Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 8
Hæfni og yfirburðir Ford Kuga AWD liggja í öflugu fjórhjóladrifi,
mikilli veghæð og einstakri dráttargetu þar sem hann leikandi dregur
2.100 kg. Þú situr hátt í Kuga, aksturseiginleikar eru fyrsta flokks og
þægindin í hámarki. Ford Kuga er búinn íslensku leiðsögukerfi,
8“ skjá, Bluetooth, raddstýringu og fimm stjörnu öryggi.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD KUGA TITANIUM S AWD
YFIRBURÐIR!
ford.is
5.190.000
FORD KUGA TITANIUM S AWD SJÁLFSKIPTUR
TILBOÐSVERÐ:
VERÐ ÁÐUR: 5.610.000 KR.
KR.
A F S L Á T T U R
-420.000 KR.
Ford_Kuga_Tilboð_3_5x15_20180528_END.indd 1 28/05/2018 14:24
SKIPULAGSMÁL Áform um að
reisa nýtt tólf íbúða fjölbýlishús í
Skógarhlíð 22 vekja litla hrifningu
nágranna og Borgarsögusafn leggst
gegn því að borgin heimili bygg-
inguna.
Um er að ræða þriggja hæða
burstahús sem standa á lóð gamla
bæjarins Þóroddsstaða sem byggð-
ur var 1927 og hýsir nú blandaða
starfsemi. Samkvæmt tillögu Horn-
steina Arkitekta er ætlun félagsins
Verts ehf. að tengibygging verði yfir
í Þóroddsstaði og að þar verði inn-
réttaðar sex íbúðir. Samtals verði
því átján íbúðir á lóðinni.
„Í deiliskipulagstillögunni er lögð
áhersla á að nýta kosti – og stað-
setningu – lóðarinnar Skógarhlíð 22
sem best og að flétta nýjum húsum
á áreynslulausan hátt saman við þá
byggð sem fyrir er. Leitast er við að
Þóroddsstaðir haldi stöðu sinni sem
sögulegt kennileiti í hverfinu,“ segir
í greinargerð.
Engin ný bílastæði
„Ekki er gert ráð fyrir fjölgun bíla-
stæða á lóð, en töluverður fjöldi
bílastæða í nágrenninu og í götu
samnýtast áfram,“ segir í greinar-
gerðinni. Þetta fellur alls ekki í
kramið hjá nágrönnunum. Tólf
íbúar í Eskihlíð 26 senda borginni
sameiginlegt athugasemdabréf.
„Teljum við undirrituð fyrir-
hugað byggingarmagn á lóðinni
óhóflegt, hvort sem litið er til
umhverfisgildis Þóroddsstaða, yfir-
bragðs svæðisins í heild eða áhrifa
vegna skuggavarps,“ segir í bréfi
tólfmenninganna. Benda þeir á
að bílastæði suðvestan lóðarinnar
séu einnig nýtt af gestum Stofnunar
múslima.
Stæðin fullnýtt um helgar
„Algengt er að þessi stæði séu full-
nýtt um helgar vegna safnaðar-
starfs sem þar fer fram. Þannig
er varla hægt að ætlast til þess að
íbúar Skógarhlíðar 22 noti þessi
stæði líka og má telja líklegt að til-
lagan leiði til öngþveitis verði hún
samþykkt,“ segja íbúarnir tólf sem
vilja að tillögunni verði hafnað.
Og Stofnun múslima á Íslandi
hefur einnig áhyggjur af bílastæða-
málunum. „Handan götunnar er
moska okkar sem er samkomuhús
og höfum við í samkomulagi við
borgaryfirvöld tryggt bílastæða-
þörf hússins með samþykktu deili-
skipulagi,“ segir í bréfi Karims Ask-
ari, forstjóra Stofnunar múslima.
Karim óskar eftir nánari skýringum
á fjölda og staðsetningu bílastæð-
anna fyrir Skógarhlíð 22.
Sýn að Þóroddsstöðum byrgð
Borgarsögusafn segir í umsögn að
vegna hins mikla gildis sem Þór-
oddsstaðir hafi fyrir umhverfi sitt
„sem kennileiti og sýnilegur vitnis-
burður um sögu og þróun svæðis-
ins“ mæli það ekki með því að leyfð
verði slík uppbygging á lóðinni.
„Ekki verður annað séð en að
nýbyggingarnar sem tillagan sýnir
muni þrengja mjög að hinu eldra
húsi og byrgja að miklum hluta sýn
að því frá Bústaðavegi og Litluhlíð,“
segir Borgarsögusafnið. Tillagan
samræmist hvorki markmiðum
hverfisverndar vegna umhverfis-
gildis hússins né því að Þórodds-
staðir haldi stöðu sinni sem sögu-
legt kennileiti í hverfinu.
Áhersla á „sögulega ásýnd“
Minjastofnun segir hins vegar Þór-
oddsstaði ekki vera hluta af götu-
mynd eða stærri varðveisluheild.
Áhersla sé lögð á að varðveita stöðu
burstahússins sem kennileitis og
„sögulega ásýnd þess“ að Skógarhlíð.
„Fyrirhugaðar nýbyggingar tak-
marka vissulega sýn á gamla húsið
frá Litluhlíð. Sú gata í núverandi
mynd hefur þó engin söguleg tengsl
við Þóroddsstaði og frágangur
hennar rýrir nærumhverfi sitt,“
segir Minjastofnun.
gar@frettabladid.is
Andstaða við nýbyggingu í Skógarhlíð
Fyrirhugað tólf íbúða fjölbýlishús við bæinn Þóroddsstaði í Skógarhlíð mætir andspyrnu nágranna sem óttast öngþveiti vegna bíla-
stæðaskorts. Borgarsögusafn segir bygginguna munu þrengja að Þóroddsstöðum og leggst gegn tillögunni. Minjastofnun er jákvæðari.
Nýja byggingin í efri enda Skógarhlíðar á að liggja í L umhverfis Þóroddsstaði sem Borgarsögusafn segir að mjög verði
þrengt að. Minjastofnun segir hins vegar bæinn ekki hluta af „stærri varðveisluheild“. MYND/HORNSTEINAR ARKITEKTAR
Þannig lítur húsið út Skógarhlíðarmegin. MYND/HORNSTEINAR ARKITEKTAR
Leitast er við að
Þóroddsstaðir haldi
stöðu sinni sem sögulegt
kennileiti í hverfinu.
Úr greinargerð með skipulagstillögu
Teljum við undir-
rituð fyrirhugað
byggingarmagn á lóðinni
óhóflegt, hvort sem litið er til
umhverfisgildis Þórodds-
staða, yfirbragðs svæðisins í
heild eða áhrifa vegna
skuggavarps.
Tólf íbúar í Eskihlíð 26
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-C
E
0
8
2
0
4
1
-C
C
C
C
2
0
4
1
-C
B
9
0
2
0
4
1
-C
A
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K