Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 10
Eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hefur neikvæð áhrif á afkomu WOW air að fjárhæð 1,6 milljónir dala eða sem jafngildir um 175 milljónum króna, að því er fram kemur í drögum að fjárfestakynn­ ingu norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs WOW air. Til samanburðar hækkaði verð á flugeldsneyti um 36 prósent á fyrri helmingi þessa árs en í kynningunni segir að hækkanirnar séu helsti „mótbyrinn“ í rekstri flugfélagsins enda hafi félaginu ekki tekist að mæta þeim með því að hækka flug­ fargjöld. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir að næstu vikur verði stór prófsteinn fyrir WOW air. „Það er vissulega ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvort sum flugfélög séu í stöðu til þess að mæta hækkunum á olíuverði,“ segir hann. Olíukostnaður nam um 25 pró­ sentum af tekjum WOW air í fyrra, að því er segir í fjárfestakynningunni, en sambærilegt hlutfall hjá Iceland­ air var um 17 prósent. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Í kynning­ unni er bent á að WOW air etji ekki aðeins kappi við evrópsk flugfélög heldur jafnframt bandarísk félög sem verji jafnan ekki eldsneytiskaup sín. Til viðbótar sé floti flugfélagsins sparneytinn og þá hafi félagið gripið til ýmissa aðgerða sem hafi minnkað eldsneytisnotkun þess. Þurfa að vera fjárhagslega sterk Sveinn segir að flugfélög sem verji ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveifl­ um í olíuverði þurfi að vera fjárhags­ lega í stakk búin til þess að taka á móti sveiflunum. Hann bendir á að þau bandarísku félög sem verja ekki kaup sín séu að jafnaði fjárhagslega sterk og með góðan aðgang að fjármagni ef í harð­ bakkann slær. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í lok síðasta árs. Afkoma flugfélagsins hefur farið versnandi það sem af er ári en í fjárfestakynn­ ingunni er upplýst um að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – hafi verið neikvæð um 26 milljónir dala frá júlí í fyrra til júní síðastliðins. WOW air skilaði tapi upp á 22 milljónir dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna, í fyrra en verð á flugelds­ neyti hækkaði um 20 prósent á árinu. Fastlega er búist við því að olíu­ verð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en sem dæmi spá grein­ endur stórbankans Morgan Stanley því að heimsmarkaðsverð á Brent­ hráolíu verði að meðaltali 85 dalir á fatið á síðustu sex mánuðum þessa árs. Til samanburðar er verðið nú um 72 dalir á fatið en það var 67 dalir í byrjun ársins. Sérfræðingar bankans telja að nýlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran muni draga verulega úr framleiðslu­ getu síðarnefnda ríkisins og skerða þannig framboð á olíu á heims­ markaði. „Á meðan hefur eftirspurnin verið sterk og má búast við að hún aukist enn frekar á seinni helmingi ársins,“ segir Martijn Rats, greinandi hjá Morgan Stanley, í samtali við CNBC. Sveinn nefnir að hækkandi olíu­ verð eigi að endingu að koma fram í hærri flugfargjöldum. Það hafi hins vegar ekki gerst enn þá. WOW air og önnur flugfélög, sér í lagi þau sem verja ekki kaup sín á eldsneyti, bindi væntanlega vonir sínar við að fargjöld taki að hækka sem fyrst. kristinningi@frettabladid.is 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Hlutfall af eldsneytiskaupum flugfélaga sem eru varin til tólf mánaða 0% 0% 0% 0% W O W a ir D el ta Un ite d Am er ic an A irl in es Ice la nd ai r N or w eg ia n SA S Ai r F ra nc e - K LM Lu ft ha ns a 54% 27% 47% 53% 76% Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Nú er góður tími til að fá sér nýjan Mitsubishi hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér bíl á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið. Nýr Mitsubishi á Besta Hekluverðinu Besta Hekluverðið Frá 5.490.000 kr. Outlander PHEV Instyle Best búna útgáfan af Outlander PHEV Sumarauki og hleðs lu- stöð að verðmæti 500.000 kr. fylgir P HEV! Besta Hekluverðið Frá 3.990.000 kr. Eclipse Cross Sumarauki að verðmæti 350.000 kr. fylgir! Besta Hekluverðið 5.190.000 kr. L-200 Double Cab / 4x4 / Dísil / Beinskiptur Sumarauki að verðmæti 350.000 kr. fylgir! Olíukostnaður fjórðungur af tekjum Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. Greinandi segir að næstu vikur verði stór prófsteinn fyrir félagið. Von á verri kjörum en í útboðum annarra félaga Búast má við því að þau kjör sem WOW air munu bjóðast í fyrir- huguðu skuldabréfaútboði verði talsvert lakari en kjörin sem helstu keppinautum félagsins hafa boð- ist á undanförnum misserum, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Sem dæmi jafngildir verð skuldabréfa lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air um 800 punkta álagi á LIBOR-vexti um þessar mundir en viðmælendur blaðsins telja fullvíst að kjörin í skulda- bréfaútboði WOW air verði vel yfir 1.000 punktum ofan á milli- bankavexti. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær er áætlað að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort sum flugfélög séu í stöðu til að mæta hækk- unum á olíuverði. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans markaðurinn 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R10 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -2 2 0 4 2 0 9 6 -2 0 C 8 2 0 9 6 -1 F 8 C 2 0 9 6 -1 E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.