Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 16
Virði félagsins Gufu, sem rekur bað­ staðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. Ríflega 36 prósenta hlutur Bláa lónsins í Gufu var metinn á 1,6 millj­ ónir evra eða sem jafngildir um 203 milljónum króna í lok síðasta árs. Það þýðir að baðstaðurinn var í heild metinn á um 560 milljónir króna. Til samanburðar var bókfært virði baðstaðarins um 316 milljónir króna í lok árs 2016. Bláa lónið bætti við hlut sinn í Gufu í fyrra í gegnum dótturfélag sitt, Íslenskar heilsulindir, úr 19 pró­ sentum í 36 prósent. Er Bláa lónið þannig orðið stærsti hluthafi Gufu en Icelandair hótel er sá næststærsti með ríflega 31 prósents hlut. Baðstaðurinn við Laugarvatn, sem var opnaður sumarið 2011, skil­ aði 91 milljónar króna hagnaði árið 2016 og þrefaldaðist hagnaðurinn á milli ára. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. – kij Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 millj­ arða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingar­ sjóðsins. Brunni er stýrt af Lands­ bréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrir­ tækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júní­ mánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Krist­ jánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augn­ lækningum, og dr. Þorsteini Lofts­ syni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrir­ tækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjár­ festum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghost­ lamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 pró­ senta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. – hvj  Oculis metið á fimm milljarða króna Til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvar­ lega samkeppni á eldsneytismark­ aði hefur olíufélagið lagt til að sam­ einað félag selji frá sér vörumerkið Dæluna, sem N1 kynnti fyrst til sögunnar sumarið 2016, og þrjár eldsneytisstöðvar. Til viðbótar hafa forsvarsmenn N1 boðist til þess að skuldbinda olíufélagið til þess að selja þeim sem vilja eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni og auka jafnframt aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu, sem félagið á 60 prósenta hlut í. Samkeppniseftirlitið kallaði í gær eftir sjónarmiðum almennings um sáttatillögur N1. Eftirlitið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1, sem er stærsta eldsneytis­ félag landsins, á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins en það rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skaðleg“ áhrif á samkeppni sem leitt geti til tjóns fyrir bæði keppi­ nauta félaganna og neytendur. Ef eftirlitið fellst ekki á tillögur N1 mun það ógilda kaupin. Hlutabréf í olíufélaginu féllu um 5,1 prósent í verði í 330 millj­ óna króna viðskiptum í Kaup­ höll Íslands í gær, daginn eftir að félagið greindi frá því að endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins myndi ekki liggja fyrir í þessum mánuði, líkt og vonir stóðu til. Félagið sagði þess í stað „ófyrirséð“ hvenær rannsókn eftirlitsins lyki og benti auk þess á að vegna tímafresta í kaupsamningi N1 og Festar kynni að þurfa að koma til breytinga á samningnum. Í upphaflegu samkomulagi félag­ anna, sem þau skrifuðu undir í júlí í fyrra, er heildarvirði Festar, það er virði hlutafjár og skulda, 37,9 millj­ arðar króna en endanlegt kaupverð mun meðal annars ráðast af afkomu smásölufélagsins. Yrði sterkur keppinautur Í frummati Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir í lok febrúar síðastlið­ ins, lýsti eftirlitið áhyggjum af því að kaupin myndu fela í sér „mjög alvarlega röskun á samkeppni á eldsneytismarkaði“. Ekki væri fyrir hendi nægilegur fjöldi keppinauta sem veitt gætu sameinuðu félagi nægjanlegt samkeppnislegt aðhald. Ein af sáttatillögum olíufélags­ ins, sem Samkeppniseftirlitið birti á vef sínum í gær, felst í því að sam­ einað félagi selji frá sér þrjár elds­ neytisstöðvar, nánar tiltekið við Hæðarsmára, Salaveg og Fellsmúla, og vörumerkið Dæluna. Undir merkjum Dælunnar hefur N1 selt eldsneyti frá sumrinu 2016 á einu föstu verði sem er að jafnaði um 15 til 17 krónum lægra en hefðbundið listaverð olíufélagsins. Í bréfi N1 til Samkeppniseftir­ litsins, sem Snorri Stefánsson, lög­ maður hjá Advel, skrifar undir fyrir hönd olíufélagsins, er bent á að eldsneytissala sjálfs­ afgreiðslustöðva Dælunnar hafi farið vaxandi undanfarið og nú sé svo komið að þessi hluti rekstrar N1 skili jákvæðri framlegð. Ætla verði að mögulegt sé að selja vörumerkið „vandkvæðalítið í einu lagi og auka þannig samkeppni“. Dælan yrði þannig, að sögn olíu­ félagsins, keppinautur sem væri ólíkur öðrum eldsneytisfélögum og með „sterka hvata til þess að keppa í verðum“. Bjóðast til að selja Kjarval Olíufélagið leggur auk þess til að sameinað félag selji verslun Kjar­ vals á Hellu, en tillögunni er ætlað að bregðast við áhyggjum Sam­ keppniseftirlitsins af því að kaup N1 muni skaða samkeppni á Hvols­ velli og Hellu. Grundvallast það mat eftirlitsins á því að í bæjarfélögun­ um sé Festi nánasti keppinautur verslunar N1 í sölu dagvara. Þannig gætu kaupin, að mati eftirlitsins, leitt til verðhækkana í verslunum N1, Krónunnar og Kjarvals þar. Auka aðgengi að birgðarými Auk þess var það frummat eftir­ litsins að kaup N1 á Festi gætu leitt til þess að erfiðara yrði fyrir keppinauta olíu­ f é l a g s i n s a ð komast inn á m a r k a ð i n n fyrir smásölu e l d s n e y t i s . Tók eftirlitið fram, því til st u ð n i n g s , að hvatar hins sameinaða félags til þess að selja eldsneyti í heildsölu myndu minnka í kjölfar kaupanna og það sama ætti við um hvata dóttur­ félagsins Olíudreifingar til þess að dreifa eldsneyti fyrir keppinauta N1. Samruninn gæti jafnvel valdið því að „keppinautar hrökklist af markaðinum“. Til þess að bregðast við umrædd­ um ætluðum samkeppnishömlum skuldbindur N1 sig til þess að selja þeim sem eftir því leita eldsneyti í heildsölu „á viðskiptalegum grunni“ og gæta jafnræðis og hlutlægni við söluna. Þá býðst olíufélagið enn fremur til þess að beita sér fyrir auknum aðgangi að þjónustu Olíu­ dreifingar, til dæmis að birgðarými. Tekur félagið fram í bréfi sínu til Samkeppniseftirlitsins að nægi­ legt birgðarými sé fyrir hendi, hvað varðar eldsneyti fyrir bíla, þann­ ig að ekki eigi að koma til þess að „Olíudreifing þyrfti að gera upp á milli viðskiptavina“. kristinningi@frettabladid.is Telur „vandkvæðalítið“ að selja Dæluna N1 leggur til að vörumerkið Dælan og þrjár eldsneytisstöðvar verði seldar til þess að sefa áhyggjur Samkeppniseftirlitsins. Olíufélagið skuldbindur sig auk þess til þess að auka aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu. Ófyrirséð er hvenær rannsókn eftirlitsins lýkur. N1 telur að kaupin á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, feli í sér tækifæri til þess að hagræða í innlendri smásöluverslun, meðal annars með því að samþætta ákveðna þætti í starfsemi félaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Segist ekki hafa „vald yfir hluthöfum“ sínum N1 segist í bréfi sínu til Sam- keppniseftirlitsins ekki hafa „vald yfir hluthöfum“ sínum. Þannig geti forsvarsmenn félagsins fyrst og fremst rætt við hluthafana um áhyggjur eftirlitsins af skaðlegum áhrifum eignatengsla í sam- einuðu félagi N1 og Festar. „Það er hins vegar þeirra [hluthafanna] að bregðast við því,“ segir í bréfi olíufélagsins. Í frummati Samkeppniseftir- litsins er bent á að sameiginlegt eignarhald á dagvöru- og elds- neytismarkaði sé umtalsvert og samþjöppunin muni aukast í kjölfar kaupanna. Lífeyrissjóðir eiga samanlagt um 50 til 60 prósenta hlut í N1 og keppinautnum Skeljungi. Með kaupum Haga á Olís kemst þriðja olíufélagið í eigu félags sem er að meirihluta í eigu lífeyrissjóða, en lífeyrissjóðir halda saman- lagt á tæplega 60 prósenta hlut í Högum. Þá eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í Festi. N1 tekur fram í bréfinu að félagið hafi rætt við stærstu hlut- hafa sína. Almennt virðist sem vilji þeirra standi til þess að full samkeppni verði á öllum mörk- uðum sem olíufélagið starfar á. Í tillögum N1 er settur „ákveðinn rammi“, eins og það er orðað, um stjórn og fram- kvæmdastjórn sem er ætlað að „koma í veg fyrir að stjórnar- menn eða aðrir freisti þess að fá N1 til þess að halda aftur af sér í samkeppni á markaði,“ að því er segir í bréfinu. 24% er eignarhlutur vaxtar­ sjóðsins Brunns í Oculis. Bláa lónið bætti við hlut sinn í Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, í fyrra, úr 19 prósentum í 36 prósent. 37,9 milljarðar króna er heildar­ virði Festar samkvæmt kaup­ samningi þess við N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. MARKAÐURINN 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -9 C A 8 2 0 4 1 -9 B 6 C 2 0 4 1 -9 A 3 0 2 0 4 1 -9 8 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.