólksins síns. Brosti meira
en við hin. Eyddi ekki óþarfa
orðum þegar þeirra var ekki
þörf.
Í minningabankanum eru góð-
ar stundir með Kötu fyrir nokkr-
um árum þegar hún kom hingað
til Hong Kong og dvaldi með
fjölskyldunni okkar á meðan hún
var í starfsnámi. Við byrjuðum
daginn á því að fara á plastjullu í
land úr bátnum þar sem við
bjuggum; báðar aðeins of feitar
áttum við oft erfitt með að skríða
upp á bryggjuna án þess að
hvolfa fleyinu – og svo tók við
trimm, ásamt með Strúllu mág-
konu, því við ákváðum að verða
ofurhraustar á þessum mánuð-
um sem Kata dvaldist hér hjá
okkur. Ég hlustaði á Kenny Ro-
gers, hún á Rammstein. Við urð-
um ekkert mikið hraustari en við
hlógum dátt og hátt.
Kata var einstök. Hún var svo
greind, falleg og sterk. Það eru
forréttindi að hafa fengið að
kynnast henni, læra af henni og
eyða með henni stundum sem
einkenndust af lífsgleði, hógværð
og virðingu fyrir mönnum, dýr-
um og lífi. Hún hló að sjálfri sér
og smitaði okkur hin.
Við í Hong Kong-fjölskyld-
unni sendum ykkur, elsku Kor-
mákur, Inga Lára og Óli, og öll-
um hinum sem Kata elskaði,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og kærleik. Það voruð þið sem
bjugguð til yndislega veröld
hennar, rétt eins og hún fyllti
ykkar líf af gleði. Það voruð þið
sem hún lifði og brosti fyrir og
Katrín
Ólafsdóttir
✝ Katrín Ólafs-dóttir fæddist
21. september
1982. Hún lést 10.
maí 2018.
Útför Katrínar
fór fram 24. maí
2018.
með og það eruð þið
sem hún mun halda
áfram að vaka yfir,
hlæja með og passa
upp á, á nýjum stað
innan um aðra góða.
Hulda Þórey
Garðarsdóttir
og Starri,
Freyja, Saga
og Vaka.
Þær sorgarfréttir bárust fyrir
nokkrum dögum að Katrín
Ólafsdóttir vinkona okkar hefði
látist skyndilega hinn 10. maí
síðastliðinn. Það hefur ekki oft
fallið okkur í skaut að skrifa
greinar sem þessa en nú verður
ekki orða bundist. Við kynnt-
umst Kötu þegar við unnum með
henni á meinafræðideild Land-
spítalans. Hún gerði hvern dag
betri. Það var alltaf dásamlegt
að vera í návist hennar og hún
var alltaf í góðu skapi, hlátur-
mild og yndisleg. Hún var bara
ein af þessum manneskjum sem
þú vissir við fyrstu kynni að
væru yndisleikinn uppmálaður
og að þú myndir vilja hafa hana í
lífi þínu í sem lengstan tíma.
En sá tími varð ekki langur.
Tíminn er verðmætur og heim-
urinn verðskuldaði meiri tíma
með Kötu. Það var okkur til-
hlökkunarefni að vinna með
henni í framtíðinni á Lansanum
að sérnáminu loknu, en því mið-
ur mun það aldrei verða. Það er
með mikilli sorg í hjarta sem við
kveðjum hana Kötu. Hennar
verður sárt saknað. Við hugsum
með sérstakri hlýju til Kormáks,
sonar hennar. Ekkert barn ætti
að þurfa að kveðja móður sína
svona snemma. Við vottum ást-
vinum Kötu innilega samúð okk-
ar á þessum erfiðu tímum. Minn-
ing hennar mun lifa í hjörtum
okkar.
Það er ekki auðvelt að setja
tilfinningar sem þessar í orð. Því
langar okkur að enda þetta með
dálitlum dægurlagatexta eftir
Braga Valdimar Skúlason, sem
fangar hvernig okkur líður og
við vitum að Kata hélt mikið upp
á.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli
stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Sylvía Oddný Einarsdóttir
og Einar Örn Finnsson.
✝ ValdimarBjarnfreðsson
(Von Vapen) var
fæddur á Efri-
Steinsmýri 16.
febrúar 1932.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 4.
maí 2018.
Hann var sonur
hjónanna Bjarn-
freðs Jóhanns Ingi-
mundarsonar og
Ingibjargar Sigurbergsdóttur.
Valdimar var sextándi í röðinni
af tuttugu systkinum. Hann
byrjaði ungur að vinna ýmis
verkamannastörf, meðal annars
hafnarvinnu og vann hann
einnig um tíma í
Noregi. Valdimar
byrjaði ungur að
stunda myndlist.
Hætti því en fékk á
fullorðinsárum
köllun að handan
um að halda því
áfram. Seinni hluta
ævinnar fékkst
hann nær ein-
göngu við myndlist
sem og aðra list-
gjörninga.
Útför Valdimars fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 28. maí
2018, klukkan 13.
Jarðsett verður í Kotstrand-
arkirkjugarði sama dag.
Þá er kallið komið hjá Valda
frænda og hann farinn til for-
feðra okkar og ættingja. Mikið
hlýtur að vera glatt þar á hjalla.
Valdi frændi var ekki allra og
fór sínar eigin leiðir. Hann olli oft
systkinum sínum heilabrotum en
brosti ávallt mikið þegar þau loks
spurðu frétta.
Valdi var einstakur lífskúnst-
ner og hélt upp á glitrandi og lit-
ríka hluti. Hann málaði einstök
listaverk, hélt sýningar og seldi
verkin sín. Mikið vorum við
montin að eiga frænda sem mál-
aði svona skemmtilega. Verkin
hans gátu verið torkennileg,
skrýtin en oft líka falleg.
Fyrir okkur krakkana var
Valdi yndislegur frændi enda
barngóður og þægilegur maður.
Hann gaf sér tíma til að spjalla
við okkur og velta vöngum um
ýmis málefni sem brunnu á okk-
ur. Valdi var skemmtilegur,
stundum furðulegur og kom okk-
ur oft á óvart. Það var sérlega
gaman að hitta Valda í Kolaport-
inu á sínum tíma. Þar naut sín vel
hinn litríki karakter. Oft með
indverska húfu og talaði við alla
sem vildu hlusta og hvatti fólk til
að njóta umhverfisins og stemn-
ingar stundarinnar. Stundum var
hann bara sjálfur til áheyrnar.
Margt var Valda til lista lagt.
Hann spáði í spil, bolla og réð
drauma. Margir voru á því að
spádómar Valda frænda rættust
gjarnan.
Valdi var mikill vinur Kjartans
Halldórssonar í Sægreifanum.
Þeir ferðuðust saman austur í
Meðalland í Skaftafellssýslu þar
sem 19 systkini Valda fæddust og
slitu barnsskónum. Oftar en ekki
sat Valdi frændi í veitingasal Sæ-
greifans við höfnina, uppstrílað-
ur í orðum prýddum hermanna-
jakkanum sínum.
Valdi hló mikið eins og öll
systkini hans. Þá stafaði mikill
kvennaljómi af Valda frænda og
stutt var í hnyttni hjá honum.
Steindór bróðir Valda kom eitt
sinn í heimsókn til hans og spurði
af hverju í ósköpunum hann
eignaðist ekki konu og börn.
Hann svaraði um hæl: „Ja, svona
er það nú bara, Steindór minn,
þú sérð um þetta fyrir okkur.“
Við þökkum Valda frænda –
listamanni, spámanni og lífs-
kúnstner – samfylgdina og fyrir
allt það góða sem hann lét af sér
leiða.
Það virðist ekki lengur mikilsvert hvort
allir elskuðu mig
eða ekki – nú varð það mikilvægara að
ég elskaði þá.
Þessi tilfinning snýr öllu lífinu við, lífið
verður sú athöfn að gefa.
(Beverly Sills. þýð. Kolbrún Aðal-
steinsdóttir)
Kolbrún Aðalsteinsdóttir,
Sigurjón Ingi Aðalsteinsson,
Björgvin Ármannsson,
Óskar Ármannsson,
Bjarnfreður Ármannsson,
Ægir Ármannsson,
Anna Jóna Ármannsdóttir,
Guðný Ármannsdóttir,
Leifa Ármannsdóttir,
Ásgeir Steindórsson,
Ingibjörg Steindórsdóttir,
Bjarnfreður H. Ólafsson.
Valdimar Bjarnfreðsson var
einn af þessum mönnum sem
óneitanlega setja lit á tilveruna.
Hann klæddi sig óvenjulega, bar
stundum túrban og stórgerð háls-
men, auk hringa á hverjum fingri.
En óvenjulegastur var hann þó
sem myndlistarmaður, því mynd-
ir hans urðu þannig til að hann
beitti sömu aðferðum og þegar
spáð er í bolla. Fékk hann sér
sterkt kaffi, drakk hægt og rólega
úr bollanum og íhugaði á meðan
ákveðna spurningu sem beint var
til handanheima. Þegar hann
hafði lokið úr bollanum sneri
hann honum á ákveðinn hátt yfir
höfði sér og lagði síðan á hvolf yf-
ir ofn. Þegar hæfilegur þurrktími
var liðinn tók hann bollann og
gaumgæfði þær myndir sem birt-
ust í honum, en þar var fólgið
svarið við spurningu hans. Voru
þessi svör að handan oft algerlega
andstæð viðurkenndum stað-
reyndum eða hugmyndum manna
almennt, m.a. um krossfestingu
Krists, felustað Loch-Ness-
skrímslisins, Glám úr Grettis-
sögu, og einnig um Grýlu, sem í
túlkun listamannsins bar á baki
sér krókódílsunga með rauða
jólasveinahúfu. Einkum hafði
Valdimar þó ánægju af að spyrj-
ast fyrir um uppruna ýmissa ör-
nefna.
Valdimar vann löngum á sjó
eða stundaði almenna verka-
mannavinnu, sem tæplega hefur
gefið honum mikið tóm til málara-
starfa.
En hann sagði sjálfur að hann
hefði ungur byrjað að stunda
myndlist og hefði á fullorðinsár-
um fengið köllun að handan um að
halda því áfram. Tengsl Valdi-
mars við dulræn öfl fór hann ekk-
ert leynt með og gæti einhverjum
hafa þótt það einkennilegt tal, en
var honum sjálfum ofur eðlilegt.
Valdimar hélt yfir tug mál-
verkasýninga, og bar ein þeirra
hinn skemmtilega titil „Kaffiboll-
inn er mitt Internet“. Verk Valdi-
mars eru einföld og bernsk í
framsetningu, litir skærir, einlitir
fletir og formin einfölduð. Áhrifa-
máttur þeirra felst ekki í
tækninni eða hversu vel máluð
þau eru, heldur ósvikinni frásagn-
argleði og þeirri einlægni sem
einkennir góða listamenn. Hann
var svokallaður einfari í myndlist
og ekki ósáttur við þá skilgrein-
ingu, hann segir t.d. í viðtali að
hann sé einn á báti, líti ekki til
neinna fyrirmynda og geti því
ekki vitnað í aðra en sjálfan sig.
Það var ánægjulegt að setja
upp einkasýningar á verkum
Valdimars Bjarnfreðssonar á sín-
um tíma, í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi 1997 og síðar í Safna-
safninu 2004.
Fylgdi hann sýningu sinni
norður í Safnasafn og naut þess
að dvelja þar um hríð, leita berja
og liggja í lyngmó. Minnumst við
hans af mikilli hlýju. Blessuð sé
minning Valdimars Bjarnfreðs-
sonar listamanns.
Fyrir hönd Safnasafnsins,
Harpa Björnsdóttir,
Níels Hafstein og
Magnhildur Sigurðardóttir.
Valdimar
Bjarnfreðsson
✝ Guðrún HuldaÓlafsdóttir Getz
fæddist í Háholti í
Bráðræðisholti í
Reykjavík 1. nóv-
ember 1926. Hún
lést í Los Angeles 2.
mars 2018.
Hún var dóttir
Ólafs Einarssonar
sjómanns og Sigrún-
ar Kristínar Krist-
jánsdóttur, hús-
freyju, veitinga- og
hannyrðakonu. Systkini Huldu
voru Ólafur Einar Ólafsson veð-
urfræðingur, f. 1928, d. 1974,
Kristján Jóhann Ólafsson hús-
gagnabólstrari, f. 1932, d. 2017,
Borgarfirði. Hulda starfaði við
fiskvinnslu og verslun í Reykjavík
og seldi miða í Gamla bíói og í
Þjóðleikhúsinu þegar það tók til
starfa. Hulda kvæntist Harry Getz,
tæknimanni við ratsjár og síðar í
myndverum, 19. maí 1951 og
bjuggu þau fyrst í Bandaríkjunum,
en síðar í Englandi og í Þýska-
landi. Árið 1966 fluttist Hulda aft-
ur til Bandaríkjanna og bjó hún í
Los Angeles eftir það.
Hulda eignaðist börnin Gary
Gregory Getz (Gunnar Snorra-
son), f. 8. nóvember 1947, Lindu
Susan Getz, f. 25. júlí 1955, og
Stephen Michael Getz, f. 7. októ-
ber 1956. Börn Lindu og Itabora
Ferreira eru Hermes Guaraci Getz
Ferreira, f. 1991, og Olavo Ubirani
Getz Ferreira, f. 1995. Sonur Ste-
vens og Juliette Marquez Getz er
Mason Alexander Getz, f. 1996.
Hulda verður jarðsett í Foss-
vogskirkjugarði í dag, 28. maí
2018, klukkan 15.
og Kristinn Ólafsson
vélstjóri, f. 1935, d.
1963.
Fyrstu árin bjó
Hulda í föðurhúsum,
í Háholti og við
Grandaveg, en þeg-
ar hún var enn barn
að aldri leystist
heimilið upp. Hún
var víða í vist á
æsku- og unglings-
árum, m.a. á bæj-
unum Hálsi, Hvammsvík, Stóra-
Botni og Þyrli í Kjós og Hvalfirði.
Skömmu fyrir stríð bjó hún og
starfaði um hríð á Sólheimum í
Grímsnesi, og síðar stundaði hún
nám á Skeiðum og í Reykholti í
Hulda var systir Ólafs Einars,
föður undirritaðs, og voru þau
miklir vinir. Þegar leiðir foreldr-
anna skildi fór Einar í vist að Hálsi
í Kjós, en Hulda fór víða. Þótt hún
hefði aðeins búið rúman fjórðung
ævinnar á Íslandi voru þau ár svo
viðburðarík að minningar þeirra
skipuðu háan sess í huga Huldu.
Margt úr sveitinni var Huldu
minnisstætt og flest ber það já-
kvæðni, léttlyndi og röskleika
hennar vitni. Á Stóra-Botni bar
hæst átök við nautgrip sem end-
uðu í sársaukafullum árekstri við
hliðstólpa. Úr glugga Huldu blasti
Þyrill við og var hún viss um að
vandfundinn væri sá Íslendingur
sem hefði verið eins heppinn með
útsýni og hún. Hulda og flestir á
Íslandi á árunum fyrir stríð voru
fátæk á okkar tíma mælikvarða.
Það var henni því minnisstætt
þegar hún og Einar bróðir riðu að
Ingunnarstöðum til að heimsækja
Jóa bróður. Þar var tekin ljós-
mynd af þeim Einari sem Hulda
hélt mikið upp á. Þegar sest var að
borðum var engum skömmtuð
mjólk, heldur var stór og sífull
mjólkurkanna á borðum og allir
fengu ómælt. Tólf ára gömul gekk
hún yfir Reynivallaháls til að
heimsækja skyldfólk og bróður á
Hálsi. Aðspurð hvort það hefði
verið alsiða að hleypa börnum
aleinum í svona langferð svaraði
hún því að hún hefði alls ekki verið
alein, heldur haft lítinn dreng með
sér sem hún átti að gæta. Hulda
var vinnusöm og námfús. Hún var
lestrarhestur og hafði orð á því að
í gamla daga hefðu strákarnir
gjarnan fengið bækur á jólum, en
hún og aðrar stelpur öðruvísi og
síður nýtilegar gjafir. Það þótti
henni best við sumarið á Íslandi að
þurfa ekki að gera annað en að
draga gluggatjöldin frá til að geta
lesið alla nóttina. Gott bóklegt
vegarnesti fékk Hulda í Reyk-
holtsskóla og þar eignaðist hún
vinkonur sem hún ræktaði sam-
band við alla tíð. Í Reykjavík bar
hæst tímann sem hún starfaði í
Þjóðleikhúsinu, en þá kynntist
hún mörgum litríkum listamönn-
um og sat meðal annars fyrir hjá
Gunnlaugi Blöndal listmálara.
Hulda kom nokkrum sinnum til
Íslands eftir að hún flutti utan. Í
einni slíkri heimsókn hélt hún
undirrituðum undir skírn. Það
þótti henni skemmtilegt og sagð-
ist hafa valið annað og betra nafn,
en hætt við á síðustu stundu af til-
litssemi við foreldrana. Í Íslands-
heimsóknum sínum ræktaði hún
samband við fjölskyldu og vini og
það gerði hún líka með því að taka
á móti óteljandi gestum, en Hulda
var afar gestrisin. Hún lét sér
mjög annt um systkinabörn sín
sem fengu ævintýralegar jólagjaf-
ir frá Huldu frænku í Disney-
hreppi í Undralandi. Hulda talaði
alla tíð lýtalausa íslensku.
Hulda sagði sjálf að Þýska-
landsárin hefðu líklega verið henn-
ar bestu ár. Innfæddir voru þeim
góðir, enda foreldrar Harry þýskir
og hún sjálf íslensk sem þótti síst
verra. Þar heimsótti faðir hennar
hana og þau sigldu á Dóná og fóru
um Vínarskóga. Síðar dvaldi hann
hjá henni um hríð í Los Angeles.
Þá heimsókn rifjaði hann oft upp í
ótalmörgum og löngum bréfum
sem hann sendi henni frá Reykja-
vík með greinargóðum lýsingum á
veðri og öðrum mikilvægum frétt-
um ofan af Íslandi.
Haraldur Ólafsson.
Guðrún Hulda Ólafsdóttir Getz
var mágkona systur minnar, Þór-
eyjar. Á 6. áratugnum bjó hún um
margra ára skeið í Englandi og í
Þýskalandi en um þær mundir
starfaði ég á Gullfossi og var í sigl-
ingum til útlanda. Hulda var gift
Harry Getz, sem var sómamaður.
Mér er minnisstætt þegar Harry
kom alla leið frá Þýskalandi til að
taka á móti Huldu í Kaupmanna-
höfn og bauð okkur út á veitinga-
staðinn Syv små hjem, sem var
með betri stöðum í borginni. Sam-
skipti Huldu við fjölskyldu mína
voru með ýmsu móti. Halla systir
mín aðstoðaði Huldu t.d. við heim-
ilishald í Englandi einn vetur og
var það farsæl vist.
Hulda kom ekki oft til Íslands,
en árið 1994, þegar ég var hætt að
vinna, fórum við Dúdda systir í
heimsókn til Huldu í Los Angeles,
þar sem hún bjó síðustu 50 árin
eða þar um bil. Það var eftirminni-
leg heimsókn. Hulda var mjög
gestrisin og fór með okkur til Las
Vegas og á fleiri eftirminnilega
staði. Síðustu árin höfum við
spjallað í síma um heilsufarið, dag-
inn og veginn.
Ég votta nánustu fjölskyldu
samúð mína og þakka fyrir allt
sem Hulda hefur gert fyrir mig í
gegnum tíðina.
Lilja E. Kolbeins.
Guðrún Hulda
Ólafsdóttir Getz
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar