Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 32
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Tónlist hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi Huldu G. Geirsdóttur, dagskrárgerðar- konu hjá Rás 2 og RÚV. Í æsku voru það fyrst og fremst vinir og ættingjar sem höfðu áhrif á tón- listarsmekk hennar en foreldrar hennar kynntu hana m.a. fyrir Bítlunum, Villa Vill og Bergþóru Árnadóttur svo eitthvað sé nefnt. „Eldri frændsystkini mín kynntu mig svo fyrir ýmsu skemmtilegu, t.d. KISS og Queen, Bravo-blöðin voru málið fyrir tíma internetsins og svo hlustaði maður stíft á John Peel hjá BBC. En það er enn fyrst og fremst þannig að við vinirnir og vinnufélagarnir, sem deilum tónlistaráhuganum, skiptumst á ábendingum. Svo uppgötva ég mjög margt í vinnunni á Rás 2 en þangað berst auðvitað gríðarlegt magn nýrrar tónlistar auk þess sem Spotify hefur líka opnað margar forvitnilegar dyr í seinni tíð.“ Hulda var búin að skipuleggja margt spennandi í sumar, t.d. tón- leika með Pearl Jam í júní í London. „Þetta hefur verið langþráður draumur en ég sá þá síðast fyrir aldarfjórðungi og hef elskað þessa sveit alla tíð síðan, ekki síst Eddie Vedder. Því voru það gríðarleg vonbrigði þegar þurfti að fresta tónleikunum þar sem Eddie hafði misst röddina kvöldið áður. Nú hafa þeir sett tónleikana á að nýju og ég ætla að gera mér aðra ferð til London og sjá þá 17. júlí og get ekki beðið.“ Hún segir gaman að því hvað tónlistarlífið á Íslandi er fjölbreytt og margt sé í boði og vísar þar m.a. til Secret Solstice í síðasta mánuði og fleiri viðburða. „Svo verður gaman að sjá Guns N' Roses hér á heimavelli og í haust á ég miða á U2 í Kaupmannahöfn. Það væri líka gaman að fara á Eistnaflug en þangað hef ég aldrei komið og þarf nauðsynlega að bæta úr. Ég ætla að sjá Skálmöld og Sinfó í Hörpu í ágúst og svo er ýmislegt fleira áhugavert í boði og ég á pottþétt eftir að sjá margt fleira hér heima enda dugleg að fara á tónleika.“ Hvaða lag fær þig til að hugsa um fyrsta barnið? Þegar ég gekk með son minn hlustaði ég stanslaust á þriðju plötu Travis, The Invisible Band, og ég var eiginlega sann- færð um að barnið myndi þekkja öll lögin af henni, sér- staklega lögin Sing og Side sem eru enn í uppáhaldi hjá mér eins og öll platan. Þrátt fyrir þetta hefur Travis aldrei ratað á fóninn hjá drengnum. Hvað lag minnir þig á frábæra tónleika? Ég var svo heppin að komast á 30 ára afmælistónleika plötunnar The Joshua Tree með U2 á heimavelli þeirra í Dublin á Írlandi í fyrra. Hvert einasta lag sem þar var flutt er eins og greypt í heilann á mér enda var þetta ógleymanlegt kvöld þar sem allt spilaði með; veðrið, gleði og eftirvænting áhorfenda, hljómgæði og flutningur. Toppur- inn var þegar sveitin flutti Where the streets have no name og þrjár herþotur flugu yfir leikvanginn og spúðu írsku fánalitunum í reyk á eftir sér. Algerlega ógleymanleg stund. Hvaða plata tengist helst unglingsárum þínum? Þær eru ótal margar og eigin- lega efni í heila bók. Ein plata er þó sérstök í minningunni af því að hún er kannski ekki hefðbundin unglingaplata en það er tónleika- platan Bring on the Night með Sting. Ég heillaðist algerlega af flutningi þessara frábæru tón- listarmanna sem voru með Sting á plötunni. Eitt sumarið hjólaði ég mikið og alltaf með þessa plötu í eyrunum og Walkman í vasanum. Þegar ég heyri lög af plötunni í dag finn ég Suðurnesjalognið leika um andlitið og hjartslátturinn eykst í takt við hjólið. Hvaða lög minna þig á frábær sveitaböll unglingsáranna? Þau eru nú nokkur sveitaböllin í minningunni og oftast voru það Todmobile eða Stjórnin sem trylltu lýðinn. Oft var tekið vel undir í Eitt lag enn með Stjórninni í Njálsbúð og þau voru ófá böllin í KK í Kefla- vík (svona næstum því sveitaböll) þar sem maður heyrði raddir með Todmobile. Hvað lag fær þig til að hugsa um ástina? Einhverra hluta vegna hef ég alltaf heillast meira af lögum sem tengjast ástarsorg frekar en ást enda meira drama og tilfinningar í þeim. Eitt ástarlag er þó í miklu uppáhaldi og mér finnst textinn dásamlegur. Það heitir For your lover give some time og er að finna á plötunni Truelove’s Gutter með Richard Hawley sem er dásamleg plata og allir ættu að kynna sér. Hvaða tónlist minnir þig á góða vini og minningar tengdar þeim? David Bowie minnir mig alltaf á æskuvinkonu mína, Gerði Péturs- dóttur, sem elskar Bowie og R.E.M. Smiths og Smithereens minna mig alltaf á Hauk Ástvaldsson, vin minn, sem kynnti mig fyrir ótal mörgu frábæru í tónlist þegar við vorum saman á heimavist í menntaskóla. Annars væri hægt að telja endalaust upp hér því svo ótal margar minningar af vinum koma upp í gegnum tónlistina. Tengist eitthvert lag sorglegum atburðum í lífi þínu? Mamma mín varð bráðkvödd á aðfangadagskvöld árið 2006, þá 55 ára gömul. Það var gríðarlegt áfall og eðlilega eru dagarnir á eftir í hálfgerðri þoku. Ég man lítið eftir jarðarförinni, nema öllum Deilir tónlistinni með vinum Dagskrárgerðarkonan Hulda G. Geirsdóttir ólst upp í Keflavík þar sem tónlist var stór hluti af uppeldi hennar. Hér rifjar hún upp nokkur minningabrot úr lífi sínu sem tengjast tónlist. „Þegar ég gekk með son minn hlustaði ég stanslaust á þriðju plötu Travis, The In- visible Band, og ég var eiginlega sannfærð um að barnið myndi þekkja öll lögin af henni,“ segir Hulda G. Geirs- dóttir, dagskrár- gerðarkona hjá Rás 2 og RÚV. MYND/STEFÁN þeim fjölda fólks sem kom og sýndi okkur ómetanlega hlut- tekningu og svo KK sem flutti lag sitt When I think of angels við athöfnina. Ég vissi að hann samdi lagið eftir að hafa misst systur sína og ég fann fyrir mikilli samkennd með honum vitandi af missi hans. KK felldi tár við flutninginn og það snerti mig mjög djúpt. Við KK áttum síðar eftir að verða vinnufélagar og vinir og mér þykir alltaf extra vænt um hann vegna þessa og lagið þykir mér líka vænt um þó að tengingin sé sorgleg og kalli enn fram tár. Hvaða lag fær þig til að vilja stökkva inn í tímavél og fara aftur í tímann? Það er Smells like teen spirit með Nirvana sem kom út 1991. Grunge- rokkið skall á af fullum krafti þegar ég var við háskólanám í Banda- ríkjunum og ég man nákvæmlega hvar ég var stödd þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti og þau áhrif sem það hafði á mig. Þetta var æðislegur tími og ég væri alveg til í að skella mér í köflótta skyrtu og stökkva aftur til háskólaáranna í Bandaríkjunum. Hvaða tónlist minnir þig á hall- ærislegan tíma í lífi þínu? Það var margt á eitís tímabilinu sem mér fannst svaðalega flott þá en brosi yfir í dag, t.d. herðapúð- arnir og hárgreiðslurnar. En á sama tíma var margt frábært að gerast í tónlist og þrátt fyrir hallærislega tísku, á nútíma mælikvarða, áttu margar sveitir frábær lög á þessum tíma. Þar gæti ég t.d. nefnt fyrstu plötu Duran Duran og Pax Vobis hér heima. Eðalstöff, en tískan maður! Tónlistin í lífi mínu Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.690 kr.* SVÍNAKJÖT MEÐ TOFANSÓSU KJÚKLINGUR MEÐ SATAYSÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU *tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . j Ú L í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 5 -F 9 6 C 2 0 5 5 -F 8 3 0 2 0 5 5 -F 6 F 4 2 0 5 5 -F 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.