Fréttablaðið - 28.06.2018, Síða 30
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Næsta sumar verður litríkt og frjálslegt í herratískunni ef marka má helstu hönnuði
herrafatnaðar og það sem þeir
kusu að sýna á tískuvikunni í
París sem fram fór 19. til 24. júní.
Myndir sem prentaðar eru á efni
eru áberandi, litir og efni björt og
fínleg en einnig er leikið með mörk
og rammi skilgreininga þaninn til
hins ýtrasta. Hér má sjá hvað var á
pöllunum í París.
Lanvin
„Mig langaði að færa mig út fyrir
götutískuna og finna nýja fágun
með áherslu á handverk og
hönnun,“ sagði Lucas Ossendrijver,
aðalhönnuður vor- og sumarlín-
unnar hjá Lanvin. Áherslan var á
fjölnota fatnað sem stundum mátti
snúa við og samruna hugmynda úr
ýmsum áttum eins og hefðbundin
jakkaföt með veiðivesti. Áprent-
aðar skyrtur með munstrum eftir
flúrmeistara og stórar tunnulaga
töskur settu einnig svip sinn á
pallinn.
Comme des Garçons
Bjartir pastellitir, silki og satín,
rómantísk snið og brjáluð mynstur
voru leiðarstefið hjá Comme des
Garçons Homme Plus. Buxur sem
gátu verið síðar og stuttar eftir
hentugleikum voru áberandi og
hægt að rúlla skálmum upp og
niður eins og rúllugardínum.
Louis Vuitton
Frumraun Virgils Abloh hjá
Louis Vuitton var undir áhrifum
frá Galdrakarlinum í Oz með
áprentuðum myndum af Judy Gar-
land í hlutverki Dorothy á jökkum.
Litapallettan var sjálfur regnbog-
inn sem kallaðist á við regnbogana
sem skreyttu Parísarborg í tilefni
gleðigöngunnar og dró athyglina
að áherslum Vuitton á umburðar-
lyndi og mannréttindi. Í sýningar-
skránni var kort þar sem mátti
sjá fæðingarstað fyrirsætanna og
foreldra þeirra sem átti að sýna
hnattræna sýn Abloh á fjölbreyti-
leika merkisins.
Paul Smith
Áherslan á sígild
snið snýr aftur hjá
Paul Smith með
tvíhnepptum
jakkafötum
og stökum
jökkum sem
vísa í ýkt
form níunda
áratugarins
og breska
jaðar-
menn-
ingu.
Ljós-
myndir af
strandlífi
og pálma-
trjám
eftir Paul
og föður hans
ganga eins og
rauður þráður
gegnum lín-
una, prentuð á
boli og skyrtur.
Og köflóttu
sokkarnir voru
punkturinn yfir
(eða undir) i-ið.
Issey Miyake Men
Leiðarstefið var að kanna hin
óljósu mörk milli leiks og starfs.
Nú á dögum, þegar hægt er að
gegna skrifstofustarfi á fartölvu á
kaffihúsi eða í skemmtigarði frekar
en að það tjóðri fólk við skrifborð,
gefur augaleið að vinnufatnaður
þarf að aðlagast þessum breyttu
aðstæðum. Þetta kallar til dæmis
á formlegar vinnustuttbuxur
þegar sólin kallar og skyrtur með
afslöppuðu sniði sem þurfa ekki
nauðsynlega að fylgja með jakka-
fötum. Ferskur andblær.
Raf Simons
Eftir fjögurra árstíða
fjarveru frá tísku-
vikunni í París valdi
Simons að kynna
nýjustu línuna fyrir
standandi áhorfend-
um í sýningarsal
sem minnti
mest á
næturklúbb.
Fatnaðurinn
var meira
í ætt við
kvöld-
klæðnað
og meðal
annars
kjólfata-
frakkar
úr satíni
í sterkum
litum og
efnum
sem oftar eru
nýtt í hátísku-
kvenfatnað.
Einnig mátti
sjá áprentaða
stuttermaboli og
satíntöskur.
Litrík og leikandi
herratíska 2019
Á Paul Smith sýningunni var áherslan á sígild snið um
leið og leikið var með líflega liti og áberandi mynstur.
Fatnaðurinn frá Raf Simons var í dramatískara lagi og litríkir kvöldfrakkar úr
satínefnum í bland við áprentuð voru áberandi. MyndIR/noRdICPhotoS/Getty
hönnuðirnir hjá Comme des Garcons leggja áherslu á
bjarta pastelliti, silki og satín, rómantísk snið.
Galdrakarlinn í oz
var helsti innblástur
hönnuðarins Virgils
Abloh hjá Louis
Vuitton.
hin óljósu mörk
milli leiks og starfs
og fatnaður við hæfi
voru leiðarstefið hjá
Issey Miyake.
Herratískan vor-
og sumar 2019
var kynnt á tísku-
vikunni í París
sem fram fór um
helgina.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
20-50%
afsláttur
af völdum vörum
Stærðir 38-58
8 KynnInGARBLAÐ FÓLK 2 8 . j ú n í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
4
1
-B
0
6
8
2
0
4
1
-A
F
2
C
2
0
4
1
-A
D
F
0
2
0
4
1
-A
C
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K