Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 16
Stjarna dagsins á
HM 2018
Belgíski markvörðurinn Thibaut
Courtois var reiðubúinn þegar
kallið kom í 2-1 sigri Belga á Brasilíu
í gærkvöldi. Brasilía var umtalsvert
meira með boltann og átti mun
fleiri tilraunir að marki Belga en
þegar tilraunir Brasilíumanna fundu
markrammann var Courtois yfirleitt
tilbúinn og leysti það vel.
Varamaðurinn
Renato Augusto fann
leiðina framhjá honum
með snyrtilegum
skalla í seinni hálfleik
en þegar kallið kom
undir lok leiks-
ins var Courtois
tilbúinn.
Stórstjarnan
Neymar virtist ætla
að kreista fram
framlengingu í
uppbótartíma með
snyrtilegu skoti en
Courtois náði að
blaka boltanum
yfir og um leið
Brasilíumönn-
um heim.
HM 2018 í Rússlandi, 8-liða úrslit
Úrúgvæ - Frakkland 0-2
0-1 Raphael Varane (40.), 0-2 Antoine Griez-
mann (61.).
Brasilía - Belgía 1-2
0-1 Fernandinho (13, sjálfsm.), 0-2 Kevin De
Bruyne (31.), 1-2 Renato Augusto (76.)
Belgía og Frakklands mætast í undanúr-
slitum HM í Pétursborg á þriðjudaginn.
HM í dag
14.00 Svíþjóð – England
18.00 Rússland – Króatía
Gullkynslóðin búin að taka næsta skref
Ósviknar tilfinningar Belgar fagna sigrinum gegn Brasilíu af innlifun í Kazan í gærkvöldi en Belgía komst í gær í undanúrslit á stórmóti í fyrsta sinn
síðan HM 1986 í Mexíkó. Er því ljóst að næstu heimsmeistarar í knattspyrnu koma frá Evrópu en síðustu tvö liðin utan Evrópu, Úrúgvæ og Brasilía,
duttu út í gær. Eru Belgar einum leik frá því að komast í úrslit HM í fyrsta sinn en Frakkar standa í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. FRéttaBlaðið/Epa
Greiddu félögum íslensku
leikmannanna samtals
5,1 milljón dollara.
543.000.000 kr.
Birkir Már Sævarsson Valur
23.630.000 kr.
Kári Árnason Víkingur R.
23.630.000 kr.
26 dagar sem FiFa greiðir fyrir, fjórtán í aðdraganda móts og tólf þegar Ísland er á HM.
FIFA greiðir félögum leikmanna
8.530 dollara hvern dag.
908.870 kr.
Tvö íslensk félög stórgræddu á
Rússlandsævintýri Íslands
FIFA greiddi félagsliðum
íslensku landsliðsmann-
anna bætur upp á hálfan
milljarð króna vegna
þátttöku Íslands á HM.
Tvö íslensk lið nutu góðs
af því og fengu rúmar
23 milljónir í sinn vasa.
Fótbolti Alþjóðaknattspyrnusam
bandið þurfti alls að greiða félögum
íslensku landsliðsmannanna 5,1
milljón dollara eða rúmar 543 millj
ónir íslenskra króna í bætur fyrir
að leikmenn liðsins færu á Heims
meistaramótið í knattspyrnu.
Fá öll félög sem eiga leikmann á
mótinu því greitt fyrir að leikmaður
liðsins hafi tekið þátt í HM og skipt
ir þar ekki máli hvort leikmaðurinn
heitir Lionel Messi eða Birkir Már
Sævarsson. Var FIFA búið að taka
til hliðar 210 milljónir dollara til að
útdeila meðal liða sem áttu fulltrúa
í Rússlandi.
Valur og Víkingur högnuðust vel
Segja reglur FIFA til um að
félögin eigi rétt á bótum sem
reiknast út frá ákveðinni tíma
setningu, tveimur vikum fyrir
mót eða 31. maí. Reiknast þær
til síðasta keppnisdags liðs á
mótinu sem var 26. júní þegar
tap Íslands gegn Króatíu gerði
það að verkum að við
féllum úr leik í riðla
keppninni.
Hljóma bæt
urnar upp
á 8 . 5 3 0
dollara á
dag eða tæplega 910 þúsund krónur
sem félögin fá greiddar frá FIFA fyrir
hvern dag en fyrir íslensku leik
mennina fá félögin greitt fyrir 26
daga. Hljómar lokaupphæðin því
upp á tæplega 222 þúsund dollara,
rúmlega 23,6 milljónir íslenskra
króna, fyrir hvern leikmann.
Tvö íslensk félög njóta góðs af því
að fá þessa upphæð fyrir leikmenn
sína í Rússlandi en það eru Víkingur
Reykjavík og Valur.
Kári Árnason samdi við Víking
Reykjavík í vor og fékk félagsskipti
sín staðfest þann 16. maí síðast
liðinn. Taldist hann því leikmaður
uppeldisfélags síns allan tímann
sem bæturnar voru reiknaðar.
Það sama er upp á teningnum
með Birki Má Sævarsson, hann gekk
til liðs við Val í febrúar og fær upp
eldisfélag hans því greiddar bætur
upp á rúmlega 23 milljónir íslenskra
króna.
Það lítur hins vegar út fyrir að
Fylkir fái ekki greiddar bætur fyrir
Ólaf Inga Skúlason, miðjumanninn
sem samdi við Árbæinga stuttu fyrir
mót.
Er ekki búið að ganga frá félags
skiptunum frá Kardemir Kara
bükspor í Tyrklandi og fær
tyrkneska félagið því greidd
ar bæturnar í stað Fylkis.
kristinnpall@frettabladid.is
Félagsskipti Ólafs inga
Skúlasonar gengu
ekki í gegn
fyrir HM og
fær Fylkir
því ekki
bætur.
FRjálsaR íþRóttiR Spretthlauparinn
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann
til gullverðlauna í 100 metra hlaupi
á Evrópumótinu U18 í frjálsum
íþróttum í Gyor, Ungverjalandi, í
gær.
Kom hún fyrst í mark á 11,75
sekúndum og var 0,0006 sekúndum
á undan hinni frönsku Pamera Los
ange í mark.
Hún keppir á ný í dag í undanúr
slitunum í 200 metra hlaupi. – kpt
Guðbjörg fékk
gull á EM í Gyor
Handbolti Íslenska kvennalands
liðið í handbolta skipað leikmönn
um 20 ára og yngri tryggði sér sæti
í 16 liða úrslitum á heimsmeistara
mótinu með því að vinna öruggan
fimmtán marka sigur á Kína í Ung
verjalandi í gær, 3520.
Fengu stúlkurnar skell gegn Rúss
landi á fimmtudaginn en Ísland
hefur unnið tvo leiki og gert eitt
jafntefli eftir fjórar umferðir. Riðla
keppninni lýkur á sunnudaginn
þegar Ísland mætir Chile sem er án
stiga á botni riðilsins en hvorki Sló
venía né Chile geta náð Íslandi að
stigum fyrir lokaumferðina. – kpt
Komnar áfram
eftir sigur á Kína
7 . j ú l í 2 0 1 8 l a U G a R d a G U R16 s p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð
spoRt
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
5
-E
F
8
C
2
0
5
5
-E
E
5
0
2
0
5
5
-E
D
1
4
2
0
5
5
-E
B
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K