Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 1 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Formaður Blindra­ félagsins fjallar um réttinn til að lesa. 20 SPORT Fjórir leikmenn hafa gefið flestar stoðsendingar. 18 LÍFIÐ Innipúkinn, ein elsta tón­ listarhátíð landsins, verður á sínum stað í ár. 34 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ú T S A L A OPIÐ TIL Í KVÖLD 22 EIN STÆRSTA ÚTSALA LANDSINS ER HAFIN! T S L Ferðalok eftir ævintýrið mikla í Rússlandi. Þeir eru komnir heim. Strákarnir okkar í landsliðinu voru landi og þjóð til sóma á sínu fyrsta heimsmeist- aramóti. Þreyttir eftir bardagana miklu en sælir við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi eru þeir á leið í verðskuldað sumarfrí. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR STJÓRNSÝSLA Málsmeðferð Kjara­ ráðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins, sem var synjað, var hvorki í sam­ ræmi við ákvæði upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þetta er niðurstaða Úrskurðar­ nefndar um upplýsingamál (ÚNU) sem nú hefur fellt úr gildi synjun ráðsins. Nefndin hefur nú vísað málinu aftur til Kjararáðs. Í febrúar 2017 óskaði Fréttablaðið eftir fundargerðum kjararáðs frá ársbyrjun 2013 en illa gekk að fá svör frá ráðinu og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU en nefndin kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjara ráð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótví­ rætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins. ÚNU telur að gögn sem eru í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsingalaga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi óháð því hvort þau urðu til í tíð eldri eða yngri laga um ráðið. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundar­ gerðanna en það var ekki gert. Hinn 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjara­ ráð til, til að taka afstöðu til málsins. – jóe / sjá síðu 6 Synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins ekki lögleg Kjararáði bar að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerða ráðsins en gerði það ekki. Málsmeðferð ráðsins ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Ekkert ráð verður til staðar eftir mánaðamót til að taka afstöðu til málsins. VIÐSKIPTI Til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvarlega samkeppni á eldsneytis­ markaði hefur olíufélagið lagt til að sameinað félag selji frá sér vöru­ merkið Dæluna, sem N1 kynnti fyrst til sögunnar sumarið 2016, og þrjár eldsneytisstöðvar. Til viðbótar hafa forsvarsmenn N1 boðist til þess að skuldbinda olíufélagið til þess að selja þeim sem vilja eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni og auka jafnframt aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu. Samkeppniseftirlitið kallaði í gær eftir sjónarmiðum almennings um sáttatillögur N1. Eftir­ litið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1 á Festi muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skaðleg“ áhrif á sam­ keppni. – kij / sjá síðu 16 Vandkvæðalítið  að selja Dæluna Eggert Þór Kristófers- son. Fréttablaðið óskaði eftir fundargerðum kjararáðs í febrúar 2017. 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -8 D D 8 2 0 4 1 -8 C 9 C 2 0 4 1 -8 B 6 0 2 0 4 1 -8 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.