Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 40
MÁNUDAGUR 28. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Lést í eldsvoða í Kópavogi
2. „Hættið að röfla um borgarlínu“
3. Útilokar Sjálfstæðisflokkinn
4. Ramos sendi Salah skilaboð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Flamenco-gítarleikarinn Reynir
Hauksson heldur í tónleikaferð um
landið á morgun og heldur sex tón-
leika á jafnmörgum stöðum á Vestur-
og Suðvesturlandi. Reynir býr í
Granada á Spáni og starfar þar sem
flamenco-gítarleikari. Flamenco-
tónlist er sjaldan leikin hér á landi og
segir Reynir að draumur hans sé að
kynna og tengja þessa mögnuðu list
við Ísland. Hann mun flytja þekkt
flamenco-verk frá Andalúsíu í bland
við eigin tónsmíðar.
Fyrstu tónleikar Reynis fara fram
annað kvöld kl. 20.30 í Reykholts-
kirkju, á miðvikudag leikur Reynir í
Grundarfjarðarkirkju kl. 20.30, á
fimmtudag kl. 21 í Dularfullu búðinni
á Akranesi, á föstudag kl. 21 í Hvann-
eyri Pub í Borgarbyggð, í Norræna
húsinu í Reykjavík á laugardag kl. 21
og á sunnudag, 3. júní, kl. 21 í
Tryggvaskála á Selfossi.
Leikur flamenco
á sex tónleikum
Kvartett saxófónleikarans Hauks
Gröndals kemur fram á djasskvöldi
Kex hostels annað kvöld kl. 20.30.
Auk Hauks skipa hljómsveitina Ásgeir
Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matt-
híasson á kontra-
bassa og Erik Qvick
á trommur. Kvart-
ettinn mun leika
valin lög úr Amer-
ísku söngbókinni
og er aðgangur
ókeypis. Kex hos-
tel er á Skúlagötu
28 í Reykjavík.
Leika lög úr Amer-
ísku söngbókinni
Á þriðjudag Suðaustan 8-15 m/s SV- og V-lands, skýjað og rign-
ing við ströndina. Hægari og víða léttskýjað annars staðar. Hiti 10
til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlægari og áfram væta. Lægir og styttir
upp, bjart með köflum síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austast.
VEÐUR
„Ég er búinn að eiga mjög
gott tímabil, vera fyrirliði
og núna bikarmeistari, og
að sjálfsögðu er landsliðið
eitthvað sem ég hef hugsað
til. En þetta er undir einum
manni komið,“ segir Guð-
laugur Victor Pálsson, fyr-
irliði FC Zürich, sem varð
bikarmeistari í Sviss í gær
en er ekki í 35 manna hópn-
um sem gjaldgengur er á
HM í knattspyrnu í Rúss-
landi. »1
Hugsa auðvitað
til landsliðsins
Frakkland getur státað af því að eiga
besta, næstbesta og þriðja besta fé-
lagslið í Evrópu í handbolta karla.
Montpellier fagnaði sigri í Meist-
aradeildinni með því að vinna Nantes
í úrslitaleik í Köln í gær, en PSG land-
aði bronsverð-
launum með sigri
á Vardar, Evrópu-
meisturum ársins
2017. Uwe Gens-
heimer varð
marka-
kóngur
keppn-
innar. »6
Frönsku liðin tóku öll
verðlaunin í Köln
Íslandsmeistarar Vals unnu dísætan
og mikilvægan sigur á Breiðabliki,
2:1, á Hlíðarenda í gærkvöld í 6. um-
ferð Pepsi-deildar karla í knatt-
spyrnu. Blikar voru 1:0 yfir í hálfleik.
Grindavík náði í stig gegn Stjörnunni
í Garðabæ og eru Grindavík og
Breiðablik jöfn að stigum á toppi
deildarinnar. Valur, í 6. sæti, er tveim-
ur stigum á eftir. »2, 4 og 5
Tvö stig skilja að efsta
og sjötta sætið
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hópur vesturíslenskra kvenna frá
Kanada er á ferð um Ísland um þess-
ar mundir til þess að kynna sér land
forfeðranna og hitta ættingja. Þetta
er fyrsta ferð þeirra allra nema
tveggja til landsins, en ekki sú síð-
asta eftir því sem þær segja.
„Við höfum lengi talað um að fara
til Íslands en ferðin kostar sitt,“ seg-
ir Maureen Osland, sem hefur orð
fyrir kvennahópnum, 17 afkom-
endum Oddnýjar Hannesdóttur úr
Ölfusi og fjórum frænkum og vinum.
„Þegar við áttuðum okkur á því að
við gætum sparað 50% kostnaðarins
með því að skilja karlana eftir heima
létum við drauminn rætast.“ Oddný
Hannesdóttir var langamma systr-
anna Maureen, Ann Heather, Patri-
ciu, Helen og Louise, sem eru í ferð-
inni ásamt dætrum, dætrum þeirra
og vinum.
Merkileg saga
Saga hjónanna Oddnýjar úr Ölfusi
og Sigurðar Jónssonar frá Stóru-
Vatnsleysu í Gullbringusýslu er um
margt merkileg og Maureen bendir á
að Oddný hafi flutt ein með átta börn
til Gimli í Manitoba í Kanada 1876.
„Okkur hefur alltaf verið sagt að hún
hafi verið mikil atorkukona,“ segir
hún.
Hjónin ákváðu að flytja til Kan-
ada, en þegar að brottför kom hætti
Sigurður við að fara. Þau höfðu eign-
ast 14 börn og voru níu þeirra á lífi.
Einn sonur var eftir með föður sín-
um, en Oddný taldi að feðgarnir
kæmu síðar. Svo fór ekki. Hún settist
síðan að í Árnesi, skammt frá Gimli,
og kallaði bæ sinn Oddnýjarstaði.
Sigurmundur Sigurðsson, yngsti
sonurinn og afi fyrrnefndra systra,
tók síðar við búinu.
Sigurmundur lét til sín taka í sam-
félaginu vestra, var einn af stofn-
endum mjólkurbúsins í Árborg og
tók virkan þátt í uppbyggingu góð-
templarareglunnar. Hann átti og rak
m.a. verslun í Árborg og þegar hægt
var að ferðast með járnbraut frá
Winnipeg um Nýja-Ísland til Churc-
hill við Hudson-flóa, ákvað hann að
flytja með verslunina til Churchill.
Ferðin þangað gekk ekki þrautalaust
og svo fór að hann smíðaði sér bát,
sem hann nefndi Oddny, og sigldi á
honum norður. „Þar fæddumst við og
ólumst upp,“ segir Maureen, en for-
eldrar hennar og systkina hennar
voru Sigrún Sigurdson og Frederick
Olaf Martin. Þess má geta að Churc-
hill hefur oft verið nefnd höfuðborg
ísbjarna og þar reka ættingjar Sig-
urmundar verslunina og ferðaþjón-
ustu (www.churchillwild.com).
„Síðar fluttum við flest til Gimli og
nágrennis, þar sem kanadísku rætur
okkar eru,“ segir Maureen. „Okkur
fannst tími kominn til þess að kanna
upprunalegu ræturnar og því erum
við hér.“
Árni Geir Þórmarsson og Þórhild-
ur Stefánsdóttir kölluðu saman
skyldfólk og buðu gestunum til veislu
í Hafnarfirði. „Við hittum um 20
frænkur og frændur og síðan lögðum
við í hringferðina,“ segir Maureen og
á ekki til orð yfir fegurð landsins.
„Dettifoss var tignarlegur með regn-
boga yfir sér,“ segir hún um það sem
hafi staðið upp úr í gær, en þær gistu
á Egilsstöðum í nótt og verða á Höfn
í Hornafirði í dag.
Sparnaðurinn 50% án karlanna
Afkomendur Oddnýjar Hannesdóttur létu drauminn um Íslandsferð rætast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Hafnarfirði Árni Geir Þórmarsson og Þórhildur Stefánsdóttir, sem eru fremst á myndinni, tóku á móti frænkum sínum úr Vesturheimi í vikunni.