Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 20
Opið bréf til menntamálaráð-herra frá formanni Blindra-félagsins.
Á aðalfundi Blindrafélagsins,
samtaka blindra og sjónskertra
á Íslandi, sem haldinn var þann
12. maí síðastliðinn var samþykkt
að skora á íslensk stjórnvöld að
standa dyggan vörð um starfsemi
Hljóðbókasafns Íslands. Jafnframt
að sýna í verki vilja sinn til að
stuðla að bættu aðgengi að lesefni
með því að gerast aðili að Marra-
kesh-samningnum um aðgengi að
útgefnu efni, undirrita hann og lög-
festa.
Áætlað er að innan við 10%
útgefins lesefnis sé aðgengilegt
þeim u.þ.b. 300 milljónum manna
sem eru lestrarhamlaðir á prent-
letur (e. persons with print disabil-
ities). Þar á meðal eru blindir, sjón-
skertir og lesblindir einstaklingar.
Þetta hefur bitnað sérstaklega illa
á fátækari löndunum. Þar sem
ástandið er verst er innan við 1%
útgefinna titla gefið út á aðgengi-
legu formi s.s. punktaletri, stækk-
uðu letri eða sem hljóðbók.
Af þessum ástæðum hefur lengi
verið unnið að því að ná fram
alþjóðlegu samkomulagi við höf-
undarrétthafa um að aðilar sem
ekki starfa í hagnaðarskyni hafi rétt
til að gefa út útgefið efni á aðgengi-
legu formi og opna á aðgang til
þeirra sem á þurfa að halda og enda
þar með þessa bókaþurrð.
Staðan á Íslandi er nokkuð góð
samanborið við mörg nágranna-
lönd okkar. Hljóðbókasafn Íslands
gegnir þar lykilhlutverki. Á árinu
2017 var heildarfjöldi prentaðra
bókatitla í Bókatíðindum 607 titlar.
Hljóðbókasafnið tryggði aðgengi
tæplega 50% þeirra á hljóðbókar-
formi. Þó svo að þetta sé hátt
hlutfall miðað við löndin þar sem
staðan er verst, eru þetta samt sem
áður innan við helmingur útgef-
inna bókartitla.
Starfsemi og hlutverk Hljóðbóka-
safns Íslands byggir á Bókasafns-
lögum nr. 150/2012 og samningi á
milli mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins og Rithöfundasam-
bands Íslands, auk þess að vera í
fullu samræmi við ákvæði Samn-
ings Sameinuðu þjóðanna um rétt-
indi fatlaðs fólks. Samkvæmt þessu
hefur Hljóðbókasafnið heimild
til að gera allt höfundarréttar-
varið efni sem gefið er út á Íslandi
aðgengilegt til útláns til notenda
safnsins sem skv. lögum eru ein-
göngu þeir sem ekki geta nýtt sér
prentað letur.
Mikilvægasta þjónustan
Í nýlegri skoðanakönnun sem
Blindrafélagið lét gera meðal
félagsmanna sinna var þjónusta
Hljóðbókasafnsins metin mikil-
vægasta þjónustan sem blindum
og sjónskertum einstaklingum
stendur til boða. Það þarf ekki að
fara í neinar grafgötur um hversu
mikilvægur rétturinn til að lesa er.
Því miður hefur Hljóðbókasafn
Íslands og viðskiptavinir safnsins
þurft að sitja undir dylgjum og
rógburði frá einstaka aðilum sem
finna starfsemi safnsins allt til for-
áttu. Verði farið að kröfum þessa
fámenna hóps mun réttur þeirra
sem ekki geta nýtt sér prentletur
og aðgengi þeirra að lesefni fljótt
verða fyrir borð borinn.
En sem betur fer er ríkur skiln-
ingur á mannréttindahlutverki
safnsins á meðal flest allra höfunda
og rétthafa sem endurspeglast í
samningi Rithöfundasambands
Íslands og mennta- og menningar-
málaráðuneytisins.
Í september 2016 tók gildi
alþjóðlegur samningur, kenndur
við Marrakesh, sem felur í sér mikla
réttarbót fyrir þá sem eru lestrar-
hamlaðir á prentletur en markmið
samningsins er að að liðka fyrir
aðgengi að útgefnu efni. Samn-
ingurinn krefur samningsaðila um
að gera ákveðnar takmarkanir og
undantekningar á höfundarréttar-
reglum til að leyfa endurgerð, dreif-
ingu, tryggja aðgang að útgefnu
efni á aðgengilegu formi og að
leyfa skipti á þessum verkum yfir
landamæri. Samningurinn tak-
markast við að þetta sé ekki gert í
hagnaðarskyni og ávinningurinn
er eingöngu þeirra sem njóta loks
aðgangs að útgefnu efni. Læsi og
aðgangur að lesefni er undirstaða
menntunar, atvinnuþátttöku og
virkrar þátttöku í samfélaginu.
Marrakesh-samningnum er ætlað
að gera því fólki sem er lestrar-
hamlað á prentletur kleift að njóta
þessa til jafns við aðra.
Evrópusambandið (The Council
of the European Union) samþykkti
löggjöf um Marrakesh-sáttmálann
17. júlí 2017. Með löggjöfinni um
framkvæmd Marrakesh-sáttmálans
sem nú er í gildi hafa aðildarríkin
frest til 10. október 2018 til að inn-
leiða Marrakesh-viðmiðin í eigin
löggjöf. Íslensk stjórnvöld hafa ekki
enn sem komið er skrifað undir
Marrakesh-samninginn.
Það er því eðlilegt að mennta-
málaráðherra ríkisstjórnar Íslands
sé inntur svara um afstöðu og
áform íslenskra stjórnvalda þegar
kemur að Marrakesh-samningnum
um leið og við hvetjum stjórnvöld
til að standa dyggan vörð um þau
sjálfsögðu mannréttindi að hafa
aðgang að lesefni.
Rétturinn til að lesa er mannréttindi
Sigþór U.
Hallfreðsson
formaður
Blindrafélagsins
Það er því eðlilegt að
menntamálaráðherra
ríkisstjórnar Íslands sé
inntur svara um afstöðu og
áform íslenskra stjórnvalda
þegar kemur að Marrakesh-
samningnum um leið og við
hvetjum stjórnvöld til að
standa dyggan vörð um þau
sjálfsögðu mannréttindi að
hafa aðgang að lesefni.
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Sam-
skiptamynstrið breytist og takast
þarf á við það strax frá upphafi.
Heilbrigð samskipti milli fráskil-
inna foreldra eru vel möguleg ef
réttur tónn er settur frá upphafi.
Lykillinn að góðum sam-
skiptum fráskilinna foreldra er
að geta aðgreint hið persónulega
samband við fyrrverandi maka
frá hinu sameiginlega uppal-
enda-sambandi. Það getur verið
gagnlegt að hugsa um þetta sam-
band sem algjörlega nýtt – sam-
band sem snýst eingöngu um vel-
ferð barnsins, og ekki um ykkur.
Sambandi ykkar, eða hjónabandi,
getur verið lokið, en fjölskyldan
er þarna enn þá. Að setja barnið
í fyrsta sæti á að vera í algjörum
forgangi. Fyrsta skrefið í átt að
þroskuðu og ábyrgu uppalenda-
sambandi er að setja ávallt þarfir
barnsins á undan þínum eigin.
Hvernig setjum við réttan tón?
Heilbrigð samskipti milli fráskil-
inna foreldra velta að miklu leyti
á þeim tóni sem aðilar velja sér að
nota. Það að nota faglegan tón í
samræðum auðveldar að halda
tilfinningum utan við samtalið.
Talaðu við hitt foreldrið í sama
tón og þú myndir tala við vinnu-
félaga – vinsamlega, skýrt og með
opnum hug. Hlustaðu eftir „dýna-
míkinni“ í röddinni þegar þú talar
við hitt foreldrið, hvort sem er
augliti til auglitis eða í gegnum
síma. Hafðu í huga að það, hvernig
þú segir eitthvað, getur breytt því
hvernig viðmælandinn tekur því.
Að velja réttan tón er góð æfing
í hvaða samtali sem er. Það mun
leiða til betri og heilbrigðari sam-
skipta milli fráskilinna foreldra.
Leggja þarf særindi og reiði til
hliðar. Þetta er sá hluti sem er
eflaust sá allra erfiðasti, en um
leið sá allra mikilvægasti. Þá er
mikilvægt að þú fáir útrás fyrir
tilfinningar þínar í burtu frá
börnunum. Vinir, sálfræðingur
eða gæludýr eru allt mun betri
aðilar til að tala við heldur en
börnin, þegar þú þarft að fá útrás
fyrir neikvæðar tilfinningar.
Haltu fókus á barninu. Þegar
þú finnur fyrir reiði eða gremju
mundu þá af hverju þú þarft að
koma fram af yfirvegun, hags-
munir barnsins eru húfi.
Barnið er ekki sendiboði
Ekki stilla barninu upp á milli
ykkar. Það getur verið að þú
verðir aldrei alveg laus við biturð
og gremju varðandi sambands-
slitin, en það sem þú getur gert
er að afmarka þessar tilfinningar
og minna þig á að þær eru vanda-
málið en ekki vandamál barnsins.
Miðaðu ávallt að því að halda
þeim vandamálum, sem þú átt við
hitt foreldrið, fjarri barninu.
Aldrei nota barnið sem boð-
bera. Þegar þú notar barnið til að
bera á milli skilaboð, þá seturðu
það mitt í ykkar deilu. Mark-
miðið skal ávallt vera það að halda
barninu utan við ykkar sambands-
vandamál. Notist því við sam-
skiptaleiðir án milliliða.
Halda vandamálunum fyrir
þig. Aldrei segja neikvæða hluti
við barnið um hitt foreldrið eða
láta þau finnast það þurfi að velja
á milli ykkar. Barnið á rétt á sam-
bandi við báða/alla foreldra sína
án afskipta hins/hinna.
Til mikils að vinna
Ávinningur góðra samskipta frá-
skilinna foreldra er ómetanlegur.
Þegar börn finna fyrir að sam-
skipti foreldra eru góð, eru þau
mun fljótari að aðlagast nýjum
og breyttum aðstæðum, þau hafa
betri sjálfsmynd og meira sjálfs-
öryggi.
Ávinningur af stöðugleika er
mikill. Þetta geta fráskildir for-
eldrar haft áhrif á með því að hafa
svipaðar reglur, aga og umbun á
báðum heimilum svo börnin vita
við hverju megi búast og hverju
búist er við af þeim.
Þau börn sem sjá foreldra sína
vinna saman og eiga samskipti
eru líklegri til að taka upp betri
samskiptahætti við aðra og læra
lausnamiðuð vinnubrögð. Þau
verða einnig andlega og líkamlega
sterkari, en börn sem verða vitni
að slæmum samskiptum foreldra
sinna eru mun líklegri til að eiga
við þunglyndi og/eða kvíða.
Góðar fyrirmyndir. Með því að
eiga góð samskipti eru foreldrar
að kenna börnum sínum sam-
skiptamynstur sem þau taka með
sér út lífið og auðveldar þeim að
byggja upp sterk tengsl.
Félag einstæðra foreldra býður
upp á sáttamiðlun milli foreldra,
svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/
eða félagsráðgjafa.
Ávinningur barna
af góðum samskiptum
fráskilinna foreldra
I – Á netinu má sjá fjölda verð-launa í byggingarlist, um hundr-að talsins, svonefnd Architecture
Awards (AA), fyrir áhugaverðustu
byggingar í heimi. Ósköpin öll af
byggingum hampa AA-prísum, hver
annarri heimsfrægari. Ein verðlaun
kalla gjarnan á hrinu annarra – eins
og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’.
Margir arkitektar í Evrópu hafa
um þetta stór orð og eru uggandi
vegna þessarar þróunar. Þeir segja
að fjölmiðla- og áróðursmeist-
arar risastóru teiknistofanna séu
duglegir við að afla þeim prísa úr
þeirri miklu prísaflóru. Altalaður
er ábatasamur verðlaunaiðnaður.
Stórgóðir arkitektar með afburða-
verk, en á litlum teiknistofum, eiga
litla sem enga möguleika á þessu
sviði og segjast hvorki hafa burði til
að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að
koma sér á framfæri við verðlauna-
veitendurna.
II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú
húsum í Evrópu, sem venjulegir
evrópskir arkitektar (m.a. þýskir,
austurrískir og svissneskir) kalla
„Investment-Archi tektur“ þar sem
fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-
arkitektinn. Ef ekki er makkað
rétt er ekkert mál að finna annan
„Investment Architekt“. – Sem
betur fer eru dæmi um það, m.a. í
Frankfurt, að íbúar hafi hafnað til-
lögu af þessu sauðahúsi í nálægð við
sögufrægar byggingar. Hér á landi
hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í
Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa
óaðlaðandi og ótótlegar byggingar
sem fjölda borgarbúa óar við, m.a.
hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar
sem auðjöfrarnir með aurana og
‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni.
III – Mies van der Rohe-verð-launin: Fjöldi arkitekta og
áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu
við úthlutun Mies-verðlauna 2014
– og þá einkum hvers vegna sneitt
var hjá frábærri torglausn í Ghent í
Belgíu, sem er magnaður arkitektúr
á viðkvæmum stað við miðalda-
byggingar. Arkitektúr sem er afger-
andi í anda meistara Mies van der
Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín,
„Less Is More“ – og mjög rómuð af
UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði
evrópskra arkitekta og áhugafólks
um byggingarlist, sem veittu því
70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-
prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið
Harpa með aðeins 10% atkvæða
að baki sér. Starfandi arkitektar í
Þýskalandi bentu m.a. á forn vina-
tengsl Mies-nefndarmanns og THL.
Antonio Borghi (málkunningi) var
formaður ACE, Sambands evrópskra
arkitekta. Hann hafði umsjón með
þeirri kosningu, en verðlaunin voru
hins vegar í höndum úthlutunar-
nefndar sem taldi að Harpan félli
vel að mælikvarða Kvosar og útliti
– sérkennileg fullyrðing!
ES: –Frægur varð svo gallaveggur-
inn í húsinu, suðurveggurinn sem
þurfti að rífa niður vegna hættu-
legra galla (klúður verktaka) og sem
við skattgreiðendur fengum svo líka
að taka þátt í að greiða. Enn höfum
við ekki fengið að sjá heildarreikn-
inginn yfir klúðrið.
Ofurafl fjárfesta,
verðlaunaiðnaðar og
‘dómnefnda’ á ‘arkitektúr’
Dagný Rut
Haraldsdóttir
lögfræðingur
Félags einstæðra
foreldra
Þegar börn finna fyrir að
samskipti foreldra eru góð,
eru þau mun fljótari að að-
lagast nýjum og breyttum
aðstæðum, þau hafa betri
sjálfsmynd og meira sjálfs-
öryggi.
Öflugt fyrirbrigði ríður nú
húsum í Evrópu, sem venju-
legir evrópskir arkitektar
(m.a. þýskir, austurrískir og
svissneskir) kalla „Invest-
ment-Architektur“ þar sem
fjárfestirinn er að sjálfsögðu
aðal-arkitektinn. Ef ekki er
makkað rétt er ekkert mál
að finna annan „Investment
Architekt“.
Örnólfur Hall
arkitekt
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-C
4
2
8
2
0
4
1
-C
2
E
C
2
0
4
1
-C
1
B
0
2
0
4
1
-C
0
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K