Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 20
Stjarnan - FH 2-0 1-0 Guðjón Baldvinsson (44.), 2-0 Guð- mundur Steinn Hafsteinsson (85.). Nýjast Mjólkurbikar karla 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R20 s p o R t ∙ F R É t t A B L A ð I ð færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnu­ vellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síð­ asta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vista­ skiptin. „AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kant­ manninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráða­ menn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annað­ hvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem fram­ herji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda. „Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leik­ mannahópi liðsins og það er raun­ hæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“ hjorvaro@frettabladid.is Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum Albert Guðmundsson segir flest benda til að hann muni leika stærra hlutverk í aðalliði AZ Alkmaar en hann gerði hjá PSV Eindhoven. Þess vegna ákvað hann að söðla um og færa sig um set á milli liðanna í vikunni. Hann segir að það stefni í titilbaráttu milli liðanna. sport Sigríður Lára til meistaranna FótBoLtI Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir Noregsmeistara Lille­ strøm. Hún kemur til Lilleström frá ÍBV sem hún hefur leikið með allan sinn feril. Samningur Sigríðar Láru við Lillestrøm er til áramóta. Eftir það verður hann endurskoðaður. Sigríður Lára, sem er 24 ára, vann sér sæti í íslenska landsliðinu á síð­ asta ári og fór með því á EM í Hol­ landi. Eyjakonan hefur leikið 13 landsleiki. Sigríður Lára hefur alls leikið 125 leiki fyrir ÍBV í efstu deild og skorað 19 mörk. Hún skoraði sigurmark ÍBV í bikarúrslitaleikn­ um gegn Stjörnunni í fyrra. Lilleström hefur unnið alla 14 leiki sína í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liðið er með tólf stiga forskot á Klepp og það bendir allt til þess að það verði norskur meistari fimmta árið í röð. Næsti leik­ ur Lillestrøm er gegn Arna­Bjørnar á laugar­ daginn. – iþs FótBoLtI Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alk­ maar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heeren­ veen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með vara­ liði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hol­ lenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að Albert á æfingu með PSV á dögunum en nú er undir honum komið að sanna sig í hollensku úrvalsdeildinni með liði AZ Alkmaar. NordicPHotoS/getty Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Albert Guðmundsson Eygja fyrsta bikarmeistaratitilinn í karlaflokki Stjarnan komst í úrslit Mjólkurbikarsins með 2-0 sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöld þar sem Guðjón Baldvinsson, hér fyrir miðju, skoraði eitt og lagði upp annað. Garðbæingar leika því til úrslita um bikarmeistaratitilinn í bæði karla- og kvennaflokki en karlaliðið er komið í úrslitin í fyrsta sinn í fimm ár. Þeir eiga enn eftir að klófesta bikarmeistaratitilinn í karlaflokki en fá tækifæri til þess í úrslitaleiknum eftir mánuð. FréttAblAðið/erNir 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -3 F A 4 2 0 9 6 -3 E 6 8 2 0 9 6 -3 D 2 C 2 0 9 6 -3 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.