Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 29

Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik- fimina. Félagsvist kl. 13 í matsalnum og Jóga kl. 18. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16, ganga um nágrennið kl. 11, Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Kvennahlaup í Árskógum í vikunni, fylgist með. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl. 14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Jónshúsi / félags - og íþróttastarf: 512-1501. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/ 8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjálandi kl. 9.50. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulín kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 18. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Karinu kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30, tálgun í handavinnu- stofu kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30 og jóga hjá Ragnheiði kl. 16. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, línudansnámskeið kl. 10, ganga kl. 10, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegis- kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgi- stund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine Martin, Slóvakíu Inntökupróf verða haldin í læknis- fræði 1. júní í MK í Kópavogi. Margir Íslendingar stunda nám við skólann. Uppl. fs. 8201071 kaldasel@islandia.is Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Vantar þig fagmann?         FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Davíð Guð-mundsson frá Glæsibæ í Hörgár- sveit var fæddur 22. maí 1936. Hann lést á Öldrunarheim- ilinu Lögmannshlíð á Akureyri 18. maí 2018. Davíð var sonur hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur, f. 1892, d. 1970, hús- freyju í Glæsibæ, og Guðmundar Kristjánssonar, f. 1889, d. 1966, bónda í Glæsibæ. Systir Davíðs var Ragnheiður G. Guðmunds- dóttir, f. 1931, d. 2014, kennari, gift Birni Elíassyni, f. 1925, d. 2010, sjómanni. Davíð giftist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Manasesdóttur, f. 1937, 15. júní 1957. Foreldrar Sigríðar voru Aðalheiður Jóns- dóttir, f. 1893, d. 1976, ljósmóðir, húsfreyja og bóndi á Barká í Hörgárdal, og Manases Guð- jónsson, f. 1891, d. 1938, bóndi á Barká. Börn þeirra eru: 1) Valgerður, f. 1957, maki Magnús S. Sig- urólason, f. 1964. 2) Rúnar, f. 1958, maki Jakobína E. Áskels- dóttir, f. 1961 3) Hulda, f. 1961, maki Baldur Ó. Einarsson, f. 1962, d. 2014. 4) Heiða Sigríður, f. 1966, maki Michael V. Clausen, f. 1958. 5) Eydís Björk, f. 1967, maki Atli R. Arngrímsson, f. 1964. Barnabörn Davíðs og Sigríðar eru 20 og barna- barnabörnin 21. Davíð var fæddur og uppalinn í Glæsibæ. Davíð og Sigríður tóku við búi í Glæsibæ af for- eldrum hans árið 1957. Þau stunduðu hefðbundinn bú- skap fram til ársins 1991 en hófu þá skógrækt. Eftir þau stendur mikill og fallegur skógur í Glæsibæ. Davíð sat meðal annars í sveitastjórn Glæsibæjarhrepps og var virkur í starfi Búnaðarfélagsins. Hann sinnti einnig nefndarstörfum í Sparisjóð Glæsibæjarhrepps, síð- ar Sparisjóð Norðlendinga. Var hann einn af stofnendum Félags skógarbænda á Norðurlandi og var kjörinn í fyrstu stjórn Lands- samtaka skógareigenda. Hann var baráttumaður fyrir því að stofnuð yrðu landshlutasamtök um skógrækt og sat í stjórn Norðurlandsskóga um árabil. Davíð söng bæði í kirkjukór Glæsibæjarkirkju og Söngsveit Hlíðarbæjar. Hann var hag- mæltur og orti bæði ljóð og stök- ur af ótal tilefnum. Útför Davíðs fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í dag, 28. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Takk fyrir allt. Ég trúi á stokka og steina og stefni á klettinn minn eina er mynnist við sjó í himneskri ró en hefur þó mörgu að leyna. Er sólin í suðrinu logar þá sindra með ströndinni vogar. Ég klettinn minn kveð þeim kærleika með sem aftur mig að honum togar. (Davíð Guðmundsson) Guð geymi þig. Börnin þín, Valgerður, Rúnar, Hulda, Heiða og Eydís. Davíð Guðmundsson Þórhallur mágur minn kvaddi þennan heim 30. apríl síð- astliðinn. Hann hafði um nokkurt skeið verið að hverfa vinum og vandamönnum inn í þoku óminnis. Þórhallur var tveimur árum eldri en Steinunn kona mín og systir hans en þau áttu ekki mikla bernsku né æsku. Hann var snemma sendur í sveit á sumrum og umgekkst fljótt bresku hermennina eftir hernám, seldi þeim Daily Bulletin. Hann spjallaði við þá og var strax far- inn að tala ensku enda mjög bráð- þroska og vel greindur. Þegar hann var kominn í ann- an bekk í Flensborgarskóla taldi Benedikt Tómasson skólastjóri að ekki væri hægt að kenna hon- um meira þar og kom honum til frænda Þórhalls, Þórarins skóla- meistara, á Akureyri sem útskrif- aði síðan drenginn sem stúdent 17 ára frá MA. Í MA varð afdrifaríkt ástaræv- intýri sem bar ávöxt rétt eftir stúdentspróf og er Steinunn Bækkeskov Hanahan doktor í fræðum tengdum sykursýki en móðir hennar Þorgerður Septíma Árnadóttir var samstúdent Þór- halls. Þórhallur lauk fyrri hluta í verkfræði við Háskóla Íslands og lauk síðan námi við Háskólann í Þórhallur Þrastar Jónsson ✝ ÞórhallurÞrastar Jóns- son var fæddur 7. febrúar 1931. Hann lést 29. apríl 2018. Útför Þórhalls fór fram í kyrrþey 17. maí 2018. Kaupmannahöfn og var kominn heim fullnuma verkfræð- ingur þegar við Steinunn fórum til hans í Kaupmanna- höfn 1955. Þórhallur átti farsæla starfsævi en hápunktur hennar er hið mikla átak að koma vatnsveitu til Vestmannaeyja frá meginlandinu, þegar hann var bæjarverkfræðingur þar. Þá fór saman farsælt samstarf Þórhalls og Magnúsar bæjarstjóra sem var framsýnn og djarfur maður. Þórhallur kvongaðist Elínu Ósk Guðjónsdóttur árið 1952 og áttu þau ástríkt og farsælt hjóna- band og eignuðust fimm börn sem öll komust til mennta og far- sælla starfa. Elín var litrík og svo umfaðmandi ástrík að ekki bara börn hennar kölluðu hana Ellu mömmu heldur við vinir og vandamenn einnig. Blessuð sé minning um sérstök og ástrík hjón. Þorvaldur Þorvaldsson. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.