Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 40

Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 40
og með hverri heimsókn hefur hún styrkt tengsl sín við íslenskan myndlistarheim. Hún vann til dæmis að uppsetningu Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu í fyrra og sýnir nú eigin verk í Galleríi Porti. Það er ótrúlega gaman að sjá fólk fléttast inn í samfélagið og hafa áhrif með þessum hætti.“ Í hverjum mánuði er haldin sýning í húsakynnum SÍM, Hafnar- stræti 16, á þeim verkum sem hinir erlendu listamenn hafa unnið á gestavinnustofunum á Seljavegi og Korpúlfsstöðum. Hver sýning stend- ur einungis í tvo daga. Sýningu júní- mánaðar lýkur í dag, fimmtudag, klukkan 15. Næsta sýning verður síðan í lok júlí. kolbrunb@frettabladid.is ÞAÐ ERU MEIRA AÐ SEGJA DÆMI UM LISTAMENN SEM HAFA KOMIÐ HINGAÐ OG MYNDAÐ SVO STERK TENGSL VIÐ LAND OG ÞJÓÐ AÐ ÞEIR HAFA SÍÐAN FLUTT TIL LANDSINS. Á ÞESSUM TÍMA KYNNTIST ÉG RÚSS- NESKUM KOLLEGUM OG STÚD- ENTUM OG FANN AÐ ÞAÐ VAR MIKILL ÁHUGI HJÁ ÞEIM Á KATRÍNU MIKLU. Sagnfræðingurinn Jón Þ. Þór segir sögu Katrínar keisaraynju Rússlands í nýrri bók sinni, sem heitir einfaldlega Katrín mikla. „Í byrjun aldarinnar þurfti ég að fara nokkuð oft til Pétursborg- ar vegna erlendra verkefna og ég var einnig að kenna þar. Á þessum tíma kynntist ég rússneskum koll- egum og stúdentum og fann að það var mikill áhugi hjá þeim á Katrínu miklu. Ég smitaðist og varð mér úti um bækur um hana og ætlaði bara að lesa mér til, en mér fannst hún svo spennandi að ég fór að hripa ýmislegt niður,“ segir Jón. Merkilegt starf „Ævi Katrínar er eins og reyfari. Keisaraynjan í Rússlandi var búin að ættleiða frænda sinn, Pétur, sem átti að verða keisari og hann þurfti brúði sem væri líkleg til að ala afkomendur. Keisaraynjan skrifaði Friðriki mikla í Prússlandi sem benti á fjölskyldu í litlu furstadæmi sem tilheyrði prússneska ríkinu og þar var þessi fjórtán ára gamla stúlka sem var send til Rússlands til að giftast ríkisarfanum. Þau voru gift í ein tólf ár og það gengu sögur um að þau hefðu aldrei sængað saman. Hún eignaðist samt börn og það var látið svo heita að þau væri börn eiginmannsins. Þegar gamla keisaraynjan dó varð Pétur keisari en reyndist gjör- samlega vonlaus þannig að Katrín steypti eiginmanni sínum af keis- arastóli og hann dó í fangelsi stuttu seinna, sennilega var hann drepinn. Katrín ríkti í 34 ár til dauðadags árið 1796 og vann gríðarlega merkilegt starf. Hún opnaði Rússum leið suður að Svartahafi, færði landamæri ríkis síns út og gerði Rússland að evr- ópsku stórveldi.“ Kom Diderot til bjargar Jón segir Katrínu hafa verið merki- legan menningarfrömuð. „Hún var mjög vel menntuð og kunni fjölmörg tungumál. „Hún keypti gríðarlega mikið af málverkum og stofnaði listasafn í Vetrarhöll- inni. Hún keypti einnig bókasafn Voltaire eftir hans dags. Hún kom Diderot til bjargar þegar hann var kominn í mikla fjárþröng í Frakk- landi og ætlaði að selja bókasafn sitt, sem var það eina sem hann átti sem var einhvers virði. Katrín frétti af þessu og keypti bókasafnið fyrir óhemju mikla upphæð. Hún sagði að það versta sem hægt væri að gera lærdómsmanni væri að svipta hann bókunum og hann ætti því að varð- veita þær svo lengi sem hann lifði. Þar með var hann orðin bókavörð- ur hennar í París og hún borgaði honum laun á hverju ári.“ Sögur um ástir og kynlíf Ýmsar sögur spunnust um Katrínu miklu og hafa verið lífseigar. „Þegar Katrín kom til valda ypptu flestir kóngar og keisarar í öðrum löndum öxlum, töldu ólíklegt að hún héldist lengi við völd. Raunin varð önnur og þegar hún lést var hún talin í hópi fremstu og voldugustu þjóð- höfðingja í Evrópu,“ segir Jón. „Enn má sjá ýmislegt sem minnir á hana í Sankti Pétursborg og um einka- líf hennar, ekki síst ástir og kynlíf, spunnust ótal sögur sem sumar hafa lifað góðu lífi fram á þennan dag. Þær eru flestar lognar, margar ýktar en sumar sannar. Meðal ann- ars má nefna að sú saga hefur lengi lifað en er ósönnuð að hún hafi gifst Grigorij Potemkin á laun. Rússar elskuðu hana margir og þjóðskáldið Alexander Púskín lýsti henni sem „viturri móður rússnesku þjóðar- innar“.“kolbrunb@frettabladid.is Vitur móðir þjóðar Jón Þ. Þór sagnfræðingur er höfundur bókar um Katrínu miklu keisaraynju Rússlands sem ríkti í 34 ár til dauðadags. Jón segir ævi Katrínar hafa verið reyfarakennda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Katrín mikla vann merkt starf og gerði Rússland að stórveldi. SÍM (Samband íslenskra listamanna) hefur frá árinu 2002 rekið gesta-vinnustofur í Reykjavík, á Seljavegi og á Korpúlfs-stöðum. Þar gefst erlend- um listamönnum kostur á að dvelja og starfa í einn til þrjá mánuði hverju sinni. Katrín Helena Jóns- dóttir er verkefnastjóri gestavinnu- stofa SÍM. „Hugmyndin var upphaflega að láta íslenska listheiminn og hinn alþjóðlega mætast og hafa þannig áhrif hvor á annan. Í kringum 200 erlendir listamenn koma hingað árlega til að starfa í vinnustofunum. Reynslan er mjög góð og það hefur sýnt sig að fjölmargir erlendir lista- menn hafa mikinn áhuga á íslenskri myndlistarsenu og langar að mynda tengsl við hana,“ segir Katrín. Listamennirnir koma víða að, þar á meðal frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Skandinavíu og Asíu. „Vinnustofur okkar eru vel kynntar á erlendri grundu og lista- menn vita af þeim. Það má segja að vitneskjan um þær sé sterkari utan landsteinanna en innan þeirra, hér heima vita ekkert margir af gesta- vinnustofunum,“ segir Katrín. „Við fáum fjölmargar umsóknir á hverju ári og þurfum að hafna hátt í 60 pró- sent þeirra. Umsækjendur sækja um á netinu og senda ferilskrá og nefnd fer síðan yfir umsóknirnar. Þetta er flott listafólk sem hefur fjölbreyttan bakgrunn, við gerum ákveðnar kröf- ur um reynslu og menntun umsækj- enda og valið á milli þeirra getur oft verið erfitt.“ Loksins komnir heim Katrín segir upplifun listamann- anna af dvölinni á Íslandi afar jákvæða. „Þeir eru yfirleitt yfir sig ánægðir, svo ánægðir að margir koma aftur og aftur. Það eru meira að segja dæmi um listamenn sem hafa komið hingað og myndað svo sterk tengsl við land og þjóð að þeir hafa síðan flutt til landsins. Nokkrir hafa meira að segja lýst því að á Íslandi líði þeim eins og þeir séu loksins komnir heim.“ Áhrifin frá Íslandi endurspeglast jafnvel í verkunum sem listamenn- irnir vinna hér á landi. „Í tengslum við dvöl listamannanna í gesta- vinnustofunum er listamannaspjall, sem er opið öllum, en þar segja gest- irnir frá því sem þeir hafa verið að gera í gegnum tíðina og að hverju þá langar að vinna að í gestavinnu- stofunum. Vegna þeirra áhrifa sem þeir verða fyrir hér á landi fara þeir síðan stundum í allt aðra átt en þeir höfðu ætlað sér í upphafi. Þar að auki koma margir til að vinna mark- visst með íslenska náttúru, efnivið eða menningararf,“ segir Katrín. Samstarf með leikskólabörnum Upphaflega hugmyndin með vinnu- stofunum var að láta íslenska list- heiminn og hinn alþjóðlega mæt- ast. Það hefur sannarlega tekist og Katrín nefnir tvö skemmtileg dæmi: „Eldri listamaður frá Bandaríkjun- um dvaldi á Seljavegi þar sem leik- skóli er við hliðina á vinnustofunni. Hann tók upp á því að hefja sam- starf með leikskólabörnunum og er að koma aftur í haust til að halda verkefninu áfram með þeim. Þýsk listakona, Katrin Hahner, hefur komið hingað nokkrum sinnum Loksins komnir heim SÍM rekur gestavinnustofur á tveimur stöðum í Reykjavík. Katrín Helena verkefnisstjóri segir erlenda listamenn hrífast af Íslandi og sumir þeirra hafa jafnvel flutt til landsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk fléttast inn í samfélagið og hafa áhrif með þessum hætti,“ segir Katrín Helena. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -A B 7 8 2 0 4 1 -A A 3 C 2 0 4 1 -A 9 0 0 2 0 4 1 -A 7 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.