Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 61
Það hefur verið
spennandi að
verða hluti af NetApp, en
við erum fyrsta íslenska
fyrirtækið sem hefur
verið keypt af Fortune
500 fyrirtæki, sem er
alveg magnað.
Þegar ég var í sumarstarfi hjá Greenqloud, næst í hlutastarfi með skóla og svo á fyrsta
árinu mínu hjá fyrirtækinu var ég
sett í mjög lærdómsrík verkefni
sem áttu að koma mér vel í fram-
tíðinni. Stjórnendur Greenqloud
áttu þarna kollgátuna og ég á þeim
margt að þakka, uni mér vel í starfi
hjá NetApp Iceland og mun gera
um ókomna framtíð,“ segir Helga
Hjartardóttir, forritari hjá NetApp
Iceland, sem helgað hefur sig á
sínum ferli umræddum tveimur
hugbúnaðarfyrirtækjum.
Helga starfaði hjá Greenqloud
þegar fyrirtækið var lítill vinnu-
staður og segir að þar hafi allir haft
sömu markmið og unnið hart að
þeim. „Þetta var samt ekkert stór-
fengleg breyting, starfsmenn þurftu
að fara í gegnum ýmis námskeið og
landslagið er formlegra í þessum
alþjóðlega fyrirtækjaheimi.“
Spurð hvort eitthvað hafi breyst í
hennar starfi síðan NetApp keypti
Greenqloud segir Helga það ekki
svo vera. „Mér skilst að áhersla
hafi verið lögð á það að halda því
þannig að áhrif stóra fyrirtækisins
yrðu ekki mikil og að gamla teymið
gæti haldið sinni sérstöðu, jafnvel
að NetApp gæti lært af því sem
Greenqloud áorkaði. Þannig að
það voru ekki mikil afskipti af því
hvernig við vorum að gera hlutina.“
Helga segist samt finna aðeins
fyrir því að hún er ekki í litlu fjöru-
tíu manna hugbúnaðarfyrirtæki á
Íslandi heldur mörg þúsund manna
risafyrirtæki á alþjóðavísu þegar
kemur að hinum ýmsum vald-
stjórnunarstigum og prótókollum.
„Ég fann að áður fyrr gátum við
stýrt stefnu okkur að mörgu leyti
sjálf en í dag eru verkaðferðir aðrar.
Nú er það svoleiðis að leggja þarf
flestar ákvarðanir fyrir yfirmenn og
samstarfsmenn víða annars staðar
í heiminum og það getur tekið sinn
tíma. Það hefur samt ekki komið
niður á mínu starfi.“
NetApp lærði af okkur
Helga Hjartardóttir hóf störf sem forritari hjá Greenqloud sem sumarstarfsmaður og reiknaði
ekki með því þá að hún yrði á meðal ellefu þúsund starfsmanna stórfyrirtækisins Netapp.
Helga Hjartar-
dóttir er forritari
hjá NetApp.
MYND/ÞÓRSTEINN
Við höfum einstakan hóp starfsmanna og það er ein aðalástæðan fyrir því að
fólk vill vinna hjá okkur. Okkur
finnst gaman að vinna saman og
við erum stolt af starfi okkar,“ segir
Sarah Cushing, mannauðsstjóri
hjá NetApp. „Starfsmannahópur
okkar eru sérstakur að því leyti
að hann er mjög fjölbreyttur. Rétt
tæpur fjórðungur starfsmanna er
kvenkyns, sem er meira en gengur
og gerist í hugbúnaðarfyrirtæki,
og starfsmenn koma frá tíu ólíkum
löndum.
Menning vinnustaðarins ein-
kennist af nýsköpun og metnaði og
ég segi nýjum starfsmönnum alltaf
að þeir eigi að láta í sér heyra, því
við elskum að heyra af nýjum hug-
myndum og aðferðum. Starfsmenn
hafa líka mikið vald og frelsi til að
gera það sem þeir þurfa að gera,“
segir Sarah. „Til þess að ná þessu
fram þurfum við að skilja hvað
hvetur starfsmenn okkar til dáða
og vinna með þeim til að hjálpa
þeim að standa sig sem best. Þetta
getur falist í að tryggja að starfsfólk
hafi rétta búnaðinn eða í að veita
þeim tækifæri til að gera eitthvað
nýtt og öðruvísi.
Við leggjum áherslu á góða
frammistöðu og að verðlauna þá
sem standa sig vel,“ segir Sarah.
„Það getur verið með einhverju
einföldu, eins og að þakka fólki
fyrir eða bjóða því í mat eða bíó,
en nú þegar við erum orðin hluti af
stórfyrirtækinu NetApp getum við
líka gefið sérstaka bónusa.
Það hefur verið spennandi að
verða hluti af NetApp, en við erum
fyrsta íslenska fyrirtækið sem
hefur verið keypt af Fortune 500
fyrirtæki, sem er alveg magnað,“
segir Sarah. „Breytingar eru góðar
og þó við þurfum nú að fylgja
nýjum alþjóðlegum ferlum hefur
reksturinn lítið breyst, enda finnst
okkur mjög mikilvægt að halda í
þá menningu og starfshætti sem
laðaði NetApp að okkur til að
byrja með. Svo opnast nýjar dyr við
að verða hluti af alþjóðlegu fyrir-
tæki, það eru betri tækifæri í starfi,
Nýsköpun
og metnaður
í fyrirrúmi
Starfsmannahópur NetApp er fjöl
breyttur og metnaðarfullur og nýtur
þess að vinna saman. Þægilegt starfs
umhverfi, tækifæri til að ná langt í
starfi og frábær hlunnindi gera Net
App góðan og spennandi vinnustað.
Það hefur verið
spennandi að
verða hluti af
alþjóðlegu stór-
fyrirtæki og það
býður ýmis ný
tækifæri, segir
Sarah Cushing,
mannauðsstjóri
hjá NetApp.
meiri ferðalög og aukin hlunnindi í
boði fyrir starfsmenn.
Það er auðvelt að sækja um hjá
okkur. Fólk getur bara farið inn
á netapp.com/iceland-jobs. Við
bjóðum samkeppnishæf laun og
bónusa, áherslu á jafnvægi daglegs
lífs og vinnu, hlutabréfakaupakerfi
fyrir starfsmenn, minnst 25 frídaga á
ári og reglulega höfum við alls kyns
viðburði og uppákomur fyrir starfs-
menn, eins og til dæmis að bjóða
upp á nudd og ýmislegt fleira.“
45 starfsmenn
24% kvenkyns
26-34 ára
meðalaldur
10 þjóðerni: Ísland,
NýjaSjáland, Króatía,
Pólland, Holland, Úkra
ína, Bretland, Bandaríkin,
Grikkland og Slóvakía
26% fjölgun starfs
manna milli janúar og
júlí 2018
27 lausar stöður
KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 7 . j Ú l Í 2 0 1 8 NETApp á ÍSLANDI
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-2
0
E
C
2
0
5
6
-1
F
B
0
2
0
5
6
-1
E
7
4
2
0
5
6
-1
D
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K