Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook fimmtudag til laugardag Str. 36-56 20% afsláttur af öllum bolum og toppum Bergþór flutti til Parísar árið 1995 og bjó þar í sextán ár. Hann og maður hans, Olivier Francheteau innanhússhönnuður, ákváðu þá að flytja til Nice. Bergþór segir að vorið og sumarið í Nice hafi ekki verið neitt sérstakt og það var ekki sól þegar við náðum tali af honum. „Það er mjög óvanalegt að sumarið komi svona seint hér,“ segir hann. „Yfirleitt kemur vorið í apríl og í júní er komið hásumar. Þetta er öðruvísi í ár,“ segir hann. „Það var ævintýralöngun sem rak okkur hingað til Nice,“ segir Bergþór þegar hann er spurður af hverju hann hafi farið frá París. „Okkur langaði að reyna eitthvað nýtt auk þess sem það er mjög dýrt að búa í París. Nice er yndislegur staður en íbúar hér eru öðruvísi en Parísarbúar. Þeir eru sjálfhverfir og hugsa ekki mikið um aðra. Það hefur verið sagt um fólkið hérna að það vilji hafa öll réttindi en engar skyldur,“ segir Bergþór og bætir við að Frakkar séu langt á eftir Íslendingum þegar kemur að umhverfisvernd og flokkun. Selur vegan handtöskur Bergþór Bjarnason býr í Nice þar sem hann rekur eigin vefverslun. Hann selur handtöskur sem unnar eru án dýraafurða. Bergþór er umhverfissinni og borðar hvorki kjöt né mjólkurvörur. Bergþór og Olivier á góðri stundu í Nice. Allar þessar glæsilegu töskur eru unnar án dýraafurða. Þessi mynd var tekin af þeim Olivier og Bergþóri á fimmtugsafmæli Bergþórs sem var 9. júni en nítján Íslendingar komu til Nice til að samfagna honum. Bergþór fór til Parísar á sínum tíma til að læra frönsku sem hafði lengið verið honum hugleikin. Hann er fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum og þar var ekki kennd franska. „Ég hafði ekki hugsað mér að setjast hér að en örlögin leiddu til þess. Fyrst fékk ég vinnu á veit- ingastað en síðan fór ég að vinna fyrir tískuhús í París. Ég byrjaði reyndar fyrst hjá H&M sem þá var að opna á einni af aðalverslunar- götum Parísar, Rue de Rivoli,“ segir hann. Vinnan hjá H&M leiddi hann svo yfir í fínar tískuverslanir eins og Chanel, Yves Saint Lauren, Valent- ino og loks Michael Kors í Nice. Eftir að Bergþór flutti til Nice ákvað hann að setja upp vefverslun en þar safnar hann merkjum sem eru þekkt fyrir umhverfisvernd og nota mikið af endurunnum efnum. Verslunin nefnist Vegan Vogue og er vinsæl hjá veganistum. „Þetta er eins manns fyrirtæki sem gengur hægt og bítandi. Í upphafi reyndist ekkert sérstaklega auðvelt að finna vörur hér í Frakklandi en ég er sér- staklega ánægður með Jean Louis MAHÉ sem er sköpun Virginie Barbier. Hún er hönnuður sem gerir hágæða töskur úr jurta- leðri. Önnur er Camille sem vinnur til dæmis með ananas- blöð. Síðan er ég með merki sem heitir Fantôme og kemur frá Bord eaux. Það er allt öðruvísi en hin fyrirtækin sem ég er með þar sem það framleiðir einungis úr endur- unnum reiðhjólaslöngum. Það er hægt að panta hjá mér til Íslands en framtíðardraumur minn er að koma upp íslensku útibúi heima,“ segir Bergþór en hægt er að fræðast um töskurnar og hönnunina á bak við þær á síðunni hans, vegan- vogue.com. Olivier hefur sömuleið- is áhuga á að taka að sér verkefni á Íslandi. „Það væri gaman ef hann fengi tækifæri til að kynnast Íslandi betur,“ segir Bergþór. „Við erum hreyfanlegir og það er allt opið. Ég aðhyllist vegan en er það þó ekki hundrað prósent. Ég borða stöku sinnum fisk en hef verið að taka út mjólkurvörur. Olivier er ekki samtaka mér í þessu og það getur verið flókið þegar annar aðilinn er vegan. Hugsunin þarf að breytast mikið þegar maður gerist vegan því það er heilmikill skóli að breyta mataræðinu. Ég hef alltaf verið umhverfissinni,“ segir Bergþór. Á myndunum má sjá nokkrar af þeim töskum sem hann selur og eru allar án dýraafurða. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 20% afsláttur af völdum vörum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . j ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -B F 3 8 2 0 4 1 -B D F C 2 0 4 1 -B C C 0 2 0 4 1 -B B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.