Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 »Listahátíðin List án landamæra var opn- uð í Deiglunni í Lista- gilinu á Akureyri í fyrradag. Fjöldi lista- manna, nemendur og fleiri tóku þátt í hátíð- inni sem stóð yfir um helgina. Meðal viðburða var frumflutningur á tónverkum og opnun myndlistarsýningar. List án landamæra á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listamenn Rósa Kristín Júlíusdóttir, Björg Eiríksdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar, og Brynhildur Kristinsdóttir. Spenntar Systurnar Halla Sif og Nanna Lind Svavarsdætur biðu spenntar eftir að dagskrá hæfist. Elma Berglind, dóttir Höllu, tók þátt í leikriti. Skál! Jón Hlöðver Áskelsson og Kári Þorleifsson. Jón frumflutti tónverk/ sögu ásamt Karli Guðmundssyni, Kristínu Smith og börnum úr Brekkuskóla Listunnendur Sæbjörg Jónsdóttir og Sigrún Höskuldsdóttir. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Ásta vildi tryggja að boðskapur Fjölskyldunnar minnar kæmist til skila, og fékk styrk frá Sam- félagssjóði Valitor til að gefa öll- um leikskólum landsins eintök af bókinni. Hún segir það m.a. hafa verið hvati að skrifunum að hún vildi reyna að draga úr líkum á því að börn yrðu fórnarlömb stríðni út á það eitt að eiga tvo foreldra af sama kyni eða koma úr annars konar óhefðbundinni fjölskyldu. „Þó að ástandið hafi batnað þá koma ennþá upp tilvik, sérstaklega þegar komið er upp í grunnskóla, þar sem börnum er strítt út af þessu. Auðvitað vill maður, sem foreldri, gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir stríðni af þessum toga og ein besta forvörnin að mínu mati er að stuðla að því að sem flest börn vaxi úr grasi með það við- horf að það sé ekkert tiltökumál þó að sumir skólafélagar þeirra eigi eitthvað annað en eina mömmu og einn pabba.“ Bækurnar brjóta ísinn Ásta tekur undir það með blaðamanni að upp til hópa sé ís- lenskum foreldrum mjög í mun að ala upp víðsýn og tillitssöm börn og að Fjölskyldan mín hafi m.a. vakið hrifningu hjá foreldrum hér á landi því þeir sjái bókina sem leið til að fræða barnið sitt og vekja máls á því hvað fólk getur verið margbreytilegt. „Sumir for- eldrar vita ekki alveg í hvorn fót- inn þeir eiga að stíga þegar þeir ræða við yngstu börnin mál eins og samkynhneigð eða skilnað, en svona bækur hjálpa þeim að brjóta ísinn. Börnin eru líka mjög móttækileg fyrir því að fræðast um þessi mál í gegnum bók, og finnst það skemmtilegra en að fá hálfgerðan fyrirlestur um ólík fjölskylduform og kynhneigðir.“ Síðast en ekki síst skiptir máli að þau börn sem uppgötva það á kynþroskaskeiðinu að þau eru mögulega tví- eða samkynhneigð, hafi fengið að sjá fyrirmyndir við hæfi í bókum og öðrum listræn- um miðlum. Ásta, sem er fædd 1983, minnist þess hvernig sam- kynhneigð kvenna var með öllu ósýnileg á uppvaxtarárum henn- ar og hvernig það hefði hjálpað henni að sættast við sjálfa sig og eigin tilfinningar ef einhver um- ræða um samkynhneigð hefði átt sér stað og ef hún hefði fengið að sjá sambönd á milli ein- staklinga af sama kyni í jákvæðu ljósi: „Ég ólst upp úti á landi og minnist þess að lengi vel skildi ég ekki einu sinni hvað orðið „lessa“ þýddi, en vissi bara að það var ljótt orð sem notað var til að stríða og særa. Það er fá- ránlegt, þegar ég hugsa til baka, að ég áttaði mig ekki á að það væri munur á orðunum „lessa“ og „hóra“ og fyrir mér voru þetta bara orð til að nota til að vera einstaklega vondur við ein- hvern,“ segir hún. „Með aldr- inum kom það síðan smám sam- an upp á yfirborðið að sumt fólk í sveitinni væri samkynhneigt, en samt var aldrei talað um það og mátti helst ekki vera opinbert. Loks komu menntaskólaárin og þá var upplifunin sú að samkyn- hneigð væri afskaplega stór merkimiði fyrir einstaklinga að bera, frekar en að vera sjálfsagð- ur og eðlilegur hlutur.“ Þó að fjölbreytnin ætti að vera sjálfsagður hlutur í barnabókum segir Ásta að enn þann dag í dag valdi það oft fjaðrafoki þegar samkynhneigðar söguhetjur birt- ast í verkum sem ætluðu eru yngstu lesendunum. „Nýjasta dæmið er líklega að í nýlegri bók um Kaftein Ofurbrók kom í ljós að önnur aðalsöguhetjan er sam- kynhneigð. Það olli miklu upp- námi hjá sumum foreldrum og var bókin bönnuð í einhverjum skólum í Bandaríkjunum. Við er- um mjög heppin á Íslandi með að fólk er almennt ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra og ég hef til dæmis aldrei upplifað annað en jákvætt viðmót gagnvart bók- inni sem ég gaf út.“ Sennilega var Heather Has Two Mommies fyrsta barnabókin sem fjallar um samkyn- hneigð. Hún kom út í Bandaríkjunum árið 1989 og eins og titillinn gefur til kynna segir bókin á jákvæðann og hreinskiptinn hátt frá stelpunni Heather sem á tvær mömmur. Árið 1991 kom síðan út bókin Daddy‘s Room- mate, einnig í Bandaríkjunum. Þar er sagt á ósköp eðlilegan og smekklegan hátt frá ungum dreng sem á samkynhneigðan föður, og sýnt hvernig dreng- urinn, faðirinn og sambýlismaður hans lifa ánægjulegu og hvers- dagslegu fjölskyldulífi. Árið 2000 kom út í Hollandi bókin King & King þar sem sjálf aðalsöguhetjan er samkynhneigð. Í bókinni fyrirskipar úrill drottn- ingin að Bertie prins skuli finna sér prinsessu og taki svo við stjórn konungsríkisins en þegar á hólminn er komið verður Bertie skotinn í öðrum prinsi. Þá vakti bókin And Tango Ma- kes Three mikla athygli árið 2005 en þar er sögð sönn saga af karl- mörgæsunum Roy og Silo sem felldu hugi saman í dýragarði New York-borgar og fengu egg til að annast. Sprækur ungi kom úr egginu og reyndust mörgæsapab- barnir til algjörrar fyrirmyndar. Fjölbreytnin smám saman sýnilegri ÞEGAR PRINSINN VERÐUR SKOTINN Í PRINSIsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.