Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 4
AKUREYRI Minnihluti bæjarstjórnar
Akureyrar lagði fram 50 spurningar
til meirihlutaflokkanna á síðasta
fundi bæjarstjórnarinnar. Telur
minnihlutinn sáttmála meirihluta-
flokkanna vera illa skrifaðan, óræð-
an og að þörf sé á nánari útskýring-
um á honum.
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, segir íbúa eiga að
fá að vita hvert stefnan er sett næstu
fjögur árin. „Það er ekki hægt að
draga upp neina mynd af því sem
meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunn-
ar. „Sáttmáli meirihlutans er þann-
ig settur upp að íbúar geta ekki séð
stefnuna. Þess vegna erum við að
setja fram þessar spurningar. Íbúar
bæjarins eiga að fá að vita hvert
meirihlutinn er að fara. Annaðhvort
er meirihlutinn enn ósammála um
það eða að þau treysta sér ekki til að
setja það niður á pappír.“
Guðmundur Baldvin Guðmunds-
son, formaður bæjarráðs og oddviti
Framsóknarflokksins, kynnti mál-
efnasamning L-lista, Framsóknar-
flokksins og Samfylkingarinnar fyrir
kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar
Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og
Miðflokks, minnihlutans í bæjar-
stjórn, bókuðu gegn sáttmálanum.
Óskaði minnihlutinn eftir að spurn-
ingum hans yrði svarað og umræður
teknar á næsta fundi bæjarstjórnar
Akureyrar.
„Sé ætlunin að komast í gegnum
annað kjörtímabil án mikilla
aðgerða er eðlilegt að horft sé fram-
hjá þessari beiðni,“ stendur jafn-
framt í bókun minnihlutans.
Halla Björk Reynisdóttir, oddviti
L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar
gagnrýni Gunnars á bug.
„Málefnasamningurinn sem
meirihlutinn hefur sett fram er
metnaðarfullur og lýsir framtíðar-
sýn okkar vel. Þetta er stefna en
ekki starfsáætlun og nú þegar er
hafin vinna við að útfæra stefnuna í
samvinnu við starfsfólk. Við vísum
því gagnrýni minnihlutans alfarið
á bug,“ segir Halla Björk.
Minnihlutinn segir hins vegar
í bókuninni að ekki sé hægt að
ræða stefnuna út frá sáttmálanum.
Hann sé fullkomlega óhæfur sem
umræðugrundvöllur um stefnu
og áherslur meirihlutans, eins og
stendur í bókun minnihlutans. – sa
Segir sáttmála meirihlutaflokkanna hrákasmíð
Það er ekki hægt að
draga upp neina
mynd af því sem meirihlut-
inn ætlar sér.
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins
UMHVERFISMÁL Matvælastofnun
hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í
Arnarfirði og Tálknafirði heimild til
að meðhöndla eldislax með lyfjum
til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í
kvíum fyrirtækjanna. Við lúsataln-
ingu í Tálknafirði sáust greinileg
merki um að sú lús sem lifað hafði
af í vetur var lífvænleg og byrjuð að
tímgast og sáust merki um ný smit.
Er þetta annað árið í röð sem bregð-
ast þarf við lúsa faraldri í laxeldi í
Arnarfirði.
Síðastliðið haust þurfti Matvæla-
stofnun einnig að veita heimild til
notkunar á lúsafóðri til að drepa laxa-
lús sem hafði herjað á kvíar í Dýra-
firði og einnig í Arnarfirði sumarið
2017. Á vef Landssambands fiskeldis-
stöðva (LF) kemur fram að í íslensku
fiskeldi hafi aldrei verið notuð lúsa lyf
og að hin skaðlega lús eigi erfitt upp-
dráttar hér á landi vegna lágs hitastigs
sjávar. Ljóst er að laxalúsin hefur lifað
af síðustu tvo vetur og hefur valdið
fyrirtækjum búsifjum.
„Talið var að engar aðrar aðferðir
hefðu nægt til að hreinsa fiskinn
af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í
aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit
orðið óásættanlegt síðsumars og í
haust. Töluverð hætta væri þá á nei-
kvæðum áhrifum á velferð fisksins
og að auki verður að taka tillit til
smitálags á villtan fisk og eldisfisk í
nágrannafjörðum,“ segir í tilkynn-
ingu Matvælastofnunar sem hefur
eftirlit með laxeldi hér á landi.
„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn
laxalúsinni en hann eyðir henni
ekki,“ segir Kristján Þ. Davíðsson,
framkvæmdastjóri LF. Í Arnarfirði
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir
laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði
Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn
laxa lús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. Fisksjúkdómanefnd gerir athugasemd við hversu litla
tilburði Arnarlax hefur sýnt gagnvart fyrirbyggjandi aðgerðum í baráttunni við laxalúsina. Nefndin lagðist gegn lyfjagjöf fyrir mánuði.
Aðrar leiðir gegn lús
ekki fullreyndar
Fisksjúkdómanefnd lagðist gegn
lyfjagjöf fyrir tæpum mánuði.
28. maí barst nefndinni erindi
frá dýralækni Arnarlax hf. þar
sem óskað var eftir heimild til að
meðhöndla eldislax gegn laxalús
með skordýaraeitrinu Alpha Max.
Málið var tekið fyrir þann 31. maí.
„Að umfjöllun lokinni komst
fisksjúkdómanefnd að þeirri
samdóma niðurstöðu að mæla
ekki með því við Matvælastofnun
að heimila umbeðna lyfjameð-
höndlun, hvorki í Arnarfirði né
Tálknafirði.“
„[...] fisksjúkdómanefnd
gerir athugasemd við hversu
litla tilburði Arnarlax hefur sýnt
gagnvart lyfjalausum og fyrir-
byggjandi aðferðum í baráttunni
við laxalúsina. Ekki hefur verið
sýnt fram á að aðrar leiðir hafi
verið fullreyndar á umræddum
eldissvæðum, fyrirbyggjandi eða
til að draga úr sýkingu.“
Laxalúsin getur verið hvimleiður fylgifiskur laxeldisins og valdið eldisfyrirtækjum búsifjum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hvað er laxalús?
Laxalús er sníkjudýr í sjó.
Þetta krabbadýr leggst á
laxfisk og lifir eingöngu af
honum. Kjörhitastig lúsar-
innar er um fimm til sjö gráður og
lífsskilyrðin versna með lækkandi
hitastigi. Laxalúsin lifir ekki af í
ferskvatni og nær villtur fiskur að
hrista af sér lúsina fljótlega eftir
göngu upp í ferskvatn.
var lúsasmit mikið og mikill fjöldi
fiska er í stöðinni. Fara á í fyrirbyggj-
andi aðgerðir í stöðvunum til að
hindra að smit komi upp aftur.
Jón Örn Pálsson sjávarútvegs-
fræðingur segir þetta staðfestingu á
því að hitastig sjávar að vetri til sé
ekki nægileg vörn gegn laxalúsinni.
„Þessar fréttir staðfesta þetta. Taln-
ing á lús staðfestir að lúsinni fækkar
ekki. Hún hins vegar fjölgar sér ekki
á köldum vetrum. Nú er hins vegar
spurning hvað fiskeldisfyrirtækin
gera til að hvíla staðina,“ segir Jón
Örn. sveinn@frettabladid.is
Jón Örn
Pálsson.
DÓMSMÁL Félagið Einn á móti X
ehf. þarf að greiða frístundabyggð-
inni Ásum 15 þúsund krónur vegna
uppsetningar á öryggishliði að frí-
stundabyggðinni. Deila um gjaldið
hefur staðið í tæp fjögur ár.
Frístundabyggðin er í landi Fells
í Bláskógabyggð en eigandi jarðar-
innar lagði veg um jörðina. Í ágúst
var sent út fundarboð til félags-
manna í Ásum en tilefni fundarins
var að taka ákvörðun um uppsetn-
ingu hliðs við þjóðveginn og að hús-
unum. Var það samþykkt. Eigandi
Eins á móti, sem og eigendur jarðar-
innar Fells, vildu ekki una uppsetn-
ingu hliðsins. Meðal annars ætluðu
eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja
hliðið yrði það sett upp. Hliðið var
engu að síður sett upp en Einn á móti
vildi ekki taka þátt í kostnaði við
uppsetningu þess. Málið var höfðað
til innheimtu kostnaðarhluta hans.
Byggði Einn á móti meðal annars
á því að hliðið takmarkaði notkun
hans á lóð sinni og að félagið hefði
ekki haft heimild til að setja hliðið
upp. Þá bryti það á stjórnarskrár-
vörðum rétti hans til að standa utan
félaga að skikka hann til aðildar í
Ásum en svo er gert í lögum um frí-
stundabyggð og leigu lóða undir frí-
stundahús.
Hliðið er þannig hannað að hægt
er að opna það með því að hringja í
símanúmer. Einn á móti hafði ekki
kosið að nota það númer og það því
talið standa honum næst að falast
eftir númerinu. Þá hafði hann tekið
þátt í öllum aðgerðum félagsins og
greitt gjöld þess og því ekki skyndi-
lega hægt að byggja á réttinum til að
standa utan þess. Ákvörðunin um
uppsetninguna var talin lögmæt.
Auk krónanna 15 þúsund fyrir
uppsetninguna þarf Einn á móti að
greiða 650 þúsund í málskostnað.
– jóe
15 þúsund krónur urðu að 650 þúsund
Deila um öryggishliðið og gjaldið sem
tengist því hefur staðið í fjögur ár.
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-A
6
8
8
2
0
4
1
-A
5
4
C
2
0
4
1
-A
4
1
0
2
0
4
1
-A
2
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K